Morgunblaðið - 01.11.1980, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1980
37
Predikanir um
trú og samfélag
BókafreKn — Páll Þórftarson:
Ast Guðs »k ábyrgð mannsins.
Predikanir um trú og samféiag.
BókaútKáfan Grund, Reykjavik
1980.
A dögunum barst mér í hendur
óvenjuleg bók, sem hefur að
geyma sjónvarpshugleiðingar og
predikanir eftir séra Pál Þórðar-
son, en hann lézt fyrir rúmum
tveimur árum, aðeins 35 ára að
aldri. Bókin er óvenjuleg um
margt, en kemur þó ekki þeim á
óvart, sem þekktu séra Pál, því að
sjálfur var hann óvenjulegur mað-
ur. Hann fær þau eftirmæli í
merkri grein, sem Þórir Kr. Þórð-
arson prófessor ritar í bókarauka,
að hefði honum orðið lengri líf-
daga auðið, hefði hann orðið einn
mesti umbótamaður kirkju vorrar,
baráttumaður nýrrar siðbótar".
Umbætur í kirkjunni, straum-
hvörf í guðfræði, verða ætíð með
einum og sama hætti, að borin sé
fram játning trúar á Jesúm Krist
á nýjan og ferskan máta. Trú átti
sér Páll, heita og sanna, og honum
var gefin sú náðargáfa að vitna
um hana svo að eftir var tekið.
Þessa gáfu hygg ég megi rekja til
þess, að sá Kristur, sem hann
boðaði, stóð honum fyrir hug-
skotssjónum sem hinn nálægi
Guð, sá Guð, sem deilir kjörum
með manninum, gengur inn í
tilveru hans, brotgjarna og ófull-
komna, gerist félagi fanga, ein-
stæðinga og annarra utangarðs-
manna, og gefur þeim nýjan lífs-
grundvöll að standa á.
„Vertu með í því að gera Jesúm
Krist að veruleika í heiminum",
segir í einni predikuninni (bls. 42).
Þessi hvatning er grunntónninn í
boðun séra Páls. Heimsflóttaguð-
fræði var honum lítt að skapi.
Jesús Kristur er hið holdgerða orð
Guðs, „veruleiki í heiminum", í
þessum heimi, hér og nú, í heimi
atvinnulífs og stjórnmála, í heimi
réttarfars og dómgæzlu, í heimi
uppeldismála og fjölskyldulífs. Sá
tími kemur að sönnu, að bundinn
verður endi á tímann og allt sem
tímanlegt er, þá Guð verður allt í
öllu, en vitjunartími kirkju Krists
■ 'M
Páll Þórðarson
er hin líðandi stund og staður
hennar er sá þjóðfélagslegi veru-
leiki, sem bið blasir. Þar og hvergi
annars staðar hefur Kristur búið
sér stað, lagður lágt í jötu til þess
að hefja þaðan gönguna um mann-
lega stigu alla, unz komið er í
áfangastað, að krossinum.
Krossferill Krists mælir fyrir
Herdis, Maria og Ólina Andrésdætur.
Ljóðmæli Ólínu
og Herdísar
HEILDARÚTGÁFA af ljóðum
þeirra systra er nú komin í litlu
upplagi. Þa*r voru löngu lands-
kunnar fyrir skáldskap sinn, er
fyrsta útgáfa af ljóðum þeirra
kom út 1924. 1 þessari fyrstu
útgáfu þeirra voru mörg kvæði,
sem gerðu þær enn virtari
skáldkonur.
Þjóðhátíðarárið 1930 kom út 2.
útgáfa á ljóðum þeirra með viðbót
frá fyrri útgáfu.
Ljóðmælin komu ekki oftar út
að þeim lifandi.
Þær systur voru fæddar í Flatey
á Breiðafirði 13. júní 1858. Þær
voru tvíburasystur. í eftirmála
ljóðmælanna er sagt frá foreldr-
um þeirra, ættfólki, systkinum og
bænum, þar sem þær fæddust.
Foreldrar þeirra báðir voru
hagmæltir og mörg fleiri börn
þeirra en þær Herdís og Ólína,
þótt minna hafi borið á því.
Nefna má dæmi: Ein systir
Herdísar og Ólínu hét Guðrún, en
hún var á Patreksfirði þegar þetta
gerðist. Þröstur hét tólf tonna
bátur, sem kom öslandi inn til
Patreksfjarðar úr fiskiróðri. Guð-
rún Andrésdóttir horfði á bátinn,
og þá kvað hún:
öldu kðstum vel sig ver
vænn úr röntum fram sík sker
hæstur Þröstur ávallt er
afla aA fðstu landi her.
