Morgunblaðið - 27.11.1980, Síða 26

Morgunblaðið - 27.11.1980, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, PÍMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1980 Steinþór Gestsson um kjarnfódurgjaldid: Eflir ekki samhug bænda né styður þá Steinþór Gestsson sagði nýlega í þingræðu að 200% gjaldtaka af kjarnfóðri hefði mismunað búvörufram- leiðendum gróflega. Hann dró og í efa nauðsyn þess að setja bráðabirgðalög um þetta efni. Hér á eftir verður lauslega drepið á helztu röksemdir hans í þingræðunni. Fækkun búpenings veruleg Ég ætla að bændur hafi al- mennt séð það fyrir, að ekki tjóaði að halda við tölu búfjár við þær aðstæður að kvótinn skerti afurðaverðið í jafn ríkum mæli og tilkynnt hafði verið. Af þeim sökum bjuggu bændur sig undir það sem í vændum var, með því að fækka fénaði á fóðrum og draga með þeim hætti úr framleiðslu mjólkur og kjöts. Samkvæmt hagskýrslum var fækkun búpenings haustið 1979 miðað við haustið 1978 þessi: SauAfé fækkaAi um tæpleKa 9.r>.000 fjár eOa 10.6%. Mjúlkurkúm fækkaúi um 7.1% KvÍKum um 18.9% Grldneytum um 10.0% Kálfum um 9.0% Af þessu má sjá að bændur tóku mið af þeim ráðstöfunum sem þeim höfðu verið tilkynntar og fækkuðu fénaði á fóðrum veru- lega. Sauðfé var nú 10,6% færra, sem sett var á vetur 1979 en var 1978. Afleiðingar þess liggja að sjálfsögðu ekki fyrir fyrr en nokkru eftir sláturtíð, en horfur eru á að framleiðsla dilkakjöts sé um 5—7% minni en haustið 1979, þó að vegna árgæsku, sé meðalfall dilka nú í haust sennilega allt að 2,0 kg þyngra en haustið 1978. Ef fjárfækkunin hefði ekki komið til, væri framleiðsla miklu meiri en í fyrra. Með sama hætti má sjá það af fækkun mjólkurkúa sem er um 7,1% og kvíga um 18,9%, að bændur gerðu ráð fyrir að semja sig að kvótakerfinu og feta sig í átt til minnkandi mjólkurfram- leiðslu. Fækkun þeirra gripa, sem er mjólkurkúastofninum til endurnýjunar, þ.e. allt ungviði nautgripanna, allt í senn kvígur um 18,9%, vetrungar um 10,0% og kálfar um 9,0% leiðir til þess að draga úr þeirri framleiðslu til frambúðar, án harkalegra erfið- leika og tekjutaps á einstakan grip í fjósi. Mér sýnist, að áður en fór að gæta að nokkru ráði áhrifa þeirra bráðabirgðalaga, sem hér eru rædd, þá hafi mjólkurfram- leiðslan dregist saman á landinu öllu frá 1. janúar til 31. júlí 1980 miðað við sama tímabil 1979 um 4,0% eða um 2.710.655 ltr. Niðurstaða mín er sú að fram- leiðsia dilkakjöts hefur minnkað, eftir því sem best verður séð um 5—7% og mjólkurframleiðslan frá áramótum til júlíloka um 4%. Þótt þessi árangur hafi náðst með því að beita kvótanum svokallaða, þá stendur það óhaggað að hann er meingallaður, en fyrst honum var beitt, þá er það ótækt að hefja slíka stórsókn á kjör bænda, sem álagning 200% álags á kjarnfóður er, þegar það bætist við fyrri aðgerðir. Með hliðsjón af þessum niður- stöðum, verður ekki betur séð en að setning bráðabirgðalaga þeirra sem hér eru til umræðu hafi verið óþörf og auk þess harkaleg aðför að rekstraröryggi búskapar í land- inu, aðför að rekstri svínabúanna, alifuglabúanna og kúabúanna, en snertir ekki rekstur sauðfjárbú- anna, hvorki