Morgunblaðið - 12.11.1980, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 12.11.1980, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1980 31 Shilton fyrir rétt Gamla kcmpan Jimmy Green- hoíf. hefur nú Kengið til liðs við 3. deildar lið Blackpool. þar sem Alan Kamli Ball er við stjórnvöl- inn. Greenhoff á að baki litríkan feril með Birminiíham. Leeds. Stoke. o>? síðast Manchester Utd. Ilann var einn af þessum leik- mönnum sem hatnaði með aldrin- um. en það er frekar óvenjuleBt þe«ar framherjar eiga í hlut. Greenhoff hefur átt við þrálát meiðsl að stríða síðustu misserin Fram sigraði meistara Laugdæla FRAM kom heldur betur á óvart í 1. dcild íslandsmótsins i hlaki. er liðið vann tfóðan sijíur á íslandsmeisturum síðasta keppn- istímabils. UMFL. Sigraði Fram 3—0 ok urðu lokatölur hverrar hrinu 15—9, 15—10 or 15—8. Fram er nýliði í 1. deild og árangur þessi því athyglisverður. Þá sigraði Þróttur ÍS 3—0, 15—1, 15—4 og 15—10. Hafði Þróttur algera yfirburði og virðist liðið sterkt um þessar mundir. Þá má geta þess, að ÍS sigraði Þrótt 3—2 í 1. deild kvenna og ÍBV sigraði Samhygð 3—0 í 2. deild karla. Biak og fyrir ári leit út fyrir að hann yrði að leggja skóna á hilluna þeirra vegna. En hann náði sér á strik og lýkur væntanlega ferli sínum í Blackpool. Aston Villa hefur gengið allt í haginn það sem af er þessu keppnistímabili. Liðið er nú efst í 1. deild og hafa forráðamenn félagsins greitt leikmönnum háar aukafjárhæðir fyrir hvern sigur sem unnist hefur. Þetta er stór biti, þegar liðið vinnur flesta leiki sína, en til þess að standa straum af kostnaðinum, hefur félagið sett alla varaliðsmenn félagsins á sölulista! Brian Clough þykist alltaf vera að styrkja lið sitt Nottingham Forest og hann skiptir oft um leikmenn eins og meðalmenn skipta um sokka. Nú hefur hann allan hug á að kaupa þá Steve Daley frá Manchester City og Steve Williams frá Southampton. En til þess að afla aura til innkaupanna, þarf hann að selja 2—3 leikmenn. Ekki er ljóst hverj- ir það verða, en ef menn þekkja Clough rétt, á það eftir að koma á óvart hverjir fara. Clough komst auk þess heldur betur í fréttirnar fyrir skömmu. Þá lýsti hann því yfir í biaðavið- tali, að hann væri að hugsa um að hætta afskiptum af knattspyrnu og leggja stjórnmál fyrir sig. Sagði Clough að það hefði verið orðað við sig að gefa kost á sér sem þingmaður fyrir Verka- mannaflokkinn í næstu kosning- um og væri hann alvarlega að íhuga málið. Peter Shilton, hinn 30 ára gamli landsliðsmarkvörður Englands, verður dreginn fyrir rétt í vikunni. Ákæran er ölvun við akstur og ógætilegur akstur. Það var blásið út í ensku æsifréttablöðunum fyrir skömmu, er Shilton ók á staur, á flótta undan eiginmanni viðhaldsins. Með viðhaldið í fram- sætinu hjá sér. Keegan og Brooking í landslið Englands KEVIN Keegan og Trevor Brook- ing taka stöður sínar i enska landsliðinu í knattspvrnu á nýj- an leik. eftir nokkuð hlé vegna meiðsla. „Það er ánægjulcgt að fá nokkra reynda karla í hópinn á ný. vonandi er þess ekki langt að bíða að þeir Ray Wilkins og Trevor Francis nái sér af meiðsl- um sínum og komi inn í landslið- ið á ný,“ var haft eftir Ron Greenw»H)d. landsliðseinvaldi