Morgunblaðið - 27.11.1980, Síða 3

Morgunblaðið - 27.11.1980, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1980 3 „ÞAÐ er erfiður skóli, að standa í forystu fyrir verkalýðsfélagi, en eng- inn skóli tekur því fram, ekki einu sinni góð há- skólamenntun,“ sagði Björn Jónsson, forseti Al- þýðusambands íslands. er Morgunblaðið ræddi við hann í gær á heimili hans. Björn hefur eins og kunnugt er átt við veik- Björn Jónsson, forseti ASÍ: „Það er erfiður skóli að standa í forystu fyrir verkalýðsfélagi“ - og enginn skóli tekur því fram indi að stríða frá því á árinu 1978, en er Morg- unblaðið heimsótti hann í gær var hann hress í bragði. „Eigi ég að tjá mig um forsetaframboð innan ASÍ,“ sagði Björn, „verð ég að leggja til grundvall- ar það sem ég hef heyrt af fréttum og samkvæmt því er ég þess fullviss, að Karvel Pálmason uppfyll- ir það, sem menn helzt þurfa að hafa til brunns að bera í starfið. Ég veit ekki, hvort rétt sé að orða það þannig, að ég styðji Karvel, því að ég er ekki fulltrúi á ASÍ-þinginu, en þetta er mín skoðun. Þegar Alþýðusam- bandsþing velur sér for- seta, verða menn að hafa í huga, að það er nauðsyn, að sá sem tekur við þessu valdamesta starfi hreyf- ingarinnar verður að gjör- þekkja almennt líf verka- fólks, sem er grunneining- in að samtökunum. Mér finnst undarlegt, ef menn telja að menn geti farið út í þetta starf úr háskóla. Maðurinn, sem verður fyrir valinu, verður að vera vaxinn upp með hreyfingunni. Þegar ég lít til baka,“ sagði Björn Jónsson, „og hugsa um það, hvernig hlutirnir voru fyrir sjálf- um mér, þá var ég for- maður míns stéttarfélags, Einingar á Akureyri, í hartnær 25 ár áður en ég tókst forsetastarfið á hendur. Það er erfiður skóli að standa í forystu fyrir verkalýðsfélagi, en enginn skóli tekur því fram, ekki einu sinni góð háskólamenntun." Morgunblaðið ræddi þá einnig við Björn nýjustu fréttir af ASÍ-þingi, m.a. að Karl Steinar Guðnason hefði boðið alþýðubanda- lagsmönnum samstarf um kjör forseta og í mið- stjórn. „Ég er algjörlega ókunnugur þeim málum, en mér finnst að þarna hljóti eitthvað að vera málum blandið. Þá verð ég og að segja, að mér finnst furðulegt, ef satt er, að sjálfstæðismenn skuli ekki standa saman um kjör lýðræðissinna til forseta ASÍ til þess að koma í veg fyrir að al- þýðubandalagsmaður nái þar kjöri. Um það má hafa orðin, að öðru vísi mér áður brá.“ Að lokum sagði Björn Jónsson, að til þessa hefði verið nægilegt, að hafa einn varaforseta innan ASÍ, en í því tilfelli að annar maðurinn forfall- aðist algjörlega, teldi hann allan varann góðan í að fjölga varaforsetum í tvo. Björn bað Morgun- blaðið um að flytja Al- þýðusambandinu kveðjur sínar. Hann kvaðst óska ASÍ alls velfarnaðar á komandi tímum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.