Morgunblaðið - 12.11.1980, Side 28

Morgunblaðið - 12.11.1980, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1980 HÖGNI HREKKVÍ SI v/(Ð fMfcóTANN'-.1' Ast er... ... að hlæja allt- af að gömlu bröndurunum hans. TM Reg. U.S. Pat. Otf. — all rlghts reserved * 1979 Los Angetea Times Syndicate Með morgunkaffinu COSPER i hofum fengið skipun um að spara eins ok frekast er unnt i h'ikbúninjfakostnaði! Þróunarkenningin: Ævarandi eign mannkynsins Kristján Jóhannesson. Hafnar- firði, skrifar: „Kæri Velvakandi! Fyrir nokkru birtist í Velvak- anda grein eftir tvo unga menn, Finn Lárusson og Harald Ólafs- son, þar sem þeir gera athuga- semd við greinarstúf konu frá Akureyri, Sóleyjar Jónsdóttur. Finnst mér grein þessara ungu manna sérlega vel skrifuð og skemmtileg og um leið óvanalegt að heyra álit svona ungra manna á þessum fræ^um. Eins og ég sagði, er það ekki oft, að ungir menn láti sig svona efni skipta og er slíkur áhugi og athafnasemi mjög gleði- rík og mættum við fá meira af svo góðu. „Með Darwin var grafin sköpunarsajja Biblíunnar“ En Adam var ekki lengi í Paradis, og það leið ekki á löngu þar til birtist grein í Velvakanda eftir lækni frá Akureyri, Reyni Valdimarsson, og ræðst hann með offorsi á þessa ungu menn. Hann finnur þeim allt til foráttu, þeir eru ungir „fulltrúar íslenskrar skólaæsku" þeir „gaspri í ungæð- ishætti", heilabú þeirra séu lítil, þeir séu „fjandmenn Skaparans" o.s.frv. Ég veit að þessum ungu mönn- um verður ekki svarafátt en mig langar til að stappa í þá stálinu og t.d. langar mig til að minna þá á hvað einn af okkar bestu læknum Kristján Jóhannesson. og vísindamönnum, þekktur um aliar jarðir fyrir vísindastörf sín, sagði einmitt um þessi efni: „Með Darwin var grafin sköpun- arsaga Biblíunnar." Frjómáttur ei- lífrar æsku Einn af frægustu vísinda- mönnum Breta lét einu sinni svo Dásamlegt að geta séð yfir Sundin Paul V. Michelsen skrifar: „Mig langar til að þakka Ævari R. Kvaran fyrir hans greinagóðu ábendingu um byggingu SÍS sem fyrirhugað er að reist verði við Sundin. Ég er sjálfur búinn að búa í Hveragerði í 48 ár og þar er ekki mikið útsýni, en nú er ég búsettur efst í Breiðholtinu og get ekki lýst því hve dásamlegt það er að geta séð yfir sundin og fylgst með litbrigðum fjallanna hér í kring- um mig. Það er eins og opnast hafi nýr heimur fyrir mér og ég get setið tímunum saman við glugg- ana, bæði í suður og horft í átt-til Bláfjalla og þar í kring, og svo í norðurglugga og horft á alla dýrðina á sundunum og í kring, Esjuna, Skarðsheiðina og alla leið til Akraness. Gaman er líka að sjá öll skipin sigla inn og út sundin og fylgjast með því sem þar er að gerast. Ilvað mundu afkom- endur okkar segja? Ég skil mæta vel að íbúar á þessu svæði séu óhressir við þá tilhugsun að fá slíkt stórhýsi þarna. Þetta er mál allra borgar- búa og vona ég að aldrei komi til að þessi bygging eða aðrar ámóta verði byggðar á svona stöðum. Ég tek undir það með Ævari að óvanaleg fegurð er yfir bæjar- stæði Reykjavíkur og við megum ekki eyðileggja hana. Við eigum þarna og víðar á okkar fagra landi svo yfirþyrmandi fegurð og við megum ekki skemma það sem Guð hefur skapað. Hvað mundu afkom- endur okkar segja við slíkum óhæfuverkum? Ég vona að borgarstjórn sjái að sér og hugsi sitt mál betur. Bestu kveðjur til allra er hugsa um fegurð lands okkar." Athugasemd Velvakanda Frá því að Paul skrifaði bréfið hefur það gerst að fallið hefur verið frá byggingu umrædds stór- hýsis. Bréfritari getur því glaðst með öðrum unnendum fagurs út- sýnis yfir farsælum lyktum í þessu máli. Svar við fyrir- spurn Kristins Magnússonar um Sálmabókina Sigurbjörn Einarsson skrifar: „Sú sálmabók íslensku kirkj- unnar, sem nú er í notkun, var gefin út 1972. Hún hefur verið endurprentuð síðan eftir þörfum og verður svo áfram þangað til lögmæltir aðilar taka hana til endurskoðunar. Viðbætir við Sálmasöngbók kom út 1976. Nýja sálma má senda til Biskupsstofu. Þeir verða þá geymdir með gögn- um Sálmabókar til athugunar á sínum tíma. Ný sálmalög má einnig senda þangað eða til söng- málastjóra þjóðkirkjunnar, Freyjugötu 24, Reykjavík. Ný lög má alltaf kynna og er það æski- legt. Þau geta komist í nýja útgáfu Sálmasöngbókar, ef þau þykja til þess fallin". 2$NiripiiwM&foíiib fyrir 50 árum Bæjarstjórnarfundur í gær- kvöidi var langur, og bar þar ýmislegt á góma. Var mikið talað um almenningsbifreið- ir, og rannsókn á því. hvort eigi væri tiltækilegt. að koma hér á föstum biiferðum fyrir almenning. ba'ði um bainn og eins til úthverfanna. einkum í Sogamýrarhverfið. Var að lokum samþykkt tillaga frá Einari Arnórssyni að fela veganefnd að rannsaka málið ýtarlega, og hafa lokið þeim rannsóknum áður en gengið yrði frá fjárhagsáatlun bæj- arins fyrir næsta ár. - O „Byltingarafmæli. 1 dag eru 13 ár liðin síðan Bólsjevikka- byltingin í Rússlandi brautst út. — Minnast kommúnistar hér i bænum afmælis þessa með kvöldskemtun í Iðnó. Kensla fellur niður i Menta- skólanum. Ma-lt er. að ríkis- stjórnin hafi komið því svo fyrir, að frí verði einnig í (iðrum ríkisskólum . . .“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.