Morgunblaðið - 01.11.1980, Síða 34

Morgunblaðið - 01.11.1980, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1980 Fyrirspurnir og svör: Utlendir veiðimenn í kjör- dæmi dómsmálaráðherra Skipulag loðnu- löndunar Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra, svaraði í vikunni fyrirspurn frá Helga F. Seljan (Abl) varðandi skipulag loðnulöndunar. Hann sagði m.a. að ekki hefði náðst samkomulag um að endurvekja flutningasjóð, sem lagður var niður fyrir nokkr- um árum. Með hliðsjón af því að afkoma loðnuveiða sé nú stórum lakari en áður hafi hann ekki treyst sér til að leggja slíkt til, þ.e. að leggja sérstakt flutningsgjald á útgerðina sjálfa. Hinsvegar hafi verið reynt að beita óbeinum aðgerðum, s.s. varðandi veiðitíma. Ráðherra greindi frá því að hann hefði, að tillögu loðnuskip- stjóra, skipt því magni, sem veiða má, á 52 loðnubáta. — Samkomu- lagi hér um hefði fylgt sú kvöð af þeirra hálfu, að þeir mættu haga veiðisókn og löndun með þeim hætti, sem bezt kæmi út fyrir þá. Þeir vildu fá að landa þar sem styzt væri að fara með aflann, enda olía dýr, og veiða loðnuna þegar hún væri feitust og þar með verðmætust. Engu að síður hefur loðnuaflinn á sl. vertíð dreifst furðanlega á vinnslustaði. í umræðunni fór Matthías Bjarnason fram á það við ráð- herra að hann láti semja skýrslu um rannsóknir á loðnustofninum og leggi fyrir Alþingi. Ráðherra hét því að svo yrði gert. Verðtryggður almanna líf- eyrissjóður Svavar Gestsson, tryggingaráð- herra, svaraði fyrirspurn frá Al- exander Stefánssyni um verð- tryggðan lífeyrissjóð fyrir lands- menn alla. Hann sagði að endur- skoðunarnefnd almannatrygg- ingalaga hefði undanfarið sinnt forgangsverkefnum (fæðingaror- lofi og skipulagsbreytingu á fram- kvæmd almannatryggingarlaga) en önnur verkefni, þar á meðal lífeyrismál, orðið að bíða. Þegar þessum forgangsverkefnum og víðtækri endurskoðun heildarlag- anna er lokið hef ég hugsað mér, ef um það næst samkomulag, að endurskipuleggja nefndina og setja henni nýtt erindisbréf, þann- ig að hún taki fyrir afmörkuð Skýrsla um loðnurann- sóknir fyr- ir Alþingi verkefni almannatryggingalag- anna. Þá vék ráðherra að starfi „lífeyrisnefnda", sem unnið hafi vel þó starf þeirra gangi „allt of hægt“. Hann sagði að það ætti að vera „kapps- og metnaðarmál að reyna að koma á samfelldu lífeyr- iskerfi fyrir alla landsmenn. Við höfum til þess efnin, þar sem eru lífeyrissjóðir í landinu og það, sem þegar er greitt gegnum lífeyris- kerfi almannatrygginga. Spurn- ingin er um það, að stilla þessa þætti saman ... verkefni sem er engan veginn einfalt ... okkur er skylt að reyna að taka á þessu máli heildstætt, þannig að lífeyr- isþegum séu tryggð betri kjör en verið hefur." Dvalarkostnaður aldraðra Sami ráðherra svaraði fyrir- spurn frá Pétri Sigurðssyni um dvalarkostnað aldraðra. Pétur spurði um raunkostnað á dag fyrir sjúklinga sem dvelja á hjúkrunar- deild Landspítala að Hátúni 10B, bæði hvað varðar fulla vistun og dagvistun. Ráðherra las upp sundurliðaðan kostnað öldrunarlækningadeildar árið 1979. Þar var kostnaður á dvalardag kr. 24.500 en á dagdeild- inni kr. 8.800.