Morgunblaðið - 27.11.1980, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1980
Þrír skæruliðar
dæmdir til dauða
i'ntnriu. Surtur-Afriku. 26. nóv. — AP
I>RÍR blökkumenn voru dæmdir til
dauöa í Suöur-AIriku í daK. sakaðir
um landráð. en þeir Kerðu vopnaða
árás á löKreKÍustöð 1 Pretoríu í
Suður-Afríku 1 janúar síðastliðn-
um. Sex aðrir voru dæmdir samtals
i 90 ára fanKelsi fyrir að skipu-
leKKja hryðjuverk á veKum svartra
skæruiiðahópa. SakborninKarnir
eru allir á aidrinum 20 til 29 ára.
Dómarinn, Jan de Villiers, sagðist
telja líklegt að þessir dómar myndu
valda ólgu víða, en ekki hefði verið
annarra kosta völ, því hér væri um
að ræða brot af alvarlegasta tagi.
Árásarmennirnir voru vopnaðir
rifflum og handsprengjum af sov-
éskri gerð í árásinni á lögreglustöð-
ina, en enginn særðist. De Villiers
sagði að skæruliðarnir hefðu verið
þjálfaðir erlendis og komið með
þennan vopnabúnað með sér að utan.
Dómsalurinn var fullur út úr
dyrum þegar dómurinn var kveðin
upp. Sakborningarnir báru sig vel,
skiptust á vingjarnlegum athuga-
semdum við áheyrendur og sungu
baráttusöngva á leiðinni úr réttar-
salnum.
Norðursókn
í Afghanistan
Jardskjálftinn á Sudur-Ítalíu
Slökhviliðsmenn leita í rústum niu hæða húss, sem hrundi til
grunna i jarðskjálftanum i Napoli á sunnudag. Tuttugu
fjölskyldur hjuggu í húsinu. Nokkur lík hafa þegar fundist en
óttast er að mörg fleiri séu grafin undir rústunum.
Biður Vestur-
lönd um hjálp
Madrid. 26. nóv. — AP.
EIGINKONA sovéska andófs-
mannsins Anatoly Scharansk-
ys bað allar vestrænar sendi-
nefndir á Öryggismálaráð-
stefnu Evrópu í Madrid um
hjálp til þess að fá mann sinn
leystan úr haldi, en hann hefur
verið í fangelsi í Sovét-
ríkjunum síðan á brúðkaups-
degi þeirra hjóna fyrir sex
árum.
Samtímis þessu átti sér stað
fundur milli fulltrúa Banda-
ríkjanna á ráðstefnunni og full-
trúa Sovétríkjanna og voru
mannréttindamál þar meðal
annars til umræðu. Að loknum
fundinum sagði formaður
bandarísku nefndarinnar að
jákvæð skoðanaskipti hefðu
farið fram, en ekki hefði tekist
að fá fram ákveðna viljayfir-
lýsingu um úrbætur frá Rúss-
um.
Jarðskjálftarnir á Ítalíu:
Algert skipulagsleysi
á jarðskjálftasvæðinu
Islamabad. 26. nóv. — AP.
FRANSKUR maður, stuðningsmað-
ur afgönsku frelsishreyfingarinn-
ar, sem dvalist hefur í 50 daga i
Afganistan, sagði í dag. að hann
hefði orðið vitni að því þegar
Rússar hófu mikla sókn í norðaust-
urhéruðum landsins. Sagði hann að
mikill fjöldi hrynvarðra vagna og
skriðdreka hefði haldið inn í And-
arab-dalinn, sem er um 200 km
fyrir norðan Kahúl.
Jean-Jose Puig sagði að Rússarnir
hefðu hafið miklar loftárásir á
héruðin 1. nóv. sl. áður en þeir réðust
til atlögu á landi en að hans sögn
voru það einkum börn, konur og
602 — Rómverski keisarinn Moritz
og fimm synir hans hálshöggnir í
Chalcedon, Litlu-Asíu.
