Morgunblaðið - 27.11.1980, Page 17

Morgunblaðið - 27.11.1980, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1980 17 Goðgá tekur til starfa að nýju HLJÓMSVEITIN Goðgá hefur nú tekið til starfa af fullum krafti eftir nokkurt hlé, og hafa tvær breytingar verið gerðar á liðskip- an hennar. Norðlendingarnir Helgi Sigur- jónsson (gítar og söngur) og Hilm- ar Sverrisson (hljómborð og söng- ur) hafa bæst í hópinn en fyrir voru Bragi Björnsson (bassi og raddir), Ásgeir Hólm (saxófónn og flauta), Pétur Pétursson (tromm- ur og málmgjöll) og Mjöll Hólm (söngur). Goðgá, sem er 2ja ára um þessar mundir, hefur leikið víðsvegar um landið en þó mest starfað í Reykjavík og á Keflavíkurflug- velli. Hljómsveitin segist enn sem fyrr, ætla að leika hressa og fjölbreytta danstónlist, jafnt á skólaböllum, árshátíðum sem og almennum dansleikjum. Útvegsmannafélag Suðurnesja Eigandi Guðsteins f ái ekki lakari kjör en kaupandinn AÐALFUNDUR Utvegsmannafélags Suðurnesja var hald- inn fyrir skömmu og urðu þar miklar umræður um hugsanlega sölu á Grindavíkurtogaranum Guðsteini. Hall- dór Ibsen, formaður félagsins, sagði í samtali við Mbl„ að tillaga að ályktun um málið hefði verið samþykkt samhljóða, en hún hljóðar svo: „Þar sem togarinn Guðsteinn GK mun vera til sölu og ljóst er, að eigandi skipsins hefur ekki fengið þá fjárhagsfyrirgreiðslu, sem þurft hefur til að halda skipinu úti, þá skorar Útvegs- mannafélag Suðurnesja á stjórn- völd, að hlutast til um, að eiganda skipsins verði veitt ekki lakari fyrirgreiðsla heldur en væntanlegum kaupanda. Treysti eigandi sér þrátt fyrir það ekki til að reka skipið áfram, þá krefst Útvegsmannafélag Suður- nesja þess, að fáist kaupendur að skipinu á starfssvæði félagsins, þá gangi þeir fyrir hvað varðar alla fjárhagslega fyrirgreiðslu úr opinberum sjóðum. Útvegs- mannafélag Suðurnesja leggur þunga áherzlu á, að atvinnutæki á borð við nefnt skip verði ekki selt út af félagssvæðinu vegna mismunar í fjárhagsfyrir- greiðslu úr sameiginlegum sjóð- um þjóðfélagsins, svo sem átt hefur sér stað áður. I þeim tilfellum voru gerðar ályktanir þar um stjórn félagsins. Á það skal einnig bent, að máli þessu hefur verið dreift á Alþingi, af fyrsta þingmanni Reykjanes- kjördæmis, Matthíasi Á. Math- iesen, og beinir fundurinn því til þingmanna kjördæmisins, að þeir fylgi málinu fast eftir.“ Halldór Ibsen sagði, að álykt- unin hefði verið send forsætis- ráðherra og afrit verið send fjármálaráðherra, sjávarútvegs- ráðherra og til þingmanna kjör- dæmisins. Hann sagði ennfrem- ur, að því hefði verið beint til forsætisráðherra, að málið yrði afgreitt í anda ályktunarinnar og það í samvinnu við þingmenn kjördæmisins. Halldór sagði og, að mönnum hefði orðið tíðrætt um þá full- yrðingu Steingríms Hermanns- sonar, sjávarútvegsráðherra, að birgðasöfnun, sem átt hefur sér stað, hafi verið af völdum neta við Suð-Vesturland og Faxaflóa. Hann sagði, að menn væru á einu máli um, að þessar yfirlýs- ingar væru ekki réttar og þeim því vísað aftur til föðurhúsanna. Þetta