Árið 1976 var hafist handa við
að gefa ljóðin út með miklum
viðbótum er til voru. Sú útgáfa var
lítil og mest tilraun hvernig þeim
væri tekið. En í ljós komu sömu
góðu viðtökur og fyrr.
Þess vegna var ráðist í þessa 4.
heildarútgáfu af ljóðum þeirra
systra.
Fréttabréf frá Borgarfirði eystr;
Gæsaungar
reknir á fjall
um hvert skuli vera hlutverk
kirkju hans. Með sérstökum hætti
er hún kölluð til þjónustu við þá,
sem misrétti eru beittir. Séra Páll
þreytist seint á því, bæði í predik-
unum og sjónvarpshugleiðingum,
að brýna fyrir kirkjunni ábyrgð
hennar gagnvart lítilmagnanum.
„Það er stór synd og alvarleg að
taka ekki afstöðu til þess félags-
lega ranglætis, sem viðgengst í
þjóðfélagi okkar" (bls. 99). Á
öðrum stað segir hann: „Það er
ekki auðvelt að komast hjá því að
álykta að Jesús hafi einatt fyrst
og fremst snúið sér með boðskap
sinn til þeirra, sem voru fátækir,
soltnir, sjúkir, þreyttir, þeirra
sem erfiði og þunga voru hlaðnir"
(bls. 108).
Sjálfur var séra Páll ófeiminn
við að taka afstöðu, og þegar hann
gerði það, var það jafnan málefna-
leg afstaða. Hann gerði sér allt far
um að vera málefnalegur gagnvart
Kristi, en einmitt þess vegna var
hann og málefnalegur gagnvart
manninum og kjörum hans. Hann
lét sér t.d. ekki nægja að tala af
stóli um réttindamál fanga hér á
landi, heldur kynnti hann sér
rækilega kjör þeirra, eins og
predikun hans „Austur á Litla-
Hrauni" ber vitni um.
Kriststrú Páls, þessi stöðuga
viðleitni hans að láta mynd Jesú
Krists birtast í hinum marg-
brotnu aðstæðum mannlegs lífs,
er sá þáttur í boöun hans, sem
gefur henni mestan styrk. Til
þessa þáttar má einnig rekja það
einkenni annað, sem mestan svip
setur á predikun hans, en það er
sá hæfileiki að setja sig í spor
áheyrandans. Eins og Kristur kom
til fólksins, talaði mál þess, tók
líkingar úr daglegri reynslu þess,
þannig sté séra Páll „niður úr
predikunarstólnum" og talaði til
safnaðarins með tungutaki sem er
í senn einfalt, skýrt og algjörlega
án nokkurs skrauts eða tildurs.
Áheyrandinn kemst ekki hjá því
að heyra að talað er beint til hans,
um málefni, sem hann er nákunn-
ugur. Þessi hæfileiki séra Páls
kemur einkar skýrt fram í hug-
leiðingum þeim, sem hann flutti í
sjónvarpi, en hann nýtur sín
einnig í ríkum mæli í stólræðun-
um. I einni slíkri standa þessi orð:
„Það er einmitt í glímunni við
mannlífið sjálft, sem manninum
tekst að upplifa sjálfan sig,
náunga sinn og Guð“. Mannlífið,
bæði í gleði þess og sorgum, er
honum sú uppistaða í vefnaðinum,
sem mynd Krists er ofin í.
Styrktarsjóður líknar- og
mannúðarmála Elli- og hjúkrun-
arheimilisins Grundar í Reykjavík
ber allan kostnað af útgáfu bókar-
innar. Rennur allt söluverð henn-
ar óskipt til kirkjubyggingar
Ytri-Njarðvíkurkirkju og til
stofnunar minningarsjóðs, er
styrkja skal kirkjulegt starf.
Björn Björnsson
BorKarHrÓi eystra. 22. okt.
Senn er sumarið á enda. Snjór í
fjöllum og hlíðum, blikuð jörð og
sölnaður gróður eru okkur tákn
þess að vetur nálgast.
Hér austanlands var þetta
fremur gott sumar, enda þótt við
hefðum kosið að fá fleiri sólskins-
daga, en það er nú svo með
mannskepnuna, að hún er aldrei
ánægð með það sem máttarvöldin
úthluta henni.
Heyskapartíð var fremur hag-
stæð og er mér tjáð að bændur hér
í Borgarfirði séu fremur vel heyj-
aðir.
Hér hafa róið um tuttugu trillur
nær eingöngu með handfæri og
aflað sæmilega, enda þótt hér hafi
aldrei verið um neinn landburð að
ræða. Frystihús starfar hér á
vegum Kaupfélags Héraðsbúa og
hefur það tekið á móti 385 tn. af
heimabátum og er þá miðað við
mánaðamótin sept. — okt., en auk
þess hafa 102 tn. af fiski verið
flutt að til vinnslu síðan um
síðustu áramót.
