Morgunblaðið - 21.11.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.11.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1980 Ljósmynd Mbl. Kristján. Opid hús í Verzlunarskólanum í tilefni 75 ára afmælis Verzlunarskóla íslands var í gærdag opið hús, þar sem velunnurum skólans var boðið að koma og heimsækja skólann og fræðast um starfsemi hans. Tillaga á landsfundi Alþýðubandalagsins: Stjórnarsamstarfinu verði slitið, ef fram- kvæmdir verða í Helguvík KRAFA um að Alþýðuhandalag- ið segi sig úr ríkisstjórninni, ef af framkvæmdum verður „í Helguvik á vegum Bandarikja- hers og NATO við smíði olíu- birKðast(iðvar“ er meðal tillaxna til ályktana, sem lÍRRja fyrir landsfundi AlþýðubandalaKsins, sem hófst að Hótel Loftleiðum i Rær. Tillagan er frá kjördæmisráði Alþýðubandalagsins í Reykjanes- kjördæmi og segir í henni m.a. að slíkar framkvæmdir yrðu til að „auka umsvif NATO hér á landi og festa enn frekar í sessi veru Bandaríkjahers hér, en þegar er orðið". Kjördæmisráðið varar við þeim hugmyndum, að slíkar fram- kvæmdir efli atvinnu á Suðurnesj- um, þar sem dvöl hersins hafi lamandi áhrif á alla atvinnuþróun á Suðurnesjum og því beri að sporna við hvers konar auknum áhrifum hans. „Kjördæmisráð leggur því þunga áherslu á að hraðað verði atvinnuuppbyggingu í samræmi við Suðurnesjaáætlun, svo að svæðið verði hið fyrsta óháð herstöðinni." Meðal annarra tillagna, sem fram komu í gær, eru tillögur frá Alþýðubandalaginu í Reykjavík um stefnumörkun í kjördæmamál- inu, um stofnun starfshóps, sem móti heildarstefnu í fjölskyldu- málum fyrir næstu kosningar, og um ráðstefnu um atvinnulýðræði. Þá er einnig komin fram tillaga frá Alþýðubandalaginu í Vest- mannaeyjum um baráttu fyrir því að staðgreiðsla skatta verði tekin upp þegar um næstu áramót og um baráttu fyrir almennri vaxta- lækkun frá því sem nú er. Erling Aspelund framkvæmdastjóri: „Hótel- og Flugleiða „FLUGLEIÐIR fóru út í rekstur hótela og bilaleigu af brýnni nauð- syn í uppbyggingu ferðamála á sinum tima og ég visa þvi til foðurhúsanna ummælum sam- gönguráðherra i Alþingi í gær að Flugleiðir væru í þessum efnum að solsa undir sig með undirhoðum rekstur sem aðrir hefðu haft og sannleikurinn er sá að fjölgun ferðamanna og fjölgun gistirýmis hefur haldist í hendur, enda koma engir ferðamenn til lands sem ekki getur hoðið upp á gistingu og Stórviðri á miðunum Á þriðjudagskvold la-gði loks á loðnumiðunum eftir brælu i nokkurn tíma. Var þá allgóð veiði, en aðeins skammgóður vermir þvi á miðvikudagskvöld var aftur komið vonzkuveður á miðunum og nú er stórviðri á miðum viðast hvar i kringum landið. Eftirtalin skip tilkynntu Loðnu- nefnd um afla á miðvikudag: Gígja 710, Víkingur 1350, Hafrún 620, Fífill 640, Ársæll 400, Skarðs- vík 500, Óli Oskars 850, Sigurfari 820, Húnaröst 570, Eldborg 1200, Náttfari 240, Skírnir 50, Víkur- berg 400, Hilmir 1050, Bjarni Ólafsson 380, Sæberg 100. fæði,“ sagði Eriing Aspelund fram- kvæmdastjóri stjórnunarsviðs Flugleiða i samtali við Mhl. i gær i tilefni af ummælum Steingrims Hermannssonar á Alþingi að hon- um bærust margar kvartanir vegna umra'dds reksturs Flug- leiða. „Loftleiðir og síðar Flugleiðir fóru ekki út í þennan rekstur vegna þess að sérstakur spenningur væri fyrir slíkum rekstri, en það skorti mjög á gistirými þegar ákvörðun var tekin. Hótel Borg var byggð um 1930 og síðan gerðist ekkert stórt í þeim efnum fyrr en Hótel Saga var byggð og síðan Hótel Loftleiðir 1966 til þess að mæta auknum farþegafjölda til landsins. Það þýðir nefnilega ekki að bjóða upp á ferðir til þess að skoða náttúru Islands ef gistiað- staða er ekki fyrir hendi. Hótel Loftleiðir var síðan stækkað úr 108 