Morgunblaðið - 21.11.1980, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1980
5
Landsfundur Alþýðubandalagsins
Lúðvik Jósepsson. fráfarandi formaóur AlþýðubandalaKsins. setur landsfundinn á Hótel Loftleiðum i gær.
Fundarstjórar voru kosnir Sisurjón Pétursson, Reykjavik og Soffia GuÖmundsdóttir, Akureyri og
fundarskrifarar Álfheiður Ingadóttir, Reykjavík, Torfi Sigtryggsson, Akureyri og Pétur Reinhartsson,
Reykjavík. Ljósm. Mbl. Emilía.
Fjárhagsáætlun Alþýðubandalagsins:
37,6 milljónir króna 1981
NIÐURSTÖÐUTÖLUR fjár-
hansáætlunar Alþýðubandalags-
ins fyrir árið 1981 eru 37,6
milljónir króna, sem er hækkun
um tæpar 10 milljónir króna frá
fjárhaKsáætlun yfirstandandi
árs.
í yfirliti yfir rekstrarkostnað
Alþýðubandalagsins fyrstu 10
mánuði þessa árs, sem lagt var
fram á landsfundi flokksins í gær,
kemur fram, að af 27,8 milljóna
króna áætluðum tekjum hafa 17,2
milljónir innheimzt, en gjöld sama
tímabils eru 20 milljónir króna.
Tekjur „frá þingfloicki Alþýðu-
bandalagsins" eru þó meiri í
októberlok, en áætlun gerði ráð
fyrir, eða rétt röskar 9 milljónir
króna, en voru áætlaðar fyrir allt
árið 7,5 milljónir króna. Af áætl-
uðum 10 milljóna króna skatti
— tekjur frá þing-
flokknum meiri en
áætlun þessa árs
gerir ráð fyrir
Alþýðubandalagsfélaganna höfðu
2,5 milljónir verið greiddar í lok
október, frá styrktarmannakerf-
inu höfðu komið 4,3 milljónir af 7
áætluðum á árinu, tekjur af „laun-
uðum trúnaðarstörfum" námu 891
þúsund krónum í októberlok, en
eru áætlaðar 2,3 milljónir króna í
fjárhagsáætlun yfirstandandi árs.
Þá eru í yfirlitinu „aðrar tekjur"
upp á 420 þúsund krónur, en eru
áætlaðar ein milljón í fjárhags-
áætlun fyrir allt árið.
Þeir gjaldaliðir, sem í október-
lok eru komnir fram úr fjárhags-
áætluninni, eru húsnæðiskostnað-
ur, sem þá er orðinn 1.425 milljón-
ir króna, en er í fjárhagsáætlun-
inni 1.275 milljónir króna fyrir
allt árið, og almennur skrifstofu-
kostnaður, sem er orðinn 411
þúsund krónur, eða 111 þúsund
krónur umfram fjárhagsáætlun.
Af gjöldum í fjárhagsáætlunum
eru laun langstærsti liðurinn. Þau
eru 13,6 milljónir króna af 27,8
milljónum þessa árs og 22 milljón-
ir af 37,6 milljónum á fjárhags-
áætlun næsta árs. Tekjuáætlun
næsta árs hljóðar upp á 12,5
milljónir í skatta Alþýðubanda-
lagsfélaganna, 8 milljónir frá
styrktarmannakerfinu, 3,5 millj-
ónir af launuðum trúnaðarstörf-
um, 13 milljónir frá þingflokkin-
um og 600 þúsund krónur eru
„aðrar tekjur".
„Sjálfstæði frá Flug-
leiðum okkar takmark“
„VIÐ sjáum í raun og veru ekkert
athugavert við það. þótt aðrir
aðilar komi inn í myndina." sagði
Halldór Sigurðsson. sölustjóri
Arnarflugs. er Mbl. innti hann
álits á þeirri hugmynd, sem fram
kom í grein í Mbl. í gærdag, að
flugmenn Flugleiða i Félagi ís-
lenzkra atvinnuflugmanna. hygð-
ust bjóða í hlutabréf Flugleiða í
Arnarflugi á móti starfsmanna-
félagi Arnarflugs ef til þess
kæmi, að Flugleiðir seldu þau.
