Morgunblaðið - 27.11.1980, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1980
27
UfllHORP
Umsjón:
Gústaf Níelsson
Óhóflegri skattheimtu verður að linna
Hún ýtir
undir land-
flóttann
Allar ríkisstjórnir eru
skattlaKÓar. Skiptir þá engu
máli hvort þær kenna sig við
vinstri eða hægri eða eitt-
hvað annað. Aukin skatt-
heimta er iðulega fram-
kvæmd undir yfirskyni
byggðarstefnu eða aukinnar
samneyslu, en samneysia er
fínt orð yfir skömmtunar-
vald misviturra stjórnmála-
manna. Hér er ekki verið að
leggjast gegn eðlilegri og
nauðsynlegri aðstoð við þá
sem minna mega sín ein-
hverra hluta vegna — slíku
fer fjarri. Aðstoð við sam-
borgarann á aftur á móti
eingöngu að miðast við það,
að hann geti hjálpað sér
sjálfur. Og eins má hafa það
i huga, að erfiðar félagsleg-
ar aðstæður eru oftast
skammtímabundnar i lífi
hvers einstaklings eða fjöl-
skyldu, svo fremi sem stöð-
ugieiki er fyrir hendi í
efnahagsmálum.
Ranglát kjördæmaskipan
hefur gefið mörgum þing-
manninum óeðlilegt vald til
að ráðskast með almannafé. I
mörgum tilfellum ræður
skynsemin ekki gerðum
þeirra og afstöðu, heldur at-
kvæðavonin. Þessari þver-
stæðu í þjóðfélaginu verður
að eyða, enda er hún farin að
kosta almenning í þessu landi
ærnar upphæðir og beinlínis
staðið í vegi fyrir bættum
lífskjörum.
Ungir sjálfstæðismenn
hafa bent á það, að margir
íslendingar hafa yfirgéfið
Iandið á undanförnum tíu
árum. Óhófleg skattheimta
— bein og óbein ekki síst —
er einn af mörgum samverk-
andi orsakaþáttum landflótt-
ans. í þessum efnum, sem
mörgum öðrum, hafa ungir
sjálfstæðismenn ákveðnar
skoðanir. Hér á eftir fara rök
þau fyrir skattalækkun, sem
sambandsráðsfundur SUS
sendi frá sér 4. okt. sl.
Hvers vegna á að
lækka skatta?
„Afleiðingar hinnar auknu
skattheimtu lýsa sér í þjóð-
félagslegu óréttlæti og minni
virðingu fyrir lögum og rétti.
Framtak og frumkvæði ein-
staklinga og fyrirtækja
þeirra hefur smám saman
dofnað, en hin dauða hönd
ríkisbáknsins færst yfir allt
efnahagslífið. Þetta hefur
meðal annars í för með sér að
æ fleiri hugsa sér til hreyf-
ings — úr landinu. Þessari
Frá sambandsráðsfundi SUS i okt. sl. Sverrir Bernhöft, 2. varaform. SUS.
þróun verður að snúa við hið
snarasta og setja verður
skattheimtunni stjórnar-
skrárbundið hámark. Auka
verður svigrúm einstaklings-
ins og fyrirtækja þeirra við
ráðstöfun eigin tekna og af-
sala stjórnmálamönnum því
valdi, sem þeir hafa tekið sér
í skjóli ofbeldisvalds ríkisins.
Skattastefna undanfarinna
ára og áratuga hefur í raun
gert þjóðina fátækari en ella
hefði orðið. Vinnuvilji manna
hefur minnkað og ríkisrekst-
urinn skilar verri afköstum
en einkareksturinn. Mark-
aðsöflin hafa verið deyfð, þar
sem skattgreiðendur ráða nú
aðeins helmingi tekna sinna.
Hinn helmingurinn fer í
hluti, sem hið opinbera hefur
ákveðið. Þessi stefna er stór-
háskaleg, þar sem enginn veit
betur en launþeginn sjálfur í
hvað peningar hans eiga að
fara. Með minni ráðstöfun-
artekjum minnkar möguleik-
inn á sjálfstæðu vali — hið
opinbera hefur skert frjálst
val neytendanna á markaðn-
um.
Þá hefur áhugi manna á
því að vinna minnkað, þar
sem önnur hver króna fer í
ríkishítina. Allt þetta og
fleira til, hvetur til breyttrar
stefnu í skattamálum. Þar
verður það sjónarmið að ráða
för, að álagningunni sé þann-
ig hagað að réttlætissjón-
armiða sé gætt. Meginmáli
skiptir að skattlagningin
trufli sem minnst eðlilega
starfsemi atvinnu- og við-
skiptalífsins og skerði sem
minnst skilyrði frjáls neyslu-
vals. Starfsemi ríkisins og
skattlagning þess, verður að
stuðla að sem jöfnustum
gangi atvinnulífsins og má
hvorki vera uppspretta
ofþenslu né samdráttar.
