Morgunblaðið - 21.11.1980, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 21.11.1980, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1980 Að halda f jalla- kúnstner á jafnsléttu Pjetur Hafstein Lárusson: Fjalla kúnstner segir frá. Útg: Bókaútg. Örn og Örlygur 1980. Höfundur segir í forspjalli bók- arinnar, að lesanda kunni að þykja surnt það sem lesa má í texta bókarinnar fremur kynjað úr heimi draums en veruleika. Enda sé þessari bók ekki ætlað að hafa sagnfræðilegt gildi. „Hér segir sá frá er rölt hefur sitt æviskeið utan alfaraleiðar. Við eigum okkar heim, hann á sinn. Bökmenntlr eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur Og þegar öllu er á botninn hvolft vitum við ekki hvor þessara heima fær betur staðizt duttlunga þeirra afla, er skapt hafa þá báða.“ Stefán frá Möðrudal er þekktur í bæjarlífi Reykjavíkur og vakti fyrst á sér athygli er hann hélt umtalaða málverkasýningu, þar sem myndin Vorleikur var sýnd og þótti ekki beint við hæfi. Síðan hefur Stefán verið afkastamikill málari, telst til naivistahópsins, en einna frægastur þessara manna var sennilega ísleifur heit- inn Konráðsson. Stefán hefur ekki aðeins vakið á sér athygli vegna málverka hann er sérsinna maður, furðufugl, sem hefur sett svip sinn á bæinn. Út af fyrir sig er ekki síður ástæða til að gera bók um Stefán en ýmsa aðra sem fundið hafa hjá sér þörf til að segja undan og ofan af lífshlaupi sínu og til þess hefur valizt ungur höfund- ur, Pjetur Hafstein Lárusson, sem hefur sent frá sér nokkrar bækur. Bókin er þekkileg aflestrar, hún er bezt þegar Stefán gleymir sér í frásögninni og sýnir einlægni og hispursleysi segir frá liðnum at- burðum bernsku sinnar og rifjar upp gamlar sögur og frásagnir fyrri tíða þar kann hann frá mörgu að segja. Hinu er ekki að neita að þótt sjálfshól hans virðist koma frá hjartanu, verður það ögn þreytandi og hefði höfundur að skaðlausu mátt draga þar nokkuð úr. Það er ágætt að menn séu ánægðir og telji sig bezta og fremsta, — ekki sízt þegar það er gert á þann hátt sem Stefán gerir — en ósköp lítið sniðugt til lengdar og eru áhöld um hvern er verið að sannfæra. Mér hefði fundizt það auka gildi bókarinnar, ef Pjetri Hafstein Lárussyni hefði tekizt að halda Stefáni meira við jörðina, láta hann segja frá skil- merkilegar og ítarlegar, því að oft glyttir á góða hluti í bókinni og það er einnig óhætt að halda því fram að Pjetri hefur tekizt að ná ágætlega tungutaki Stefáns og töktum. En einhvern veginn vant- ar ansi mikinn herzlumun á þessa bók, það er ekki nóg að setja sögumann niður og Iáta hann vaða elginn um hríð, úr slíkum efnivið verður að vinna langtum betur og skilja frá og ekki sízt örva undir- stöðumeiri frásagnir. Bókin er prýdd mörgum mynd- um af Stefáni og verkum hans og hún er smekklega gefin út. „Nágranninn hennar“ * Astarsaga eftir Theresu Charles ÚT ER komin hjá bókaútgáfunni Skuggsjá. flafnarfirði, bókin „Nágranninn hennar“ eftir Ther- esu Charles í þýðingu Andrésar Kristjánssonar. Þetta er 23. bókin eftir Theresu Charles, sem út kemur hjá Skuggsjá, en Theresa er einn vinsælasti ástar- sagnahöfundur, sem bækur eru gefn- ar út eftir hér á landi. Auk þessarar nýju bókar Theresu gefur Skuggsjá nú út endurprentan- ir á þremur af fyrstu bókum hennar, sem út komu hjá forlaginu, og þær eru jafnframt meðal vinsælustu bóka höfundarins. Þessar þrjár bæk- ur eru Sárt er að unna. Seiður hafs og ástar og Milli tveggja elda. allar þýddar af Andrési Kristjánssyni. Sjórinn og þorpið Sýning Kjartans Guðjónsson- ar, er nú stendur á Kjarvals- stöðum, ber sannarlega rétt- nefnið. Þar eru snarpar sjávar- hreyfingar um alla veggi, kyrrð þorpsins og andrúmsloft hvers- dagsins sem hvíld frá öldurótinu og umstangi fiskara. Þarna eru andlitsdrættir heillar skipshafn- ar á togara, og einn þeirra hefur fengið aukanafnið Hong Kong og annar togaratröll. Af þessu má hver og einn draga þær ályktan- ir, að hér sé um forvitnilegt samsafn að ræða. Þetta eru í stuttu