Englands. er hann tilkynnti hóp- inn fyrir komandi landsleik við Sviss. Ilópinn skipa þessir: Ray Clemence Liverpool, Peter Shilton Forest, Joe Corrigan Man. City, Viv Anderson Forest, Phil Neal og Phil Thompson Liverpool, Dave Watson Southampton, Ken Sansom Arsenal, Mick Mills og Terry Butcher Ipswich, Bryan Robson WBA, Glenn Hoddle Tott- enham, Terry McDermott Liv- erpool, Trevor Brooking West Ham, Graham Rix Arsenal, Steve Coppell Man. Utd, Tony Woodcock Köln, Garry Birtles Man. Utd, Kevin Keegan Southampton, Laurie Cunningham Real Madrid, Eric Gates og Paul Mariner Ips- wich. Leikur Englands og Sviss fer fram á Wembley þann nítjánda þessa mánaðar og er leikurinn liður í undankeppni HM. Er leik- urinn geysilega mikilvægur fyrir Englendinga, sem töpuðu síðasta leik sínum í riðlinum og mega alls ekki við öðru slíku áfalli. Harald Sehumacher 26 ára gamall landsllðsmarkvörður Vestur-Þýskalands hefur gert nýjan 5 ára samning við FC Köln. Samningurinn tryggir Ilarald í kringum 25 milljónir króna í árslaun. Kurt Welzl austurríski landsliðsmaðurinn sem leik- ur með AZ ’67 i Iloliandi er nú markaha-stur i 1. deild- inni þar með 14 mörk eftir 10 umferðir. Á siðasta keppnistimabili skoraði Welzi 13 mörk. • Það er óvfst hvort Joachim Deckarm. handknattleiksmaður- inn þýski, sem varð fyrir slysi i leik i Ungverjalandi 30. mars 1979 geti verið viðstaddur þegar heimsliðið og lið hans Gummersbach leika ágoðaleik í Dortmund 23. nóv. næstkom- andi. Allur ágóði af leiknum rennur til Deckarm sem liggur lamaður á endurhaTingarstofnun. Enginn Norðurlandaleik- maður var valinn í heimsliðið. en Daninn Anders Dahl Nielsen verður varamaður. Með Deckarm á myndinni er formaður Gummersbach. AMERISKUR 'ATNAÐUR ÚTSÖLU- STAÐIR: Háskólabolir (sweat- shirts),T-skyrtur, trimmgallar ofl.,ofl. Verslunin Hamraborg, Kópavogi. Verslunin Eik, Hafnarfirði. Kaupfélag Suðumesja, Keflavík. Verslunin Traffic, Keflavík. Verslunin Aldan, Sandgerði. Verslunin Mídas, Hveragerði. Kaupfélag Ámesinga, Selfossi. Kaupfélag Rangæinga, Hvolsvelli. Versl. Steina og Stjána, Vestmannaeyjum. Kaupfélag Skaftfellinga, Vík í Mýrdal. Versl. Friðriks Friðrikssonar, Þykkvabæ. Kaupfél. A-Skaftfellinga, Höfn Homafirði. Kaupfél. Stöðfirðinga, Stöðvarfirði. Kaupfél. Fáskrúðsfjarðar, Fáskrúðsfirði. Verslun Gunnars Hjaltasonar, Reyðarfirði. Verslun Elíasar Guðnasonar, Eskifirði. Kaupfél. Fram, Neskaupstað. Kaupfél. Héraðsbúa, Egilsstöðum. Kaupfél, Vopnfirðinga, Vopnafirði. Kaupfél. Þingeyinga, Húsavík. K.E.A., Akureyri. Verslun G. Fanndal, Siglufirði. Verslunin Sparta, Sauðárkróki. Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi. Versl. Sigurðar Pálssonar, Hvammstanga. Versl. Einars Guðfmnssonar, Bolungarvík. Verslun Einars og Kristjáns, ísafirði. Verslunin Ljónið, Isafirði. Verslun Ara Jónssonar, Patreksfirði. Verslunin Gmnd, Grundarfirði. Kaupfélag Borgfirðinga, Borgamesi. Verslunin Bjarg, Akranesi. Verslunin Osk, Akranesi. Sportversl. Sparta, Ingólfsstræti. Verslunin Útilíf, Glæsibæ. Vinnufatabúðin, Hverfisgötu. Vinnufatabúðin, Laugavegi. Adam, Laugavegi. Herrahúsið, Bankastræti. Herrahúsið, Aðalstræti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.