Morgunblaðið - 01.11.1980, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1980
39
Guðrún Guðmunds-
dóttir frá Seyðis-
firði — Minningarorð
vetur. Þá var litið um atvinnu frá
því í vetrarbyrjun og fram á
útmánuði. Margir leituðu þá burt,
aðallega á vertíðir. Einnig drýgðu
menn tekjur sínar með smá bú-
skap. Hvoru tveggja gerði Ásgeir.
Á Stangarbakkanum, þar sem
Ásgeir hafði byggt sér hús 1935,
voru margir smábændur eða kofa-
karlar, eins og þeir nefndust þá.
Ég man að þeim þótti það alltaf
undur hve Ásgeir , eða Blöndi eins
og hann var kallaður, hafði góðar
afurðir því þeir tóku ekki eftir því
að hann hefði neitt sérstakt fyrir
því. En það var svo margt sem
Ásgeir gerði að menn tóku ekki
eftir því að hann þyrfti mikið fyrir
því að hafa. Hann talaði sjaldan
um það sjálfur hve mörgu hann
hefði að sinna en gekk í verkin
eins og þau lágu fyrir, án þess að
fárast um.
Sem barn og unglingur kynntist
ég Ásgeiri föðurbróður mínum vel.
Samgangur var mikill á milli
heimila þeirra bræðra enda
skammt á milli húsanna. Þeir
bræðurnir fimm sem heima voru á
Húsavík voru allir virkir í félags-
málum, bæði verkalýðsmálum og
bæjarmálum. Þeir voru í fylk-
ingarbrjósti sjómanna og verka-
manna og í forystusveit sósíalista.
Þeir höfðu því um margt að tala.
Ekki voru þeir alltaf sammála og
oft skiptust leiðir þó allir væru
miklir flokksmenn. En þó að þá
kynni að greina á um aðferðir, var
markmiðið eitt og hið sama, að
vinna fyrir þá sem minna máttu
sín. I eldhúsunum hjá þeim bræðr-
um voru oft fjörugar umræður
sem gaman var að fylgjast með.
Allir höfðu þeir bræður skemmti-
legan „húmor" en hver á sinn
máta. Mér eru því margar þessar
stundir ógleymanlegar.
Eftir að faðir minn hafði verið
formaður Verkalýðsfélags Húsa-
víkur um árabil tók Ásgeir við og
var formaður í 10 ár. Hinir
bræðurnir, Björn, Páll og Þráinn
voru þá einnig jafnan í stjórn en
sjötti bróðirinn, Kári, var búsett-
ur annars staðar. Þetta var á þeim
árum er verkalýðshreyfingin vann
sína stærstu sigra. Árið 1942 var
Ásgeir kosinn varamaður í
hreppsnefnd Húsavíkur. Síðan
átti hann sæti sem varamaður eða
aðalmaður í hreppsnefnd og bæj-
arstjórn til 1974. Síðustu 16 árin
var hann bæjarfulltrúi samfellt.
Ég hygg að fáir hafi jafn lengi
setið í hreppsnefnd og eða bæjar-
stjórn. Oft hefur mig undrað
hvernig Ásgeir hafði tíma til alls
þessa því aldrei lét hann upp á sig
standa í vinnunni.
Pólitíkin er oft óvægin og hörð,
ekki síður í bæjarmálum en lands-
málum. Þó Ásgeir væri mikill
flokksmaður lét hann ekki flokk-
inn segja sér fyrir verkum ef
honum fannst annað réttara.
Þannig bauð hann fram óháður til
bæjarstjórnar á Húsavík 1966.
Hann var ósammála flokksforyst-
Fæddur 13. nóvember 1962
Dáinn 23. október 1980
Örfá fátækleg orð um frænda
okkar Björgvin, sem kvaddur var
héðan svo fljótt. Himinninn blik-
unni á staðnum. Sjómenn studdu
hann í þessu framboði og hann
hlaut stóran sigur. Ásgeir var
ailtaf ódeigur að berjast fyrir því
sem honum fannst vera rétt.
Einn var sá þáttur í fari Ásgeirs
sem lýsir manninum vel. Það var
umhyggja hans fyrir gömlu fólki
og þeim sem lentu utangarðs. Þau
hjónin höfðu til fjölda ára gam-
almenni á heimili sínu, sem hvergi
áttu höfði sínu að halla og fengu
ekki vist annars staðar. Auk þess
var Ásgeir sífellt að sinna öldruðu
fólki út um allan bæ, eða þeim sem
erfitt áttu. Ótölulegur fjöldi leit-
aði til hans með hin margvís-
legustu vandræði og veit ég ekki
betur en allir hafi fengið ein-
hverja úrlausn, væri það á annað
borð mögulegt. Þetta bættist enn
ofan á þá vinnu sem fyrir var þó
ærin væri.
