Morgunblaðið - 12.11.1980, Síða 3

Morgunblaðið - 12.11.1980, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1980 3 Unnið að viðKerð á vinnupöllunum i Ka-r. Þriggja tonna þungi hvíldi á vinnupallinum: Efsta gólfið lét undan og féll niður TVEIR mannanna fimm. sem slös- uðust í fyrradaK er vinnupailur hrundi við Kamla BúnaðarfélaKs- húsið (Iðnó), eru enn á sjúkrahúsi, en hvoruKur er þó talinn í lífs- hættu. Hinir þrír fenKU að fara heim að lokinni rannsókn ok aðhlynninKU eftir slysið. Þórir Oddsson hjá Rannsóknar- lögreglu ríkisins sagði í samtali við Morgunblaðið síðdegis í gær, að rannsókn væri enn ekki lokið á orsökum slyssins, en svo virtist sem of mikill þungi hefði verið á efsta gólfi vinnupallanna. Hefði það slig- ast undan þunganum og fallið niður í gegnum neðri gólfin. Mennirnir fimm voru allir staddir á efsta gólfi pallanna þegar það lét undan. Þar hafði einnig verið komið fyrir tveimur búntum af bárujárni, og ennfremur voru á pallinum leifar brunavarnarveggs sem brotinn hafði verið niður, og lágu múr- eða steypubrot á vinnupallinum er hann hrundi. Þórir sagði að búið væri að vigta þann þunga sem hefði verið á pallinum er hann lét undan, og hefði það reynst vera um þrjú tonn alls. Um staðsetningu manna á pallin- um, gerð hans eða hugsanlega missmíði, kvað Þórir enn of snemmt að kveða upp úr með, en unnið væri að rannsókn málsins, sem fyrr segir. Geir Hallgrimsson um efnahagsstefnu stjórnarinnar: Efnahags- og ráðherra- nefndir hef ja störf, hætta störfum og hefja störf á ný - en einu efnahagsaðgerðirnar eru stöðug gengislækkun „ÞAÐ EINA sem eftir ríkisstjórnina liggur á vettvangi efnahagsmála er að hækka verðmæti Bandaríkjadollars. í ís- lenzkum krónum mælt, um 40—50%. Þetta eru hcnnar einu efnahaRs- ráðstafanir,“ sagði Geir IlallRrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðu um gjaldmiðils- hreytingu í Samcinuðu þinjíi í gær. „Efnahagsnefndir og ráðherranefndir hefja störf til stefnumótunar á sviði efnahagsmála, hætta störfum og hefji störf á ný en ekkert gerist. Ráðleysið Geir HaHgrímsson. og dáðleysið er allsráðandi. Vinstri stjórnin 1978—79 kleip 8 vísitölustig af verð- bótum launa og enn var höggvið í sama knérunn með Ólafslögum í apríl 1979. En verðbólgan æðir áfram hraðar en nokkru sinni. Ég spyr því ráðherra: Hvað verður gert, hvern veg og hvenær til að koma verðbólgu niður og tryggja árangur af ráðgerðri mynt- breytingu um áramót?" Ólafur Jóhannesson, sem gegnir embætti viðskipta- ráðherra í fjarveru Tómas- ar Árnasonar bað þing- heim bíða svara unz Tómas væri heimkominn. Svör gætu væntanlega komið frá fyrstu hendi nk. þriðju- dag. Sjá nánari frásögn bls. 12. hvílíkur munur Ajax þvottaefni losar úr bletti og óhreinindi strax í forþvotti. Það er sama hvort um er að ræða hvítan, mislitan eða mjög viðkvæman þvott, sama hvaða hitastig er notað eða þvotta- stilling. Með Ajax skilar árangurinn sér 1 tandurhreinum öfc blettalausum þvotti. [ \j:iv la^íreyéandi |noH:iiTni l>rii all;iii |»oll Ajax skilar tniHliirlimiiu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.