Morgunblaðið - 19.11.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.11.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1980 2 1 raðauglýsingar — raöauglýsingar — raðauglýsingar nauöungaruppboö Nauðungaruppboð Samkvæmt kröfum lögmannanna Guðmund- ar Markússonar hdl, Haraldar Blöndal hdl. og Péturs Kjerúlf hdl. verða neðangreindir lausafjármunir seldir í opinberu uppboði sem haldið verður viö Lögreglustöðina á Hvols- velli fimmtudaginn 27. nóvember n.k. kl. 16. Selt veröur: Dráttarvél URSUS 385, árg. 1977 með lyftibúnaði. Sófasett, Svart/hvítt Philips sjónvarp, og Philips hljómflutnings- tæki, Candy sjálfvirk þvottavél, og tveir hestar 5 og 7 vetra. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Sýslumaður Rangárvallarsýslu. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar húsnæöi óskast Einbýlishús — stór íbúð óskast til leigu Óska að taka á leigu einbýlishús, raðhús eða stóra íbúð (helst 6 herb.) Tilboð sendist Mbl. merkt: „G — 3024“. ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? M AlíiLYSIR I M ALLT LAND ÞE(iAR M AIGLYSIR I MORíil'NBLAÐINL' ýmislegt Bændur — Hestamenn Hlaupahesturinn Haukur tapaðist úr girðingu frá Skálmholtshrauni í Villingaholtshreppi seinni part ágústmánaöar. Hesturinn er 6 vetra, Ijóssteingrár, meðalstór, fax er ekki mikið, ójárnaður. Hesturinn er ættaður úr Borgarfirði, (gæti verði á leið þangað). Allar ábendingar um ferðir hans eða veru- stað eru þegnar meö þökkum. Sigurbjörn Báröarson, sími 16101 á skrifstofutíma, á kvöldin 85952. 25 ára stúlka óskar ettir vinnu % daginn, tyrri hluta dags. er vön vélritun, en margt annaö kemur tii greina. Get byrjaö strax. Uppl. í síma 39802. 23 óra maður meö verzlunarskólapróf og reynslu í verzlun- og sölustörf- um, óskar eftir framtíöarstarfi meö góöum tekjumöguleikum. Vinsaml. hringiö í síma 23992. Bátavél með gír ógangfær. til sölu Diesel 45 til 50 hö. Vélin selst á mjög góöu veröi et um staögreiðslu er aö ræöa. Uppl. í síma 42827. Fótsnyrting Tek aö mér fótsnyrtingu í heima- húsum. Uppl. í síma 30275 á kvöldin. Veröbréf Fyrirgreiösluskrifstofan. Vestur- götu 17, sími 16223. □ Gimli 598011207 — 2 frl. atk. RMR-19-11-20-VS-MF-HT I.O.O.F. 9 =16211198'4 = Umr. D Helgafell 598011197 — IV/V I.O.O.F. 7 =16211198% EU.M.R.XX. ÚTIVISTARFERÐIR Föstudagur 21.11.1980. kl. 20.00. Helgarferð í Þórsmörk á fultu tungli. Þríhelgar — Maríumessa. Fararstjóri: Jón I. Bjarnason Upplýsingar og farseðlar á skrifstofunni, Lækjargötu 6. Sími 14606. Hörgshlíð 12 Samkoma í kvöld kl. 8. Kristniboðssambandið Sambænastund veröur í Krlstni- boöshúsinu Betanía. Laufásvegi 13. í kvöld kl. 20:30. Allir velkomnir. Góðtemplarahúsið Hafnarfirði Félagsvistin í kvöld miövikudag 19. nóv. Veriö öll velkomin. Fjölmenniö. Skíðadeild Ármanns Boöar til aðalfundar miöviku- daginn 26. nóvember kl. 20.30 í Leifsbúö aö Hótel Loftleiöum. Venjuleg aöalfundarstörf. Stjórnin. Knattspyrnudeild Í.K. Framhaldsfundur deildarinnar veröur haldinn mánudaginn t. desember kl. 18 00 í húsi félagsins, Fagra- hvammi Dagskrá: 1. Reikningar 2 Önnur mál. Stjórnin Félag Snæfellinga og Hnappdæla í Reykjavík heldur spilakvöld í Domus Med- ica laugardaginn 2. þ.m og hefst kl 20 30. Fjölmennum