herbergjurn 1966 í 218 herbergi 1971 vegna vörtunar á hótelrými og þegar Hótel Esja varð gjaldþrota fengu stjórnvöld Flugleiðir til þess að taka þann pakka að sér og það var Halldór E. Sigurðsson þáver- andi ráðherra sem óskaði eftir fjármagni Flugleiða f rekstur Hót- els Húsavíkur á sínum tíma. Þegar Bílaleiga Flugleiða var sett á stofn var Falur stærsta bílaleigan, rekin af Stefáni Gíslasyni flug- stjóra, en það vantaði tilfinnanlega bíla, sérstaklega til þess að full- nægja eftirspurn yfir sumartímann fyrir útlenda farþega sem vildu skoða landið í nokkra daga á eigin bíl. Bílaleigan hefur gengið ágæt- lega, en fyrirtækið er þó ekki það stærsta sinnar tegundar, heldur er útibú Bílaleigu Akureyrar í Reykja- vík stærst og það fyrirtæki býr við þau hlunnindi að geta skráð bíla sína á Akureyri þar sem trygg- ingakostnaður er mun minni. Að við séum að undirbjóða vísa ég aftur til Steingríms. Við erum ekkert að sölsa undir okkur, en í samkeppni hlýtur það að vera svo að einn nær í eitt og annar í hitt. Þær kvartanir sem Steingrímur ræðir um hljóta að vera vegna þess að menn sjá ofsjónum yfir því að við erum í þessum rekstri og hann hefur gengið ágætlega. Hins vegar tel ég að þessi framþróun hafi fremur ýtt undir og hjálpað auknum rekstri á þessu sviði og t.d. héldu úrtölumenn því fram að Esjuberg ætti að setja allan veitingarekstur í Reykjavík á hausinn þegar sá rekst- ur hófst, en allir vita að veitinga- rekstur hefur farið sívaxandi síðan. Fjölbreyttur veitingarekstur hefur aldrei skaðað viðskiptavinina og maður er furðu lostinn að lesa slíkar athugasemdir frá ráðherra. Það er eins og ráðuneyti Steingríms sé orðin afgreiðslustofnun fyrir nöld- urseggi þegar slíkur málflutningur er lagður á borð, því hann leggur þetta fram eins og um sannleika sé að ræða. Mann furðar einnig á að ráðherrann skuli gefa sér tíma í þetta karp, eins og hann gegnir viðamiklum embættum þar sem ótal brýn mál bíða úrlausnar." bílaleigurekstur brýn nauðsyn66 Riðuveikin í Jökulsárhlíð: Ekki verður grip- ið til niðurskurðar fyrr en fullreynt er að önnur rað dugi ekki LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ hefur nú ákveðið hvernig skuli brugðist við riðuveiki í sauðfé að Hrafnabjörgum í Jökulsárhlið. að því er Pálmi Jónsson landbúnaðarráðherra tjáði Morgunblaðinu í gær. Pálmi sagði ráðstafanir þessar hafa verið kynntar ríkisstjórn- inni, sem ekki hefði gert athugasemdir við þær. En ráðstafanirnar eru þessar: 1. Eftirlit með riðuveiki verði aukið á svæðinu milli Jökulsár á Dal og Jökulsár á Fjöllum, en þó einkum í Jökulsárhlíð og Jökuldal. 2. Grunsamlegum kindum verði fargað, og rannsakað hvort um riðu sé að ræða. 3. Bætur vegna riðukinda og kinda, sem fyrirskipað er að lóga verði greiddar samkvæmt reglum sauðfjárveikivarna um úrtökufé. 4. Ákvörðun um frekari að- gerðir, þar á meðal um niðurskurð á fé bænda á Hrafnabjörgum, verður frestað til næsta árs. Að sögn Pálma Jónssonar land- búnaðarráðherra er upphaf þessa máls það, að árið 1978 kemur upp riða í fé á Brú á Jökuldal. Það haust er slátrað þar öllu fé, talsvert á áttunda hundrað tals- ins. Það var að sjálfsögðu gert í þeim tilgangi að hefta frekari útbreiðslu veikinnar, sem ekki hafði áður orðið vart í þessu varnarhólfi, milli Jökulsánna. En í þessu hólfi eru um 50 þúsund fjár. Síðastliðið vor gerist það svo, að riða finnst í kind á Hrafnabjörg- um, og í annari í haust, auk þess sem ein eða tvær til viðbótar voru taldar grunsamlegar. Á Hrafna- björgum er fjórbýli, og þar eru samtals um 11 hundruð fjár hjá fjórum bændum. Sauðfjársjúkdómanefnd álykt- aði á fundi sínum 8. október í Litla Yíetnam- telpan látin VlETNAMSKA flóttabarnið