máli þau viðfangsefni, er Kjártan Guðjónsson hefur valið sér til úrvinnslu að sinni. Það eru einnig nokkur tíðindi, að nú á þessari sýningu hefur Kjartan algerlega söðlað um, frá hinu abstrakta í heim þess fígúratíva. Ekki er langt síðan Kjartan sýndi á Kjarvalsstöðum, og er sú sýning enn í fersku minni. Hann hélt þá norður á Akureyri að lokinni sýningu hér, en nú hefur hann annan hátt á, hann sem sagt opnaði einnig sýningu á Akureyri í Gallerí Háhól á sömu klukkustund og opnað var hér syðra. A þeirri sýningu munu vera um 30 verk, en að Kjarvals- stöðúm eru 75 verk á skrá. Af þessu má sjá, hve viðamikill atburður er hér á ferð. Þessi afköst Kjartans Guðjónssonar vekja einnig undrun, þegar það er vitað, að hann hefur stundað fulla kennslu samhliða því að sinna list sinni. Og við skulum ekkert spá, í það, hve langur vinnudagur hans hefur verið. En Myndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON málarar geta vel gert sér grein fyrir því. Þeir þekkja, hvað til þarf. Um langan aldur var Kjartan Guðjónsson mjög tregur til að sýna verk sín á einkasýningum, en hvernig sem því er varið, hefur þetta gerbreytzt seinustu árin. Ég vil segja, guði sé lof, því að fáir gerðu sér grein fyrir, hve magnaður myndlistarmaður Kjartan í rauninni er. Hann er frábær teiknari, sem getur gert hvað sem hann vill með penna og krít. Vatnslitir leika einnig í höndum hans, og ég er ekki frá því, að margt af því merki- legasta, sem hann hefur gert, sé á því sviði. Að þessu sinni gefst óvenju gott tækifæri til að kynn- ast þessari hlið Kjartans, þar sem hann sýnir yfir tuttugu vatnslitamyndir, og er harla erfitt að tíunda hverja fyrir sig. En enginn vandi er að draga heildina í gæðaflokk, og sá flokkur er hvorki nr. 2 eða 3, heldur nr. 1. Olíumálverk Kjartans eru af- ar vel byggð. Rökrétt og ætíð hugsað fyrst og fremst um myndflötinn og hvað á honum hvílir. Liturinn er kraftmikill og hljómar af styrkleik, og öll þessi verk bera þess vitni, að þarna er þroskaður myndlistarmaður á ferð, sem hvergi er að fíflast, eins og sumum finnst fínt í dag. Hvergi vottar fyrir yfirborðseff- ektum, sem tröllríða tilveru okkar á mörgum sviðum og eru vel á veg komnir með að koma Hlustað, hugs- að og skrifað Björn J. Blöndal segir meðal annars í þessari bók frá einustu samfundum þeirra Brynjólfs á Minna-Núpi, sjálfmenntaðs rit- höfundar, fræðimanns og hugsuð- ar. Tíu til ellefu ára gamall var Björn eitt sinn að sumarlagi sendur einhverra erinda til Ást- ríðar húsfreyju í Múlakoti í Lund- areykjadal. Þegar hann var kom- inn alllangt áleiðis, sá hann gaml- an mann á hestbaki. Hesturinn var að bíta skammt frá veginum, en gamli maðurinn var í óða önn að skrifa, hafði spjald í hnakknef- inu undir blöðunum, sem hann skrifaði á. Hann tók eftir Birni, spurði hann að heiti og hvert hann væri að fara sagði honum um leið, að hann væri Brynjólfur frá Minna-Núpi. Björn svaraði spurn- ingum Brynjólfs, og gamli maður- inn sagði, að hann þekkti Ástríði og bað fyrir kveðju til hennar. Björn hélt svo áfram för sinni, sagði Ástríði frá gamla mannin- um og flutti henni kveðju hans. Hún sagði þá: „Fyrst hann var að skrifa, þá getur það dregist fram eftir deginum að hann komi. Björn stóð alllengi við í Múlakoti, en á heimleiðinni sá hann Brynjólf enn sitja á hestbaki við skriftir , næstum því á sarr\a stað og áður. Hann kvaðst ætla að hitta Astríði, þegar hann hefði lokið við að skrifa það, sem hann væri að fást við að þessu sinni. Þegar ég las um þessa samfundi, duttu mér þegar í hug þau kynni, sem ég hef haft af Birni sjálfum og ritum hans síðustu fjórtán, fimmtán árin. Það er auðsætt af flestum þeim bókum, sem frá honum hafa komið, að oft muni hann hafa gleymt sér við að hyggja að hinum mörgu og marg- brotnu furðum og dásemdum ís- lenzkrar náttúru, jafnt í lofti, ám og vötnum og á þurru landi — og engu síður því smæsta en hinu stórbrotna — enda er það svo oft og tíðum, þegar hann lýsir ein- hverju í ríki náttúrunnar, að