Morgunblaðið - 21.11.1980, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1980
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^mmmmmmmmmmmmmirr^c- f)*9mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^mmmmmmammmmi^mmmmmmmmm
Engin ráðskonulaun
eftir 45 ára sambúð
A lést hinn 19. október 1975.
Hann var ókvæntur og barnlaus,
en hafði verið í sambúð með
konunni B í 45 ár er hann lést.
Einu lögerfingjar hans voru
fimm systkinabörn hans sem öll
bjuggu í Noregi. B óskaði eftir
uppskrift og virðingu eigna dán-
arbúsins og reyndust eignirnar
vera helmingur neðri hæðar
íbúðarhúss, innbú og peninga-
innistæður í bönkum. Innbúið
var selt á opinberu uppboði, en
helming íbúðarinnar keypti fóst-
urdóttir þeirra A og B með
samþykki skiptafundar.
Hinn 25. janúar 1976 lést B,
sambýliskona A. Einkaerfingi
hennar var alsystir hennar C og
óskaði hún eftir uppskrift eigna
dánarbús B. Reyndust hreinar
eignir dánarbúsins vera kr.
435.810.-.
B virðist hafa litið svo á að
eignir bús A hefðu verið sameign
hennar og A, þar sem þau höfðu
búið saman í 45 ár, og ætlað sér
að hafa uppi kröfur um helming
búsins, ef hún kæmist að sam-
komulagi við erfingja A í Noregi,
en annars ráðskonulauna. Hún
lést síðan, en C hélt áfram
kröfunni. Ekki var komist að
samkomulagi við erfingja A í
Noregi um að litið yrði á bú A
sem félagsbú A og B, og hóf C þá
málssókn á hendur erfingjum A.
Var tryggingafræðingur fenginn
til að reikna út ráðskonulaun B í
þau 45 ár sem hún bjó með A.
Kröfur og
málsástæður
Kröfur C voru þær aðallega að
úrskurðað yrði að dánarbú A
greiddi þá upphæð sem trygg-
ingafræðingurinn hafði reiknað
sem ráðskonulaun B, auk vaxta
og málskostnaðar. Til vara var
krafist annarrar lægri fjárhæð-
ar ásamt vöxtum og málskostn-
aði.
Erfingjar A gerðu þær dóm-
kröfur, að með öllu yrði hrundið
kröfum sóknaraðila í málinu og
Frá Hæstarétti
Umsjón ELÍN
PÁLSDÓTTIR
að honum yrði gert að greiða
málskostnað.
Kröfur C voru byggðar á þeim
málsástæðum að B hefði haldið
fram rétti sínum er hún lifði og
ekki fallið frá honum er hún lést.
Ávallt hefði það legið fyrir að
krafa yrði gerð um ráðskonulaun
ef eigi næðust samningar um
skiptin við erfingja A, þar sem
þetta séu einu úrræði sambýlis-
konu til að eignast hlutdeild í
eigum sambýlismanns við sam-
búðarslit eða andlát, þegar eign-
ir séu á hans nafni, svo sem
venjulegt sé. Vitnað var í hæsta-
réttardóm í 35. bindi bls. 843 þar
sem kröfu sambýlismanns um að
verða talinn sameigandi í eign-
um sambýliskonu var hafnað, en
honum dæmd laun úr búinu.
Nefndir voru fleiri dómar í þessa
átt. Þá taldi C að sambýlisform-
ið yrði æ algengara og réttur
konu gróflega fyrir borð borinn
ef sambýlismaður fengi einn þá
fjármuni sem þau bæði hefðu
aflað á sambúðartímanum sem
oft varaði árum saman.
Sýknukrafa erfingja A var
byggð á því að ekki hefði mynd-
ast kröfuréttur sóknaraðila á
hendur varnaraðila um ráðs-
konulaun úr búi A. B hefði ekki
gert neinn samning við A meðan
bæði lifðu og heldur ekki gert
reka að því að krefja dánarbú
hans um ráðskonukaup áður en
hún lést. Með öllu væri óvíst að
hún hefði nokkurn tíma haft
uppi slíkar kröfur, þótt hún
hefði lifað. Af þessu leiddi að
dánarbú B ætti ekki rétt til að fá
úr hendi varnaraðila greiðslur,
sem byggðu á rétti til ráðskonu-
launa. I þeim hæstaréttardóm-
um sem C hefði vitnað í, væri
krefjandinn sjálfur upphafs-
maður um málssókn og væri
málið þegar af þeirri ástæðu
ósambærilegt við úrlausnarefnið
i þessu máli.
réttar
I niðurstöðu sinni sagði
skiptaréttur m.a. að C hafi í
fyrstu hugleitt að hafa uppi
kröfur á grundvelli sameignar-
sjónarmiða, en horfið frá því og
hefði síðan krafið dánarbú A um
ráöskonulaun. Kröfu þeirri
hefðu varnaraðilar mótmælt, og
yrði því úrskurðað um réttmæti
hennar svo sem krafist hefði
verið.
