Morgunblaðið - 27.11.1980, Síða 21
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1980
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1980
21
JttwgtnilrlfifrUÞ
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 5.500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 280
kr. eintakiö.
Atvinnuöryggi
og bætt lífskjör
Nítján þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þings-
ályktunartillögu um stefnumótun í stóriðjumálum. Tillagan
felur í sér ítarlega könnun á hagkvæmni framleiðslugreina, sem til
álita koma á sviði orkufreks iðnaðar, sem og hugsanlegrar
samvinnu við erlenda aðila á sviði tækni, markaðsmála og
fjármögnunar stóriðju. Þingkjörin nefnd skal annast þessa könnun
og gera tillögur — á grundvelli hennar — um stóriðjuframkvæmd-
ir, sem hagkvæmt þykir að stofna til. Tillögurnar skulu ná til
eignaraðildar fyrirtækja, fjármögnunar, orkuöflunar, orkuverðs og
annarra rekstrarskilyrða.
Þjóðarbúskapur og lífskjör almennings hafa til skamms tíma
fyrst og fremst hvílt á verðmætasköpun í sjávarútvegi og
landbúnaði. Stofnstærð nytjafiska og söluhorfur búvöru benda
hinsvegar til að afrakstursgeta þessara undirstöðuatvinnuvega sé
þegar fullnýtt. Þeir verða áfram um ófyrirsjáanlega framtíð
hornsteinar í þjóðarbúskapnum. Hætt er þó við að þeir möguleikar,
sem á þeirra sviði bjóðast í náinni framtíð til verðmætaaukningar,
verði fyrst og fremst nýttir með aukinni tækni og véivæðingu. Þau
atvinnutækifæri, sem tryggja eiga afkomu milli 20 og 30 þúsund
viðbótareinstaklinga á íslenzkum vinnumarkaði fram til nk.
aldamóta, þarf því að bróðurparti að sækja til þeirra möguleika
sem þriðja auðlindin, orkan í fallvötnum, býr yfir, þar á meðal í
tengslum við orkufrekan útflutningsiðnað. Framtíðaratvinnuör-
yggi vaxandi þjóðar og sú aukna verðmætasköpun, sem bera á uppi
sambærileg lífskjör og nágrannar búa við, hlýtur að verulegum
hluta að þurfa að hvíla á enn ónýttum orkumöguleikum.
Fyrir forgöngu sjálfstæðismanna fóru landsmenn inn á þessa
braut með álveri og síðar var járnblendiverksmiðjan byggð, sem
veita miklum fjölda fólks atvinnu og leggja til um 18%
útflutningsverðmætis okkar. Sú reynsla sem þegar er tiltæk á
þessum vettvangi kallar á nýjar stóriðjuframkvæmdir. Þingsálykt-
unartillaga sjálfstæðismanna á að varða veginn í sókn þjóðarinnar
til bættra lífskjara. Helzta úrtöluaflið í þessari lífskjarasókn, sem
hefja verður, er Alþýðubandalagið, sem illu heilli hefur verið leitt
til öndvegis í orku- og iðnaðarráðuneyti. Hrafnkell Jónsson,
Eskfirðingur á landsfundi Alþýðubandalagsins, sagði atvinnumála-
stefnu þess byggjast á rányrkju, offjárfestingu í fullnýttum
atvinnugreinum, innflutningshöftum, undanlátssemi launafólks og
íhaldssemi. Víst er að þröngsýni Alþýðubandalagsins tryggir sízt
af öllu atvinnuöryggi eða verðmætasköpun, er borið gæti uppi bætt
lífskjör. Að því miðar hinsvegar sú stefnumótun, sem sjálfstæðis-
menn berjast fyrir.