í maí 1928 kvæntist Ásgeir
Sigríði Þórðardóttur, hinni ágæt-
ustu konu. Sigríður lést á síðast-
liðnu vori og var hennar minnst
hér í blaðinu. Þau bjuggu allan
sinn búskap á Húsavík. Ásgeir og
Sigríður voru mjög samrýnd og
áttu einstaklega fagurt heimili.
Þau voru þekkt fyrir gestrisni sína
og alúðlegar móttökur. Við
bræðrabörnin vorum mörg sem
svo til daglega komum í Ásgeirs-
hús, nú Mararbraut 17. Öllum
þótti okkur jafn gott að koma þar
og eigum um það ljúfar minn-
ingar. Mjög kært var með Báru,
einu systur þeirra Kristjánssona
og Ásgeiri. Bára og fjölskylda
hennar hélt jafnan til hjá Ásgeiri
og Sigríði þegar hún heimsótti
æskustöðvarnar. Bára er búsett á
Bíldudal. í minningargrein sem ég
skrifaði um Sigríði lýsti ég heimili
hennar og Ásgeirs og hjónabandi
og skal það ekki endurtekið hér, en
hjónaband þeirra var mjög far-
sælt.
Þegar ég hitti þennan aldna
frænda minn síðastliðið sumar
var heilsu hans farið mjög að
hraka. Hann hafði verið heilsu-
veill allt þetta ár, og eftir að hann
missti sinn góða lifsförunaut, náði
hann ekki heilsu, svo mjög sakn-
aði hann hennar. Hann óskaði
þess að biðin eftir því að hann
fengi að fylgja henni yrði ekki
löng. Svo var heldur ekki.
Asgeir og Sigríður eignuðust tvo
syni, Þórð, sjómann á Húsavík og
Kristján, framkvæmdastjóra á
Húsavík. Auk þess ólu þau upp
bróðurson Sigríðar, Steinþór
Þorvaldsson, sjómann í Grindavík.
Barnabörnin og barnabarnabörn-
in eru orðin mörg. Þau voru öil
mjög hænd að afa sínum, enda lét
hann sér annt um þau.
Ég vii að lokum þakka frænda
mínum skemmtileg kynni. Móðir
mín flytur honum innilegar þakk-
ir fyrir samveruna. Við hjónin
færum öllum ættingjum Ásgeirs
okkar innilegustu samúðarkveð-
jur.
Kári Arnórsson
aði heiður morguninn, sem hann
dó. Okkur, sem næst honum
standa, fannst eins og ský syrti sól
á himni. Vantar okkur ekki öll orð,
sem eftir lifum, er svo snögg verða
skil milli lífs og dauða? Við erum
alltaf jafn vanbúin, þó vitað sé, að
þessi sé leið okkar allra.
Björgvin var fæddur 13. nóv-
ember 1962, sonur hjónanna
Huidu Björgvinsdóttur og Sig-
valda Hrafnbergs, elstur fjögurra
barna þeirra. Björgvin var ein-
staklega góður unglingur. Hann
mátti aldrei aumt sjá. Hann
elskaði allt, sem lífsanda dró, bæði
menn og málleysingja. Við spyrj-
um okkur sjálf óþægilegra spurn-
inga, þegar 17 ára gamalt ung-
menni er hrifið á brott. En megi
minningin um góðan dreng sefa
sorg foreldra, systkina og okkar
ástvina hans. Máltækið segir;
Þeir, sem guðirnir elska, deyja
ungir. Við biðjum góðan guð að
geyma horfinn frænda, styrkja og
blessa þá, sem eftir lifa.
Lóa, Maddy og Sigrún
Fædd 6. nóvember 1898
Dáin 26. október 1980
I dag verður gerð frá Seyðis-
fjarðarkirkju útför ömmu minnar
Guðrúnar Guðmundsdóttur. Hún
var fædd 6. nóv. 1898 á Fáskrúðs-
firði, dóttir hjónanna Hólmfríðar
Jónsdóttur, Ögmundssonar og
Kristínar Einarsdóttur Scheving,
sem bjuggu á Arnheiðarstöðum í
Fljótsdal og síðar í Loðmundar-
firði, og Guðmundar Jónssonar,
Oddssonar frá Dúkskoti, sem var
fyrsti hafnsögumaður í Reykjavík.
Guðmundur og Hólmfríður
kynntust og hófu búskap sinn hér
á Seyðisfirði, en tvær systur
Hólmfríðar voru búsettar þar,
þær Guðrún, sem amma var heitin
eftir, gift Otto Wathne og Ásdís,
sem gift var Carli Wathne.