sérstæður, en þó fyllilega eðlilegur þokki kemur fram í stíl hans og máli, þokki sem ekki er alltaf unnt að skilgreina, en ávallt njóta, svo Bðkmenntlr eftir GUÐMUND G. HAGALÍN sem ilms af smágervum og stát- lausum blómgróðri. Þá hef ég oft og tíðum, þegar við höfum setið á tali í góðu tómi, undrazt minni hans á það, sem á einhvern hátt er sögulegt. Þessi aldni, prúði og íhuguli öðlingur kemst allur á kvik, og rómur og látbragð sýnir gjörla, að nú er hann allt í einu staddur í marg- Björn J. Blöndal breytilegum heimi mannlífs og náttúruundra og flýgur milli fyrnsku og samtíðar, djúptækrar alvöru og leiftrandi kímni. Það er sögu- og fróðleiksmaður- inn, sem er að verki í þessari bók. Þar eru 115 ólíkar frásagnir og á 40 blaðsíðum er greint frá íslenzk- um jurtum, sem taldar hafa verið gæddar lækningamætti. Þar eru svo að lokum nokkur gömul hús- ráð. Gæti lesandanum dottið í hug, að höfundurinn hefði hugsað sem svo, þegar hann ritaði þessa bók, að nú kynni svo að fara, að ekki kæmu fleiri bækur frá hans hendi. Og hefði hann svo viljað koma á framfæri því, sem eftir væri athyglisvert í sjóði minnis hans og hann hefði ekki komið að í fyrri bókum sínum. Hann hefur svo ekki tekið þann kost að raða frásögnunum eftir efni, heldur skráð þær og birt í þeirri röð, sem þeim skaut upp í minni hans. Og sannleikurinn er sá, að fyrir bragðið verður bókin skemmti- Sýning Gunnlaugs Stefáns í FÍM-salnum stendur nú sýn- ing á nýjustu verkum Gunnlaugs Stefáns Gíslasonar. Hann er hér á ferð með sína aðra einkasýn- ingu, en fyrir þrem árum sýndi hann einn í Norræna húsinu. Gunnlaugur Stefán vinnur, að ég held, eingöngu í vatnslitum, og hefur náð merkum árangri í þeirri erfiðu tækni. Það hafa að vísu ekki orðið umtalsverðar breytingar hjá Gunnlaugi Stef- áni, síðan hann sýndi í Norræna húsinu, nema ef vera skyldi í meðferð litar. Þar held ég, að hafi orðið breyting á til hins betra, en ef satt skal segja, er nokkuð erfitt að átta sig á þessu. Óþarft er einnig að velta vöng- um yfir þessum atriðum, en miklu nær að líta á verkin, er sýnd eru á þessari sýningu Gunnlaugs Stefáns. Gunnlaugur Stefán er afar nákvæmur í myndgerð sinni. Nlyndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON Tekur til að mynda einhvern algengan hlut til meðferðar. Vatnskrani, fata, amboð eða húágafl getur orðið viðfangsefni hans og hann meðhöndlar þessa hluti af nærfærni og gæðir þá lífi. Gunnlaugur notar skemmti- lega litatóna, sem hann ræður vel við, og hann kann að draga fram eigindir og eðli þess efnis, er hann vinnur úr. Hann vinnur af sérstakri einbeitni og nær sannfærandi áhrifum sem oft hafa orðið myndlistarmönnum erfið í viðureign við raunsæi í myndgerð. Gunnlaugur Stefán er það, sem þeir erlendis nefna super- realista. Ekki eigum við orð yfir það á okkar tungu. Ég held, að fólk viti, hvað átt er við, og er ekkert að biðja um afsökun. Margar myndir Gunnlaugs eru vel þyggðar, og hann hefur gott lag á að einfalda hlutinn, þannig að smáatriði fái að njóta sín án þess að verða aðalatriðið. Ég held, að mér skjátlist ekki, hvað það snertir, að honum tekst best, er hann notar jarðliti í einföldu formi. Nefni ég sem dæmi nr. 2, 7, 13, 22 og 29, en alls eru á þessari sýningu Gunnlaugs Stef- áns 32 vatnslitamyndir. Þeir, sem sjá þessa sýningu Gunnlaugs Stefáns Gíslasonar, komast fljótt á þá skoðun, að hann hafi nokkra sérstöðu meðal listamanna okkar. Það er helst Eiríkur Smith, sem hann líkist, en er samt mjög ólíkur honum í flestum verkum sínum. Sannara \ væri ef til vill að segja, að þeir væru á sömu línu í myndgerð. Hvað um það, stíll skiptir ekki máli, heldur það er enginn kann að útskýra, en sumir kalla list- ræna meðferð. Forði mér góðir vættir frá nánari skilgreiningu. En að mínum dómi er einmitt þetta inntak að finna í verkum Gunnlaugs Stefáns Gíslasonar. Ég vonast til, að sem flestir sjái þessa sýningu, og fullkomlega standa þessi verk undir sínu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.