Morgunblaðið - 12.11.1980, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 12.11.1980, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1980 Þetta gerðist 1554 — Brezka þingið kemur aftur á kaþólskri trú. 1003 — Landráðaréttarhöldin gegn Sir Walter Raleigh hefjast í Winchester, Englandi. 1812 — Her Napoleons Bonaparte kemur til Smolensk á undanhald- inu frá Moskvu. 1893 — Durand-samkomulagið um landamæri Afghanistans og Ind- lands undirritað. 1918 — Karl I keisari leggur niður völd í Austurríki, sem lýsir yfir sameiningu við Þýzkaland. 1921 — Ráðstefna um takmörkun vígbúnaðar hefst í Washington. 1927 — Leon Trotsky rekinn úr sovézka kommúnistaflokknum og Jósef Stalin verður einvaldur. 1933 — Kosningasigur nazista í Þýzkalandi. 1937 — Japanir taka Shanghai. 1941 — „Ark Royal“ sðkkt við Gíbraltar — Rússar stöðva sókn Þjóðverja í útjöðrum Moskvu. 1944 — Þýzka herskipinu „Tirpitz" sökkt. 1948 — Hideki Tojo og aðrir striðsleiðtogar Japana dæmdir til dauða. 1956 — Janos Kadar meinar SÞ að senda fulltrúa til Ungverjalands. 1976 — Fyrstu formlegu viðræður Bandaríkjanna og Víetnams frá Svíþjóð: falli Saigon í París. Afmæli. Gerhard von Scharnhost, þýzkur hermaður — (1755—1813) — Dr. Sun Yat Sen, kínverskur stjórnmálaleiðtogi (1866—1926) — Grace furstafrú af Monaco (1929 Andlát. 1035 Knútur II konungur Danmerkur og Englands — 1202 Knútur VI Danakonungur — 1595 John Hawkins, sæfari — 1671 Thomas Fairfax, hermaður. lnnlent. 1035 d. Knútr kgr ríki — 1906 Blaðamannaávarpið birt — 1929 d. Bogi Th. Melsteð - 1958 Brezk herskip hóta að sökkva „Þór“ norður af Bjargtöngum — 1963 Ólafur Thors forsætisráð- herra segir af sér — 1%4 d. Ólafur Friðriksson — 1%7 Flatey á Skjálfanda leggst í eyði — 1857 f. Magnús Helgason skólastjóri — 1891 f. Elínborg Lárusdóttir — 1903 f. Bodil Begtrup. Orð dagsins. Samgöngur hafa batnað mikið á síðari árum, en staðirnir til að heimsækja eru nokkurn veginn þeir sómu — Don Herold, bandariskur rithöfundur (1889-1966). Kratar leggja fram sparnaðartillögur sínar Frá GuAfinnu Raicnarsdóttur. fréttaritara Mbl. i Stukkhólmi. 10. nóvember. Jafnaðarmannaflokkurinn sænski lagði á föstudag íram sparnaðartillögu sem í flestum atriðum eru frábrugðnar sparn- aðartillögum þeim, sem ríkis- stjórn Thorbjörns Fálldins lagði fram fyrir skömmu. í tillögu sinni gera jafnaðarmenn ráð fyrir breyttu skattaálagi, hærri sköttum á hálaunafólk með hærri tekjur en 100 þúsund krónur sænskar og lægri sköttum á tekjur undir 100 þúsund krónum. Jafnframt vilja þeir fella niður vísitölubindingu á sköttum og segja hana eingöngu skapa aukna verðbólgu. Með sparnaðartillögu sinni gera jafnaðarmenn ráð fyrir 7% verðbólgu á næsta ári og 7% launahækkunum í komandi samn- ingum. Með þvi ætti kaupmáttur launþega með kaup allt að 100 þúsund krónur, að verða óskertur eru jneðtaldar segja jafnaðar- menn. I tillögum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir, að verðbólgan