Foreldrar ömmu fluttust til
Fáskrúðsfjarðar um 1895 þar sem
Guðmundur stundaði útgerð o.fl.
Hann byggði þar húsið Valhöll
sem var þeirra heimili alla tíð.
Þau Hólmfríður og Guðmundur
eignuðust 11 börn en aðeins sex
komust til fullorðinsára.
Þann 16. september 1922 giftist
amma Gísla Jónssyni, Hálfdánar-
sonar, ættuðum frá Flatey á
Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu.
Gísliafi var þá ekkjumaður með
fimm ung börn, en fyrri kona hans
var Margrét Arnórsdóttir, prests
frá Hvammi í Skagafirði. Þrjú
þessara barna eru enn á lífi, en
þau eru Gunnar, fyrrv. alþingis-
maður, prestur í Glaumbæ í
Skagafirði, Arnór, fyrrverandi
skipstjóri og Hrefna, gift Thor-
oddsen. Amma naut alla tíð mik-
illar ástar og umhyggju þessara
systkina og barna þeirra.
Fyrstu tvö hjúskaparárin
bjuggu amma og afi á Breiðdals-
vík, en árið 1924 fluttust þau til
Seyðisfjarðar, byggðu þar sitt
heimili að Austurvegi 7 og bjuggu
Minning:
í dag er til moldar borinn í
Reykjahlíð í Mývatnssveit Jó-
hannes Sigfinnsson bóndi á
Grímsstöðum.
Á unga aldri átti ég því láni að
fagna að kynnast Jóhannesi og
Grímsstaðaheimiiunum, þar eð
fóstra mín, Jónína Rannveig Sig-
urjónsdóttir, var föðursystir hans.
Dásamlegt var að fara um
Slútnes á vordegi undir hand-
leiðslu Jóhannesar, iöngu fyrir
daga minksins er enn mátti
strjúka fugli á eggjum. Efaðist ég
þá ei hvar væri Paradís á jörðu.
Aillöngu síðar kynntist ég Jóa á
Grímsstöðum á ný, þá í sambandi
við athuganir hans og rannsóknir
á Mývatni. Skýrslur hans voru svo
vel skrifaðar og gerðar á allan
hátt að það var raunverulega
eftirsjá í því að vélrita þær eða
prenta. Prentmyndir eftir teikn-
ingum Jóhannesar af sprungum
og reisingum ísa á Mývatni, sem
prentaðar eru í greininni „Mý-
vatnsísar" í Jökli, varðveita að
mestu handbragðið og hina ná-
kvæmu túlkun Jóhannesar á nátt-
úrufyrirbærunum. Fjölmargir er-
lendir vísindamenn hafa dáðst að
þessum teikningum, þeirra á með-
al ísrannsóknarmenn frá þúsund
vatna iandinu Finnlandi.
Jóhannes bar titilinn „bóndi",
en fullt eins sanna mannlýsingu
hefði gefið ávarpið „listamaður“
eða „vísindamaður", hinn sjálf-
menntaði vísindamaður. Samhliða
búskapnum var Jóhannes stöðugt
með hugann við hin fjölþættu
fyrirbæri, bæði í dauðri og líf-
þar allan sinn hjúskap, og amma
þangað til á sl. ári. Gísliafi
andaðist árið 1964.
Afi og amma eignuðust fjögur
börn: Margréti, giftri Pétri Blön-
dal á Seyðisfirði, Guðmund banka-
fulltrúa, kvæntan Jónhildi Frið-
riksdóttur á Seyðisfirði, Hólm-
fríði, talsímakonu í Reykjavík og
Aðalstein vélstjóra, kvæntan
Kristínu Hólm í Reykjavík.
Það fer ekki hjá því, að margar
minningar leiti á hugann þegar
jafn stórbrotin kona og Göja
amma er öll. Hlutskipti hennar
sem móður, ömmu og langömmu
átti alla tíð hug hennar allan.
Það hefur verið okkar barna-
börnum og nú á síðustu árum
barnabarnabörnum mikil gæfa og
ómetanlegt vegarnesti á lífsgöngu
okkar að hafa átt slíka ömmu —
manneskju, sem alltaf var á sínum
stað, reiðubúin til að taka þátt í
gleði okkar og sorgum, starfi og
leikjum.
