Morgunblaðið - 21.11.1980, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 21.11.1980, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1980 15 Tékkóslóvakar takmarka ferða- lög til Póllands Pra«, 20. nóv. — AP. TÉKKÓSLÓVAKAR settu í daj? á nýjar gjaldeyrishömlur, sem miða að þvi að draga úr ferðalög- um til Póllands, að því er heim- ildir innan raða bankamanna greindu frá. Engin opinber tilkynning hafði síðdegis verið gefin út, en þeir sem spurðust fyrir um málið fengu þau svör að gjaldeyrir fyrir ferðamenn til Póllands fengist aðeins þriðja hvern mánuð. Sams konar aðgerðir munu hafa gengið í gildi í Póllandi í dag í sama skyni. Austur-Þjóð- verjar hafa bannað einstaklings- ferðir Pólverja til landsins nema viðkomandi hafi skriflegt heimboð frá aðilum í Austur-Þýzkalandi. Austur-Þjóðverjar og Tékkóslóvak- ar hafa verið hvað harðskeyttastir í gagnrýni sinni á þá framvindu mála sem hefur orðið í verkalýðs- Carter og Schmidt hittust Washington, 20. nóv. — AP. HELMUT Schmidt, kanzlari Vestur-Þýzkalands hitti i dag Jimmy Carter. Bandarikjaforseta i Hvíta húsinu og var fundur þeirra nokkru áður en Carter og Ronald Reagan áttu siðan með sér fund. Carter og Schmidt stilltu sér upp fyrir ljósmyndara í skrifstofu Carters og hófu síðan viðræður, en engin tilkynning hefur verið birt um fundinn, þegar þetta er ritað. Muskie, utanríkisráðherra og Genscher, utanríkisráðherra Vestur-Þýzkalands héldu tveggja stunda fund með sér fyrr í dag. málum í Póllandi eins og alkunna er. Þá segir í annarri frétt frá Prag að Gustav Husak, forseti Tékkó- slóvakíu hafi gefið námaverka- mönnum, sem vinna skammt frá pólsku landamærunum, fyrirheit um að bæta lífskjör þeirra. Flokks- málgagnið Rude Pravo skýrði frá þessu í dag. En tekið er fram að Husak hafi krafizt þess af verka- mönnum að þeir sæju til þess að framleiðslan ykist í sama híutfalli. Veður Akureyri -2 snjókoma Amsterdam 14 skýjað Aþena 18 skýjað Barcelona 17 léttskýjað Berlín 5 skýjað BrUssel 10 heiðskírt Chicago 8 skýjað Denpasar, Bali 32 skýjað Dublin 15 rigning Frankfurt 9 rigning Faereyjar vantar Genl 10 heiöskírt Helsinkí -3 heiöskírt Hong Kong 25 heiðskirt Jerúsalem 21 skýjað Jóhannesarborg 21 skýjaó Kaupmannahöfn 5 skýjað Lae Palmas 22 alskýjað Lissabon 15 skýjað London 15 skýjað Loa Angeles 24 heiðskírt Madrid 16 sólskin Malaga vantar Mexicoborg 23 heíóskírt Mallorca 19 heiðskirt Míami 22 heiðskirt New York 5 heiðskírt Osló -1 snjókoma Paría 13 sólskin Reykjavík 2 skýjað Perth 27 heiðríkt Rómaborg 18 heiðrikt Frá setningu ólympíuskákmótsins á Möltu i gærdag, f.v. Friðrik Ólafsson, forseti FIDE, Maria Chiburdanidze, heimsmeistari kvenna i skák. og forsetar skáksambands Möltu. Simamynd AP. Ólympíuskákmótið hófst á Möltu í gær: ísland sigraði Luxemborg í fyrstu umf erðinni 3 ¥2 — ¥2 Múltu. 