1095 — Urban páfi II byrjar að
predika Fyrstu krossferðina í Cler-
mont.
1562 — Sigismund III verður kon-
ungur Svíþjóðar við fráfall Jóhanns
II.
1703 — Lundúna-fárviðrið mikla,
þegar 8.000 fórust.
1792 — Frakkar innlima Savoy og
Nizza — Jakobínar hrifsa völdin af
Gírondínum í Frakklandi.
1815 — Alexander I Rússakeisari
gefur út pólska stjórnarskrá.
1879 — Franska þingið flutt frá Ver-
sölum til Parísar.
1885 — Búlgarar taka Pirot, en
neyddir til að hörfa frá Serbíu.
1905 — Noregur verður sjálfstætt
konungsríki.
1919 — Búlgarar undirrita friðar-
sáttmálann í Neuilly og láta af hendi
land við Grikki og Júgóslava.
1926 — Tirana-friður ítala og Alb-
ana — Uppreisn kommúnista á Jövu.
1940 — Þjóðverjar innlima Lot-
hringen (Lorraine).
1942 — Stórum hluta franska flot-
ans sökkt í Toulon.
1950 — Her SÞ hörfar í Kóreu.
1961 — Tillaga Rússa um tafarlaust
bann við tilraunum með kjarnorku-
vopn undir eftirliti.
gamalmenni sem biðu bana í þeim.
Hann sagði, að þegar Rússarnir
hefðu loks haldið inn í þorpin hefðu
þeir lagt eld í flest hús og flutt á
brott með sér karlmenn, sem vafa-
laust yrðu neyddir til að ganga í
afganska herinn.
Málgagn ungverska kommúnista-
flokksins, Magyar Hirlap, segir í
dag, að „pólitísk lausn“ á Afganist-
anmálinu sé nauðsynleg og gefur
með því í skyn, að innrás Sovétríkj-
anna hafi verið mistök. í leiðara
blaðsins er reynt að réttlæta gerðir
Rússa en jafnframt er íað að því að
samkomulag yrði að hafa í för með
sér brottflutning rússnesks herliðs.
1962 — Bretar samþykkja að senda
Indverjum vopn gegn Kínverjum.
1967 — De Gaulle kemur í veg fyrir
aðild Breta að EBE.
Afmæli. Fanny Kemble, ensk leik-
kona (1809—1893) — Caroline
Kennedy, bandarísk forsetadóttir
(1957---).
Andlát. 1701 Anders Celsius, upp-
finningamaður — 1953 Eugene
O’Neill, leikskáld — 1955 Arthur
Honegger, tónskáld.
Innlent. 1846 Reglugerð um stjórn
Reykjavíkur — 1858 Póstskipið
„Sölöven" ferst við Malarrif með allri
áhöfn og farþegum — 1896 d.
Grímur Thomsen — 1929 d. Eiríkur
Briem — 1944 Lög um nýbyggingar-
áð samþykkt — 1956 Vilhjálmur
Einarsson fær silfurverðlaun á
Ólympíuleikunum í Melbourne —
1972 Viðræður við Breta í landhelg-
ismálinu — 1974 Líkanið „Leirfinn-
ur“ birt — 1975 Útför Gunnars
Gunnarssonar — 1978 Forseti efri
deildar segir af sér — 1875 f. Einar
Árnason ráðherra — 1880 f. Friðrik
Bjarnason tónskáld.
Orð dagsins. Okkur getur þótt gam-
an að segja sömu söguna tvisvar, en
okkur finnst aldrei gaman að heyra
hana oftar en einu sinni — William
Hazlitt, enskur rithöfundur (1778—
1830).
Napoli, 26. nóv. — AP.