verði 7% en kaup hækki um 11%. jafnaðarmenn vilja einnig auka skattafrádrátt á sparifé og koma á almennun sparnaðarfrádrætti, þúsund krónum sænskum fyrir einstakling og tvö þúsund krónum fyrir hjón. Þeir gera einnig ráð fyrir verðstöðvun á matvæli frá 1. janúar 1981 sem gæti varað í hálft til eitt ár og hækkun ellilífeyris um 1%. Olaf Palme, leiðtogi jafnaðar- manna fór hörðum orðum um tillögur ríkisstjórnarinnar, um aö fella niður vísitölutryggingu eftir- launa. „Við erum reiðubúnir að berjast til þrautar um eftirlaun- in“, sagði hann og bætti við: „Fyrsta verk okkar þegar við komust aftur í stjórn verður að rifta ákvörðun núverandi stiórnar eftirlaunafólki óskertan kaup- mátt.“ Thorbjörn Fálldin, forsæt- isráðherra hefur vísað á bug gagnrýni jafnaðarmanna og segir að stjórniniji sé vel kunnugt um allar afleiðingar sparnaðaráætl- ananna. Bæði fyrir eftirlaunafólk og aðra. Hann gagnrýndi jafnað- armenn um að krefjast þess, að vísitölubinding falli niður af sköttum um leið og þeir vilja hafa hana áfram á eftirlaunum. Jafn- aðarmenn gagnrýndu flest atriði í sparnaðaráætlunum stjórnarinn- ar og sögðu að alþjóða reynsla hefði margsýnt, að samdráttarað- gerðir væru til einskis nýtar þegar leysa ætti efnahagsvandamál. „Vissulega er þörf á að spara á vissum sviðum," sagði Kjell Olof- Feldt efnahagsráðunautur jafnað- armanna. „Það þýðir ekki bara að stara á rekstrarhalla ríkisins. Fyrst og fremst verður að vinna ð því, að skapa atvinnumöguleika fyrir alla og ráða niðurlögum verðbólgunnar." . .. fyrir þá sem vilja aðeins það besta. J J O r/tt f - - rr» r? ^ iiíill fw... Portið Akranesi — Eplið ísafirði — Álfhóll Siglufirði — Cesar Akureyri — Hornabær Hornafirði — Eyjabær Vestmannaeyjum — M.M. h/f. Selfossi. ^[□a jáfiSm. HLJÓMTÆKJADEILD KARNABÆR LAUGAVEG 66 SÍMI25999 Sænski kommúnistaflokkurinn lagði einnig fram sínar tillögur til lausnar efnahagsvandanum á föstudag. Þeir leggja til að útgjöld til hermála verði minnkuð og sömuleiðis styrkir til fyrirtækja. Einnig vilja þeir stöðva hleðslu 11. og 12. kjarnorkuveranna. Blaðamenn í Finnlandi boða verkfall Helsinki. 11. nóvember, írá Ilarry Granborg fréttaritara Mbl. BLAÐAMENN í Finnlandi hafa boðað verkfall írá og með fimmtudegi, morgundeginum. Slitnað hefur upp úr viðræðum þeirra við vinnuveitendur, og er deila þeirra nú í löndum ríkis- sáttasemjara, sem mun freista þess að koma á málamiðlun. Verkfallið nær ekki til frétta- manna útvarps og sjónvarps. Verkfall vélstjóra á skerja- garðsferjunum hefur nú varað í þrjár vikur og samúðarverkföll hafa brotist út hjá öðrum opinber- um fyrirtækjum. Til að mynda ganga ekki ferjur milli Helsinki og Travemunde í V-Þýzkalandi vegna samúðarverkfalla. Verkfallið var boðað er vinnuveitandinn hafnaði kröfum vélstjóranna um sömu iaunahækkanir og aðrir skipverj- ar höfðu náð fram. Súluborvélar Staaröir 16, 20 og 25 mm. 0 ÞÓRp •ARMÚLATI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.