20. nóvember, írá írétta- ritara Mbl. Margeiri Péturssyni. Ólympíuskákmótið á Möltu var sett i dag og tefldi íslenzka karlasveitin i fyrstu umferð við Luxemborgara og úrslit urðu þau, að Helgi ólafsson, Margeir Pétursson og Jóhann Hjartarson unnu sinar skákir. en Jón L. Árnason gerði jafntefli. Kvennasveitin tefldi við sveit Bandaríkjanna, sem er mjög öflug. Sigurlaug tapaði sinni skák, en Áslaug og Ólöf eiga ennþá mögu- leika á að ná jafntefli, en þeirra skákir fóru í bið. Allar aðstæður eru mjög bág- bornar. Keppendum hefur verið holað niður í íbúðir víðs vegar um William Simon Alexander Haig Frank Sinatra Reagan fer að skipa í stöður um helgina Washington 20. nóv. AP. UM ÞESSA HELGI er búizt við að Ronald Reagan, kjörinn forseti Bandarikjanna fari að skýra frá skipan í ýms meiriháttar ráðherraembætti og önnur trúnaðarstörf er hann tekur við embætti forseta. Heimildir AP-fréttastofunnar greindu frá því í kvöld að William Casey verði að likindum yfirmaður CIA, bandarísku leyniþjónustunnar. Þá muni Reagan hafa ágirnd á að William French Smith. lögmaður hans, verði dómsmálaráðherra og að William Simon muni hverfa aftur til gamals starfs og verða fjármálaráðherra. í fréttum segir að enn séu deildar meiningar um embætti utanríkisráðherra en harðlínu- menn eru sagðir styðja Alexand- er Haig, fyrrum hershöfðingja og yfirmann Atlantshafsbanda- lagsherja, en hófsamari aðilar í búðum Reagans eru hlynntir því að George Shultz fái embættið. John Tower, öldungadeildar- þingmaður frá Texas er enn talinn líklegastur varnarmála- ráðherra. Hann og Reagan hitt- ust í dag, en ekkert var um viðræður þeirra sagt. í fréttum er og sagt að Jacob Javits, fyrrv. öldungadeildar- þingmaður frá New York muni verða boðið að verða aðalfulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum ellegar sendiherra í ■Israel. Loks er frá því greint að skemmtikrafturinn Frank Sin- atra muni stjórna veizlu þeirri sem haldin verður eftir að Reag- an hefur tekið við embætti. Mun hann og setja saman dagskrá með tónlist og dönsu'm. Sinatra kvað sér með þessu sýndan mikinn heiður og myndi hann leggja sig allan fram. Reagan hitti í dag Jimmy Carter forseta í fyrsta skipti síðan forsetakosningarnar fóru fram. Hann átti einnig fund með Edward Kennedy. Hann hefur verið í Washington síðustu daga, en býr sig undir að snúa aftur til Kaliforníu um sinn. borgina, töluvert langt frá skák- staðnum, og í mörgum þeirra er ekki rennandi vatn, svo eitthvað sé nefnt. Sumar sveitir, sem fengið hafa verstu íbúðirnar eru þegar fluttar inn á hótel á eigin vegum, t.d. ungverska sveitin, sem vann mótið síðast. Hvað varðar íslenzku sveitina þá höfum við þrjár þriggja herbergja íbúðir, þannig að mjög rúmt er um okkur, en þær eru mjög illa þrifnar og ekki sérlega aðlað- andi. Öll þessi vandamál hafa mætt mjög mikið á Friðriki Ólafssyni, forseta FIDE, sem t.d. gekk á fund ferðamálaráðherra Möltu í morgun til að kvarta yfir hinum slælega aðbúnaði keppenda. Skákstaðurinn sjálfur er um 400 ára gamall spítali, sem nýlega var gerður upp, og er sjálfur skáksalur- inn ágætur. Hins vegar gengur allt á afturfótunum á neðri hæðinni, þar sem matsalur keppenda er. Yfir 80 sveitir eru komnar til leiks og verður það að teljast mjög gott. Af sérfræðingum eru Rússar og Ungverjar taldir' sigurstrang- legastir, sérstaklega