við þessa bráðu aðgerð á sumarmánuðunum, svo sem augljóst er, né heldur þegar til lengri tíma er litið, þar sem rannsóknir sýna að ná má góðum árangri á sauðfjárbúunum, þ.e. hámarksafurðum í kjötfram- leiðslu, án þess að nota erlent kjarnfóður; innlent fóður virðist vera til þeirra hluta fullnægjandi. Steinþór sagði það skoðun sína að ekki hafi borið brýna nauðsyn til að lögfesta ákvæði 1. greinar frumvarpsins, eins og ráðherra láti að liggja. Það var sett í lög 1979 að heimilt væri að leggja á innflutt kjarnfóður allt að 100% gjald. Aðalfundur Stéttarsam- bands bænda 1979 ákvað að nota ekki þá heimild að svo stöddu. Kom bændum mjög á óvart Steinþór vék síðan að því að ákveðið hafi verið að beita fram- leiðslutakmörkunum með kvóta- kerfi. Aðeins viku áður en bráða- birgðalögin voru sett hafi Hákon Steingrímsson, framkvæmdastjóri Stéttarsambandsins, birt grein í búnaðarblaðinu Frey og kunngjört eftirfarandi ákvörðun Fram- leiðsluráðs um útborgun mjólk- ursamlaganna: „Framleiðsluráð landbúnaðar- ins hefur ákveðið mánaðarlega útborgun fyrir innlagða mjólk til áramóta. Útborgunarhlutföllin eru eftirfarandi: Itrundv.vcrð Mars 75% Fcb. 85% Apríl 75% Mai 75% Júni 65% Júli 65% Áffúat 65% Sepl. 75% Okt. 80% Nóv. 85% Des. 85% Að meðaltali er þetta 75% útborgun. Munur á hæstu og lægstu útborgun er 20%. Ekki er endanlega ákveðið, hvort eftir- stöðvar verða greiddar -sem föst krónutala ofan á þessa útborgun eða sem prósenta. Það skiptir miklu máli fyrir framleiðendur, að þeir hafi þessa ákvörðun Framleiðsluráðs í huga, þegar þeir skipuleggja framleiðslu sína, ætti þetta að verða mjólkur- framleiðendum hvatning til að draga úr framleiðslu að sumrinu, en auka hana að vetrinum. Engum dettur þó í hug, að slík breyting verði gerð á skömmum tíma, þótt auðvitað megi strax draga nokkuð úr sumarframleiðslunni með minni fóðurbætisgjöf.“ Að fengnum þessum upplýsing- um kom það bændum mjögáóvart að fá, án nokkurrar viðvörunar, yfir sig þetta geysilega kjarnfóð- urgjald, sem í upphafi var beitt að fullu, sem er 200% skattur. Hvað sagði landbún- aðarráðherra áður? Steinþór Gestsson vitnaði til orða núverandi landbúnaðarráð- herra um þetta sama efni í umræðu á Alþingi í desember 1978. Þá sagði hann: „Þó settur væri flatur skattur á kjarnfoður, eins og gert er ráð fyrir með þessu frv., t. d. 25— 30%, eins og hæstv. ráðh. orðaði, þá mundu þeir betur stæðu í bændastétt, ekki síst mjólkur- framleiðendur, láta það sig engu skipta. því þrátt fyrir það væri stórkostlegur hagnaður að þvi að gefa mjólkurkúm kjarnfóðrið. Hins vegar mundi þetta fyrst og fremst hitta þá sem eru í erfið- leikum með rekstrarfjárstöðu sína og geta ekki greitt þessa vöru þegar hún hækkar í verði. Þeir, sem eru lakar stæðir í bændastétt, mundu fyrst og fremst verða fyrir barðinu á þessari skattlagninu. það mundi koma niður á þeirra húrekstri og e.t.v leiða til þess að þeir kæmust i þrot. Þetta er mjög hættuleg leið, sem á þó sínar röksemdir og þarf mikillar athugunar við. Við vit- um að afkoma hændastéttarinnar er mjög misjöfn. í röðum bænda eru margir, sem betur fer, sem búa við ágæta