Tillögur
til úrbóta
• Ungir sjálfstæðismenn
telja að eftirfarandi atriði
verði að hafa að leiðarljósi
við breytingu á skattakerf-
inu.
1. Almennar launatekjur
verði tekjuskattslausar,
en skattlagningin á þær
tekjur, sem ekki teljast
almennar aukatekjur
verði aldrei yfir þriðjung.
2. Setja þarf stjórnarskrár-
bundið þak á hlutfall
heildarskattbyrðarinnar
miðað við þjóðartekjur —
verði til dæmis aldrei
meira en þriðjungur
þjóðartekna.
3. Stórkostlegri mismunun
einkafyrirtækja, sam-
vinnufyrirtækja og ríkis-
fyrirtækja í skattamálum
verði aflétt og sú stefna
ráði að öll rekstrarform
og allir einstaklingar sitji
við sama borð hvað þetta
varðar.
4. Skattstofnar verði færðir
frá ríki til sveitarfélaga.
Þeim verði jafnframt
fækkað og komið á sam-
keppni milli sveitarfé-
laga, þannig að menn
geta valið á milli þess að
búa í sveitarfélagi með
mikilli þjónustu, en hærri
sköttum og sveitarfélagi
með minni þjónustu, en
hærri ráðstöfunartekj-
um.
5. Að fyrirtækjum og ein-
staklingum sé ávallt ljóst
hvenær og hve háa skatta
þeir eigi að greiða.
HHHRj
6. Skattar séu almennir,
einfaldir og ódýrir í
framkvæmd fyrir alla að-
ila.
7. Setja verður skýrt
ákvæði í stjórnarskrána,
sem bannar afturvirkni
skatta.
8. Enginn skattur sé falinn
á nokkurn hátt, eins og til
dæmis söluskatturinn.
Oft vill brenna við, að
fólk telji verðhækkanir
vera vegna verðbólgunn-
ar, þegar þær verða
vegna söluskattshækkun-
ar. Því verður að til-
greina skattinn nákvæm-
lega og skapa þannig að-
hald frá neytendum.
9. Staðgreiðsla tekjuskatts
og tekjuútsvars er nauð-
synleg réttarbót alls
launafólks, en samfara
staðgreiðslu skatta verð-
ur að lækka það hlutfall,
sem tekið er af tekjum
manna nú og er miðað við
skatta sem eru greiddir
eftir á skv. nýju skatta-
lögunum.
10. Virðisaukaskattur verði
tekinn upp í stað sölu-
skatts og verði mun lægri
en söluskatturinn er nú.
11. Lagt verði niður hið
rangláta aðstöðugjald og
launaskattur afnuminn.
12. Eignaskattur verði lagð-
ur niður, enda er hann
skattur á tekjur, sem
þegar hafa verið skatt-
lagðar.
13. Hvatt er til að stofnuð
verði samtök skattgreið-
enda er hafi að markmiði
eftirlit með útgjöldum
hins opinbera.
14. Áætlun tekna einstakl-
inga í sjálfstæðum at-
vinnurekstri er óréttlát
og ber að leggja niður.“
Vextir verði frá-
dráttarbærir til skatts
Jón Ormur Halldórsson
Á fundi sinum 8. nóv. sl.
samþykkti stjórn SUS eftir-
farandi tillögu frá þeim
Birni Ilermannssyni og Jóni
Ormi Halldórssyni:
„Stjórn Sambands ungra
sjálfstæðismanna skorar á
ríkisstjórn og alþingismenn
að styðja tillögu Birgis ísleifs
Gunnarssonar o.fl. um frá-
drátt vaxta við álagningu
tekjuskatts. Lánafyrir-
greiðsla hér á landi er slík, að
us
Björn Ilermannsson
ungt fólk fjármagnar íbúðar-
kaup sín að verulegu leyti
með stuttum víxlum og
vaxtaaukalánum. Vextir af
þessum lánum eru ekki frá-
dráttarbærir til skatts, sam-
kvæmt núgildandi skattalög-
um. Stjórn SUS telur að nái
tillaga Birgis Ísleifs o.fl. ekki
fram að ganga, lendi margt
ungt fólk í miklum vandræð-
um við að koma þaki yfir
höfuðið eða halda íbúðum
sínum."