- Þá sagðist ráð- herra hafa dreift meðal þing- manna riti, sem sýndi ítarlegan samanburð á öllum kostnaðar- þáttum heilbrigðisstofnana hér á landi. Ráðherra sagði verulegan vanda á ferðum, varðandi skort sjúkrarýma fyrir aldraða, en úr- bætur í því efni væru m.a. tengdar væntanlegri B-álmu Borgarspítal- ans. Pétur Sigurðsson sagði að daggjaldanefnd hefði verið svelt í þýðingarmiklu starfi. Þar hefði á stundum verið á ferð greiðslu- frestun af hálfu ríkisins til að láta reikninga ríkissjóðs líta betur út. Hann sagði að við byggjum við neyðarástand í þessum málum. Aðalkeppikeflið væri máski ekki að leita eftir spítalastofnunum, heldur heimilum fyrir aldraða, þar sem þeir geta búið með aðstoð og við hjúkrun á ævikveldi. Fuglaveiðar útlendinga Friðjón Þórðarson, dómsmála- ráðherra, svarði fyrirspurn frá Stefáni Jónssyni, varðandi fugla- veiðar útlendinga. Hann las upp reglugerð, sem fjallar um leyfis- veitingar til handa útlendingum (nr. 16/1978), gat allra skilyrða hér að lútandi og þess, að lög- reglustjórinn í Reykjavík gæfi út þessi leyfi. — Ráðherra sagði að í skrá, sem hann hefði í höndum, um þessi leyfi, sýndi, að alls 6 einstaklingar hefðu fengið sam- tals 10 leyfi. Stefán Jónsson sagði, að ís- lenzkir ríkisborgarar, að því er virtist með aðstoð embætt- ismanna, e.t.v. með hæpnum reglugerðum, sem væru til þess sniðnar að hægt væri að ganga fram hjá íslenzkum lögum, iðkuðu það sér til atvinnubóta, að greiða fyrir fuglaveiðum útlendinga. Hann sagði hér um að ræða mun fleiri aðila, en skýrsla ráðherra greindi, og að þessir útlendingar notuðu byssur, sem ekki þættu Fjölbreytileg þingmál: Tilraunir með klak og eldi nytjafiska Tómas Árnason, viðskiptaráðherra, í hópi nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins: Matthiasar Bjarnasonar, Eyjólfs Konráðs Jóns- sonar og ólafs G. Einarssonar. Meðal þingmála, sem lögð hafa verið fram á Alþingi síðustu ilaga, eru þessi: Launasjóður rithöfunda llalldnr Blondal (S). Guðmundur G. Þórarinsson (F). Birgir fsl. Gunn- arsson (S). Gunnar Már Kristó- fersson (A). Salóme Þorkelsdóttir (S), Árni Gunnarsson (A). Friðrik Sophusson (S). Davíð Aðalsteinsson (F) og Sverrir Hermannsson (S) hafa lagt fram þingsályktunartil- lögu um launasjóð rithöfunda. Til- lagan gengur út á það að mennta- málaráðuneyti skipi nefnd til að athuga og endurskoða lög um laun- asjóð rithöfunda og reglugerð þeim lögum samkvæmt. Nefndin skal skipuð samkvæmt tilnefningu þing- flokka og skila áliti fyrir næsta þing. Tillögunni fylgir ítarleg greinargerð. Tilraunir með klak <>K eldi nytjafiska Magnús H. Magnússon (A)og Árni Gunnarsson (A) flytja frum- varp til breytinga á lögum um rannsóknir í þágu atvinnuveganna. Þar segir: „Tilraunir með klak og eldi þorsks og annarra nytjafiska með það fyrir augum. að seiðum verði sleppt i stórum stil þegar þau hafa náð þeim aldri að þau leita til botns, u.þ.b. 5 mánaða gömul. Seiðunum verði sleppt í hafið um- hverfis landið og þar sem vaxtar- skilyrði þeirra eru talin bezt.“ í greinargerð er m.a. vikið að árangri fiskræktar með öðrum þjóð- um. Sveijíjanlejíur vinnutími Þrír sjálfstæðisþingmenn, Friðrik Sophusson. Salóme Þorkelsdóttir og Ragnhildur Helgadóttir flytja þingsályktunartillögu, svohljóðandi: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að: 1) láta kanna, að hve miklu leyti sé hægt að koma við sveigjanlegum vinnutíma starfs- manna ríkisfyrirtækja og ríkis- stofnana og 2) koma slikri vinnutil- högun á, þar sem slíkt þykir henta.