Morgunblaðið - 01.11.1980, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1980
47
Úrvalsdeildin í körfuknattleik
UMFN yfir-
spilaði Val
-VIÐ verðum i haráttunni um
Islandsmeistaratitilinn þaö er
ljóst, en hvort við verðum í 1.—2.
eða 3. sæti vil ég en>ju spá um.
Þrátt fyrir að við hofum sigrað
Val i kvöld verða þeir með í
baráttunni lika. Þeir eijja nefni-
le«a eftir að fá sinn Bandarikja-
mann“ saKÖi Gunnar Þorvarðar-
son UMFN eftir leikinn gegn Val
í gærkvöldi. Lið UMFN vann
stóran sigur á Val og yfirspilaði
þá aÍKjörleKa i siðari hálfleikn-
um eftir frekar jafnan fyrri
hálfleik.
Staðan í hálfleik var 48—46
fyrir UMFN. Lið Vals barðist vel í
fyrri hálfleik og vörn þeirra var
sterk. Og í byrjun síðari hálfleiks-
ins jafna Valsmenn metin 48—48,
en síðan komu 10 stig í röð frá
Danny Shouse og staðan breytist í
58—48. Tveimur mínútum síðar
var staðan svo orðin 63—50. Leik-
menn UMFN pressuðu leikmenn
Vals mjög stíft í síðari hálfleikn-
um fram á völlinn, og fyrstu 9
mínútur síðari hálfleiks skoraði
Valur aðeins 4 stig. Fyrstu 15
mínútur síðari hálfleiksins skor-
aði Valur aðeins 15 stig. Um tíma
var staðan orðin 73—50 fyrir
Njarðvík. Öruggur sigur aðeins
spurning um hversu stór hann
yrði. Lið Vals var algjörlega yfir-
spilað í síðari hálfleik. Bestu
Lið UMFN:
Guðsteinn Ingimarsson 7
Gunnar Þorvarðarson 7
Jónas Jóhannesson 7
Jón Viðar Matthiasson 6
Þorsteinn Bjarnason 5
Árni Lárusson 5
Valur Ingimundarson 5
UMFN — Valur
91:74
menn UMFN voru Danny Shouse
sem skoraði 38 stig. Þrátt fyrir að
hann skori mikið er hann ekki
eigingjarn á boltann. Þá temprar
hann leikinn á réttum augnablik-
um. Gunnar Þorvarðarson átti og
góðan leik, sérstaklega í síðari
hálfleiknum, Gunnar skoraði 18
stig. Guðsteinn var mjög virkur í
spilinu og er dýrmætur liðinu,
hann skoraði 11 stig. Jónas skor-
aði 9 stig og var sterkur í
fráköstum. Valur Ingimundarson
skoraði 5 stig, Þorsteinn Bjarna-
son 4 stig, Árni Lárusson 4 stig og
Jón Viðar 3 stig.
Hjá Val bar mest á Ríkharði og
Torfa, það er ljóst að án Banda-
ríkjamanns á Valur enga mögu-
leika á að verja titilinn í ár.
Stigahæstu menn Vals voru
Kristján Ágústsson 20, Torfi
Magnússon 15, Ríkharður Hrafn-
kelsson 9, Þórir Magnússon 6,
Jóhannes Magnússon 6, Jón
Steingrímsson 4, Sigurður Hjör-
leifsson 8, Guðmundur Jóhannes-
son 2, Gylfi Þorkelsson 2, og
Leifur Gústafsson 2.
II Halls.
Lið VALS:
Kristján Ágústsson 7
Torfi Magnússon 7
Rfkharður Ilrafnkelsson 7
Jón Steingrimsson 6
Sigurður Hjörleifsson 5
Leifur Gústafsson 4
Jóhannes Magnússon 5
Gylfi Þorkelsson 4
Guðmundur Jóhannesson 4
Pétur Hjálmarsson markvörður KR ver skot úr horninu.