Bundið slitlag
á hringveginn
Þingflokkur sjálfstæðismanna hefur lagt fram á Alþingi tillögu
um 12 ára áætlun um lagningu bundins slitlags á hringveginn
og vegi til allra þéttbýlisstaða í landinu. Tillagan spannar þrjá
verkáfanga að þessu marki sem og hvern veg þá skuli fjármagna
með árlegum framlögum úr vegasjóði og byggðasjóöi, innflutnings-
gjaldi af bifreiðum og happdrættislánum.
Þessi tillaga er mjög tímabær því á engu sviði erum við jafn
vanþróaðir sem í vegagerð þrátt fyrir ýmis myndarleg átök þar.
Engin þjóð í V-Evrópu er jafn aftarlega á merinni í varanlegri
vegagerð. Mun fámennari þjóð en við, Færeyingar, hefur fyrir
löngu skotið okkur ref fyrir rass í þessu efni. Hér við bætist að fáar
framkvæmdir eru jafn hagkvæmar, þjóðhagslega séð, og varanleg
vegagerð. Hún er að visu dýr í stofnkostnaði en skilar sér
undrafljótt aftur til þjóðarbúsins í verulega minna vegaviðhaldi,
lengri endingu ökutækja, minni viðhaldskostnaði þeirra og minni
eldsneytiskostnaði.
Vegakerfið er æðanet samfélagsins, bæði atvinnulífsins og
félagslegra samskipta. Það gegnir því mikilvægu hlutverki. Sú
verkáætlun um varanlega vegagerð sem sjálfstæðismenn vilja
móta á Alþingi íslendinga á því verulegan hljómgrunn meðal
þjóðarinnar, enda arðsöm og á að njóta forgangs sem slík.
Rœtt við fulltrúa á Alpýðusambandspingi
• i
GRÉTAR
HANNESSON:
Erfitt fyrir fólk
að láta enda
ná saman
GRÉTAR Hannesson, einn þing-
fulltrúa Verslunarmannafélags
Reykjavíkur, kvaðst nú sitja
Alþýðusambandsþing í annað
skipti. Við spurðum hann fyrst
álits á nýgerðum kjarasamning-
um. — „Eg er þeirrar skoðunar
að launþegar geti ekki vel við
unað. Launin eru of lág, og þessi
viðbót sem felst í samningunum
er ekki nægileg leiðrétting. —
Alla vega á ég erfitt með að
skilja hvernig verkafólk getur
lifað af launum sínum, og sjálf-
ur á ég í erfiðleikum með að láta
enda ná saman hjá fimm manna
fjölskyldu."
Grétar kvað það vera lág-
markskröfu að sínu mati, að
ríkisstjórnin sýndi verkalýðs-
hreyfingunni þann trúnað, að
leggja efnahagstillögur sínar
fyrir ASÍ-þingið. Erfitt væri
fyrir þingið að taka nokkrar
ákvarðanir fyrr en eftir að þær
tillögur lægju fyrir.
Færi síðan svo, sem margir
væru hræddir um, að um áramót
verði gerðar efnahagsráðstafan-
ir sem skerða laun, sagði Grétar
að boða yrði til aukaþings Al-
þýðusambandsins til að ræða ný
viðhorf. Sagði hann það skoðun
sína að verkalýðshreyfingin yrði
að grípa til harðra viðbragða ef
til slíkra ráðstafana kæmi.
Grétar var að lokum spurður
álits á flokkapólitík á Alþýðu-
sambandsþingum: „Hér skiptir
flokkspólitík óneitanlega miklu
máli, en þó er hún minna
áberandi en var á þinginu 1976
að mínum dómi. Ég er hins
vegar ekki reiðubúinn til að
kveða upp úr með, hvort hún er
yfirleitt til góðs eða ills hér á
þessum samkomum."
GUÐRÚN
THORARENSEN:
Uggandi vegna
komandi efna-
hagsráðstafana
„ÉG álít nú að betur hefði mátt
takast til með samningana, ekki
Guðrún Thorarensen
frá Eyrarbakka.
síst með tilliti til þess, hve lengi
var búið að standa í samninga-
þófi,“ sagði Guðrún Thorarensen
frá Verkalýðsfélaginu Bárunni á
Eyrarbakka. Guðrún kvaðst nú
sitja Alþýðusambandsþing í
fyrsta skipti.