Huynh Hong Linh, sem hlaut á islenzku nafnið Líney, lést 17. þessa mánaðar. Liney litla. sem var þriggja ára gömul er hún lézt, kom með foreldrum sinum, móður- ömmu, móðursystur og bróðurn- um Vésteini til íslands í hópi víetnamskra flóttamanna, sem hér fengu hæli. Telpan var þá veik, hafði það sem nefnt er vatnshöfuð og fór hér strax á sjúkrahús. Voru gerðar á henni tvær skurðaðgerðir án árangurs. Bálför telpunnar var gerð á mið- vikudag. Foreldrar Líneyjar eru Kien Huyen Can, sem á íslenzku heitir Gunnar, og Jua Vihn Hiet eða Helga. Þau búa nú á Seltjarnar- nesi, þar sem þau hafa í bili íbúð á leigu og vinnur Gunnar á trésmíða- verkstæði. haust, á þá lund að hún taldi öruggast að farga öllu fé á Hrafnabjörgum, að því tilskyldu að bætur vegna niðurskurðarins yrðu samþykktar og að samstaða væri um málið heima fyrir. Þessar afurðatjónsbætur voru áætlaðar á næsta ári 43 milljónir króna og ennfremur var gerð tillaga um greiðslu bóta á árinu 1982, en þessi tvö ár yrði fjárlaust á bæjunum. Síðar kom í ljós, að einn bændanna fjögurra á Hrafna- björgum var þessu ekki sammála, og héraðsdýralæknirinn á Austur- landi taldi rétt að bíða með niðurskurð til næsta árs, er séð yrði hverju fram yndi. Sauðfjárveikivarnir halda síðan aftur fund hinn 11. nóvember, þar sem ályktað er á þá lund, að þar sem samstaða hafi ekki náðst beri að grípa til þeirra ráðstafana sem ráðuneytið hafi þegar ákveðið, þótt þeir telji niðurskurð enn sem fyrr öruggustu leiðina. Hvetja sauðfjárveikivarnir til þess, að kannað verði rækilega í vetur og fram á sauðburð í vor, hvort riða kunni að leynast í fé í þessu hólfi, og þá einkum í Jökuldal og Jökulsárhlíð. Blaðamenn sam- þykktu með 43 at- kvæðum gegn 27 BLAÐAMANNAFÉLAG íslands efndi í gær til félagsfundar þar sem fjallað var um nýgerða kjarasamninga félagsins við út- gefendur, en þeir voru undirrit- aðir 19. nóvember. Voru samn- ingarnir samþykktir eftir nokkr- ar umræður og féllu atkvæði þannig að 43 voru þeim fylgjandi eða 58,1%, 27 andsnúnir, 36,5%, auðir seðlar voru 3 og einn ógildur. Kári Jónasson, formaður BÍ, stjórnaði fundinum og Sigtryggur Sigtryggsson, formaður samn- inganefndar félagsins, kynnti samninginn og útskýrði. Síðan tóku félagsmenn til máls og var skipst á skoðunum um ágæti samninganna og að lokum gengið til atkvæðagreiðslu, sem féll eins og fyrr segir og kemur því ekki til verkfallsaðgerða af hálfu félags- ins. Framsóknarmenn á Suðurlandi: Of mikill dráttur á efnahagsaðgerðum KJÖRDÆMISÞING Framsókn- arflokksins í suðurlandskjör- dæmi, sem haldið var í Vest- mannaeyjum 7. nóv. sl. sam- þykkti álytkun, þar scm þvi er lýst yfir, að of mikill dráttur hafi orðið á því að rikisstjórnin taki á vanda efnahagsmálanna. Er því beint til þingmanna flokksins að gengið verði eftir efndum á stjórnarsáttmálanum hvað varðar efnahagsmál. Ályktun kjördæmisþings fram- sóknarmanna er svohljóðandi: „Kjördæmisþingið leggur áherslu á eftirfarandi:- Fram- sóknarflokkurinn vann mikinn sigur í kosningunum sl. haust. Ljóst er, að tillögur flokksins í efnahagsmálum áttu meginþátt í þeim árangri sem náðist. I málefnasamningi núverandi ríkisstjórnar voru efnahagstillög- ur Framsóknarflokksins leiðandi við gerð efnahagsmála stjórnar- sáttmálans. Það er því ljóst, að í huga almennings eru sterk tengsl milli Framsóknarflokksins og stefnu ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálum. Of mikill dráttur hefur á því orðið, að ríkisstjórnin taki á vanda efnahagsmálanna. Kjördæmisþingið beinir því til þingmanna flokksins, að gengið verði eftir efndum á stjórnarsátt- málanum hvað varðar efna- hagsmál."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.