Morgunblaðið - 19.11.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.11.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1980 31 r Áttunda umferðin hefst í kvöld: Víkingar hafa^ örugga forystu Sigurður og Ólafur stigahæstir ÁTTUNDA umferð íslandsmótsins í handknattleik hefst í kvöld með leik FII og Vals í íþróttahúsinu í Hafnarfirði. Ilefst leikurinn klukkan 20.00 og má búast við miklum baráttuleik. Ekki verður annað sagt en að línurnar séu farnar að skýrast allmikið þó svo að mótið sé aðeins hálfnað. Víkingar hafa skorið sig nokkuð úr, hafa aðeins tapað einu stigi þrátt fyrir að hafa verið í augljósum öldudal framan af mótinu. Nema að eitthvað óvænt gerist, má fastlega gera ráð fyrir sigri Víkinga á mótinu. Eitt kemur dálítið spánskt fyrir sjónir og það er sú staðreynd, að öll liðin í 1. deild hafa skorað meira af mörkum en Víkingur. Eina liðið sem svo hefur ekki gert, er Þróttur, en Þróttarar hafa líka leikið einum leik minna. Víkingar hafa á hinn bóginn fengið á sig langfæst mörk, en allt þetta má sjá á stöðunni sem hér er að neðan. • Ólafur ver mark landsliAsins í landsleik Kegn UnKverjum á erlendri grund. Pétur Ólafur og Kristján í sérflokki KR-INGURINN Pétur Hjálmarsson er vítakóngur ísiedsku markvarðanna um þessar mundir, en i sjö Íeikjum hefur hann gert sér lítið fyrir og varið 10 víta- köst. Er það stórgóður ár- angur. En tveir kappar eru á hælum hans og ætla sér örugglega ekki að gefa eftir. Það eru þeir ólafur Bene- diktsson sem hefur varið 9 víti, og Kristján Sigmunds- son, sem varið hefur átta vítaköst. Þessir þrír skera sig gersamlega úr á þessu sviði og eru í sérflokki en sá sem næst kemur, Gunnlaug- ur Gunnlaugsson úr FH, hefur varið 4 víti. Annars hafa 15 markverðir í 1. deild varið eitt eða fleiri víti. Á eftir þeim fjórum sem að framan er getið, koma Sigurður Ragnarsson Þrótti, Jón Gunnarsson Fylki og Ólafur Guðjónsson Haukum, með þrjú varin víti hver. Tvö vítaköst hafa Snæbjörn Arngrímsson Fram, Þorlákur Kjartansson Val og Sigurður Þórarinsson Fram varið. Og Gunnar Einarsson Haukum, Sigmar Þröstur Óskarsson Fram, Heimir Gunnarsson • Kristján Sigmundsson er óumdeilanlega einn besti markvörður landsins um þessar mundir. FH og Sverrir Kristinsson FH, hafa varið eitt víti hver... Staðan er nú þannig: Víkingur 7 6 1 0 132-108 13 Þróttur 6 4 0 2 132-121 8 KR 7 3 2 2 149-148 8 Valur 7 3 1 3 150-124 7 FH 7 3 1 3 137-152 7 Haukar 7 2 1 4 135-142 5 ÞAÐ ER jafnan gaman að skoða niður í kjölinn hvaða leikmenn hljóta flestar brottvikningar i handknattleiknum og hvaða lið sanka að sér flestum brottvikn- ingum. Samkvæmt kokkahókum fréttamanna Morgunblaðsins. eru FH-ingar manna grófastir og samtals hafa leikmenn Hafnar- fjarðarliðsins hvílt sig utan vall- ar í 50 minútur í þeim sjö leikjum sem lokið er. Prúðastir eru hins vegar nágrannalið FII, Haukarn- ir. sem hafa aðeins 14 mínútur samtals í brottrekstrum. Hjá FH er Sæmundur Stefánsson dugleg- astur í ,.bransanum“ og hefur safnað i sarpinn 10 mínútum í brottrekstrum. En brotlegasti leikmaður 1. deildar og áreiðanlega þótt víðar væri leitað, er harðjaxlinn Einar Ágústsson hjá Fylki. Ilann kallar ekki allt ömmu sína í vörn Fylkis og tekur á mönnum með járn- reknum krumlum. Tvisvar heíur Einar fengið „þrennu", þ.e.a.s. þrjár brottvísanir í sama leik og útilokun i þriðja skipti. Auk þess hefur hann nokkra venjulega Fylkir 6 1 1 4 133-140 3 Fram 7 1 1 5 142-155 3 Eins og kunnugt er, gefur Mbl. leikmönnum einkunnir fyrir fram- mistöðu sína hverju sinni. Hér fylgir listi yfir þá leikmenn sem hæstir eru í einkunnagjöf Morg- brottrekstra i safninu. Lið hans hefur safnað saman sem nemur 38 minútum utan