BJÓRGUNARMENN með
sérþjálfaða hunda leituðu
í dag að fólki í húsarústun-
um á jarðskjálftasvæðun-
um en nú er Ijóst, að
jarðskjálftinn er sá
mannskæðasti í Evrópu í
65 ár. ítalskir embættis-
menn segja, að 3000 lík
hafi fundist en a.m.k. 1300
er enn saknað. 500 slösuð-
ust og 200.000 misstu
heimili sín í náttúruham-
förunum.
Mikil óánægja er á Ítalíu með
skipulagsleysið og ringulreiðina,
sem ríkir í björgunarstarfinu, og
kenna hverjir öðrum um. Blaða-
menn og sjálfboðaliðar eru oft
komnir til þorpa, sem illa urðu úti
í jarðskjálftunum, löngu á undan
hjálparsveitum hersins, jafnvel
sólarhring áður. Víða kom tækja-
skortur í veg fyrir að hægt væri að
bjarga fólki undan rústunum og
mörgum þótti dæmigerð vitleysan
í opinberum tölum um þá sem
létust. Herinn og innanríkisráðu-
neytið hafa gefið upp hvort sínar
tölur og ber hvergi saman. Herinn
er jafnan með 1000 fleiri látna og
segir 200.000 hafa misst heimili
sín en innanríkisráðuneytið er
með töluna 50.000.
Víða erlendis er óánægjan ekki
minni en heima fyrir og banda-
rískir embættismenn segja, að
liðið hafi tveir sólarhringar áður
en Italir þágu þyrlur og fé, sem
Bandaríkjamenn buðu þeim. Tvær
svissneskar flugvélar fermdar
lyfjum biðu langtímum saman á
flugvellinum í Genf eftir kalli
Itala og Vestur-Þjóðverjar buðu
Vanýá, 26. nóv. — AP.
í MALGAGNI pólska kommún-
istaflokksins sagði í dag, að 67
félagar í flokknum hefðu verið
reknir úr honum og aðrir 79
áminntir síðan snemma í októ-
ber. Væri það vegna spillingar og
misbeitingar valds og stæðu enn
yfir rannsóknir og athuganir á
þeim málum.
í málgagni flokksins, Trybuna
Ludu, sagði að á þriðja ársfjórð-
ungi þessar árs hefðu 902 verið
reknir úr flokknum. „Flokks-
skrifstofunum hafa verið að ber-
ast upplýsingar um alls kyns
misbeitingu, mútuþægni, hvernig
menn hafa notfært sér embætti
sitt í auðgunarskyni," sagði í
blaðinu.
Trybuna Ludu sagði frá því að
Jerzy Olszawski, fyrrv. ráðherra
utanríkisviðskipta, hefði verið
rekinn úr flokknum vegna „óráð-
vendni við samningagerð" og einn-
ig var sagt frá máli Zbigniew
Ivanow, fyrsta ritara verksmiðju-
nefndarinnar í Torun. „Hann van-
Forseti Alþjóða-
bankans kjörinn
Washinifton, 26. nóv. — AP.
A.W. CLAUSEN, forseti Ameriku-
hankans var i dag einróma kjör-
inn eftirmaður Roberts McNam-
ara í forsetastóli Alþjóðahankans,
en McNamara lætur af störfum í
júli á næsta ári fyrir aldurs sakir.
Clausen hefur verið forseti Am-
eríkubankans í 10 ár. Hann var
tilnefndur í embættið nú af Jimmy
Carter í samráði við Ronald Reag-
an og eitt af fyrstu verkefnum hans
verður að reyna að fá stjórn
Reagans til þess að veita áfram
ríflegum fjárupphæðum til bank-
ans.
hjálp sína og höfðu 28 lækna og
hjúkrunarkonur tilbúnar til brott-
ferðar en Italirnir svöruðu þeim
aldrei.