Fimmtitapleikur Fram
í röð í Islandsmótinu
Stórsigur hjá Atla
„ÞETTA var góður leikur af
okkar hálfu eftir 30 minútna leik
var staðan orðin 5—0, en þrátt
fyrir að við pressuðum stíft þá
tókst ekki að skora fleiri mörk
sagði Atli Eðvaldsson er Mbl.
spjallaði við hann i gærkvöldi.
Lið Atla Borussia Dortmund
sigraði Duisburg á heimavelli
5-1.
Nokkrir leikir fóru fram í fyrstu
deild vestur-þýzku knattspyrn-
unnar í gærkvöldi:
FC Bayern 4 — Núrnberg 2
Borussia Mönchengl. 2 — Köln 0
Dortmund 5 — Duisburg 1
Hamburg 2 — Armenia Bielefeld 0
Schalke 04 1 — Munich 1860 0
Leverkusen 1 — Stuttgart 1
Uerdingen 1 — Kaiserlautern 0
Fram tapaði sinum fimmta leik í
röð i íslandsmótinu i handknatt-
leik i gærkvöldi er liðið tapaði
fyrir KR með 26 mörkum gegn
30. Eins og markatalan gefur til
kynna var varnarleikur beggja
liða mjög bágborinn allan leik-
inn svo og markvarslan. Sér i
lagi var þó vörn og markvarslan
hjá Fram slök. Staðan i hálfleik
var 16—15 Fram í hag.
Allur fyrri hálfleikurinn var mjög
hraður og svo til hver einasta sókn
endaði með marki. Enda voru
skoruð 31 mörk í fyrri hálfleikn-
um. Meira en mark á mínútu.
Markvarslan hjá liðunum var ekki
til. Markverðir KR vörðu til dæm-
is eitt skot allan fyrri hálfleikinn.
Markmenn Fram fjögur. Þá var
óvenjulegt að sjá KR leika svo
slaka vörn. KR—ingar höfðu
frumkvæðið lengst af í fyrri hálf-
leiknum. En á 16 mínútu náðu
Framarar að jafna metin 8—8.
Náðu síðan yfirhöndinni og voru
marki yfir í hálfleik. KR—ingar
komu ákveðnir til leiks í síðari
hálfleiknum og léku þá mun betur
en í þeim fyrri. Vörn þeirra og
markvarsla lagaðist mikið. Enda
tók liðið forystuna í leiknum á
fyrstu mínútum hálfleiksins og
hélt henni út allan leikinn. Þegar
10 mínútur voru til leiksloka var
staðan 23—19 fyrir KR, og átti
Fram aldrei neitt svar við leik
KR — Fram
30:26
þeirra. Þegar þrjár mínútur voru
til leiksloka brugðu leikmenn
Fram á það ráð að leika maður á
mann og var þá mikill dans
stiginn á fjölum hallarinnar. En
það bragð Fram dugði skammmt
og KR—ingar sigruðu örugglega
30-26.
Leikur liðanna var lengst af nokk-
uð slakur. Mikill hraði var í
leiknum og var sem leikmennirnir
réðu lítið við hann. Lið KR var
betri aðilinn. Þar lék Alfreð Gísla-
son aðalhlutverkið og skoraði
hann ellefu mörk í leiknum þrátt
fyrir að vera tekinn úr umferð
síðustu 8 mínútur leiksins. Þeir
Haukur Ottesen, Haukur Geir-
mundsson áttu báðir góðan leik.
Jóhannes Stefánsson var sterkur í
vörninni.
Ekki er gott að dæma um hvað er
í raun að hjá liði Fram. í liðinu
eru margir góðir handknatt-
leiksmenn bæði ungir og leikmenn
með mikla reynslu. Leikmenn
finna bara engan veginn rétta
taktinn. Atli Hilmarsson lék með
Fram að nýju eftir meiðsli sem
hann hlaut og styrkti hann liðið
mikið og átti góðan leik. Þá léku
þeir Axel og Björgvin báðir vel.
