Morgunblaðið - 27.11.1980, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1980
Kjartan Norðdal, flugmaður hjá
Flugleiðum, ritar langa grein í
Morgunblaðið sl. miðvikudag. í
þessari grein ræðst hann harka-
lega á stjórnendur og starfsmenn
Arnarflugs hf. og gengur jafnvel
svo langt að vara lesendur blaðs-
ins við að fljúga með félaginu. Hér
er ekki eingöngu um að ræða
atvinnuróg, heldur einkennist
greinin af mikilli þröngsýni, eig-
ingirni og öfund, svo að ekki
verður hjá komist að rita svar-
grein til þess að leiðrétta þær
rangfærslur, sem Kjartan hefur í
frammi.
Bíóferðir
Kjartan Norðdal býr til dæmi-
sögu þar sem hann líkir atvinnu-
máium flugmanna við biðröð í bíó.
Þetta er ágætis samlíking, nema
að því grundvallaratriði undan-
skildu, að hér er um tvö bíó að
ræða. Arnarflug og Flugleiðir eru
tvö aðskilin, sjálfstæð fyrirtæki,
enda þótt Flugleiðir eigi enn
meirihlutann í Arnarflugi. Það
eru því tvær biðraðir í tveim
bíó-húsum.
Er Kjartan kannski með þessari
sögu að sefýa að enginn geti orðið
skipstjóri, nema hann vinni hjá
Eimskip, bankastjóri, nema hann
vinni hjá Landsbankanum, rútu-
bílstjóri, nema hann vinni hjá
Norðurleið, o.s.frv.?
Það virðist algeng röksemd hjá
Flugleiðamönnum að tala um
„mína leið og þína leið“ og er þá
átt við þær flugleiðir sem flug-
menn hafa flogið á í áraraðir.
Þessi leiðaskipting er óþekkt
fyrirbæri alls staðar í heiminum
og reyndar hér á landi einnig,
nema í hugum ákveðinna flug-
manna. Siglingar til og frá land-
inu eru í höndum margra aðila og
gilda lögmál hinnar frjálsu sam-
keppni þar í hvívetna. Enda þótt
miklar vonir hafi verið bundnar
við óskabarn þjóðarinnar ( Eim-
skipafélagi) hefur stjórnvöldum
enn ekki dottið í hug að leggja
stein í götu Hafskips, Skipadeild-
ar SÍS, eða annara skipafélaga,
enda þótt gráu hárunum fjölgi hjá
stýrimönnum Eimskips og ein-
hverjir þeirra verði af skipstjóra-
stöðu vegna samkeppni annara
félaga. Sams konar dæmi má taka
alls staðar að úr viðskiptalífinu.
Flugleiðir —
Arnarflug
Síðla sumars 1978 keyptu Flug-
leiðir meirihlutann af hlutabréf-
um Arnarflugs. Astæður fyrir
þessum hlutabréfakaupum voru
meðal annars þessar:
1. Stjórnvöld voru búin að gleyma
harmsögunni um Einokunar-
verslunina dönsku og var sú
skoðun ríkjandi, að lukka mör-
landans í ferðamálum væri
fólgin í einokunaraðstöðu Flug-
Gunnar
Þorvaldsson:
leiða. Arnarflugi var því, af
íslenskum stjórnvöldum, neit-
að um leyfi til að fljúga til
margra þeirra staða, sem félag-
ið óskaði. Hættan var augljós.
íslendingar áttu það á hættu að
fá ódýrari fargjöld til útlanda,
og auk þess gat fjöldi ferða-
manna til landsins aukist, hálf-
tóm hótelin fyllst, rútubílar og
flugvélar á innanlandsleiðum
þurft að fara aukaferðir og
einhverjir átt það á hættu að
græða.
Kastaði fyrst tólfunum þegar
Arnarflug sótti um áætlunar-
leiðir og var þó ekki sótt um þá
staði, er Flugleiðir flugu til.
Stjórnvöld drifu umsóknina til
Flugleiða og óskuðu umsagnar.
Getur þú, lesandi góður, gert
þér í hugarlund hverju Flug-
leiðir svöruðu? Var leitað álits
Eimskipafélagsins á þeirri
ákvörðun Hafskips að sigla til
Bandaríkjanna?
