Morgunblaðið - 27.11.1980, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1980
13
Þeir voru allir á því að nú væri að renna upp bjartari tíð
í Tyrklandi.
Texti: Jóhanna
Kristjónsdóttir
ljúflegar en í fyrra, þegar fólk var
hrætt við það eitt að ganga úti á
götum. Ég minnist þess að þá daga
sem ég var í Tyrklandi í fyrra voru
nokkrir þekktir menntamenn
skotnir, þeir voru ýmist taldir
hægri eða vinstri og þeir voru
drepnir í ámóta hlutföllum. Enda
mátti nokkurn veginn gera því
skóna að væri hægri sinni skotinn
að morgni, hafði vinstrisinni ein-
hvers staðar í landinu, verið
gerður höfðinu styttri fyrir sólar-
lag.
En sannast að segja var það
annað mál en pólitík, sem Tyrkir
höfðu meiri áhuga á að ræða við
Islending. Það var knattspyrnan.
Þeir geta ekki á heilum sér tekið
fyrir að hafa tapað í landsleiknum
við Islendinga í Izmir í september
sl. Þeir hafa svarið þess dýran eið
að vinna Islendinga stórt í seinni
leiknum, sem verður í Reykjavík. í
fyrstu tók ég þessum svardögum
og fjálgu yfirlýsingum nokkuð
létt, og gerði mér ekki grein fyrir
alvöru málsins. En það kom brátt
upp úr dúrnum að Tyrkir hafa
ekki húmor fyrir þessu tapi. Þrátt
fyrir meðalmennsku mína á sviði
knattspyrnuþekkingar, fannst
mér þó ég skilja betur úrslit
landsleiksins, eftir að ég hafði
farið á völlinn og séð þessi tyrkn-
esku lið eigast við, það var rétt
eins og þar væri landinn á ferð
með alla sína fótakúnst.
Það er nokkuð erfitt að átta sig
á því hver verður framvinda mála
í Tyrklandi. Einkum mun skipta
miklu hvernig þeim tekst í glímu
sinni við efnahagsmálin. Tyrkn-
eska líran hefur fallið um það bil
þrjátíu prósent á einu ári og þessa
daga sem ég dvaldi þar nú í
nóvember, var hún felld eina
ferðina enn. Efnahagssérfræðing-
urinn Turgut Ozal hefur sagt að
innan sex mánaða muni fara að
verða „merkjanlegur bati“ eins og
það má orða á frasamáli. Sá
bjartsýnishugur sem er með
Tyrkjum eftir valdamannaskiptin
er svo mikill, að það er ekki
óhugsandi að þetta takist. Bættur
vinnumórall og bjartsýni getur
fleytt furðu langt og mönnum
hefur hlaupið kapp í kinn og allir
virðast á einu máli um að þeir vilji
töluvert á sig leggja. Fari svo sem
fram horfir er bjart framundan í
Tyrklandi.
Ég hafði komið við í Tyrklandi
m.a. til að forvitnast um afstöðu
manna til byltingarinnar. Hún var
öll á þá lund sem ég hef lýst. Svo
að ég sló öllu upp í grín og fór bara
í siglingu um Bosphorus.
óstjórn, hryðjuverkum og at-
vinnuleysi, að það er engum
vafa undirorpið, að allur þorri
manna studdi það sem gerðist í
landinu laust fyrir miðjan
september.
Özai er rafmagnsverkfræðingur
að mennt og var við fram-
haldsnám í E^íjaríkjunum á
sínum tíma og síðar vann haiiii
í tvö og hálft ár hjá Alþjóða-
bankanum. Hann segir, að
breytingar á skattkerfinu
muni hafa forgang og sé þegar
byrjað að vinna í því. Verði
miðað við að draga úr skatt-
byrði og síðan verði að koma
upp öðrum tekjustofni til
handa ríkinu. Þetta gæti komið
að einhverju leyti til fram-
kvæmda áður en langt um
líður. Þá verði að hlúa að
fyrirtækjum til að gera þeim
kleift að efla framleiðslu og
þar með auka útflutning, en
útflutningur Tyrkja hefur
dregist mjög saman. Ozal bind-
ur vonir við að fá meiri fjár-
hagsaðstoð frá alþjóðlegum
peningastofnunum, þegar
Tyrkir sýni fram á, að fjár-
munirnir renni til raunhæfrar
uppbyggingar. Hann væntir
þess, að innan fimm ára hafi
viðskiptajöfr.UÖur iandsins lag-
ast nægilega mikið tii ao Tyrk-
ir geti reitt sig á einkalán til að
fjármagna tekjuhalla sinn.