væri rakalaus þvættingur. „Við getum einfaldlega sannað okkar mál með því að bera saman veiði á milli ára hjá bátaflotanum. Sannleikurinn er sá, að þessi toppamyndun, sem hann er að tala um, ef hún á annað borð hefur verið einhver, þá er hún frekast hjá togurun- um,“ sagði Halldór ennfremur. Þá sagði Halldór, að fjallað hefði verið um væntanlega fisk- veiðistefnu og hefði mönnum sérstaklega orðið tíðrætt um tillögur, sem fram hafa komið frá fjórðungsþingi fiskideildar Vestfjarða, þar sem þeir eru með hugmyndir um að skipta árinu niður í þrjú veiðitímabil. Fyrsta tímabilið ætti að vera janúar til maí og þá ætti að veiða 50% af þorskaflanum. Á næsta tímabili, sem næði fram í september, ætti að veiða 30% og loks 20% á síðasta tímabili ársins. „Ef þessi stefna yrði tekin upp og henni framfylgt, þýðir það einfaldlega, að öll bátaútgerð hér á Suður- nesjum leggst niður. Á tíma- bilinu janúar til maí á sl. ári veiddi bátaflotinn um 73% af öllum sínum afla. Á öðru tíma- bilinu, júní til september, veiddi bátaflotinn í fyrra 21% og því aðeins um 6% á síðasta tímabil- inu, október til desember. Fyrri hluta ársins, þ.e. janúar til maí í ár, verður lítilsháttar aukning hjá bátaflotanum, þ.e. hann veiðir um 77% af sínum afla. Á öðru tímabilinu, júní til sept- ember, veiðir hann um 17% sé miðað við 400 þúsund tonna heildarafla. Það er því alveg augljóst að ef ráðamenn fram- kvæma þessar hugmyndir, leggja þeir hreinlega byggða- kjarnann hér á Suðurnesjum niður, því heita má að bátarnir veiði allan sinn afla á vetrar- vertíð, þ.e. á tímabilinu janúar til mái,“ sagði Halldór Ibsen að síðustu. Risakolkrabbinn í Stjörnubíói STJÖRNUBÍÓ frumsýnir í dag myndina „Risakolkrabhinn“ með John Iluston. Shelly Winters, Henry Fonda og Bo Ilopkins í aðalhlutverkum. Eins og nafnið bendir til fjallar myndin um risakolkrahba og baráttu við hann. í kynningu á myndinni segir svo m.a.: fundi. Líkin, eða réttara sagt hræin, finnast, étin inn að beini og mergsogin. Hver er skýringin? Ned Turner, fréttaritari, er einn þeirra er reyna að komast til botns í þessu hrikalega máli. Robarts, lögreglu- foringi er hræddur við uppþot og gróusögur — afleiðingar slíks geta reynst. hættulegar.“ „í kyrrlátri borg við strendur Kaliforníu getur margt óvænt gerst. Ibúar eru fáir á bandarísk- an mælikvarða og rás atburða hefur ávallt verið í svipuðu hlut- falli. Skyndilega gerast hryllilegir atburðir, svo hryllilegir, að mannleg skilningarvit geta enga skýringu gefið. Úngabarn hverfur úr kerru — sjómaður úr báti sínum og unglingspiltur af ástar- Eiginmaður minn, + er látínn. ERLENDUR BJÖRNSSON, sýslumaöur Katrín Jónsdóttir. Hún gefur honuni Pierre Robert Það er eitthvað sérstakt við Pierre Robert herrasnyrtivörur. Eitthvað öðruvísi - eitthvað spennandi. Þess vegna velur hún Pierre Robert handa honum. Og þess vegna velur hann líka Pierre Robert. Pierre Robert herrasnyrtivörur - fullkomið úrval auðveldar valið. imm^T . , cMmeríók&f /

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.