2. Flugrekstur er áhættusamur
rekstur og yfirleitt allar pen-
ingaupphæðir í rekstrinum
stórar. Rekstur Arnarflugs
hafði gengið illa framan af
árinu 1978 og því voru ekki
líkur á rekstrarhagnaði. Enda
kom í ljós að tap var á
rekstrinum það árið, það eina í
fimm ára sögu félagsins. Grun-
ar mig að sumum hluthöfum
félagsins hafi ofboðið þær
rekstrarsveiflur sem urðu, auk
heldur sem ljóst var að stefna
stjórnvalda í einokunarmálum
var óbreytt. Þetta tvennt ýtti
undir áhuga þessara hluthafa
að selja hlutabréf sín.
3. Áhugi Flugleiðamanna á kaup-
unum hefur sennilega falist í að
losna við samkeppnina sem þó
var lítil vegna áðurnefndrar
afstöðu stjórnvalda.
Samstarf félaganna
Haustið 1978 var ákveðinn
starfsgrundvöllur fyrir Arnarflug.
Félagið skyli leggja niður mark-
aðsstarfsemi sína til og frá íslandi
en Flugleiðir leigja af Arnarflugi
eina flugvél til utanlandsferða
fyrir háannatímann, maí til sept-
ember ár hvert. Sannfærður er ég
um að þessi starfsskipting hafi
valdið mörgum vonbrigðum. Þeir
sem trúðu á og vildu frjálsa
samkeppni var þessi samningur
sem rothögg. Einnig hef ég grun
um að flugmenn Flugleiða hafi
margir hverjir orðið fyrir von-
brigðum. Einhverjir hafa vafa-
laust alið þá von í brjósti að
stjórnendur Flugleiða myndu
leggja félagið niður eða a.m.k.
sparka flugmönnum Arnarflugs
og ráða menn úr þeirra hópi í
staðinn. Gekk þetta svo langt að
Flugfélagsmenn voru farnir að
skipuleggja þessar breytingar og
nafngreina menn í þessar stöður.
Arnarflugsmenn þrjóskuðust við
og þá byrjuðu Flugfélagsmenn að
berja á stjórn Flugleiða. Órykfall-
inn verkfallsfáninn var dreginn
upp úr skúffunni (sagt er að hann
hafi legið efst) og stjórn Flugleiða
hótað öllu illu ef Flugfélagsmenn
fengju ekki flugstjórastörf hjá
Arnarflugi. Þegar búið var að
snúa hressilega upp á hendur
stjórnenda Flugleiða var málið
gengið svo langt, að aðeins herslu-
muninn vantaði. Þá strandaði á
„gömlum kunningja". Nefnilega
kaupkröfum. Flugstjórarnir til-
vonandi áttu nefnilega að fá
talsvert hærri laun en aðrir flug-
stjórar hjá Arnarflugi. Þessi
krafa hefði að sjálfsögðu sprengt
alla launastiga hjá félaginu og
þessi endalausa óánægja og
skæruhernaður sem svo mjög hef-
ur einkennt umhverfi Flugleiða-
flugmanna, hefði hafið innreið
sína til Arnarflugs. Þessir atburð-
ir áttu sér stað 1979 og enduðu á
þann hátt að Flugfélagsmenn töp-
uðu orustunni.
Vorið 1980 byrjuðu Flugfélags-
menn á nýjan leik. Verkfallsfán-
inn var að venju dreginn að húni
og hnefarnir drifnir á loft. Starfs-
menn Flugleiða sem starfa við
afgreiðslu og þjónustustörf og
aðilar sem starfa að ferðamálum
skoruðu á flugmenn að láta af
verkfallskröfum sínum. Allt kom
fyrir ekki og að lokum þvinguðu
Flugleiðaflugmenn félagið til
samninga 6. júlí 1980, en þar segir
m.a.:
„Flugmenn Flugleiða skulu hafa
forgang að þeim flugverkefnum
sem um er að ræða á hverjum
tímaá vegum Flugleiða, ínnan-
lands sem utan. Tekur þetta til
áætlunarflugs, leiguflugs og allra
annarra umsaminna flugverkefna
enda brjóti slíkt ekki í bága við
flugréttindi, lög eða reglur, eða
aðrar þær kvaðir eða rekstrarað-
stæður sem Flugleiðum er gert að
starfa eftir.
Samkomulag þetta tekur þegar
gildi og mun verða hluti af nýjum
kjarasamningi, enda náist um
hann samkomulag.
Reykjavík, 6. júlí 1980.
