Morgunblaðið - 27.11.1980, Blaðsíða 33
fclk i
fréttum
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1980
33
Skref til sátta?
Eg er
gangandi
dæmi
+ Einn frægasti bankaræningi
Bandaríkjanna, Willie Sutton lést
2. nóvember síðastliðinn, 79 ára að
aldri. Stutton þessi þótti svo fær í
að búa til dulargervi, að hann fékk
viðurnefnið „Willi leikari". Systir
hans, sem hann dvaldist hjá,
tilkynnti ekki lát hans, fyrr en
búið var að jarðsetja hann. Sagð-
ist hún með því vilja vernda
fjölskyldu hans. Dánarorsakar var
ekki getið. Sutton áætlaði eitt
sinn, að hann hefði rænt um 2
milljónum dollara úr bönkum á 35
ára ferli sínum. Hann eyddi meira
+ Sem kunnugt er lauk fyrir
skömmu fimm daga heimsókn
Jóhannesar Páls páfa til Vest-
ur-Þýskalands. Þetta var fyrsta
páfaheimsókn þangað í tæp 200
ár. Páfi átti meðal annars all-
langt viðtal við leiðtoga mót-
mælenda. Eftir fundinn sögðu
mótmælendurnir að páfi hefði
breytt afstöðu þessarra tveggja
kirkna til hvorrar annarrar.
„Við ættum að viðurkenna sök
okkar gagnvart hvorum öðrum.
Allir hafa syndagð," sagði páfi,
um hina viðamiklu sölu á afláts-
bréfum, sem svo mjög tók á
taugar Lúters fyrir 450 árum.
Forsvarsmenn mótmælenda
sögðu að þeir hefðu hrifist mest
af vilja páfa til að setjast niður
og tala fordómalaust um þau
málefni, sem greina þessar tvær
kirkjur að. Þessi mynd var tekin
af páfa ásamt ráðamönnum
þýsku mótmælendakirkjunnar, i
Dómkirkjunni í Mainz.
Cybernet — Þad er tóntæki sem púöur er í
Benco
Bolholti 4,
S: 21945.
M i ■: i
en helmingi ævi sinnar í fangelsi.
Braust tvisvar út, en var náð í
bæði skiptin. Honum var sleppt
25. des. 1969. í sjálfsævisögu
„Where the Money was“ segir
Sutton, að hann hafi byrjað búða-
hnupl í Brooklyn í New York, en
þar fæddist hann. Tveimur mán-
uðum eftir að honum var sleppt út
var liann kominn á styrk frá
ríkinu. Hann braut ekkert af sér
þau ár sem hann átti ólifuð, enda
sagði hann: „Ég er gangandi dæmi
um, að glæpir borga sig ekki.“
Barnarán í Belgíu
+ Fyrir skömmu rændu þrír unglingar skólabíl með 16 börnum,
kennara þeirra og ökumanni í borginni Vieslam í Belgíu.
Unglingarnir, sem voru vopnaðir hlaupsagaðri haglabyssu og
handsprengjum, létu ökumanninn keyra til Brussel þar sem þeir
kröfðust þess að fá að útvarpa mótmælum vegna þjóðfélagslegs
ójafnaðar í Belgíu. Lögreglunni tókst, eftir langa mæðu, að fá
unglinganna til að fara inn í útvarpshúsið ásamt börnunum.
Skyndilega gerðu lögreglumenn áraás og yfirbuguðu unglingana,
án þess að börnin sakaði. Ránið olli nokkrum ruglingi meðal
vegfarenda í Brussel en eins og sjá má af myndinni, höfðu þeir
misjafnar skoðanir á því hvort leita ætti skjóls eða ekki.
Ódýrt
Rydenskaffi kr.
Krakus jaröaber kr.
Kínverskar perur kr.
Kínverskt ananasmaukkr.
Sveppir kr.
Nautahakk kr.
Kjúklingar kr.
Saltkjöt kr.
Söltuð rúliupylsa kr.
Reykt rúllupylsa kr.
Bacon í stykkjum kr.
Akra bökunarsmjörlíki kr.
Útsölusmjör kr.
1109 pr. pk.
1375 1/1 dós
569 Vt dós
415 '/z dós
1225 1/z dós
4457 pr. kg
3375 pr. kg
2226 pr. kg
1790 pr. kg
1990 pr. kg
3350 pr. kg
435 kr. stk.
1000 pr. stk.
Opið til kl. 22 föstudag
og frá 9—12 laugardag.
HAGKAUP