Morgunblaðið - 01.11.1980, Side 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1980
Minning:
Ásgeir Kristjánsson
fv. bœjarfulltrúi
Hinn 23. október sl. lézt á
Húsavík Ásgeir Kristjánsson, sjó-
maður og fyrrverandi bæjar-
fulltrúi. Við andlát hans er lokið
lífshlaupi merks manns, sem á
löngu ævistarfi kom mörgu til
leiðar og átt hefur verulegan þátt
í þróun Húsavíkur úr smáþorpi í
blómlegan kaupstað.
Ásgeir fæddist á Húsavík 18.
desember 1906. Voru foreldrar
hans hjónin Kristján Sigurgeirs-
son og Þuríður Björnsdóttir. Þau
hjón áttu áður synina Björn,
Arnór, Kára og Pál, sem allir eru
nú látnir, en yngri systkini Ás-
geirs eru Bára, búsett á Bíldudal
og Þráinn, sem býr á Húsavík.
Ásgeir ólst upp á Húsavík við
fremur kröpp kjör. Oft var þá
þröngt í búi hjá alþýðu manna og
mótuðust á uppvaxtarárunum
þjóðfélagsskoðanir hans, sem
jafnan einkenndust af ríkri samúð
með öllum þeim, sem minni mátt-
ar eru.
Hann var snemma til forystu
fallinn og jafnan athafnasamur.
M.a. átti hann drjúgan þátt í
stofnun karlakórs, sem fljótlega
lognaðist út af vegna andláts
söngstjórans. Hét kórinn Náttfari
og urðu meðlimir hans síðar
stofninn í karlakórnum Þrym,
sem sr. Friðrik A. Friðriksson
hafði forgöngu um að stofna.
Einnig gekkst Ásgeir á æskuárun-
um fyrir stofnun knattspyrnufé-
lags og sitthvað fleira brallaði
hann í félagsmálum.
Ásgeir hóf snemma sjómennsku
og var þá m.a. á vertíðum með
bræðrunum Stefáni og Þór Pét-
urssonum við 7 lesta mótorbát,
Skallagrím, sem þeir bræður áttu.
Var báturinn þá gerður út frá
Hornafirði á vetrarvertíðum.
Einnig sótti hann sjó á litlum
opnum bát, sem hann átti og
kallaður var „Þversum". Lýsir
nafngiftin vel kímnigáfu Ásgeirs
og vina hans. Ásgeir hlaut í æsku
viðurnefni eins og algengt var í
smáþorpum í fyrri tíð. Var hann
kallaður Ásgeir „Blöndi" og var
nafn hans stundum bara stytt í
„Blöndi". Fylgdi það honum alla
ævi. Mun viðurnefnið hafa verið
dregið af nafni Ásgeirs Blöndals
læknis á Húsavík, án þess að þeir
hafi verið á nokkurn hátt vanda-
bundnir.
Á árunum milli 1930 og 1940 hóf
Ásgeir samvinnu við Björn bróður
sinn um útgerð. Voru þeir upp-
haflega með bát fyrir Kaupfélag
Þingeyinga, sem þeir keyptu svo
af kaupfélaginu. Hét báturinn
Þengill og gerðu þeir hann út í
nokkur ár. Því næst keyptu þeir
vélbátinn Einar Hjartarson og
gerðu hann út fram í stríðslok.
Sneri Ásgeir sér þá að trillubáta-
útgerð og reri á lítilli trillu, sem
kölluð var Molotov eftir erlendum
manni, sem Ásgeir kenndi þá í
brjósti um og varði gjarnan fyrir
gagnrýni. Næst hóf hann sam-
vinnu um útgerð við Þormóð
Kristjánsson og hélst sú samvinna
óslitið, þar til fyrir fimm árum,
þegar heilsa Ásgeirs tók að bila.
Áttu þeir Þormóður fyrst saman
vélbátinn Svein Jónsson, en síðar
áttu þeir í félagi við Kristján, son
Ásgeirs, tvo litla vélbáta sem báru
nafnið Grímur.
Eins og áður segir hóf Ásgeir
snemma afskipti af félagsmálum.
Hann var formaður Verkalýðs- og
sjómannafélags Húsavíkur í 10 ár.
Hann var kosinn varamaður í
hreppsnefnd Húsavíkurhrepps ár-
ið 1942 og var síðan ýmist sem
aðal- eða varafulltrúi í sveitar-
stjórninni í 32 ár. Var hann síðast
aðalfulltrúi í bæjarstjórn óslitið í
16 ár eða þar til hann dró sig í hlé
árið 1974.
Hann kvæntist 26. maí 1928
Sigríði Þórðardóttur frá Húsavík.
Eignuðust þau tvo syni, Þá Þórð,
sjómann á Húsavík f. 1930 og
Kristján, frkvstj. á Húsavík f.
1932. Einnig tóku þau til fósturs
bróðurson Sigríðar, Steinþór
Þorvaldsson sjómann í Grindavík
f. 1932 og ólu hann upp.