ítölsk stjórnvöld hafa borið af
sér alla sök og segjast gera allt
sem í þeirra valdi standi. „Við
skulum átta okkur á því,“ sagði
talsmaður ríkisstjórnarinnar, „að
um er að ræða 28.000 km2 land-
svæði eða nærri 9% af allri
Ítalíu."
mat hugmyndafræðilega og skipu-
lagslega einingu flokksins með
gerðum sínum og yfirlýsingum,"
sagði í blaðinu. „Hann gagnrýndi
lýðræðislega miðstjórn, dró í efa
heimspeki Marx og hafnaði for-
ystuhlutverki flokksins með þjóð-
inni.“
Veður
víða um heim
Akureyri -4 snjókoma
Amsterdam 6 skýjað
Aþena 21 heióskirt
Barcelona 10 rigning
Berlín 8 skýjaó
BrUssel 7 skýjaó
Chicago 4 heióskirt
Feneyjar 6 rigning
Frankfurt 9 rigning
Fsereyjar 3 hélfskýjaó
Genf 11 rigning
Helsinki -2 heiðskírt
Jerúsalem 19 skýjað
Jóhannesarborg 23 heiðskírt
Kaupmannahölr i 6 snjókoma
Las Palmas 21 léttskýjaó
Lissabon 18 heióskírt
London 5 sólskln
Los Angeles 23 heióskirt
Madrid 9 akýjaó
Malaga 17 léttskýjaó
Mallorca 17 alskýjaó
Miami 29 skýjaó
Moskva -2 skýjað
New York 9 skýjaó
Osló -3 skýjaó
Paris 9 rigning
Reykjavík 0 skýjaó
Ríó de Janeiro 30 skýjaó
Rómaborg 15 rigning
Stokkhólmur -3 sólskin
Tel Aviv 23 skýjaó
Tókýó 19 heiðskýrt
Vancouver 7 skýjaó
Vínarborg 14 heiðskírt
Var Dag Hammarskjöld
myrtur af OAS-mönnum?
Stokkhólmi. 26. nóv. AP.
FÉLAGAR í hægrisinnuðum
öfgasamtökum innan franska
hersins (OAS), sem óvinveittir
voru Sameinuðu þjóðunum, og
villandi og ýkjukennd skýrsla
indversks hershöfðingja kunna
að hafa valdið dauða fyrrv. aðal-
ritara SÞ, I)ag Hammarskjölds,
að því er Svíinn Jonas Waern,
fyrrv. yfirmaður í her SÞ, heldur
fram.
í bókinni „Katanga", sem Jonas
Waern hefur gefið út, segir hann,
að franskir OÁS-menn hafi hatast
við SÞ vegna afskipta þeirra af
málefnum Norður-Afríku, einkum
Alsírs, og eftir að foringi þeirra,
Raoul Salan hershöfðingi, hafði
verið handtekinn hafi þeir gerst
málaliðar undir merkjum
Tshombes í Katanga. „Allar að-
stæður benda því til að Hamm-
Dag Hammarskjöld
arskjöld hafi verið drepinn og það
vantaði ekki hvíta sérfræðinga í
skemmdarverkum," segir Waern
og gefur í skyn að átt hafi verið
við flugvélina, sem Hammarskjöld
fórst með.
Dag Hammarskjöld fórst í flug-
slysi þegar hann var á leið til
Ndola til viðræðna við forseta
Katanga, Moise Tshombe. Waern
segir, að neikvæðar og mjög svart-
sýnar skýrslur um þróun mála i
Katanga frá indverska hershöfð-
ingjanum K.F. Rajah og íranum
Connor Cruise O’Brien hafi gert
það að verkum, að Hammarskjöld
hætti á að hitta Tshombe í Ndola
þar sem úði og grúði af málaliðum.
„Ef hann hefði ekki látið þessar
skýrslur villa sér sýn hefði hann
haldið kyrru fyrir í Leopoldville
þar sem hann hafði miklu sterkari
stöðu til samninga," sagði Jonas
Waern.
Þetta gerðist 27. nóv.
Hreinsanir í pólska
kommúnistaflokknum