afkomu og hafa sæmilega rekstrarfjárstoðu. En þeir eru kannski jafnmargir sem búa við bága afkomu og mjög þrönga rekstrarfjárstöðu. Skatt- lagning af þessu tagi mundi fyrst og fremst koma niður á þessum mönnum. E.t.v. væri þetta Iiður í þvi að skipuleggja fátækt meðal bænda á íslandi. Þessi orð voru töluð í tilefni margfallt lægri skatts. Núverandi skattur er 170% hærri en þá var rætt um. Hvað mætti þá segja nú fyrst svo stórt var talað um áramótin 1978/1979. Hefur valdið ómæld- um erfiðleikum Steinþór Gestsson sagði skatt- inn hafa valdið framleiðendum ómældum erfiðleikum, vegna rekstrarfjárskortSj þó misjafnt sé eftir búgreinum. Útlit er fyrir að aðilar, sem áformuðu að hafa nokkur svín eða cggjaframleiðslu í smærri stíl, til að drýgja tekjur sínar, þegar framleiðsla mjólkur AIÞinGI og kjöts dróst saman, hætti við eða gefist upp við þau áform. Og nokkra veit ég um sem hafa lagt þær hjálparbúgreinar niður. Hinir stærri framleiðendur standa þess- ar álögur betur af sér enn sem komið er. Mjólkurkýr og stjórnvalds- reglugerðir Steinþór Gestsson sagði að mjólkurframleiðslu yrði ekki stjórnað með svo einföldum hætti að gefa út stjórnvaldsfyrirskipan um mismikla framleiðslu frá mán- uði til mánaðar. Ef mjólk hrapar af einhverjum ástæðum verulega úr kúnum, þá er erfitt að græða þær upp að nýju á sama mjólk- urskeiði. Ráðherra talar nú um að fulla gát þurfi á því að hafa að mjólkin verði ekki of lítil. Af því tilefni er rétt að athuga, hvort þess hefur verið gætt sem skyldi að stofna ekki til mjólkurskorts. Steinþór vék að þróuninni hjá mjólkurbúi Flóamanna og sagði: „í MBF hefur mjólkurfram- leiðslan minnkað, í ágústmánuði um 16,2%, í september um 5,34% og í október um 16,18%. Á Suður- landi einu hefur mjólkurfram- leiðslan minnkað frá síðustu ára- mótum um 5,43%, þ.e. um 2 milljónir lítra eða um 1.600.000 lítra eftir að áhrifa bráðabirgða- laganna fór að gæta á miðju síðasta sumri. Sú mynd er ekki uppörvandi, hvorki fyrir framleiðendur né neytendur. Ég lýsi andstöðu við kjarnfóð- urgjald sem lagt er á með þeim hætti sem gert var á sl. sumri, öllum að óvörum og ofan í ráðstaf- anir sem Stéttarsamband bænda hafði ákveðið að gera og tilkynnt um, eins og lög mæla fyrir, ráðstafanir sem gert var ráð fyrir að myndu draga úr framleiðslu búvara. Ég hefi sýnt fram á það í máli mínu að komið hafi í ljós að þær ráðstafanir sem Stéttarsam- band bænda ákvað að beita hafa dregið úr framleiðslunni, og þótt ekki megi skilja mál mitt svo, að ég telji kvótakerfið eðlilegasta tækið til framleiðslustjórnunar, þá vil ég undirstrika það, að það er óþarft og ótækt að herða á vand- ræðum bænda með þeim hætti sem gert var í sumar með inn- heimtu svimhárra upphæða af flestum búgreinum til viðbótar þeim takmörkunum sem í gangi voru. Sú skattheimta kemur mjög misjafnt niður eins og ég hefi þegar leitt í ljós og er vandséð að sumir þeirra sem skatturinn hittir harðast, standi af sér þá árás heldur gefist hreinlega upp. Þá verður ekki litið fram hjá því að engjn ákveðin fyrirmæli eru í bráðabirgðalögunum um ráðstöf- un þess fjár sem innheimt er, og er í raun skattur á búrekstur í landinu. Þar eru hinsvegar heim- ildir um endurgreiðslur eftir inn- lögðum afurðum, eftir bústærð, eftir landshlutum og eftir bú- greinum í einstökum landshlutum. Þetta eru flausturlega unnar til- lögur og óljós lagafyrirmæli svo ekki sé meira sagt.