beinast augu manna að Rússum, því t.d. keppir Adorjan ekki að þessu sinni fyrir Ungverja, en hann er eins og kunnugt er einn þeirra alsterkasti skákmaður. Rússarnir eru með stigahæstu sveitina, en Ungvegar fylgja þeim fast á eftir. íslenzka sveitin er í tólfta sæti, sem er sennilega það hæsta sem hún hefur komist á móti sem þessu. Sem dæmi um það hversu rússneska sveitin er sterk má nefna að Spassky og Petrosjan komust ekki í hana, voru ekki taldir í nægjan- legri æfingu, annars er sveitin skipuð þeim Karpov, Polugavesky, Tal, Geller, Balasef og Kasparov. Mótinu verður síðan haldið áfram á morgun. Jarðskjálítar í Himalaya Nýju Dolhi 20. nóv. - AP. ALLSNARPIR jarðskjálftar urðu í konungsríkinu Bhutan i Ilimalaya og nokkrum austur- ríkjum Indlands. árla fimmtu- dags. Vitað er að nokkrir slösuðust í Gangtok, höfuðborg Sikkims, skammt frá Bhutan, en ekki er talið að manntjón hafi orðið. Verulegar skemmdir urðu á hús- um á jarðskjálftasvæðinu. Jarð- skjálftinn mældist 6,5 á Richter- kvarða. Mikill ótti greip um sig, þegar fyrsti kippurinn kom. Stóð hann í 45 sekúndur. Fólk þusti fáklætt út úr húsum sínum út á götur Gangtok, sem er 600 km norður af Kalkútta. Hafðist fólk síðan við úti það sem eftir lifði nætur. Þetta gerðist 21. nóvember 1569 — Danski herforinginn Dani- el Rantzau fellur við Varberg. 1806 — Napoleon Bonaparte gefur út Berlínar-tilskipanirnar og lýsir yfir hafnbanni á Bretlandi. 1818 — Ráðstefnunni í Aachen lýkur. 1855 — Svíar ganga í bandalag með Bretum, Frökkum og Tyrkjum gegn Rússum. 1877 — Thomas A. Edison tilkynn- ir að hann hafi fundið upp hljóð- rita. 1918 — Uppgjöf þýzka herflotans fyrir Bandamönnum. 1938 — Súdetahéruðin í Tékkósló- vakíu innlimuð með valdi í þýzka Ríkið. 1944 — Moskvu-ráðstefnunni lýk- ur. 1955 — Setningarfundur Bagdad- bandalagsins, síðar CENTO, í Bag- dad. 1956 — Allsherjarþingið vítir Sov- étríkin fyrir aðgerðir gegn Ung- verjalandi. 1962 — Kínverjar samþykkja vopnahlé á landamærunum að Indlandi. 1967 — Miklar stúdentaóeirðir brjótast út í Egyptalandi. 1975 — Stjórnirnar í Víetnam- ríkjunum samþykkja sameiningu. 1976 — Sýrlenzki herinn lýkur við að hernema Líbanon. 1977 3000 taldir af í felliþyl á strönd Suðaustur-Indlands. 1979 — Múgur ræðst á sendiráð Bandaríkjanna í Islamabad. Afmæli. Carlo Fragoni, ítalskt skáld (1692-1768) - Voltaire, franskur heimspekingur (1694— 1778). Andlát. 1682 Claude Lorrain, list- málari — 1695 Henry Purcell, tónskáld — 1811 Heinrich von Kleist, skáld, framdi sjálfsmorð — 1916 Franz Josef Austurríkiskeis- ari — 1942 J.B.M. Hertzog, her- maður og stjórnmálaleiðtogi. Innlent. 1823 f. síra Arnljótur Ólafsson — 1836 d. Þorvaldur Böðvarsson prófastur — 1878 f. Guttormur J. Guttormsson skáld — 1917 d. Tryggvi Gunnarsson bankastjóri — 1931 Fyrsta leikrit- ið flutt í ísl. útvarpinu — 1939 Brezkt herskip stöðvar „Esju“ — 1975 d. Gunnar Gunnarsson rithöf- undur. Orð dagsins. Ennþá hefur enginn heimspekingur getað afborið tann- pínu með jafnaðargeði — William Shakespeare (1564—1616).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.