“ Aldurshámark ríkisstarfsmanna Þrír sjálfstæðisþingmenn, Birgir ísl. Gunnarsson. Salóme Þorkels- dóttir og Albert Guðmundsson flytja þingsályktunartillögu um endurskoðun lagareglna um aldurs- hámark starfsmanna ríkisins. Skal sú endurskoðun unnin í samráði við samtök ríkisstarfsmanna og mark- mið hennar vera það að kanna, hvort ekki sé rétt að hækka aldursmörk þau, sem nú er við miðað, gera reglurnar sveigjanlegri, svo og að setja fastari reglur um möguleika eldri starfsmanna til að gegna hluta- starfi, ýmist á sínum gamla vinnu- stað eða í Oðrum stofnunum. Varnir jfCffn snjóflóöum oj? skriðuföllum Þingmenn úr öllum þingflokkum, Helgi Seljan (Abl), Árni Gunnars- son (A), Stefán Valgcirsson (F), Sverrir Hermannsson (S) og Stefán Jónsson (Abl) flytja tillögu um undirbúning heildarlöggjafar, skipu- lags og varna vegna hættu af snjóflóðum og skriðuföllum. I tillög- unni er nákvæm sundurliðun á, hvern veg skal að þessum undirbún- ingi staðið. Takmarkaður aðgangur herskipa og herflu>?véla Benedikt Gröndal (A) flytur þingsályktunartillögu, þess efnis, að ríkisstjórnin láti undirbúa setningu nýrrar reglugerðar um aðgang er- lendra herskipa og herflugvéla að 12 mílna landhelgi Islands til að tak- marka svo sem framast verður unnt þann aðgang. Reglugerðin verði í samræmi við væntanlegan hafrétt- arsáttmála og gefin út sem fyrst eftir að hann verður undirritaður. I greinargerð er m.a. vikið að því slysi, er eldur kom upp í sovéskum kjarn- orkukafbáti skammt frá Okinawa í Japan, og hugsanlegu tjóni í slíkum tilfellum á fiskimiðum. Opinber stefna í áfengismálum Árni Gunnarsson (A) og fleiri þingmenn Alþýðuflokks flytja þings- ályktunartillögu um mörkun opin- berrar stefnu í áfengismálum. Þar segir m.a.: Alþingi ályktar að skora á ríkis- stjórnina að láta nú þegar undirbúa tillögur að stefnu hins opinbera í áfengismálum, sem byggist á þeim grundvallaratriðum: • aðdregið verði úr heildarneyslu vínanda; • aðstórauka skipulagða fræðslu og upplýsta umræðu um áfeng- ismálastefnu; • að skilgreina eðlilega uppbygg- ingu „meðferðarkeðju" og auka stuðning við áhugamannasamtök; • að verslun ríkisins með áfengi leggi ríkisvaldinu þær skyldur á herðar að vinna gegn ofneyslu vínanda með fyrir- byggjandi starfi og fræðslu- starfsemi og skyldi jafnframt hið opinbera til að liðsinna þeim, er eiga við áfengisvanda- mál að stríða. Eftirgjöf síma- gjalda öryrkja Guðrún Helgadóttir (Abl) og Al- bert Guðmundsson (S) flytja þings- ályktunartillögu þar sem svo er kveðið á að samgönguráðherra feli Pósti og síma aðframkvæma reglu- gerð frá 1978 um eftirgjöf síma- gjaida þann veg, að íbúar allra „sérbyggðra íbúða fyrir aldraða og öryrkja njóti umræddrar eftirgjafar, ef þeir uppfylla skilyrði reglugerðar- innar að öðru leyti". Bygging útvarpshúss Markús Á. Einarsson (F) flytur þingsályktunartillögu þar sem Al- þingi lýsir vilja sínum, ef samþykkt verður, að Ríkisútvarpinu sé heimilt að hefja að nýju framkvæmdir við byggingu útvarpshúss í Reykjavík. Strandstöð og f jar- skiptaþjónusta á Snæfellsnesi Skúli Alexandersson (Abl) og Pétur Sigurðsson (S) flytja tillögu um starfrækslu strandstöðvar til fjarskiptaþjónustu á Gufuskálum á Snæfellsnesi. Jarðhitaleit á Vestfjörðum Finnbogi Hermannsson (F) hefur flutt tillögu um frekari jarðhitaleit á Vestfjörðum. Tillagan felur í sér að „kanna til hlítar, hvort virkjanlegan jarðhita sé að finna í nánd þéttbýlis- staða á Vestfjörðum" og hlutdeild Orkusjóðs í slíkri leit. Launasjóð- Herskip Bygging Afurðalán og Aldurshá- ur rit- og útvarps- útflutnings- mark ríkis- höfunda landhelgi húss bætur búvöru starfsmanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.