“ Þá vék Steinþór að ummælum Stefáns Valgeirssonar, alþing- ismanns, sem birt voru í Frey: „... síðan ræddi hann um reglur Stofnlánadeildar og ályktun bændafundar Eyfirðinga og sagði það skilning eyfirzkra bænda, að þeir væru látnir þrígreiða sömu vöntun, í gegnum samdrátt bú- stofns vegna kvóta, innvigtunar- gjalds og kjarnfóðurgjalds". Á sama tíma og slíkur skilningur er fyrir hendi er lagt til að annar hópur bænda nái fullu grundvall- arverði, samanber bréf landbún- aðarráðherra til Framleiðsluráðs um bændur sem hafi minni fram- leiðslu en 300 ærgildisafurðir. Þetta vekur tortryggni. Aðgerðir eins og þær, sem bráðabirgðalögin fjalla um og tillögur ráðherra um ráðstöfun kjarnfóðurgjalds eru ekki til þess fallnar að efla samhug bænda né styðja þá í því að standa af sér þann vanda sem þeir standa frammi fyrir um þessar mundir, og er það illa farið. TILLAGA ÁTTA ÞINGMANNA: Ljúka þarf við Geðdeild Landspitala Átta þingmenn, tveir úr hverjum þingflokki, flytja þingsályktunartillögu um geðheilbrigðismál, skipu- lag og úrbætur. — Tillag- an er svohljóðandi: Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að taka nú þegar til algerrar endur- skoðunar öll geðheilbrigð- ismál hér á landi með tilliti til þess að byggt verði upp nýtt skipulag þessara mála. í þessu skyni skipi við- komandi ráðherra nefnd til undirbúnings málinu þar sem m.a. aðstandendur geðsjúkra eigi fulla aðild. Nefndin skili áliti fyrir árslok 1981. Brýnustu við- fangsefni, sem vinna þarf að, ýmist samhliða nefnd- arstarfinu eða í nefndinni sjálfri, eru þessi: • Að lokið verði við fram- kvæmdir við Geðdeild Landspítlans á næstu tveimur árum og starfs- fólk ráðið svo deildin geti sinnt verkefni sínu að fullu. • Að aðstaða til skyndi- hjálpar og neyðarþjón- ustu verði bætt. • Fullkomnari göngu- deildarþjónustu verði komið á. • Sérstök áhersla verði lögð á aðstöðu fyrir unglinga með geðræn vandamál (12—16 ára), svo sem lög kveða á um. • í stað fangelsisvistar geðsjúklinga komi við- eigandi umönnun á sjúkrastofnunum. • Reglur um sjálfræðis- sviptingu verði teknar til rækilegrar endur- skoðunar. • Atvinnumál geðsjúkra verði í heild tekin til athugunar, m.a. með til- liti til verndaðra vinnu- staða, nauðsynlegustu iðjuþjálfunar, endur- hæfingar, þ.m.t. sí- menntunar og ráðgjaf- araðstoðar til að komast út í atvinnulífið á ný. Kannaðir verði allir möguleikar hins opin- bera svo og atvinnurek- enda til lausnar þessa vanda. • Stóraukin verði almenn fræðsla um vandamál geðsjúklinga og að- standenda þeirra svo og um eðli geðrænna sjúk- dóma. Ráðgjafarþjón- usta verði sem allra best tryggð. Flutningsmenn eru: Helgi Seljan, Salome Þor- kelsdóttir, Davíð Aðal- steinsson, Karl Steinar Guðnason, Stefán Jónsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Helgason og Egilí Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.