Markvarslan hjá liðinu er mikill
höfuðverkur, en þess ber að gæta
að varnarleikurinn var heldur
ekki sterkur.
I stuttu máli: íslandsmótið 1.
deild. Laugardalshöll. KR—Fram
30-26 (15-16).
Mörk KR: Alfreð Gíslason 11 3v,
Konráð Jónsson 4, Haukur Otte-
sen 4, Haukur Geirmundsson 4,
Jóhannes Stefánsson 3, Ragnar
Hermannsson 2, Björn Pétursson
2.
Mörk Fram: Axel Axelsson 7 4v,
Björgvin Björgvinsson 6, Atli
Hilmarsson 4, Hermann Björns-
son 3, Theódór Guðfinnsson 2,
Hannes Leifsson 2, Erlendur Her-
mannsson 1, og Jón Árni Rúnars-
son 1.
Misheppnuð vítaköst: Pétur
Hjálmarsson KR varði hjá Axel á
45. mínútu og hjá Atla á 53
mínútu.
Brottvísun af leikvelli: Erlendi,
Axel og Hannesi var vísað út af í 2
mínútur hverjum. Hjá KR var
Alfreð og Konráð vísað út af í 2
mín. —ÞR.
„Gætum marið sigur
i stigakeppninni
— segir Ólafur Sigurgeirsson um
NM unglinga sem hefst í dag
Ágúst
Kárason
Jón P.
Sigmarsson
Islenska
liðiö á NM í
lyftingum
„VIÐ HÖFUM aldrei verið
sterkari og gætum marið sigur i
stigakeppninni. Það yrði ægiiegt
áfall fyrir Svia, sem hafa sigraði
í þessari keppni siðustu árin,“
sagði Ólafur Sigurgeirsson,
formaður Lyftingasambands ís-
lands i viðtali fyrir skömmu, en i
dag hefst Norðurlandamót ungl-
inga i lyftingum i Laugardals-
höllinni. Er þetta i fyrsta skiptið
sem mót þetta er haldið hérlend-
is. Samkvæmt dagskrá, mun
borgarstjóri Reykjavikur setja
mótið klukkan 14.00 i dag og
strax að setningu lokinni hefst
keppnin. Heimsmetstilraun
Skúla óskarssonar i réttstöðu-
lyftu fer fram i hléi klukkan
16.15. Á morgun hefst keppni
siðan klukkan 11.00.
Sem fyrr segir, telja íslendingar
sig eiga nokkra sigurmöguleika á
mótinu að þessu sinni, Ólafur
hefur enn orðið: „Möguleikar
okkar eru'fyrst og fremst í 75 kg,
82,5 kg, 90 kg og yfirþungavigt,
þar sem Haraldur Ólafsson,
Þorsteinn Leifsson, Guðmundur
Helgason og Jón Páll Sigmarsson
koma fram fyrir íslands hönd.
Þetta er í fyrsta skipti sem við
teflum fram fullu liði á þessu
móti, nú ætlum við að ná okkur í
stig út úr hverjum einasta þyngd-
arflokki."
Sem fyrr segir, er þetta í fyrsta
skiptið sem NM unglinga er haldið
á íslandi, en um meiri háttar mót
er í raun að ræða. Hvert land
sendir 10 keppendur og verða
keppendur því 50 í allt. Einn
þeirra, Svíinn Rikard Nilson, er
sigurvegari frá síðustu
HM-keppni. Það er því ljóst að
mikil átök verða í Höllinni og
hugsanlega metasláttur í bland ...
Þorsteinn
Leifsson
Garðar
Gíslason
Baldur
Borgþórsson
Guðmundur
Helgason
Þorkell
Þórisson
Viðar
Eðvarðsson
Haraldur
ólafsson
• Gylfi Gislason