Sökum afleitra hafnarskilyrða
hér er sjósókn ávallt stopul, þegar
þessi tími er kominn. Voru Borg-
firðingar hastarlega minntir á það
í byrjun þessa mánaðar, þegar
gekk í norðaustan garð með
haugabrimi. Voru þá flestir bátar
úti í hinni nýju „höfn“ austur við
Hafnarhólma, sem ekki reyndist
þá öruggari en það, að flúið var
með trillurnar upp á þurrt land.
Nú er sauðfjárslátrun lokið. í
þetta skipti var lógað 4500 dilkum
og 360 fullorðnum. Meðalþungi
dilka var 15,52 kg, en þyngsti
dilkur vó 26,1 kg, og var eigandi
hans Þorsteinn Kristjánsson á
Jökulsá. Til samanburðar má geta
þess að í fyrrahast var slátrað
6155 dilkum og 989 fullorðnum.
Atvinna hefur verið allgóð í
sumar. Auk vinnu í frystihúsinu
er nú verið að reisa tvö íbúðarhús,
auk stórrar áhaldageymslu á
flugvellinum og einnig er unnið að
innréttingu á flugskýlinu sjálfu.
Miklar endurbætur voru gerðar
á gamla hafnargarðinum, sem var
orðinn illa kominn og úr sér
genginn.
Prjónastofan Nálin starfar hér
sem undanfarið ár og vinna þar 16
konur, ýmist hálfan eða allan
daginn. Forstöðu veitir Björn Að-
alsteinsson.
íbúum fjarðarins til hagræðis
er hér umboðsskrifstofa frá útibúi
Samvinnubankans á Egilsstöðum
og er umboðsmaður Björn Aðal-
steinsson. Er þetta vel þegin
þjónusta fyrir heimamenn.
Eins og ég hefi áður nefnt í
fréttum hefur verið unnið að gerð
myndarlegs íþróttavallar og mið-
ar verkinu vel. Er það Ungmenna-
félag Borgarfjarðar, sem staðið
hefur fyrir þvi, en formaður þess
er Helgi Arngrímsson.
I Grunnskóla Borgarfjarðar eru
nú aðeins 17 nemendur. Skóla-
stjóri er Auðunn Bragi Sveinsson,
sonur hins kunna skálds og vísna-
smiðs Sveins Hannessonar frá
Elivogum, en sjálfur er Auðunn
Bragi kunnur fyrir ljóðagerð og
vísnasmíði og kannast margir við
hann úr útvarpi og sjónvarpi.
Hér í Borgarfirði má segja að
stofnaður hafi verið vísir til nýrr-
ar búgreinar. En það er aligæsa-
rækt. Á tveim bæjum er ungum
ungað út í vélum og svo þegar
ungarnir stálpast eru þeir bók-
staflega reknar á fjall þar sem
þeir ganga sjálfala. Á haustin er
þeim svo smalað heim til eldis í
nokkurn tíma áður en slátrun
hefst. Þykir mörgum aðkomu-
manninum undarlegt að sjá hvítar
breiður með mörg hundruð gæsum
í Njarðvíkinni og víðar í fjöllun-
um.
Eftirlitsmaður hreindýra hér í
hreppnum, Páll Sveinsson, telur
að hér hafi haldið sig um 400—500
dýr og frekar fleiri en færri og hér
munu hafa verið felld 37 dýr.
Annars kvarta bændur yfir því að
skemmdir á landi og beitilöndum
séu með mesta móti á þessu ári, af
völdum hreindýranna.
Og nú, þegar harðna fer á
dalnum og frjókornum fækkar, þá
vitja vinir okkar snjótittlingarnir
bæja og þá er það okkar að launa
þeim öll ljúfu lögin, sem þeir
sungu fyrir okkur í sumar, með
því að gefa þeim korn í nefið og
þegar krummi gamli birtist og
flestar hans bjargir virðast bann-
aðar, þá flýti ég mér með bi
hans, þótt slíkt þyki k
háttalag, svo ekki sé meii
Margir virðast nefnilega ■
því að jafnvel hann er lifami i ■ a,
sem löngum þarf að berjasi
og miskunnarlausri baráttu fyr:r
sér og sínum, ofsóttur og útl;eg>
Sven
Útsölustaöir úti á landi:
Akranes
Akureyri
Bolungarvík
Egilsstaðir
Eskifjöröur
Hafnarfjörður
Keflavík
Sauöárkrókur
Vestmannaeyjar
Bókaverzlun Andrésar Nielssonar
Filmuhúsiö
Verzlunin Virkinn
Bókabúö Sigbjörns Brynjólfssonar Hlööum
Verzlun Elísar Guönasonar
Prisma
Stapafell
Ljósmyndastofa Stefáns Pedersen
Kjarni