Morgunblaðið - 12.11.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.11.1980, Blaðsíða 5
Fundur SVS um atburð- ina í Póllandi SAMTÖK um vestræna samvinnu Kangast í dag íyrir fundi um alþjóðaverkalýðsmál, með sér- stöku tilliti til atburðanna og ástandsins i Póllandi. Fundurinn hefst klukkan 17.30, og er hann haldinn í Þingholti Hótels Holts. Frummælandi verð- ur Edwald J. McHale, sem er aðalráðgjafi bandarísku upplýs- inga- og menningarmálastofnun- arinnar í verkalýðsmálum. Allir áhugamenn um umræðu- efnið eru velkomnir á fundinn. Jólafundur Samtaka sykursjúkra JÓLAFUNDUR Samtaka sykur- sjúkra í Reykjavík verður haldinn i Átthagasal Hótel Sögu i kvöld. 12. nóvember. og hefst kl. 20.30. Á fundinum mun Þórir S. Guðbergs- son segja frá kynnisför sinni til Kaupmannahafnar og sýna lit- skyggnur. Vísnavinir munu skemmta með söng og hljóðfæra- slætti. Þá mun Guðrún Iljaltadótt- ir flytja erindi um fæðuval sykur- sjúkra og svara fyrirspurnum en siðan verða almennar umræður. Á fundinum verða jólakort og jólapappír til sölu eins og undan- farin ár en þessi sala hefur verið helzta fjáröflunarleið samtakanna til þessa. Þeir sem ekki geta mætt á fundinn, en vilja leggja lið við söluna, eru beðnir að snúa sér til gjaldkera samtakanna. Á fundinum verða veitingar — hlaðborð með smurðu brauði og pönnukökum. Verð er kr. 3.100 á mann en hálft gjald fyrir börn innan 12 ára aldurs. Ný hafskipa- bryggja á Hornafirði Iiöfn í Hornafirði. 11. nóvrmtM’r 1980. SKEIÐSFOSS er nú hér að lesta saltsíld, en þetta er í fyrsta skipti sem skip leggst að nýrri hafskipa- bryggju, sem byggð var á síðasta sumri. Með tilkomu bryggju þessar- ar hefur skapast aðstaða til að hægt verði að vinna samtímis að af- greiðslu á þremur fragtskipum í einu. Skipstjórinn á Skeiðsfossi kvaðst í samtali við fréttaritara Morgun- blaðsins, vera mjög ánægður með þessa nýju hafnaraðstöðu. — Gunnar Mikill fall- þungi dilka Stykkishólmi, 11. nóv. 1980 SLATRUN er nýlokið hjá Kaup- félagi Stykkishólms. Slátrað var um 4 þúsund f jár. sem er talsvert minna en síðastliðið ár. Fall- þungi dilka var hins vegar mjög hár, eða 15,9 kg að meðaltali, sem er um 2J> kg hærri en í fyrra. Þyngsti dilkurinn kom frá Bjarnarhöfn, í Helgafellssveit, 30 kg. Þessir bændur höfðu hæsta meðalvigt dilka: Daníel Njálsson Breiðabólsstað 17,03 kg, Magnús Guðmundsson Gríshóli 16,72 kg og Daníel Jónsson Dröngum 16,69 kg. INNLENT MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1980 5 Ríkisstjórnin: Landsvirkjun hefur fengið 90,7% hækkun MORGUNBLAÐINU barst síð- degis i gær svohljóðandi yfirlýs- ing frá ríkisstjórninni: „Fram hefur komið frá Lands- virkjun gagnrýni á að fyrirtækið hafi ekki fengið taxtahækkanir í samræmi við óskir sínar. Því skal tekið fram að með þeirri hækkun um 9% sem heimil- uð var um síðustu mánaðamót hefur Landsvirkjun að öllu sam- anlögðu fengið hækkun á heild- söluverði sínu á raforku til al- menningsrafveitna sem nemur 90,7% af verðinu sem í gildi var í upphafi þessa árs. Reykjavík. 11. nóv- ember 1980.“ Birtu úr guðshúsinu slær á drungalegt hausthúmið. — Myndina tók Svavar A. Jónsson at Hjarðarholtskirkju í Dölum vestur fyrir skömmu. Magnús L. Sveinsson um samúðarverkbanniö: Erkki Rautio Brahms, og Erkki Rautio leikur 6. sólósónötu Bachs. Auk þess leika þeir Divertimento eftir Matti Rautio, bróður Erkki Rautio, sem er einn af þekktustu tónskáldum Finnlands í dag. Miðar á tónleikana eru seldir í kaffistofu Norræna hússins. Sellótónleikar í Norræna húsinu FINNSKI sellóleikarinn Erkki Rautio og sonur hans. píanóleik- arinn Martti Rautio, halda tón- leika í Norræna húsinu kl. 20.30 i kvöld, 12. nóvember. Erkki Rautio er fæddur 1922 í Helsinki og hlaut sína fyrstu menntun í sellóleik þar. Að loknu námi við Síbelíusarakademíuna hélt hann áfram námi hjá selló- snillingum eins og Enrico Mainardi og Pierre Fournier. Hann kom fyrst fram opinberlega 1956. Erkki Rautio hefur farið tónleikaferðir víða um lönd og hvarvetna hlotið mikla viðurkenn- ingu fyrir tónlistarflutning sinn. Hann hefur einnig leikið inn á hljómplötur. Sonur hans, Martti Rautio, hefur stundað tónlistar- nám í Helsinki og Moskvu. Á tónleikunum í Norræna hús- inu í kvöld leika feðgarnir m.a. nokkur helztu sellóverk tónbók- menntanna, s.s. Arpeggione-són- ötu Schuberts og 2. sellósónötu „Mun hafa alvar- legar afleiöingar” „l>AÐ er mjög alvarlegt, að boðað skuli til samúðarverk- banns gegn VR-fólki, þegar félagið er nýbúið að undirrita kjarasamning á breiðum grundvelli,“ sagði Magnús L. Sveinsson formaður Verzlun- armannafélags Reykjavíkur í samtali við Morgunblaðið í gær, er hann var spurður um viðbrögð félagsins við samúð- arverkbanni VSÍ gegn VR-fólki í prentiðnaðarfyrir- tækjum. „Hefði ég átt von á þessu, er augljóst, að ég hefði hikað við að undirrita kjarasamninginn hinn 27. október síðastliðinn, því að það gerði ég í góðri trú um að það þýddi, að okkar fólki yrði ekki ýtt út í verkbann nokkrum dögum seinna," sagði Magnús og bætti við: „Ef litið er til þess, þegar til átaka hefur komið á vinnumark- aðinum, hefur VR verið mjög hliðhollt blöðunum og prentiðnaði og gefið undanþágur til þess að fyrirtækin gætu starfað áfram. Þetta eru því kaldar kveðjur, sem hljóta að hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar síðar meir.“ Er Morgunblaðið ræddi við Magnús L. Sveinsson hafði VR ekki formlega borizt boðun sam- úðarverkbannsins, en þegar hún bærist, sagði Magnús, að stjórn VR myndi taka hana fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.