Ozal er af mörgum kallaður
einvaldur Tyrklands um þessar
mundir og hann hefur sýnt það
með ágætri byrjun í starfi nú,
að það er full ástæða til að
gera ráð fyrir, að honum takist
sitt metnaðarsama ætlunar-
verk.
Guðni H. Guðnason:
Hreyfilist á Kjarvalsstöðum
Á laugardaginn 22.11. kl. 20.30
varð ég vitni að yndislegu fyrir-
bæri á Kjarvalsstöðum; Hreyfilist.
Þar voru komnir tvíburarnir
Haukur og Hörður Harðarsynir og
sýndu okkur túlkun þeirra á
tveimur myndverkum Guðmundar
Björgvinssonar.
Sýningin byrjaði með því að tíu
svartar verur gengu inn á gólfið
og mynduðu hring með sér sjálf-
um og tuttugu kertum. Kveikt var
á kertunum hægt og róiega eftir
að öll ljós höfðu verið slökkt. Er
ljósin lýstu upp hringinn komu í
ljós tvær hvítklæddar verur sem
lágu í myndrænum stellingum. Er
níu aðilar höfðu kveikt á sínum
tveimur kertum þá las níundi
aðilinn upp ljóð sem hafði djúp
áhrif á alla og undirbjó fólkið
undir það sem í vændum var. Er
sú vera hafði lokið við ljóðið
kveikti tíunda veran á kertunum
um leið og hvítu verurnar byrjuðu
að hreyfa sig.
Hreyfing. Oft hef ég, sem hugs-
andi maður um ýmis huglæg
málefni, gert mér ýmsar hug-
myndir um möguleika mannsins
til að hreyfa sig og alltaf hef ég
sett einhver takmörk. Auðvitað
getur maðurinn ekki flogið. En
aðra hreyfimöguleiká en þetta á
Kjarvalsstöðum hef ég séð og
prófað, s.s. ballet, dans, fimleika,
leikræna tjáningu, judó, karate,
kung fu, en ekkert af þessu gaf
mér það sem ég leitaði að. Það sem
ég leitaði að var sú tilfinning sem
vaknar er maður sér börn hreyfa
sig og dýrih, sá kraftur sem maður
skynjar er maður sér kisu búa sig
undir stökk. Sú tilfinning er vakn-
ar þegar maður sér líf kvikna, er
barn fæðist eða dýr er borið í
heiminn. Að þessari tilfinningu er
ég að leita hjá okkur fullorðna
fólkinu og því miður virðist hún
vera að hverfa alveg.
Börn. Það fannst mér vera aðal
túlkun þessara hreyfilistarmanna,
fæðing þeirra og bernska fannst
mér koma skýrt í ljós í þeim
túlkunaratriðum. Þær tilfinningar
sem þeir túlkuðu komust vel til
skila. Hreyfilistin var sýnd án
tónlistar sem gerði það að verkum
að tilfinningarnar koma mjög
sterkt í ljós. Myndirnar sem þeir
túlkuðu voru myndir af barni og
var þar að finna sterka tilfinningu
fyrir börnum og lífi þeirra.
Hreyfimöguleikar að mínu mati
í dag eftir þessa sýningu eru nærri
ótakmarkaðir. Það liggur við að
maður geti hreyft sig þannig að
áhorfanda finnist maður fljúga
eða þannig skynjaði ég nokkrar
hreyfingar hjá tvíburunum.
Ég ætla mér að vera á næstu
sýningu sem verður núna á mið-
vikudaginn og einnig næsta laug- -
ardag. Þarna líður mér vel og ég
skynja ýmsar nýjar tilfinningar
sem ég vissi ekki að ég hefði. Ég
vona að aðrir geti komið og fundið
svipað og ég gerði og upplifað þær
yndislegu tilfinningar sem hreyfi-
list Hauks og Harðar vekur hjá
manni.
A Kjarvalsstöðum á laugardag-
inn fann ég það sem ég hef verið
að leita að. í túlkun tvíburanna á
fæðingu barns sá ég og skynjaði
þær tilfinningar sem aðeins vakna
er maður horfir á raunverulega
fæðingu eða burð.
Ég vil þakka tvíburunum Hauki
og Herði kærlega fyrir að hafa
gefið mér þær tilfinningar sem
vöknuðu og fyrir að hafa gætt líf
mitt nýrri innsýn.
Glæ
gjafavörur
Rosenthal byður yður ymislegt fleira en
postulín og platta.
Komið í verzlun okkar og skoðið hinar
frábæru gjafavörur, — glervöru, postulín
og borðbúnað í ýmsum verðflokkum.
Rosenthal merkið tryggir frábæra hönnun
fyrir heimilið.
mé WM !
M hm
Rosenthal vorur - gullfallegar — gulltryggðar
%
oúertÁK
studio-line
A. EINARSSON & FUNK
Laugavegi 85