Morgunblaðið - 27.11.1980, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 27.11.1980, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1980 Á FERÐ í ISTANBUL: Það er ákaflega ólíkt að koma til Tyrklands nú eða um svipað leyti fyrir ári. Þá ríkti nánast ÓRnaröld í öllum stærstu borKum og bæjum, menn voru skotnir til bana, án þess að til þess lægju sjáanlegar sakir, aðrar en þær að viðkomandi voru taldir annað tveggja öfgasinnar til hægri eða vinstri. Lögreglan hafði sjaldnast hendur í hári tilræðismannanna. Ný ríkisstjórn Demirels hafði tekið við og fátt benti til að henni tækist betur í baráttunni við hryðjuverkamennina ellegar að byggja upp efnahags- og atvinnulíf landsins, sem var í molum. Skammt frá höfninni er dúfnatorgið. Þar situr blint fólk við lítil borð og selur vegfarendum fuglamat fyrir lítið. Myndir af Kenan Evren eru til sölu hvarvetna og mikið keyptar. JMI 'W>“--- ” 9%. Framtíðin í stjórn- málum virðist björt en íótbolta- málin eru óvissari eft- ir tapið gegn íslendingum Nú er allt með friði og spekt og þess verður sáralítið vart við fyrstu sýn, að her hafi tekið völdin í landinu, því að hermenn eru ekki fyrirferðarmiklir á götum úti, eins og þeir munu hafa verið fyrstu vikurnar eftir valdatökuna. Þeir stóðu að vísu vörð við sendiráð og opinberar byggingar, en ekki meira en gengur og gerist hvar sem er í útlöndunum. Og þeir voru fjölmennir á fótboltaleik, sem ég fór að horfa á í Istanbul, þar sem áttust við lið frá Istanbul og Frá knattspyrnuleiknum. Hermennirnir stóðu fyrir aftan mörkin. annað frá einhverjum bæ í Anat- oliu; þar voru þeir flestir, en virtust ekki stressaðir. Þegar rætt er við fólk í Istanbul um ástandið í landinu verður svarið jafnan á sömu lund: loksins ... loksins. Og Kenan Evren hers- höfðingi virðist hafa unnið hug og hjörtu Tyrkja. Vinkona mín Gúld- en Guneri sagði mér í óspurðum fréttum að auk þess að vera svo afburða góður stjórnandi, væri hann skemmtilegur, hefði brand- ara á hraðbergi án þess að hann væri svo sem að slá þessu upp í kæruleysi. Þvert á móti, hann tæki þessu fjarska alvarlega og ekki vanþörf á. Annar tyrkneskur kunningi minn orðaði það svo, að margir vonuðust til að sjá í Evren eins konar arftaka Atatúrks, enda er mér minnisstætt frá í fyrra, hve ofarlega það var í fólki, að það sem Tyrkland þyrfti á að halda væri að fá annan Atatúrk, góðvilj- aðan en harðskeyttan einræðis- herra. Tyrkir virtust fúsir að segja mér skoðun sína á því hvernig Evren hefur tekið á málunum. Þeir fullyrtu að 90 prósent þjóðar- innar stæðu að baki honum og sú áætlun sem hann og efnahagssér- fræðingur ríkisstjórnarinnar, Turgut Ozal, hefðu lagt fram í efnahags- og atvinnumálum, myndi brátt fara að sýna árangur. Af öllu mátti marka, hve mannlíf- ið var óþvingað og gekk fyrir sig Turgut Ozal án efa mestur áhrifamanna í Tyrklandi nú Þeir Demirel, fyrrverandi for- sætisráðherra, og Ecevit, leið- togi stjórnarandstöðunnar, láta lítið fara fyrir sér, en þeir hafa fyrir þó nokkru verið leystir úr stofufangelsi sem þeim var haldið í fyrstu tíu dagana. Tilkynnt hefur verið, að þeir verði ekki Ieiddir fyrir rétt. Flestir fyrrverandi póli- tíkusar og nánustu samstarfs- menn ríkisstjórnarinnar hafa heldur ekki hátt um sig, en fæstir þeirra munu, frekar en Demirel og Ecevit, verða lög- sóttir. Einn er þó sá maður, sem hafði mjög nána samvinnu við stjórn Suleymans Demirels, og hefur ekki horfið inn í skuggann, nema síður sé. Það er Turgut Ozal, efnahagssérfræðingur síðustu ríkisstjórnar, og sá maður, sem nú er horft einna mestum vonaraugum til. Það er varla ofmælt að segja, að hann haldi öllum þráðum tyrknesks efnahagslífs í sínum höndum. Þegar hershöfðingjarnir gerðu byltingu sína, og ákváðu síðan að koma á laggirnar hið snar- asta borgaralegri stjórn, var Ozal til kvaddur og hann beð- inn að taka að sér að marka þá efnahagsstefnu, sem gæti leitt landið úr þeim ógöngum sem það er í. Margir hafa dáðst að hæfni hans til að „halda sér á floti" eins og einhverjir hafa orðað það, þegar allir yfirmenn hans voru settir af með mikl- um ákúrum. En sjálfum mun Ozal ekki þykja þetta annað en sjálfsagt, þar sem hann lítur ekki á sig sem stjórnmála- mann, heldur sérfræðing um efnahagsmál. Ozal hefur lagt á það ríka áherslu þessar síðustu vikur, að allir Tyrkir verði að leggjast á eitt til að hægt sé að gera langtímaáætlanir um breyt- ingar á efnahagskerfi landsins. Hann áiítur, að þjóðin sé reiðubúin að axla þær byrðar, sem það kynni að útheimta, því að Tyrkland hafi í reynd verið á síðasta snúningi, þegar hers- höfðingjarnir gripu til sinna ráða, og hann er fráleitt einn um þá skoðun. Ozal segir, að takist Tyrkjum ekki að rétta við efnahag sinn, sé sjálfstæði landsins alvarlega ógnað og hann er á því að gerbreyta verði uppbyggingu efnahags- kerfisins. Ozal segir einnig, að valdataka hersins nú sé með öðrum hætti en 1960 og 1971, vegna þess, að nú var hún meiri hluta landsmanna nán- ast kærkomin. Fólk var orðið svo langþreytt á ráðleysi,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.