„Sérstaklega fannst mér að
láglaunafólkið, þeir lægst laun-
uðu, hefðu þurft að fá meira í
sinn hlut,“ sagði Guðrún enn-
fremur. „Það er ljóst að heldur
hefur sigið á ógæfuhliðina í
kjaramálum hin síðari ár, og
auðvitað kemur það verst við þá
er minnst hafa launin. Verka-
lýðshreyfingin hefur átt í varn-
arbaráttu að undanförnu, sem
raunar má segja um alla hennar
baráttu, barátta verkafólks fyrir
bættum launum er og hefur
alltaf verið varnarbarátta."
Guðrún kvaðst bera nokkurn.
ugg í brjósti vegna komandi
efnahagsráðstafana ríkisstjórn-
arinnar. „Þar verður að taka
þannig á málum að launafólk
haldi að minnsta kosti því, sem
það hefur áunnið," sagði hún,
„það má ekki láta höggva svo í
lífskjörin að fólk geti ekki kom-
ist af á launum sínum. Það
verður verkalýðshreyfingin að
sjá um, og bregðast við á
viðeigandi hátt ef skerða á laun
fólks í landinu.
En margt fleira kemur til, en
launin ein, og margt má gera
sem ekki síður gæti bætt kjör
fólks en launahækkanir. Nefni
ég sem dæmi, að styðja ætti við
bakið á þeim sveitarfélögum
sem vinna að uppbyggingu á
hitaveitum og öðrum þjóðþrifa-
fyrirtækjum. Þar vinnst tvennt,
upphitunarkostnaður lækkar og
meira verður eftir hjá fólki af
ráðstöfunarfé, og svo er hið
þjóðhagslega mikilvægi ekki
síðra."
GUNNAR
ÞÓRÐARSON:
Tal um vinveitta
ríkisstjórn má
ekki verða til
að skerða
kjörin
„Mér virðist helst, að það sé
ríkisstjórnin sem við eigum í
höggi við, en ekki vinnuveitend-
ur,“ sagði Gunnar Þórðarson
formaður Sjómannafélags ís-
Gunnar Þórðarson ísafirði
firðinga. Gunnar er togara-
sjómaður, og hefur stundað þá
vinnu í þrjú ár. — Við spurðum
Gunnar hvað hann ætti við með
því, að sjómenn ættu í höggi við
ríkisstjórnina.
„Það sem ég á við“ sagði
Gunnar, „er það, að ein helsta
forsenda þess að okkur tókst að
ná samningum fyrir vestan, var
sú, að til komu ákveðin loforð
frá ríkisstjórninni. Við þau hef-
ur hins vegar ekki verið staðið.
Ég get nefnt sem dæmi, að lofað
var lækkun olíusjóðsgjalds, og
Steingrímur Hermannsson
sendi skeyti inn á samninga-
fund, þar sem hann kvaðst
myndu beita sér fyrir því að
gjaldið yrði lagt niður. Skömmu
síðar gerðist það svo að gjaldið
var stórlega hækkað eins og
menn vita. Þannig hafa nú
loforðin verið efnd á þeim bæ. —
Rétt er þó að taka fram, og
þakka sérstaklega, stóran
áfanga sem náðist í félagsmála-
pakka, og mun koma til góða
verði vel við hann staðið."
— Þið hafið samið sér á
Vestfjörðum. — Hvers vegna
semjið þið ekki með Sjómanna-
sambandinu?
„Ástæðan er fyrst og fremst
sú, að við búum við sérstakar
aðstæður vestra. Þar er dýrara
að lifa, sem best sést á því að við
verðum að greiða söluskatt af
flutningskostnaði á vörum, svo
eitt dæmi sé tekið. Þetta, ásamt
því að útgerðin hér er tiltölulega
vel sett, hefur valdið því að við
teljum okkur geta krafist hærri
launa, og höfum náð betri sam-
ningum en Sjómannasamband-
ið.“
— Hvað líst þér á fyrirhugað-
ar efnahagsráðstafanir?
