Morgunblaðið - 21.11.1980, Page 19

Morgunblaðið - 21.11.1980, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1980 19 LjÓNmynd Mbl. Gudfinnur. Sirry opnar í Grindavík Sirry, ný verslun, var opnuð í Grindavík í sl. viku, en eÍKendur hennar eru Sigriður Wrðardóttir ok Björgvin Vilmundarson. Á boðstólum í hinni nýju verzlun verða aðallega Kjafavörur, húsgögn, leikföng og ritföng. A kassa- bíl fyrir Hvalfjörð ÚTIVISTARFÉLAGIÐ Flækjufót- ur á Akranesi. sem starfandi er í /Eskulýðsheimilinu Akranesi. hyggst fara fyrir Hvalfjörð á kassahíl í dag. Áætlað er að ferðin taki um 20 til 25 tíma og ef allt gengur að óskum verður þarna sett glæsilegt ís- landsmet, ef ekki heimsmet í kassabílaakstri. Þetta er fjáröflunarleið fyrir félagið sem hyggst fara öræfaferð næsta sumar. Við höfum látið áheitamiða ganga og undirtektir hafa verið mjög góðar. Skátafélagið á Akra- nesi á kassabílinn og hefur lánað félaginu hann endurgjaldslaust. Fréttatilkynning Næg mjólk þó fram- leiðslan hafi minnkað FRAMLEIÐSLURÁÐ landhúnaö- arins hefur látið kanna hver sé þörf fyrir mjólk og rjóma á markaði í Reykjavík til loka desemhermánaðar og hefur kom- ið i Ijós að neyslumjólkurþörfinni verður fullnægt á framleiðslu- svæði Mjólkursamsölunnar í Reykjavík á þessum tíma. en hins vegar þurfi að flytja 50 til 60 þúsund lítra af rjóma i desember að norðan til Reykjavíkur. í frétt frá Framleiðsluráði seg- ir, að nokkurs misskilnings hafi gætt í umræðum að undanförnu um minnkandi mjólkurfram- leiðslu og hugsanlegan skort á mjólkurvörum í Reykjavík og því sé nú upplýst um könnun þessa. Segir í fréttinni, að rjóminn, sem flytja þarf að norðan í desember, sé svipað magn og hefur verið flutt til Reykjavíkur að meðaltali síðustu 12 ár á þessum árstíma. Undirritað var í gær samkomulag milli Mjólkursamsölunnar í Reykjavík og mjólkurbúanna norðanlands um þessi viðskipti og segir að unnið sé að góðu skipulagi flutninganna og að miðað við eðlilegt veðurlag og samgöngur Höín, 15. nóvembor 1980. í DAG var lokið við að tengja heitt vatn við fyrsta áfanga hitaveit- verði öllum þörfum syðra full- nægt. Segir að lokum að ekkert bendi til þess, að ekki verði unnt að sinna þörfum markaðarins í vetur þótt mjólkurframleiðslan hafi minnkað, sú minnkun muni fyrst og fremst koma niður á smjör- og ostagerð og leiði til minni útflutnings osta. unnar á Höfn og nú er verið að prófa kerfið. í þessum áfanga eru 47 hús og nokkur þeirra eru stórir notendur. svo sem fiskvinnslu- stöðvar, verzlun og verkstæði. Nokkur hús hafa þegar verið tengd og reyndist þar g«»ður hiti. Eftir að heita vatnið hefur verið lagt f götunar. geta húseigendur sjálfir séð um að tengja hús sin. Annar áfangi verður væntanlega tilbúinn til tengingar eftir hálfan mánuð, en þar er um að ræða um 100 hús. Einnig verður þriðji áfangi þá tilbúinn að hluta. Það er Hafnarhreppur, sem á og rekur dreifikerfið, en það hefur verið í byggingu á þessu ári. Fjarhitun hf. hefur annazt veituna. Fyrsti áfangi var unninn af Bygg- ingafélaginu hf. á Höfn, en annar og