Þar sem A og B hefðu ekki
gengið í hjúskap, giltu eigi um
fjármál þeirra lög nr. 20/1923
um réttindi og skyldur hjóna né
hefði B öðlast lögerfðarétt eftir
A samkvæmt lögum 8/1962.
Ekki hefði fundist erfðaskrá í
búinu.
Það hefði ekki komið fram í
málinu að B hefði verið ráðin til
A í upphafi sem ráðskona og
hefði B ekki þegið laun frá A.
Samkvæmt því var talið ólíklegt
að B hefði ætlast til sérstakra
fjárgreiðslna er hún hóf sambúð
með A, og virðist ekki hafa búið
á heimilinu sem launþegi. Senni-
lega hafi sambúð þeirra orðið B
til fjárhagslegs hagræðis, og við
uppskriftagerð eigna dánarbús B
hafi komið í ljós að hún hafi haft
sérgreindan fjárhag. Þau hafi
ekki átt börn saman og hafi því
heimilishaldið ekki verið svo
þungt að A hafi þurft á heimilis-
aðstoð að halda, enda yrði ekki
séð, að heimilishaldið hafi verið
léttara við sambýlið. Með tilliti
til aðstæðna, að því leyti sem
upplýst hafi verið í málinu, bæri
að líta svo á að sóknaraðili ætti
ekki rétt til fjárgreiðslna úr
dánarbúi A fyrir vinnu B í þágu
heimilisins. Málskostnaður var
látinn niður falla.
Niðurstaða
Hæstaréttar
I dómi Hæstaréttar sagði m.a.
að þau B og A hefðu haft
sameiginlegt heimilishald um 45
ára skeið og verið barnlaus.
Uppskriftir á búum þeirra veittu
vísbendingu um að þau hafi átt
nokkrar eignir hvort um sig.
Ekkert hafi komið fram um það
í málinu, að B hafi litið á sig sem
ráðskonu A. Hefði hún sjálf ekki
haft, svo sýnilegt væri, uppi
launakröfur á hendur honum eða
búi hans vegna starfa á heimili
þeirra. „Þegar þetta er virt,
þykir bera að staðfesta hinn
áfrýjaða úrskurð að niðurstöðu
til.“
Málskostnaður fyrir Hæsta-
rétti var látinn falla niður.
Snjórinn er alltaf vinsæll hjá yngri kynslúðinni, enda býður hann
upp á að notuð séu hvers kyns farartæki til að flýta för niður
brekkurnar. Ljósm. A.S.
Umhverfis jörð-
ina á 45 mínútum
Norræn kvikmyndahátíð í Los Angeles:
Islenzku myndirnar
fá góðar viðtökur
Frá SÍKurjóni SÍKhvatssyni. fréttaritara Mbi. í Los Angeles.
NÚ STENDIIR yfir skandinavísk kvikmyndahátíð í Banda-
ríkjunum. liún liófst í New York í lok október og þaðan var
haldið til I.os Angeles. Kvikmyndahátíðinni lýkur í Chieago í
lok mánaðarins. Norðurlandaþjóðirnar standa saman að
kvikmyndahatíðinni til kynningar á norranni kvikmynda-
gerð. Norrænar myndir eru nánast óþekktar í Bandaríkjunum
ef myndir Ingmar Bergmans eru undaskildar.
Stöðugt í
lífshættu
HÖRPUUTGÁFAN á Akranesi
hefur sent á markaðinn nýja bók
eftir enska rithöfundinn Gavin
Lyall og nefnist hún „Stiiðugt í
lífshadtu". Þýðandi er Skúli
Jensson. Þetta er sjounda bókin.
sem kemur út á íslen/.ku eftir
Lyall.
í umsogn utgáfunnar um iiókina
segir m.a.:
í þessari nýju bók sinni fer
Gavin I.yall á kostum. Hér er allt
á fullri ferð. Æsispennandi og
ógnvekjandi atburðir fylla síður
bókarinnar.
I ritdómum um bækur Lyalls
segir m.a.:
„Bækur eins spennandi og þessi
eru sjaldgæfar."
— The Daily TeleRraph
„Miskunnarlaus og grípandi ...
frábær ritleikni."
tp4;6,— New York Times
„Látið mig vita þegar út kemur
skáldsaga sem er meira spennandi
en þessi."
— P.G. Woodhouse
Bókin er 203 bls. Hún er prentuð
í Prentverki Akraness hf. og
bundin í Bókfelli hf.
Stöðugt i
iífshoettu
AÐ UNDANFÖRNU hafa bræðurn
ir Ilalli og Laddi unnið að gerð
nýrrar hljómplötu ásamt Tómasi
Tómassyni og hefur hún hlotið
nafnið Umhverfis jörðina á 45
mínútum.