Yíirlýsing
Það er stefna Flugleiða hf. að
efla ekki dóttur- eða aðildarfélög á
kostnað Flugleiða. Því mun félagið
nýta eigin flugvélakost, svo sem
hagkvæmt er.
Félagið mun leggja á það
áherslu, að það annist sjálft áfram
þau flugverkefni í innanlands-,
utanlands- og leiguflugi, sem það
hefur haft með höndum undanfar-
in ár og hagkvæm teljast.
Annist félagið ekki sjálft slík
flugverkefni af fjárhags-, rekstr-
ar- eða hagkvæmnisástæðum,
mun það leggja áherslu á að
flugmenn Flugleiða annist þau
verkefni.
Með flugmönnum Flugleiða er
átt við alla flugmenn, sem eru á
starfsaldurslistum FLF og FÍA
(05.07.1980.)
Reykjavík, 6. júlí 1980.
Með fyrirvara um samþykki
stjórna og trúnaðarmannaráðs
FÍA og FLF auk fyrirvara um
samþykki stjórnar Flugleiða hf.
og Vinnuveitendasambands ís-
lands.
F.h. Flugleiða h.f.:
Jón Júlíusson o.fl.
F.h. Vinnuveitendasambands
íslands:
Einar Árnason.
F.h. Félags íslenskra
atvinn uflugmanna.:
Kristján Egilsson (formaður)
o.fl.
F.h. Félags Loftleiðaflugmanna:
Baldur Oddsson o.fl.
Þegar þessi samningur og
stefnuyfirlýsing eru lesin er ekki
óeðlilegt að starfsfólk Arnarflugs
yrði órólegt. Að auki fregnaðist að
í rekstraráætlun þeirri sem Flug-
leiðir útbjuggu fyrir ríkisstjórn-
ina fyrir starfsemi félagsins
1980—1981 væri gert ráð fyrir
veigamikilli aukningu á leiguflugi
Flugleiða. í raun var flugvélum
Flugleiða áætlaður sá flugtími
sem Arnarflug hefur annast án
þess þó að nefna það félag á nafn.
Óskir Arnarflugs-
manna um hluta-
bréfakaup
I október sl. gaf samgönguráð-
herra íscargo hf. leyfi til áætlun-
arflugs til Hollands. Má af þessu
ráða að stefnubreyting hafi orðið
hjá ráðamönnum þjóðarinnar og
samkeppni í flugi sé orðin jafn
sjálfsögð. og samkeppni í sigling-
um, verslun og iðnaði. Þessari
stefnubreytingu ber að fagna. En
hvar stendur Arnarflug og hverjir
eru möguleikar þess?
Eftir þá samninga, sem áður er
getið, milli flugmanna Flugleiða
og þess félags eru möguleikarnir
litlir. Þó svo að ráðamenn fyrir-
tækjanna kæmu sér saman um
einhvers konar markaðsskiptingu
eða starfsgrundvöll til handa Arn-
arflugi þá gætu stjórnendur Flug-
leiða aldrei staðið við slíkan
samning vegna óbilgirni flug-
manna sinna. Verkfallsgrýlunni
yrði slegið upp og látunum ekki
linnt fyrr en saumað hefði verið
svo hressilega að ráðamönnum
Flugleiða að þeir yrðu flugleiðir á
öllu saman og gæfust upp.
Frá sjónarhóli flug-
manns hjá Arnarflugi
Er hryllingsmynd
menningarofvitans til?
Nafn á írummáli: Dominique.
Leik.stjórn: Michael Anderson.
Handrit: Edward og Valerie
Abraham.
Tónlist: David Whitaker.
Hvurnig á að meta hryllings-
myndir? Á að gefa þar einkunn
eftir magni hryllings eða listræn-
um efnistökum? Ef við leggjum
fyrri kvarðann á slíkar myndir
væri til dæmis mynd Herzog
Nozferatu. þar sem áhorfandinn
hlær sig í grát yfir kurteisi
Dracula en fellur jafnframt í stafi
þá listræn tök Herzog læsast um
sviðið — talin óhæf. Hins vegar
fengi mynd Clint Eastwood Play
Misty for Me, dæmigerð sölu-
mynd en þrungin kvíðvænlegri
spennu — fyrstu einkn^- v;ö
snérum y^,minu við, litum ein-
göngu á hina listrænu hlið, vær-
um við ekki lengur að meta
hryllingsmyndir heldur að þókn-
ast menningarofvitunum sem
fara yfirleitt ekki í bíó með
úttroðinn poppkornspoka en sál-
ina tóma af fordómum og þar af
leiðandi galopna fyrir töfrum
hvíta tjaldsins.