Sigríður og Ásgeir voru ein-
staklega samhent í lífi sínu og var
rausnarskap þeirra við brugðið,
svo og umhyggja þeirra við ein-
stæðinga. Tóku þau oft einstæð-
inga, sem þeim voru alls ekki
vandabundin, inn á heimilið og
veittu þeim skjól í lengri eða
skemmri tíma. Gestagangur var
jafnan mikill hjá þeim og kær-
leiksríkt samband við börnin og.
fjölskyldur þeirra. Sigríður lézt í
júní sl. og var missir hennar
þungbær fyrir Ásgeir. Þau hjón
reistu sér íbúðarhús árið 1935,
svokallað Ásgeirshús, sem varð
heimili þeirra til æviloka.
Árið 1966, er ég réðist sem
bæjarstjóri til Húsavíkur, kynnt-
ist ég Ásgeiri Kristjánssyni og
fjölskyldu hans. Ásgeir hafði þá
sagt skilið við fyrri samherja sína
í bæjarpólitíkinni og borið fram
óháðan lista ásamt nokkrum vin-
um sínum, þar sem hann var í
fyrsta sæti. Listinn fékk 2 bæjar-
fulltrúa kjörna. Ásgeir var þá
sextugur að aldri og átti sæti í
bæjarráði. Með okkur Ásgeiri og
fjölskyldum okkar tókst vinátta
sem aldrei bar skugga á. Naut ég í
samvinnu okkar góðs af þekkingu
Ásgeirs á mönnum og málefnum
og af langri reynslu hans á sviði
sveitarstjórnarmála. Öll lífsstefna
hans mótaðist af samúð og um-
hyggju fyrir lítilmagnanum. Af-
staða hans til mála einkenndist
jafnan af þessu og hann var
jafnan boðinn og búinn að fórna
sér í þágu Hknarmálefna. Hann
var líka áhugamaður um fjölmörg
mál, sem honum þóttu til fram-
fara horfa fyrir byggð sína, land
og þjóð. Hann gat verið harður í
horn að taka eins og fræg mála-
ferli, sem hann sótti sem málsvari
sjómanna á Húsavík, bera vott
um. En hann gat líka verið
réttsýnn og laginn samningamað-
ur, þegar svo bar undir.
Beitingaskúr „Blönda" varí ára-
tugi eins konar lýðháskóli á Húsa-
vík. Þangað komu menn til þess að
ræða dægurmál og ráða ráðum
sínum. Þangað komu ungir dreng-
ir og unglingar til þess að nema
vísdóm af þeim sem eldri voru og
þangað komu þeir sem komnir
voru á efri ár og miðluðu af
vísdómsforða sínum. Ásgeir leiddi
umræðurnar með notalegri kímni.
Aldurshámark starfsmanna virt-
ist einhvern veginn hafa farið
fram hjá Ásgeiri við forstöðu hans
á beitingaskúrnum og kynslóðabil
hefur hann áreiðanlega aldrei
heyrt um. Skúrinn þjónaði í senn
sem hluti af útgerðarfyrirtæki,
samkomustaður „neðan við bakk-
ann“, félagsmálastofnun, stofnun
fyrir aldraða og uppeldisstofnun
fyrir unglinga.
Að leiðarlokum biðjum ég og
fjölskulda mín þessum látna
sómamanni blessunar Guðs og um
leið og við vottum sonum hans og
öðrum vandamönnum innilega
samúð í sárum harmi.
Björn Friðfinnsson
í dag er til moldar borinn á
Húsavík Ásgeir Kristjánsson,
fyrrum bæjarfulltrúi og forystu-
maður sjómanna og verkamanna á
Húsavík.
Þeim fer nú ört fækkandi sem
stóðu í eldlínu verkalýðsbarátt-
unnar á frumbýlingsárum hennar.
Ásgeir var fæddur á Húsavík 18.
desember 1906. Hann var sonur
hjónanna Kristjáns Sigurgeirs-
sonar verkamanns þar og Þuríðar
Björnsdóttur. Hann ólst upp hjá
foreldrum sínum í hópi sjö syst-
kina. Ásgeir fór snemma að vinna
fyrir sér eins og þá var títt. Á
sumrin var hann í vist í Garði í
Aðaldal, en í Aðaldal liggja ættir
hans. En sjómennskan og störf að
útgerð varð hans ævistarf. Fram-
an af reri hann með þekktum
formönnum á Húsavík svo sem
Þórði Markússyni er seinna varð
tengdafaðir hans.
Snemma kynntist Ásgeir bar-
áttunni fyrir bættum kjörum al-
þýðunnar. Þuríður móðir hans var
fyrsti formaður Verkakvennafé-
lagsins Vonar á Húsavík. Því er
óhætt að segja að Ásgeir, sem og
bræður hans og systir, hafi drukk-
ið í sig baráttuandann með móð-
urmjólkinni. Kristján faðir hans
starfaði einnig mikið að verka-
lýðsmálum. í afmælisviðtali við
Ásgeir 70 ára segir hann frá því að
ein af sínum elstu bernsku-
minningum væru ferðir hans um
þorpið með fundarboð fyrir móður
sína. Sér hafi þá oft verið misjafn-
lega tekið.