Eins og nafnið bendir til er þarna
um ferðaplötu að ræða. Bræðurnir
taka sér far með loftbelg og hyggjast
fljúga umhverfis hnöttinn. Fyrsti
viðkomustaðurinn er Færeyjar, þar
sem Halli og Laddi þiggja skerpu-
kjöt, tevatn og brauð af þarlendum.
Síðan fljúga bræðurnir yfir til
Kaupmannahafnar, þeir flækjast um
Evrópu, koma við í Sovétríkjunum
og enda loks í Japan. Þá eru
hrakningarnir orðnir slíkir að þeir
pakka saman loftbelgnum og taka
Flugleiðaþotu beinustu leið heim.
Allir textar á plötunni Umhverfis
jörðina á 45 mínútum eru eftir Halla
og Ladda. Einnig á Laddi tvö lög
plötunnar — hin eru erlend. Hljóð-
færaleikarar á plötunni voru Ásgeir
Óskarsson trommuleikari, Þórður
Árnason gítarleikari, Kristinn Svav-
arsson, sem lék á saxófóna, Magnús
Ingimarsson lék á píanó og harmón-
ikku, nafni hans Kjartansson lék á
sömu hljóðfæri að viðbættum
trompett. Öðrum hljóðfærum ber
Tómas Tómasson áhyrgð á. Hann
stjórnaði einnig upptökum líkt og á
flestum fyrri plötum Halla og Ladda
og sá einnig um útsetningar.
Umhverfis jörðina á 45 mínútum
er gefin út af Hljómplötuútgáfunni
hf. og er þriðja LP platan, sem út
kemur á þessu ári. Fréttatilkynning
Fulltrúar frá N’orðurlanda-
þjóðunum komu til Bandaríkj-
anna til að kynna og ræða stöðu
kvikmyndagerðar. Þeirra á með-
al eru Jorn Donner, forstöðu-
maður sænsku kvikm.vndastofn-
unarinnar, og Erik Borge frá
norsku kvikmyndastofnuninni.
Frá íslandi koma þeir Ágúst
Guðmundsson, Hrafn Gunn-
laugsson og Knútur Hallsson.
Þeir kynna myndir Islands,
Land og syni og Óðal feðranna.
Boð til heiðurs hinum norrænu
kvikmyndagerðarmönnum var
haldið í húsakynnum banda-
rísku kvikmyndaakademíunnar.
Þar var frumsýnd nýjasta kvik-
mynd Bergmans, „From the Life
of the Marionette".
Almennar sýningar hófust á
föstudag með sýningu á Óðali
feðranna. Þar var Hrafn Gunn-
laugsson viðstaddur og var hann
kynntur af íslenzka konsúlnum í
Los Angeles, Höllu Linker. Auk
þess að myndir þeirra Hrafns og
Ágústs hafa verið sýndar, þá
hafa þeir félagar haldið fyrir-
lestra í helztu skólum borgar-
innar. Þeir hafa fengið mjög
góðar viðtökur og allir hafa
lokið lofsorði á kvikmyndir
þeirra. M.a. sagði hið þekkta
tímarit Variety um mynd
Ágústs Guðmundssonar, að hún
lofaði góðu sem frumraun ungs
leikstjóra og að kvikmyndun
Sigurðar Sverris Pálssonar
gerði land, sem virtist óaðlað-
andi, heillandi og fallegt. Auk
þess sagði blaðið, að leikur væri
góður. Háskúlablað UCLA, LA
Bruin, lauk lofsorði á Óðal
feðranna og sagði, að hér væri á
ferðinni myrul, sem ætti erindi í
kvikmyndahús um allan heim.
Ekki er vafa bundið, að hátíðin
er kvikmyndagerð á Norður-
löndum til framdráttar, þótt
auðvitað sé ljóst, að það tekur
lengri tíma en nokkrar vikur að
kynna þessa listgrein á Norður-
löndum hér vestra.
Svölurnar
selja jólakort
SVÖLURNAR, félag fyrrverandi
og núverandi flugfreyja, er að
hefja sölu jólakorta og rennur
allur ágóði til líknarmála eins og
verið hefur.
Félagið er um þessar mundir að
afhenda námsstyrki kennurum og
öðrum leiðbeinendum vangefinna
og málhaltra, samtals að upphæð
2,5 milljónir króna. Næsta við-
fangsefni félagsins er að kaupa
hjálpartæki fyrir fólk, sem er
algerlega hreyfihamlað.
Jólakort félagsins í ár eru með
nokkuð öðru sniði en tíðkast
hefur, gerð úr rauðum pappa,
þríhrotin og lokast með innsigli
félagsins. Er gert ráð fyrir að
utanáskrift komi beint á pappann,
þannig að umslög eru óþörf.