„Það sem við leggjum áherzlu á,
er að verða sjálfstæðir og óháðir
Flugleiðum, en það er eina leiðin
til þess að rekstrargrundvöllur
félagsins verði tryggður. Við höf-
um engan áhuga á því, að Arnar-
flug hverfi hreinlega inn í Flug-
leiðir, sem myndi þýða það, að allt
starfsfólk Arnarflugs myndi
missa atvinnu sína,“ sagði Hall-
dór.
Þá kom það fram í samtali við
Halldór, að áður en Flugleiðir
eignuðust meirihlutaaðild í Arn-
arflugi, hafði Arnarflug um 60%
af öllu leiguflugi fyrir íslenzku
ferðaskrifstofurnar. — „í dag er
allt leiguflug fyrir ferðaskrifstof-
urnar á hendi Flugleiða, enda
Farmanna- og fískimannasambandið:
F ormannaráðstef na
haldin um
FARMANNA- og fiskimanna-
samhandið efnir um helgina til
formannaráðstefnu. þar sem til
umfjollunar verður fiskveiði-
stefna næsta árs og launakjör
fiski- og farmanna, að sögn Ing-
ólfs Stefánssonar, hjá Farmanna-
og fiskimannasambandinu.
Það kom fram hjá Ingólfi, að
sambandið hefði í fyrradag tekið
við kröfugerð Landssambands ís-
helgina
lenzkra útvegsmanna, þar sem
m.a. er farið fram á skerðingu
skiptaprósentu til handa sjómönn-
um um 1%, auk ýmissa krafna um
aðrar stóvægilegar breytingar á
samningum. Ingólfur kvaðst hins
vegar ekki geta farið nánar út í
þessar kröfur þar sem enn hefði
ekki verið fjallað ítarlega um þær.
Það yrði hins vegar gert á næstu
dögum.
sömdu þeir um það við flugmenn
sína á sínum tíma, að þeir sætu
einir að öllu leiguflugi," sagði
Halldór ennfremur.
Fólk hættir
að koma út
ÁKVEÐIÐ hefur verið að hætta
útgáfu á vikuhlaðinu Fólk frá 19.
nóvember. Meginástæðan er sú að
blaðið hefur ekki mætt þeim arð-
semiskröfum. sem Frjálst framtak
gerir til tímarita sinna. en auk þess
reyndust ýmis vandkvæði á því. að
gefa út vikublað i sambýli við
sérritin. Þó að ekki hafi orðið tap á
útgáfu Fólks, svo nokkru nemi. er
ekki séð að hagnaður geti orðið í
náinni framtíð. með núverandi út-
gáfuformi. segir í frétt frá Frjálsu
framtaki. Þá segir ennfremur:
Fólk kom fyrst út í desemher 1979
og hefur komið út vikulega síðan,
nema hálfsmánaðarlega í júlí, þegar
sumarleyfi stóðu sem hæst. Ritstjóri
Fólks var frá byrjun Óli Tynes og
starfar hann áfram hjá Frjálsu
framtaki, sem framkvæmdaritstjóri
allra sérritanna. Á sínum tíma var
ákveðið að ráðast í útgáfu Fólks, þar
sem ýmsir framleiðsluþættir voru
ónýttir, auk þess sem talið var að
rúm væri fyrir vikulegt skemmtiblað
með mörgunt myndum. Utbreiðsla
blaðsins bendir til að svo sé, þó að
ekki henti Frjálsu framtaki að gera
átak, sem þarf til að blaðið verði
arðvænlegt, eins og nú standa sakir.
DÖMUALULLARDRAGT
Satínfóörað pils.
Litir: drapp, grátt, Ijósgrátt, camel, blátt, brúnt.
Stærðir: 36-42.
Hönnun: Margrét Sigurðardóttir.
Verð 88.900 g.kr. 889.- nýkr.