„Það er alveg ljóst að ríkis-
stjórnin hafði ekki áhuga á að
leggja tillögur sínar fyrir þingið,
og mér býður í grun að eini
tilgangur þeirra tafa sem orðið
hafa á birtingu þeirra sé sá, að
ljúka þinginu af áður. En verði
gripið til einhverra þeirra ráð-
stafana er feli í sér skerðingu á
launum eða verðbótaþætti
þeirra, þá verður verkalýðs-
hreyfingin að grípa til viðeig-
andi aðgerða. — Fordæmi þess
er ef til vill að finna frá tímum
annarra ríkisstjórna, og ætti að
bregðast eins við, hvaða ríkis-
stjórn sem er við völd. Sífellt tal
um vinveitta ríkisstjórn svokall-
aða, má ekki verða til þess að
kjörin rýrni á valdatíma henn-
ar.“
ÓLAFUR ÞÓR
RAGNARSSON:
Talað fyrir dauf-
um eyrum ríkis-
stjórnarinnar
„MÉR líst ekki of vel á stöðuna í
kjaramálum um þessar mundir,
og ég er ekki yfir mig hrifinn af
nýgerðum kjarasamningum"
sagði Olafur Þór Ragnarsson,
fulltrúi Sjómannafélags Reykja-
víkur á Alþýðusambandsþing-
inu. Ólafur hefur verið á sjó
stanslaust frá 1959, en er nú
kominn í land og vinnur hjá
Landhelgisgæslunni, þar sem
hann slasaðist á hafi úti fyrir
nokkru og getur ekki sótt sjóinn
síðan. Það gerðist í veiðiferð
með togara, en lengst af hefur
Ólafur unnið á varðskipunum.
„Það er mín skoðun" sagði
Ólafur Þór, „að ekki hafi verið
brugðist á réttan hátt við
breyttum vinnubrögðum Vinnu-
veitendasambandsins. Þeim var
ekki mætt með nýjum vinnu-
brögðum á móti af okkar hálfu.
Það kemur meðal annars til af
því, að verkalýðshreyfingin er
orðin of svifasein, og í og með
vegna of mikillar miðstýringar.
Hvað samninga sjómanna sér-
staklega snertir, þá líst mér
heldur ekki sérlega vel á þá.
Unnið hefur verið að ýmsum
sérákvæðum, en vinnuveitendur
hafa ekki einu sinni viljað
hlusta á þau, enn sem komið er
að minnsta kosti. Að mínu áliti
þarf að leggja aukna áherslu á
sérkröfur í þessum samningum,
frekar en hækkandi krónutölu
launa. Þá verður einnig að knýja
á um skattalækkun, en þar hefur
verið talað fyrir daufum eyrum
ríkisstjórnarinnar."
— Hvað með fyrirhugaðar
efnahagsráðstafanir. Átti að
leggja þær fyrir þingið?
„Já, skilyrðislaust. Þar tek ég
heils hugar undir með Pétri
Sigurðssyni, og vil að boðað
verði til aukaþings er málin
hafa skýrst eftir áramótin. Ef til
þess kemur að ráðist verður að
vísitölunni verður að grípa til
harðra gagnaðgerða, og kemur
þar margt til greina, bæði verk-
föll og annað. Hafa verður í
huga, að sama er hvaða ríkis-
stjórn á í hlut, ekki verður liðið
að gengið verði á launin. Sífellt
verður erfiðara að lifa, og verka-
fólk má ekki við neinum skakka-
föllurn."