Amma var óvenju starfsöm og
hreinskilin kona. Hún stóð ekki
rænni náttúru, sem var allt í
kringum hann. Jóhannes átti það
til að bregða sér á báti sínum út á
vatn um hásumar í breiskju
þurrki, þegar hinir meiri búmenn
gættu heyja sinna. Hann var þá að
athuga gang einhverrar lífkeðju,
ENN leggja börnin sitt af mörkum
til aðstoðar Afrikuhjáipar Rauða
kross tslands. I dag, laugardag.
gengst 5. bekkur F í Fellaskóla
fyrir hlutaveltu I aðalinngangi
skólans (gagnfræðaskólans).
lengi við í þeim húsum sem hún
fékk ekki eitthvert verk að vinna,
og áhugi hennar til athafna smit-
aði alla þá, er hún umgekkst.
Nú, þegar amma mín hefur
lokið hlutverki sínu í þessum
heimi, er söknuður okkar mikill,
ekki síst hjá þeim yngstu, sem hún
var svo óendanlega kær, en við
sem eldri erum, trúum því að hún
sé nú í hópi vina í nýjum heim-
kynnum.
Megi góður Guð blessa minn-
ingu hennar.
Theodór Blöndal
Nokkur kveðjuorð frá Kvenfé-
lagi Seyðisfjarðar.
Árið 1934 barst Kvenfélagi
Seyðisfjarðar góður liðsauki þegar
Guðrún Guðmundsdóttir gerðist
þar féiagi. Störf hennar voru þar
ómæld og öil unnin af kærleik og
alúð.
í Kvenfélagi Seyðisfjarðar var
Guðrún varaformaður í 16 ár og
formaður í eitt ár. Þau störf rækti
hún, eins og annað sem hún tók að
sér, með miklum sóma.
Á þessum árum voru það eink-
um málefni kirkjunnar sem voru
forgangsverkefni félagsins og lét
hún sér annt um að kirkjan væri
sem best búin fögrum gripum og
öðrum skrúða, en félagið endur-
byggði Seyðisfjarðarkirkju á þeim
stað, sem hún stendur nú á, en
hún stóð áður á Vestdalseyri.
Síðar, er yngri félagar tóku við
stjórn félagsins, var hún ætíð hinn
trausti bakhjarl, sat alla fundi
sem hún gat við komið, ætíð
reiðubúin til starfa og virkur
félagi alveg þar til hún flutti til
Reykjavíkur haustiö 1979, þá 81
árs.
Árið 1972 á 70 ára afmæli
félagsins var Guðrún gerð að
heiðursfélaga.
Með þessum fáu línum vill
Kvenfélag Seyðisfjarðar mynnast
þessarar heiðurskonu með þakk-
læti fyrir öll hennar störf. Það er
hverju félagi ómetanlegur styrkur
að hafa átt slíkan félaga.
Félagið vill um leið votta að-
standendum Guðrúnar samúð sína
og biður þeim og henni blessunar
Guðs.
máski varðandi lirfur og flugur.
Og þannig gat hann unað dag eftir
dag svo til á sama blettinum,
natnin var einstök, hann þurfti að
fá fulla vissu um fyrirbærið.
Að dægurþrasi hneigðist hugur
hans lítt. Með ljúfri látlausri
frásögn fræddi hann samferðar-
menn sína á lífsleiðinni um sér-
kennilega hætti dýra og fyrirbæri
jurta, sem aðrir veittu ekki eftir-
tekt fyrr en á var bent. Enda var
raunin sú, að bæði erlendir og
inniendir vísindamenn og nátt-
úruskoðarar komust upp á lagið
með að leita til Jóhannesar á
Grímsstöðum, um hin ólíkustu
atriði úr heimi náttúruvísinda,
sem áhrærðu eitthvað Mývatns-
sveit eð Ódáðahraun. Margir eiga
skemmtilegar og hlýjar endur-
minningar frá þeim fundum með
hinum fjölfróða og einlæga nátt-
úruverndara.
Nú þegar Jóhannes er genginn,
má ég senda öllum fjölskyldunum
á Grímsstöðum hugheilar samúð-
arkveðjur, í von um og í trausti
þess að ljúfar minningar veiti
huggun.
Ég veit með fullri vissu að
Mývetningar kveðja með hlýhur
og virðingu hinn aldna öðl'
Jóhannes Sigfinnsson, sem
hefur drjúgan skerf til traustr
menningar sveitarinnar. M:
taka undir þá kveðju með þeii
Sigurjón Ri
Hlutaveltan hefst kl. 14 og lýkur
kl. 17. Allur ágóði af henni rennur til
Afríkusöfnunarinnar. Allir miðar
hljóta vinning og geta allir fjöl-
skyldumeðlimir þar unnið sitthvað
við sitt hæfi.
Björgvin Sigvalda-
son — Minmngarorð
Jóhannes Sigfinnsson
á Grímsstöðum
Hlutavelta í Fellaskóla
til hjálpar Afríkusöfnun