vallar. Víkingarnir voru brotlegastir á síðasta keppnistímabili og höfðu þar nokkra vafasama yfirburði. Enn eru þeir ofarlega á blaði þó þeir gefi FH nokkuð eftir. Víking- ur er í þriðja sæti með 36 mínútur samanlagt. Steinar á 12 mínútur, Þorbergur 8 mínútur. Valur og Fram eru næst á blaði, Valur með 32 mínútur, en Fram 30 sléttar. Axel hefur verið harð- skeyttastur hjá Fram með 10 mínútur, en þeir Jón Pétur Jóns- son og Þorbjörn Guðmundsson eru duglegastir hjá Val með 8 mínútur hvor, auk þess sem Jón Pétur nældi sér í eina útilokun. KR-ingar og Þróttarar eru mjög prúðir, sérstaklega er tekið er tillit til hversu vel liðin hafa staðið sig í vetur, sérstaklega þó Þróttur. Þróttur hefur aðeins safnað saman 20 mínútum og á Páll Ólafsson átta stykki. KR hefur samtals 22 mínútur en enginn sker sig sér'staklega úr. unblaðsins að hálfnuðu Islands- móti. Fyrsta talan sem hverju nafni fylgir merkir stigafjöldann sem viðkomandi leikmaður hefur fengið hjá fréttamönnum Mbl. Önnur talan er fyrir leikjafjölda hvers leikmanns og loks kemur meðaleinkunnin sem hver leik- maður hefur hlotið. Sitfuréur Sveinssun l*rótti 48 6 8,0 ólafur Benediktsson Val 48 6 8,0 Jón Gunnarsson Fylki 46 6 7.6 Alfreð Gislason KR 52 7 7,4 Kristián SÍKmundsson Vík. 52 7 7,4 Páll Olafsson l*rótti 43 6 7.1 Bjarni (iUÓmundsson Val 50 7 7.1 Ólafur H. Jónsson l*rótti 42 6 7.0 (íunnar Baldursson Fylki 416 6.8 ÞorberKur Aóalsteinsson Vík. 48 7 6,8 Steindór (iunnarsson Val 47 7 6.7 Steinar BirKÍsson Vík. 47 7 6.7 BjórKvin BjorK'insson Fram 47 7 6,7 SÍKurður RaKnarsson hrótti 10 6 6,6 Pétur lljálmarsson KR 46 7 6,5 Lárus Karl InKason llaukum 44 7 6.2 Höróur llaróarson llaukum 44 7 6,2 Kristján Arason FÍI 44 7 6.2 Árni Indriöason Vík. 44 7 6.2 Konráö Jónsson KR 43 7 6.1 Páll BjörK'insson Vík. 43 7 6,1 Stefán Ilalldórsson Val 43 7 6,1 (iuómundur Guómundsson Vík. 42 7 6,0 I>aó vekur athyKli. aö annar efstu mann anna. ólafur Benediktsson. var kjörinn leikmaöur íslandsmótsins fyrir tveimur ár- um. Hefur Ólafur vakiö veróskuldaóa at hyKli fyrir frammistoóu sína í vetur. I»að hefur SÍKurÖur Sveinsson einnÍK K^rt, en önnur eins skytta hefur ekki komiö fram i morK herrans ár hér á landi. Annars vekur þaö ekki sist athyKli. aö þrir af fimm efstu mönminum eru markveröir. þeir Ólafur, Jón ok Kristján. • Sigurður Sveinsson fær jafnan óblíðar viðtökur, þá sjaldan að varnarmenn ná að hanga í hon- um. Sigurður er lang- markhæstur í 1. deild SIGURÐUR Sveinsson hefur tek- ið nokkuð örugga forystu í keppninni um markakóngstitil- inn i 1. deildinni. Með elju gæti kappinn hirt hæði markakóngs- titilinn og nafnbótina „leikmað- ur íslandsmótsins", en Morgun- blaðið afhendir bikara fyrir hvoru tveggja. Sigurður hefur ekki bara skorað 9 mörkum meira en næstu menn. heldur hefur hann ba>ði skorað mun minna úr vítum. svo ekki sé minnst á þá staðreynd. að hann hefur aðeins leikið 6 leiki. en næstu menn í töflunni 7 leiki. Markhæstu leikmenn tslands- mótsins eru eftirfarandi: Sigurður Sveinsson Þrótti 64/10 Alfreð Gíslason KR 55/14 Kristján Arason FH 55/32 Axel Axelsson Fram 50/26 Gunnar Baldursson Fylki 47/14 Hörður Harðarson Hauk. 38/18 Þorbergur Aðalsteinss. Vík. 34/2 Konráð Jónsson KR 33/ Þorbjörn Guðmundsson Val 31/11 Bjarni Guðmundsson Val 28/ Páll Ólafsson Þrótti 28/ Júlíus Pálsson Hauk. 26/ Steinar Birgisson Vík. 24/ Björgvin Björgvinsson Fram 22/ Einar Ágústsson Fylki 22/ Stefán Halldórsson Val 22/5 Árni Indriðason Vík. 21/9 Steindór Gunnarsson Val 20/ Páll Björgvinsson Vík. 20/2 Handknallleikur I Islanflsmoilð 1. delia | l . . ......... . V FH með flesta brottrekstrana

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.