Skemmtinefndin. Guðmundur Sigurjóns son sextugur Sextugur er í dag Guðmundur Sigurjónsson meðhjálpari Fagra- bæ 1 í Reykjavík. Á þessum tímamótum í ævi hans er mér í senn ljúft og skylt að senda honum innilegar afmælisóskir ásamt þökk fyrir ánægjuríkt sam- starf og árna honum og fjölskyldu hans allra heilla og blessunar á ófarinni ævibraut. Sumir menn eru þannig af Guði gerðir að það er hamingja að hafa kynnst þeim, átt með þeim sam- leið og við þá samstarf, af því að þeir áttu ævinlega einhverju að miðla umhverfi sínu og samtíð og lögðu ævinlega gott eitt til mála. Guðmundur er einn slíkra manna alveg tvímælalaust og betri sam- starfsmann en hann geta víst fáir kosið sér. Það er ekki ætlun mín að gera með þessari grein einhverja alls- herjar úttekt á lífi og störfum Guðmundar Sigurjónssonar. En þar sem hann hefur um ára- tugsskeiö verið einn nánasti sam- verkamaður minn í Árbæjarsöfn- Ganga til stuðnings hungurverkfalli Coal Island. N Írlandi. 17. nóv. AP. UM fi þúsund rómverík-ka- þúlskir fóru í mótmælag,.<ngu í Coal Island í gær til stuðn ings sjö skæruliða IRA, sem nú eru í hungurverkfalli. Skaruliðarnir krefjast þess að verða meðhöndlaðir sem pólitískir fangar. uði get ég ekki látið hjá líða að fara nokkrum orðum um störf' hans fyrir söfnuðinn, svo fágæt- lega mikil og merk eru þau og lýsandi fordæmi öllum þeim er Guðs kristni í landinu vinna og unna. Raunverulega er það ævintýri líkast að starfa með Guðmundi Sigurjónssyni að safnaðarmálum, slíkur er áhuginn og ósíngjörn starfsgleðin. Þannig getur enginn unnið nema málefnið sé viðkomandi harla hugleikið og hjartfólgið. Þegar ég kom til starfa hjá Árbæjarsöfnuði fyrir tæplega 10 árum var hann þegar orðinn meðhjálpari safnaðarins eða allt frá stofnun hans árið 1968. Guð- mundur hafði þá um árabil áður tekið virkan og lifandi þátt í störfum framfarafélags hverfisins og verið formaður þess í nokkur ár. Hann hafði verið hvatamaður aðýmsu samkomuhaldi fólksinser í Árbæjar- og Selásblettum bjó, áður en fjölmenn byggð reis hér í Árbæjarhverfi, og látið félagsmál hverfisbúa mjög til sín taka. Við höfðum ekki starfað saman lengi er mér varð ljóst, hve óvenjulega fórnfús félagsmála- maður Guðmundur Sigurjónsson var og hvílíkt lán það var söfnuð- inum, að hann skyldi helga honum krafta sína. Skemmst er frá því að segja, að Guðmundur hefur ævin- lega verið boðinn og búinn til starfa fyrir söfnuðinn og ávallt getað fundiö sér tíma þrátt fyrir starfsannir aðrar. Ýkjulaust má segja, að Guðmundur hafi verið með í öllu sem gert hefur verið í söfnuðinum, ef undan eru skilin störf kvenfélags sóknarinnar. Og safnaðarstörfin eru mikil og margþætt hjá ungum söfnuði, er byggj a verður upp starfsaðstöðu alla frá grunni. Meðhjálparastörfin hefur Guð- mundur unnið af mikilli alúð og lotningu fyrir helgiathöfnum kirkjunnar og ævinlega hefur hann hvatt safnaðarfólk beint eða óbeint til þess að sækja kirkju sína hvar sem hann hefur komið og þau eru mörg heimilin í sókninni sem Guðmundur hefur komið á í ýmsum erindagjörðum fyrir söfnuðinn svo sem til þess að selja jólakort bræðrafélagsins. Á því sviði hefur enginn komist með tærnar, þar sem hann hefur hæl- ana, og hann hefur