PÉTUR A:
MAACK:
Háir þinginu, aö
ekki liggja enn
fyrir aðgerðir
stjórnvalda
„Þrátt fyrir allan þann tíma,
sem fór í nýafstaðnar kjaravið-
ræður, þá gera hinir nýju kjara-
samningar ekki einu sinni svo
vel að halda í horfinu, hvað þá
að um lifskjarabót sé að ræða,“
sagði Pétur A. Maack, einn
fulltrúa Verslunarmannafélags
Reykjavíkur á ASI-þinginu. Pét-
ur kvaðst nú sitja Alþýðusam-
bandsþing í þriðja skipti.
„Ég er því ekki ánægður með
útkomuna úr hinum nýju kjara-
samningum," sagði Pétur, „þó ef
til vill megi verkalýðshreyfingin
þó vel við una, að náðst skuli
hafa samningar. Enginn hefur
efni á því að vera lengi án
samnings, hvað þá að fara í
verkfall."
Pétur vék einnig að væntan-
legum efnahagsráðstöfunum
ríkisstjórnarinnar: „Ég er þeirr-
ar skoðunar, fyrst ekkert liggur
fyrir í þeim efnum enn, að ekki
sé unnt að ganga frá nokkrum
lausum endum. Allt starf þings-
ins verður því háð þeim ann-
mörkum, að ekki liggur fyrir
hvað gert verður af hálfu ríkis-
stjórnarinnar eftir röskan mán-
uð. Þingfulltrúar hefðu þurft að
vita með margra mánaða fyrir-
vara, hvað ætti að gera, svo þeir
gætu kynnt sér málin áður en
hingað til þings er komið. En um
ástæður þess að ríkisstjórnin
lagði ekki tillögur sínar fram
fyrir ASI-þingið veit ég ekki og
kýs að hafa þar um fá orð.
Það er hins vegar alveg ljóst,
að hvorki ríkisstjórnin né laun-
þegahreyfingin hafa efni á að
grípa til svo róttækra aðgerða,
sem að taka vísitöluna úr sam-
bandi. Verði hins vegar eitthvað
slíkt gert, verður að bregðast við
á viðeigandi hátt, að vandlega
athuguðu máli. En ummæli
bankastjóra Alþýðubankans um
að örvænting og vonleysi séu
daglegir gestir á biðstofu hans,
lýsa vel ástandinu í landinu
núna. Þær efnahagsráðstafanir
sem gerðar verða, verða að vera
til þess að leiðrétta misræmið í
kaupgjaldsmálunum en ekki til
að auka á það.“
Pétur var að lokum spurður
álits, á þeim miklu pólitísku
áhrifum sem stjórnmálaflokk-
arnir hafa á ASÍ-þingum. Pétur
svaraði því til, að vafalaust væri
ekki unnt að starfrækja verka-
lýðshreyfingu án pólitísks ívafs.
Innan Alþýðusambandsins væri
þó of mikið gert af slíku, jafnvel
svo að það stæði hinni faglegu
baráttu fyrir þrifum. Hvað þetta
varðaði sagði Pétur þó núver-
andi þing ekki neitt frábrugðið
fyrri þingum.
RAFN
ÓLAFSSQN:
Lækkandi laun,
en aukin skatt-
og vaxtabyrði
EINN fulltrúa Sjómannafélags
Reykjavíkur á Alþýðusam-
bandsþinginu er Rafn Olafsson.
Hann sagðist nú sitja ASÍ-þing í
fyrsta skipti, en hefði áður verið
á Sjómannasambandsþingi. Sjó-
inn hefur hann stundað allt frá
því að hann byrjaði að vinna,
eða í um það bil 20 ár, lengst af á
hafrannsóknarskipum. Við
spurðum hann fyrst hvernig
honum litist á efnahags- og
launamálin núna.
„Það hefur nú að vísu ekki
verið samið við okkur ennþá“
sagði Rafn, „en miðað við þá
samninga, sem gerðir hafa verið
í landi, þá virðist sem séu ekki
einu sinni nægir til að halda í
horfinu, hvað þá til að leiða til
raunverulegrar kjarabaráttu.
