Morgunblaðið - 19.11.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.11.1980, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1980 ást er... ... aö taka eftir- lœtis danssporið hans. TM Reg U.S Pat. Off—all rights reserved •1977 Los Angeles Times 'í». Var hann með okkur þe(?ar við byrjuðum í kvöld? Látum árið 1981 verða friðarár r júpunnar SÍKurjón Ilallsteinsson, Skor- holti, Leirár- og Melahreppi skrif- ar: „Nú þegar sumarið hefur kvatt og vetur er genginn í garð, þá verður mörgum söknuður í huga. Bjartir blíðviðrisdagar vorsins voru öllum svo kærkomnir og gróður jarðar lifnaði og blómgað- ist svo snemma. Laufskógar uxu og ilmuðu og gáfu fegurð og fjölbreytni í lífríki jarðarinnar nú á ári trésins. Þá komu líka snemma kærkomnu vinirnir okkar, farfuglarnir, með sína dýrð og gleðisöng, sem alla hrífur og breytir til betri manns. En hvað um blessaða rjúpuna okkar, ætli það séu ekki margir sem sakna hennar? Þessi saklausi og fallegi fugl sem verið hefur augnayndi þeirra sem um landið fara, sést nú ekki lengur. Allir, sem komnir eru á fullorðins ár hafa fylgst með rjúpunni undanfarin ár og ára- tugi, sjá hvert stefnir. SkotKlaðir kaupstaðabúar Nú á haustdögum sést varla rjúpa hér í Borgarfirði, þar sem áður voru góð rjúpnalönd. Margir landeigendur hafa reynt að frið- lýsa lönd sín og hafa bannað allar fuglaveiðar, sem skotglaðir kaup- staðabúar hafa lítið virt og telja sig í fullum rétti þó þeir leggi undir sig afréttarlönd bænda og hefur foringi þeirra verið mál- hress í umræðum um þennan veiðirétt þeirra. Ekki vil ég þó kenna veiðimönnum einum um hvernig komið er. Fuglafræðingar hafa haldið því fram að ekki væri hætta á ofveiði og að rjúpnastofn- inn væri ekki í neinni hættu. Ekki fallegt að segja börnum ósatt Ekki veit ég hvort fuglafræð- ingar eru samstilltir í þessu máli en ég vil vara við ef þeir vilja láta taka mark á orðum sínum, að halda ekki fram eins og ég hlust- aði á í útvarpserindi að ekki skipti máli hvað mikið skotið væri, það færist hvort sem væri mest með öðrum hætti bæði ungar og full- orðnir fuglar. Það er ekki hægt að segja fullorðnu fólki svona fjar- stæðu og ekki fallegt að segja börnum ósatt. Mér finnst þeir eiga nokkurn þátt í að örva menn til rjúpnaveiða í stað þess að leggja áherslu á að fækka skaðlegum vargfugli, hrafni og veiðibjöllu, sem vitað er að eru skaðlegir búfé, nytjafugli og lax- og silungsstofni. Ekki hafa alþingismenn sýnt mannúð eða metnað í því að bjarga rjúpnastofninum með því að friða hann þó ekki hefði verið nema þriðja hvert ár eins og var á meðan næg rjúpa var í öilum héruðum landsins. Er Davíð í fríi hjá samlaginu? Solla skrifar: „Velvakandi minn! Þú myndir nú ekki vilja vera svo góður að segja mér hvort hann Davíð Oddsson, sem lætur nú birta af sér myndir í Mogganum á hverjum degi þar sem hann er að tala við starfsfólk fyrirtækja út um allan bæ, hvort hann er í fríi hjá samlaginu. Eða er hann ekki lengur forstjóri Sjúkrasamlags Reykjavíkur? Mig langar bara til að vita hvort hann er á fullum launum hjá okkur á meðan hann er að leita sér að atkvæðum hávaðann úr degin- um út um hvippinn og hvappinn. Þakka þér fyrir hjálpina." Rairgeit. — Komdu eins og skot út ur búrinu segi ég! Skáldstúlkan úr Biskupstungunum Sigrún Valbergsdóttir hafði samband við Velvakanda vegna fyrirspurnar „hlustanda" um skáld-stúlkuna „sem átti hugleið- ingu í þættinum Púkk í hljóðvarpi í sumar og fékk plötuverðlaunin". — Stúlka þessi heitir Sigríður Jónsdóttir og er frá Gýgjarhóls- koti í Biskupstungum. Hún er 15 ára gömul. Hugleiðingin sem lesin var eftir hana nefnist Heima — Gýgjarhólskot og „leikkonan með yndislegu röddina", sem las hana, heitir Kolbrún Halldórsdóttir. Við reyndum í þessum þætti að vera með sem mest af efni frá ungling unum og fannst mér sérstaklega athyglisvert hvað mikið barst til okkar af vönduðu efni frá þeirra hendi, bæði af ljóðum og sögum. Hirtist í Leshókinni Morgunblaðið hefur fengið leyfi Sigríðar til að birta frásögnina. Hver var stúlkan? Hlustandí hrinndi og baft Vel- ikanda að spyrjast fyrir um úlku sem átti hugleiðingu 1 ettinum Púkk i sumar og fékk ötuverðlaunin. — Mig minnir að jn hafi verið nefnd Sigriður, en • þó ekki alveg viss um það. olhrún Harðardóttir eða Hall- órsdóttir (einhver ung leikkona ieð yndisiega rðdd) las þessa ugleiðingu í sumar og svo var ami þittur endurtekinn fyrir kki löngu síðan. Stúlkan segir iarna frá því á skáldlegan og jóðrænan hátt hvernig hún kynjaði sitt nánasta umhverfi í yrstu bernsku, og hvernig sjón- leddarhringurinn staekkaði með irunum Það var mikil hlýja og mgurværð i þessari lýsingu. Hver >r þessi skáld-stúlka? Gota lesendnr því séð með eigin augum hvað það var sem hreif „Hlustanda“ svo mjög en frásögn- in mun birt.ist í Lesbókinni 6. desemlier Ætti að taka sér annað fyrir hendur Kristján Blöndal skrifar: „Kæri Velvakandi. Astæðan fyrir því að ég læt verða af því að skrifa þér í fyrsta skipti er grein sem ég las í Vísi hinn 7. þ.m., en þar skrifar B.K.L. um íþróttaþætti Jóns B. Stefáns- sonar. Ég er B.K.L. innilega sam- mála um að Jón B. Stefánsson ætti helst að taka sér eitthvað annað fyrir hendur en stjórnun íþrótta- frétta. Bjarni Felixson er svo sem ekki upp á marga fiska, en velur þó mun skárra efni í þáttinn. Svo vil ég koma þeirri tillögu á framfæri að fenginn verði líflegur og skemmtilegur íþróttafrétta- maður til þess að annast þáttinn. Hann verður helst að vera fær um að gera daufan íþróttakappleik að spennandi efni. Að lokum nefni ég 3 íþróttafréttamenn sem að mín- um dómi hafa verið starfi sínu vaxnir. Þeir eru Ómar Ragnars

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.