jafnvel selt fólki kort, eða happdrættismiða og því um líkt, er afþakkað hafði þetta hjá öðrum sölumönnum. Segir það sína sögu um það, hve ómótstæðilegur maður hann er. Það stenst enginn Guðmund Sig- urjónsson er hann fer á stúfana, og leitar eftir liðveislu safnaðar- manna. Meðan á byggingu Safnaðar- heimilis Árbæjarsóknar stóð, var að sjálfsögðu mikið fjáröflunar- starf í gangi og er reyndar enn, því að nú er bygging veglegs klukkuturns við Safnaðarheimilið komin á lokastig. Alltaf, þegar kallað hefur verið eftir sjálfboða- liðum til vinnu, hefur Guðmundur verið fyrstur manna á vettvang og þótt fyrir kæmi að hann mætti e.t.v. einn, skeytti hann því engu, en hélt ótrauður áfram starfi. I allri fjáröflun til fjárfrekra fram- kvæmda safnaðarins hefur Guð- mundur lagt fram óskipta krafta sína bæði í fjáröflunarnefnd safn- aðarins og fjáröflunarnefnd bræðrafélagsins, en allt frá stofn- un þess félags 1971 hefur hann verið í stjórn ýmist sem formaður eða varaformaður, en hina síðar- nefndu stöðu skipar hann nú. Þá er Guðmundur einnig fyrsti vara- maður sóknarnefndar. Þegar um það er hugsað, hve árangursrík félagsmálastörf Guð- mundar Sigurjónssonar hafa ver- ið, kemur einkum þrennt í hug- ann. í fyrsta lagi hve viljugur, ósérhlífinn og fórnfús hann er, svo sem fyrr er greint frá. í annan stað er hann þeirri náðargáfu gæddur að geta komið öllum, er umgangast hann, i gott skap. Hann hefur til að bera ríka kímnigáfu, ávallt hress í bragði, glettinn og ganiansamur. En gam- an hans er ævinlega græskulaust, enda maðurinn svo góðviljaður að hann leggur jafnan gott eitt til ntála, og er því sent slíkur maður sátta og friðar. En í þriðja og síðasta lagi skyldi það síst gleymast að Guðmundi hefði aldrei auðnast að vinna öll sín margþættu félagsmálastörf, hefði hann ekki átt góða konu sér við hlið, Ingu Kristjánsdóttur, sem ann eins og hann kirkjunni og vill hag þeirrar stofunar sem mestan. Hún hefur þá sjaldan látið sætið sitt vera autt í kirkj- unni á helgum dögurn, heldur fylgt bónda sínum dyggilega. Hefur hún þó iðulega séð næsta lítið af manni sínum, því að oft kom hann beint úr vinnu við Reykjavíkur- höfn, þar sem hann hefur starfað um langt árabil sem bifreiðar- stjóri, til þess að skipta um föt og fara síðan beint út á starfsakur kirkjunnar, á fund eða í fjáröflun. Henni er því ekki hvað síst að þakka, að safnaðarfólk hefur feng- ið að njóta starfa Guðmundar í jafnríkum mæli og raun ber vitni og kirkjan átt í honum þann hollvin sem þegar er lýst. Það er ekki lítils virði fyrir kirkjuna að eiga menn á borð við Guðmund Sigurjónsson í fremstu röð starfsmanna sinna, því að með viðmóti sínu og verkum ber hann þeirri stofnun fagurt vitni, og laðar að þeim herra kirkjunnar, sem hann þjónar í verki af svo mikilli hollustu. Ég er forsjóninrti þakklátur fyrir það að hafa fengið tækifæri til þess að starfa með Guðmundi Sigurjónssyni meðhjálpara að þeim málefnum sem mikilvægust eru fyrir alla menn. Mættum við í Árbæjarsöfnuði njóta sem lengst starfskrafta hans. Guðs blessun hvíli yfir afmælis- barninu, heimili hans ng fjöl- skyldu í bráð og lengd Lifðu heill. Guðmundur Þorsteinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.