Það er tvímælalaust erfiðara að
lifa núna, og kemur þar einnig
til aukin skattbyrði og sívaxandi
vaxtabyrði.
Ríkisstjórnin hefði skilyrðis-
laust átt að leggja tillögur sínar
í efnahagsmálum fyrir þingið,
enda virðist nú sem þeir hafi
nógu lengi sofið á þessum hug-
myndum sínum, eins og raunar
mörgu öðru.
En fari svo, eftir áramótin, að
ákveðið verður að skerða á
einhvern hátt verðbótavísitöl-
una, þá verður að spyrna við
fótum, launþegar geta ekki tekið
því með þegjandi samþykki. Ég
hef að vísu ekki tiltækt, til
hvaða ráðstafana verður að
grípa, verkföll eru alltaf neyðar-
úrræði, en aðgerðirnar verða að
vera nægilega harðar."
Rafn var að lokum spurður,
hvort mikill munur væri á þessu
þingi og Sjómannasambands-
þingi: „Já hann er mjög mikill.
Hér er þetta allt mun stærra í
sniðum og meiri hætta virðist
mér á að mál kafni í nefnda- og
pappírsflóði. Árangur verður því
ekki eins mikill að ég held, til
þess er samkoman einfaldlega
orðin of stór.“
Si)?rlður Sigurðardóttir
Reykjavik.
SIGRÍÐUR
SIGURÐARDÓTTIR:
Launþegar
geta ekki verið
ánægðir
„ÞAÐ er langt frá því að laun-
þegar geti verið ánægðir með
efnahagsástandið eins og það er,
og því fer fjarri að nýgerðir
kjarasamningar nægi til þess að
bæta upp þá lífskjaraskerðingu
sem orðið hefur undanfarin ár,“
sagði Sigríður Sigurðardóttir,
einn fulltrúa Verslunarmanna-
félags Reykjavíkur á ASÍ-þing-
inu. Hún situr nú Alþýðusam-
bandsþing í annað sinn.
„Það er ljóst“ sagði Sigríður,
„að kaupmáttur fer nú rýrnandi,
og kemur þar margt til. Nefna
má lækkandi raungildi launa, en
ekki síður stóraukna vaxtabyrði,
og sívaxandi skattaálögur. Allt
verður þetta til þess að fólk ber
minna úr býturn."
Sigríður sagði það skoðun
sína, að ríkisstjórnin hefði skil-
yrðislaust átt að leggja fyrir-
hugaðar efnahagsráðstafanir
sínar fyrir ASÍ-þingið. „Enginn
veit raunverulega hvers vegna
það var ekki gert, engin svör
hafa raunverulega fengist við
þeirri spurningu.
Verði á hinn bóginn af því,
eftir áramót, að kaupgjaldsvísi-
talan verði tekin úr sambandi,
þá verður verkalýðshreyfingin
að snúast til varnar, enda eru
forsendur nýgerðra samninga þá
brostnar. Það er hins vegar
erfitt að meta eftir á, hvort fara
hefði átt út í harðari átök í
nýliðinni baráttu. Ef til vill
hefði náðst betri árangur, en þar
verður einnig að hafa í huga að
launafólk þolir ekki langt verk-
fall, til þess eru kjörin of rýr.“
Sigríður var að lokum spurð,
hvað hún hefði að segja um sína
stétt sérstaklega, hvernig hún
væri sett innan Alþýðusam-
bandsins. Hún sagði verslunar-
menn líklega vera „miðlungs-
stétt" hvað tekjur snerti, en
hefði áður fyrr verið í efri
skalanum. Ein ástæða þess að
nú væri stéttin verr í sveit sett
hlutfallslega en áður, sagði Sig-
ríður að væri sú, að of mikil
áhersla hefði verið lögð á launa-
jöfnun innan stéttarinnar. Allt-
of lítið tillit væri nú tekið til
starfsreynslu og þess tíma sem
fólk hefði unnið á sama vinnu-
stað.“
Fjórða þing BHM:
Talsverður
áhugi á verk-
fallsrétti
„ÞAÐ er talsverður áhugi á því að
fá verkfallsrétt, en það er ekki búið
að taka ákvörðun um það, hvort
taka eigi upp viðræður við ríkið um
verkfallsrétt fyrir BHM.“ sagði
Guðríður Þorsteinsdóttir. fram-
kvæmdastjóri Bandalags háskóia-
manna, í samtali við Mhl. i gær. en
á föstudaginn hefst fjórða þing
BHM að Ilótel Loftleiðum og þar
verða aðalmálin skattamál, kjara-
mál og breytingar á samningsrétti
BHM.