þriðji áfangi af Vélverki sf., Höfn. Rafmagnsveitur Ríkisins eiga og reka kyndistöðina, en hún er í tengslum við dieselrafstöð hér og notar varma frá kælivatni og afgási, einnig er svartolíuketill sem varaaflgjafi. Þegar Höfn tengist raforkukerfi landsins, munu dieselvélarnar þagna, en þá verður rafskautsketill settur upp í kyndistöðinni til orkuframleiðslu. — Gunnar. Stykkishólmur: Minni skemmdir en á horfðist SAGT VAR frá því í Mbl. í gærdag, að kaffistofa í Skelfiskvinnslu Sig- urðar Ágústssonar í Stykkishólmi hefði skemmzt mikið þegar bjarg úr grunni viðbótarbyggingar sjúkrahúss Stykkishólms sprakk inn í hana. Þetta er ekki alls kostar rétt, því við frekari athugun kom í ljós, að skemmdirnar voru mjög óverulegar. Fréttaritari Mbl. sagði að vanir sprengjumenn hefðu verið þarna við vinnu og hefði verið um algert óhapp að ræða. Siglufjörður: Gúmbjörgunarbáti stolið úr trillu SÍKlufirói. 20. nóvember. NORÐ-AUSTAN stórhrið hefur geisað hér i allan dag, þannig að vart sér út úr augum, en það er bara gott hljóð i fólki. Einn togara okkar, Sigluvíkin, landaði í dag 120 tonnum af góðum þorski. Hér komu tvö flutningaskip í vikunni til að taka fiskimjöl, ísnesið, sem tók mjöl fyrir Júgó- slavíumarkað og Svanurinn, sem tók mjöl fyrir Englandsmarkað. Þá má geta þess, að fyrir skömmu var stolið gúmbjörgun- arbáti úr trillu hér í höfninni, en verðmæti slíks báts er um ein milljón króna. — Fréttaritari Fimm hús í bygg- ingu á Hofsósi Bæ. Ilöfóaströnd. 20. nóvember. ÞÓ NÚ sé orðið vetrarlegt hér, þá er þó ekki mikill snjór, og i Dölum og Austur-FIjótum er jarðlaust til beitar. Frá 25. októ- ber til 11. nóvember sl. var einmunatíð hér, sannkallað sumarveður. Þá voru byggð hús og margt lagfært til væntanlegr- ar vetrarkomu. Víðast hvar er sauðfé þó á húsi, en á nokkrum stöðum liggur það við opnar dyr á fjárhúsum. Mjólkurframleiðsla er talin i lágmarki ennþá, en kjarnfóður- gjöf hefur þó aukizt. Lionsmenn hafa haldið sitt ár- lega konukvöld hérna á Hofsósi, ennfremur hafa þeir skemmt öldr- uðu fólki og var sú skemmtun mjög vel sótt þrátt fyrir óhag- stætt v'eður. Þess má geta í sambandi við skemmtun eldra fólksins, að þar var tekin mynd af Sigurði Þorvaldssyni frá Sleitu- stöðum, sem nú er 97 ár^ gamall og léttur í spori og beinn í baki. Með honum á myndinni voru fimm fyrrverandi nemendur hans frá barna- og unglingaskóla, allt fólk komið yfir sjötugt. Fimm hús eru í byggingu á Hofsósi og var góðviðriskaflinn í október og nóvember sannkallaður happatími fyrir húsbyggjendur. Þann 16. nóvember sl. var haldið hér á Hofsósi mikið afmælishóf, er Bergur Baldvinsson varð 60 ára. Hann hefur í mörg ár starfað við útkeyrslu á olíu, sérstakur greiða- maður og hjálpfús við alla. Fjöl- menni heimsótti hann með árnað- aróskum og gjöfum. Aðeins einn bátur er nú gerður út héðan frá Hofsósi og er hann á línuveiðum um þessar mundir. Hann hefur aflað mjög sæmilega þótt langsótt sé. Lokið við tengingu fyrsta áfanga hita- veitunnar á Höfn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.