Ásgeir fór snemma að stunda
útgerð í félagi við bræður sína.
Fyrsti báturinn sem ég man eftir
að Ásgeir gerði út með Birni
bróður sínum var Þengill. Það var
mikil happafleyta. Ásgeir sá um
vinnuna í landi en Björn og faðir
minn voru á sjónum. Ásgeir var
ákaflega vinnusamur og hafði
mikið vinnuþrek. Hann var sívilj-
ugur. Ég man oft eftir honum í
löngum aflahrotum á vorin. Þá
svaf hann ekki mikið og aldrei
skyldi hann láta standa upp á sig.
Hann varð snemma bjargálna og
þurfti ekki til annarra að sækja,
en því var við brugðið hve veitull
hann var og hjálpsamur.
Á Húsavík hagar svo til að öll
starfsemi er að sjónum lýtur fer
fram neðan við bakkann, í fjör-
unni. Þar var starfsvettvangur
Ásgeirs. Hann valdist snemma til
forystu af þeim mönnum sem þar
störfuðu. Samfélagið fyrir neðan
bakkann var sérstæður heimur
þar sem málin voru rædd fram og
aftur, jafnt bæjarmálin sem út-
gerðin, landsmálin sem veðrið.
Ásgeir var jafnan landformaður
og í beitingaskúrnum voru oft
fjörugar umræður og snarpar. Þó
Ásgeir væri harður og fylginn sér
var hann skapléttur og glettinn.
Hann hafði gott lag á því að halda
uppi léttu gamni í skúrnum og
koma körlunum til. Hann fékk þá
til að leysa frá skjóðunni og segja
frá ýmsu sem öðrum tókst ekki.
Þeir vissu enda hvern hauk þeir
áttu í horni þar sem Ásgeir var.
Hlátur hans var mjög hrífandi og
smitandi.
Það var á kreppuárunum sem
Ásgeir hóf sinn búskap. Þá var
hart í ári og verkamenn og
sjómenn fengu ekki mikið í sinn
hlut. Höfnin á Húsavík var þá illa
varin og ekki hægt um vik að
stunda róðra þegar kom fram á
+ Systir mín, LOVÍSA LUÐVÍK SDÓTTIR, frá Noröfirði, andaðist 29. október á heimili sínu Laugarásvegi 1, Reykjavík. Karl Lúövíksson. + Þökkum af alhug auösýnda samúð við andlát og útför, JÓNS GESTS VIGFUSSONAR, fyrrum sparisjóösgjaldkera, Suóurgötu 5, Hafnarfiröi. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki Sólvangs fyrir frábæra umönnun. Aöatandendur.
■
t Dóttir mín og systir okkar. KRISTÍN S. THORLACIUS, lést að Borgarspítalanum 18. október. Jarðarförin hefur fariö fram. Þörarna Erlendsdóttir og dætur. + Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug viö fráfall og útför mæögnanna, MARGRÉTARJÓNSDÓTTUR og EYGLÓARSTEFÁNSDÓTTUR,
frá Skuld, Vestmannaeyjum.
+ Guð blessi ykkur öll. Astvinir hinna látnu.
T
SIGRÍÐAR MAGNÚSOÓTTUR, Hringbraut 81, fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 3. nóvember ki. 13.30. +
Ragnheiöur Magnúadóttir, Sigrún Magnúsdóttir. Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu við andlát
GUÐBJARGARHELGUJENSDÓTTUR.
+ Innilegustu þakkir færum við öllum þeim er auðsýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför GUÐLAUGAR SIGURÐARDÓTTUR, Seljalandsseli. Dagmar Andersen, Ólöf Gissurardóttir, Ragnar Eiríkur Björnsaon, Ragnar F. Guömundsson, Bergljót Sveinsdóttir, Gúataf Guömundsson, Karitas Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki deildar 2, Vífilstaða- spítala.
Helgi Jónasson og börn. L
+ Þökkum innilega samúð við andlát og jaröarför móður okkar og tengdamóður, GUÐRUNAR GUNNARSDÓTTUR, Kirkjuteígi 17, Reykjavík. Svanhildur Svanberg, Bolli A. Ólafsson, Gunnar Svanberg, Kristín Sturludóttir, börn og barnabörn. i Þökkum hjartanlega auösýnda samúö og vináttu við andlát og jarðarför móöur okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, STEiNUNNAR ONNU SÆMUNDSDÓTTUR, Njaröargötu 29. Ragnheiöur Guðmundsdóttir, Gunnlaugur Hjartarson, Tómas Guðmundsson, Erna Þorsteinsdóttir, Sæmundur Guðmundsson, Guömundur Ingi Guömundsson, Kristín Pálsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.