Guðríður sagði, að BHM hefði
staðið verkfallsréttur til boða, þegar
BSRB fékk hann, en honum hefði þá
verið hafnað, m.a. vegna þess að
hann var tengdur skerðingum í
lífeyrissjóðamálum, sem BHM gat
ekki fallizt á og komu þá ekki til
framkvæmda. Eins hefði BHM ekki
getað fellt sig við bundinn samn-
ingstíma í lögum, en nú hefðu
forsendur breytzt, þar sem BSRB
hefði náð því fram að gildistími
samninga væri samningsatriði.
Einnig nefndi Guðríður, að eins og
mál hefðu verið lögð fram á sínum
tíma hefðu undanþágur BHM-
manna frá verkfallsrétti verið
margar. BHM hefði því hafnað
verkfallsréttinum þá, en nú væru
ýmsar forsendur breyttar og þess
vegna hefði mikið verið rætt um
það, hvort nú væri tímabært að ná
fram breytingum á samningsrétti
BHM, m.a. var haldin sérstök ráð-
stefna um samningsrétt launþega
innan BHM í október sl.
Þing BHM, sem stendur í tvo
daga, sækja um 140 fulltrúar, en
félagsmenn í BHM eru nú 4.640 í 20
félögum, þar af eru 2.000 ríkis-
starfsmenn og tæplega 500 félags-
menn, sem starfa sjálfstætt, en
aðrir starfa hjá einkaaðilum, sveit-
arfélögum og bönkum. Á þinginu
verður kjörin stjórn BHM til
tveggja ára. Formaður bandalagsins
er Valdimar K. Jónsson, prófessor,
og formaður launamálaráðs er Jón
Hannesson, menntaskólakennari.
Ragnar Arnalds, fjármálaráð-
herra, mun ávarpa þing BHM að
lokinni þingsetningu á föstudaginn.
Konur ekki á
sömu kjörum
„ÞAÐ er alveg rétt, að náist ekki
samkomulag í þessum kjarasamn-
ingum, að starfsstúlkur í eldhúsum
og mötuneytum bankans fari inn á
starfskjör bankamanna, eins og
karlmenn, sem starfa við svipuð
störf hjá bankanum, þá munum við
styðja við bakið á þeim á allan hátt
við að fara í prófmál við bankann,
t.d. með því að borga kostnað við
slíkt," sagði Benedikt Þ. Guðbjarts-
son, formaður Starfsmannafélajgs
Landsbanka Islands, í samtali við
Mbl. í gærkvöldi.
46 togaraáhafnir:
Skora á ráðherra
að setja reglu-
gerð um jólafrí
STJÓRNVÖLDUM barst í gær
skeyti frá 46 togurum. þar sem
skorað var á ríkisstjórnina að efna
heit. sem gefið hefur verið sjómönn-
um, um að í reglugerð verði sett. að
þeir skuli eiga 3ja daga frí um
jólin.
Óskar Vigfússon, forseti Sjó-
mannasambands Islands skýrði frá
þessu á ASI-þingi í gær. Þessa kröfu
sjómannanna sagði Óskar vera mik-
ið réttlætismál, að sjómenn gætu
verið heima hjá fjölskyldum sínum á
jólunum.