Hér vil ég þó hafa nokkurn
fyrirvara því hryllingur getur
komið fram í ýmsum búningi í
kvikmyndinni. Ég álít til dæmis
myndir þar sem sýnt er manna-
kjötsát eða aflífun undir sadíst-
ískum kringumstæðum alls óhæf-
ar til sýningar. Þannig myndir
eiga ekkert skylt við hefðbundnar
hryllingsmyndir. Má kalla þær
viðbjóðshryllingsmyndir þar sem
höfðað er til innilokunarkenndar
áhorfandans: áhorfandinn finnur
til hryllings vegna þess að hann
getur ekki ælt á staðnum. Ein slík
Kvlkmyndlr
eítir ÓLAF M.
JÓHANNESSON
mynd mikið lofuð af menningar-
ofvitum er Sweet Movie sem sýnd
var hér á fyrstu kvikmyndahátíð-
inni. Svona myndir má flokka
með afbrigðilegum klámmyndum,
þeim er sverta kynlífið í stað þess
að upphefja það og örva. Myndir í
þessum flokki hljóta að fá lægstu
einkunn þrátt fyrir að mikill
fjöldi gæsabólna náist á sýn-
ingartíma.
Fyrr í grein var minnst á
kómíska tilburði Dracula þess er
skartaði í Nozferatu Herzog og
það spennufall er fylgdi hvílíku
atferli, þetta er alls ekki algild
regla, kómík og hryllingur fer
stundum saman, hver man ekki
eftir eltingarleik kynvilltu vamp-
ýrunnar við sveininn unga í mynd
Polanski: The Fearless Vampire
Killers. í þessu atriði nær P"J.
anski fram ";fUriegri spennu.
ílann sveiflar áhorfanáanum
milli tryliingslegs hláturs og
kvíða að drengurinn náist.
Nú er best að láta staðar numið
í almennum hugleiðingum um
hryllingsmyndir og þann kvarða
sem þær falla undir. Vindum
okkur að myndinni Dominique og
metum hana eftir magni hryll-
ings, látum listrænú hliðina
liggja milli hluta en færum
ógeðsleg atriði í mínus. Hver
verður einkunnin? Hryllingurinn
var fyrir ofan meðallag. Þrisvar
æptu þrjár unglingsstúlkur af
þriðja bekk sem undirritaður not-
aði fyrir viðbragðsmæli. Þessum
viðbrögðum náði leikstjórinn með
því að láta aðalpersónuna standa
eina og umkomulausa fyrir fram-
an glugga að næturlagi, en úti
börðu hríslur einfalt glerið. Þegar
minnst varði réðust svo framliðn-
ar persónur á aðalpersónuna. Allt
var þetta mjög snyrtilegt og hefði
leikstjórinn ekki notað bleika
lýsingu, gætum við sagt að vinnu-
brögð væru listræn. Én þar sem
litræni þátturinn er ekki hér til
umræðu læt ég öðrum kvik-
myndaskríbentum eftir að lýsa
hvar leikstjórinn staðsetti kvik-
myndavélina hverju sinni. Vil þó
benda á áhrifaríkar nærmynda-
tökur af tveim símtólum. Túlkar
leikstjórinn viðbrögð símtólanna
við óvæntum hringingum á úr-
slitastund í senn af nærfærni Gg
innlifun. Dettur manni í hug
Antonioni sem er 10 mínútur að
labba í ge^-, e;tt hlið “(menn-
ingarolvitarnir eru svo þolinmóð-
ir). En hvað um ógeðslegu senurn-
ar. Stelpurnar á þriðja bekk
kúguðst aðeins einu sinni, hafa
étið poppið of hratt. Niðurstaðan:
Notaleg hryllingsmynd borin uppi
af sérstæðum dálítið kiðfættum
leikara Cliff Robertson sem mað-
ur hélt að væri búinn að sérhæfa
sig í CIA-myndum. Þýðing texta
var hins vegar dálítið vafasöm
stundum: „Hún kom eftir látið"
þýtt: „Hún kom eftir máltíð".
Svona tala menn ekki í hryll-
ingsmynd.