Morgunblaðið - 27.11.1980, Side 23

Morgunblaðið - 27.11.1980, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1980 23 Landsfundur Alþýðubandalagsins: Ný sókn í her- stöðvamálinu LANDSFUNDUR Alþýðubandalagsins um siðustu helgi samþykkti útgáfu fræðslurits úm herstöðvamálið og skipulagningu ferða erindreka um landið til að kynna málstað herstöðvaandstæðinga, vinna að stofnun héraðsnefnda þeirra og undirbúningi þjóðarat- kvæðagreiðslu um herstöðvamálið. Þá samþykkti landsfundurinn. að fulltrúar Alþýðubandalagsins skyldu hefja viðræður við aðra flokka um bann við staðsetningu AWACS-flugvéla hér á landi. bann við flutningi og geymslu kjarnorkuvopna og að Keflavíkurútvarpið verði Sérstök ályktun var gerð um þessi atriði, en í stjórnmálaálykt- un landsfundarins er því beint til „herstöðvaandstæðinga í öllum stjórnmálaflokkum, að þeir taki nú höndum saman og hefji nýja sókn í baráttunni fyrir brottför hersins og varðveislu friðarins." Þá segir í stjórnmálaályktun fundarins að Alþýðubandalagið vilji leita „víðtækrar samstöðu í baráttunni fyrir brottför hersins og úrsögn íslands úr NATO“ og á samstarfsvettvangi Norðurlanda verði að taka upp umræðu um friðlýsingu Norðaustur-Atlants- Fyrirlestur um mannspeki Rudolf Steiner OSKAR Borgman Hansen docent og deildarstjóri við heimspeki- deild Háskólans i Árósum heldur almennan fyrirlcstur í stofu 201 i Árnagarði föstudaginn 28. nóv- ember kl. 20.30. Fyrirlesturinn nefnir hann: Hvað er antroposofi, og fjallar um heimspeki Rudolf Steiner. Frá dómsmála- ráðuneytinu EINS og fram hefur komið i fréttum hefur formaður íslands- deildar Amnesty International snúið sér til ráðuneytisins vegna máls Frakkans Patrick Gervas- onis. Framangreint erindi er nú til athugunar í ráðuneytinu ásamt öðrum þáttum þessa máls. (Frétt frá dómsmálaráðu- neytinu). Hafnarfjörður: Hver sá vörubíl bakka á staur? MÁNUDAGINN 27. október sl. varð sá atburður á mótum Skjól- vangs og Sævangs í Hafnarfirði að stórri vöruflutningabifreið með aftanívagni var bakkað á ljósa- staur. Á aftanívagninum var app- elsínugulur gámur. Það eru til- mæli Rannsóknarlögreglunnar í Hafnarfirði að ökumaður bifreið- arinnar gefi sig fram svo og kona, sem sá atburðinn og hringdi til Rafveitunnar í Hafnarfirði og tilkynnti hann. Athugasemd frá FIA KRISTJÁN Egilsson formaður Fé- lags isl. atvinnuflugmanna hafði samband við Mbl. og óskaði eftir að taka fram eftirfarandi: Vegna fréttar í Morgunblaðinu í gær og fyrradag um sáttatillögu Gunnars G. Schram vill Félag íslenzkra atvinnuflugmanna taka fram, að sáttasemjari óskaði eftir að ekki yrði fjallað um tillöguna í fjölmiðl- um fyrr en að atkvæðagreiðslu lokinni. Félagið mun verða við tilmælum sáttasemjara. Þar af leiðandi hefur FÍA ekki sett fram athugasemdir sínar. hafsins og stofnun kjarnorku- vopnalauss svæðis á Norðurlönd- um. Ýmsar tillögur voru lagðar fram á landsfundinum um herstöðva- málið, m.a. frá Alþýðubandalag- inu í Reykjavík um undirbúning að sókn í herstöðvamálinu í þeim tilgangi að koma því á ný inn í þungamiðju stjórnmálaumræð- unnar og frá Alþýðubandalagsfé- laginu á Akureyri um upplýsinga- herferð til undirbúnings þjóðar- atkvæðagreiðslu um herstöðva- málið. Ólafur Ragnar Grímsson flutti á landsfundinum framsöguræðu um sjálfstæðismál og kom þar m.a. inn á „stöðvunarvald" Al- þýðubandalagsins í ríkisstjórn „gegn frekari stríðsuppbyggingu í landinu" og ræddi um nauðsyn „samfellds málflutnings“ og „efl- ingu nýrrar samfylkingar, sem nær ekki aðeins til okkar félaga og fámennu hugmyndahópanna aftan við Alþýðubandalagið, heldur einnig tií þeirra þúsunda, sem fylgja Framsóknarflokknum og Alþýðuflokknum og jafnvel Sjálf- stæðisflokknum í öðrum málum, en krefjast ásamt okkur brottfar- ar hersins." Þjóðaratkvæða- greiðslu sagði Ólafur ótímabæra fyrr en ljóst væri, að sú samfylk- ing væri komin, sem gæti tryggt sigur. „Þjóðaratkvæðagreiðsla getur aldrei haft tilgang í sjálfu sér. Hún er aðeins lokatæki til að staðfesta langvarandi sóknar- göngu,“ sagði Ólafur Ragnar. ------------------\ Kynntu þér nýjan heim gólfdúka frú GAFSTAR Fjölbreytt munstur. Fleiri litir. Aukin þægindi. Breidd 2m-2,75m- Siðumúla15 simi 3 30 70 V__________________________/ FINLUX verksmiðjurnar hafa um árabil verið í forystu með framleiðslu á litsjón- varpstækjum og nú hefur þeim tekist fyrstir allra að framleiða Ijtsjónvarp sem ekki eyðir meiri straum en venjuleg Ijósa- pera, sem einnig þýðir, lengri endingu tækisins. FINLUX litsjónvarpstækin eru öll meó sjálfvirkum stöðvaleitara (Automatic Search Tuning), sem aðeins er í dýrari gerðum ann- arra tegunda. Sjálfvirkur stöövaleitari er ekki eingöngu til að leita uppi stöðvar, heldur einnig til að halda útsendingu í bestu stillingu . FINLUX litjónvarpstækin eru þau einu á markaðnum, þar sem fjarstýringin er fáanleg við þau seinna. VERÐ STAÐGR.VERD STRAUMTAKA 20" 799.500,- - 759.500.- 40 — 55 w. 22" 869.000,- - 825.000,- 40 — 55 w. 26" 999.000,- - 949.000.- 70 — 85 w. BORGARTÚNI 18 REYKJAVÍK SlMI 27099 SJÓNVARPSBÚDIN keiMur áfostndqg i n 14 mmrnmmmmmmmmmmmmmmmmmmm

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.