Morgunblaðið - 27.11.1980, Side 40

Morgunblaðið - 27.11.1980, Side 40
Síminn á afgreiöslunni er ^ #•«» ^ 83033 Mtrémttpwpnp JH«r0imblnbib Sími á ritstjórn og skrifstof": 10100 JMvreunblnbib FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1980 Eggjaskort- ur er nær dregur jólum „EGGJANEYSLAN hcfur aukist þaö mikiö að vikuskammturinn duuar okkur ekki. I»ví ákváöum við að skammta hverjum kaup- anda 20 egg sem viö álitum all þokkaleKan skammt.“ sagði Jón Magnússon verslunarstjóri í Mat- ardeildinni í samtali viö Mbl.“ Jón sagði að eggjaneysla væri alltaf mikil á þessum tíma árs en á sl. ári heföi ekki komið til skömmtunar vegna mikils fram- boðs á eggjum. Sagði hann að framboð væri ekki eins mikið í ár og því yrði örugglega eggjaskortur er liði nær jólum. Enn lækkar síldarverð VERÐ það. sem fékkst fyrir ísaða síld í Hirtshals í gær var lægra en áður á vertíðinni. Kap II seldi 109,1 tonn fyrir 34.9 milljónir króna, meðalverð á kíló 320 krónur eða 3,26 kr. danskar. Guðmundur RE seldi 162,7 tonn fyrir 47,8 milljónir, meðalverð 294 krónur eða 2,99 kr. danskar. Grindvíkingur seldi 161.9 tonn f.vrir 44,3 milljónir króna, meðalverð á kiló 274 krónur eða 2,79 kr. danskar. Meðalverð Grindvíkings er það lægsta, sem fengizt hefur í sölum íslenzku skipanna í Oanmörku til þessa. Bezta verðið fékk Pétur Jónsson hins vegar á dögunum, 5,20 krónur danskar fvrir kíló, og sama skip fékk 5,10 í annarri söluferð. I dag selja Arnarnes og Sæbjörg í Danmörku. Lítið selt af vetrar- rækjunni MJÖG erfiðlega hefur gengið að selja pillaða rækju í helztu mark- aöslöndunum undanfarið og að auki hefur fengizt lágt verð fyrir ra'kjuna. Mest öll framleiðsla síðasta sumars er seld. en hins vegar framleiða verksmiðjur nú að mestu leyti á lager. Fyrri hluta sumars féll rækja mjög í verði eða um 20%, en síðan hefur verið um óverulega lækkun að ræða. Vandinn er hins vegar sá, að neyzla á pillaðri rækju hefur dregizt saman í markaðslöndunum m.a. vegna versnandi lífskjara. A sama tíma er um verulega aukn- ingu í veiðum og framleiðslu að ræða og hafa Norðmenn undirboð- ið Islendinga. Þeir eru stórir á mörkuðunum og ráða mestu um verðin þannig að varla er um annað að ræða, en að fylgja þeirra verði. Guðmundur Sigvaldason jarðfræðingur efnagreinir gassýnishorn i húsi Norrænu eldfjallastöðvarinnar við Mývatn i ga’rkvöldi. en samkvæmt efnasamsetningu lofttegunda má spá i gang mála í iðrum jaröar. (Símamynd Mhl. Raunar Axelsson). ... Varnargarður byggð- ur um Kröfluvirkjun Metverð fyrir lélegan fisk ÞRÁTT fyrir lélegan fisk fékk Haukafellið frá Hornafirði sér- staklega gott verð fyrir afla sinn í Englandi í gær. Skipið seldi 33,4 tonn fyrir 33,9 milljónir króna í Grimsby, meðalverð 1016 krónur á hvert kíló. Að mati umboðsmanna fór fiskurinn í 3. gæðaflokk. Þá seldi Ottó Wathne 39,8 tonn í Fleetwood í gær, meðalverð 981 króna á kíló, 1. gæðaflokkur. Frá hlaöamanni Mhl. Árna Johnsen i Mývatnssveit. ÁKVEÐIÐ var í gær að hefja hyggingu varnargarðs við stiiðv- arhús Kröfluvirkjunar vegna hugsanlegrar hættu af hraun- flóði niður skarðið íyrir norðan virkjunina. Samkvæmt upplýs- ingum Einars Tjörva Elíassonar. yfirverkfræðings Kröfluvirkjun- ar. verður hafist handa við hygg- ingu garðsins í dag og verður það gert með því að hækka veginn við verksmiðjuna um 2 metra á hálfs kílómeters kafla. Fyrir skömmu var lokið við að hækka varnargarðinn milli byggð- arinnar í Reykjahlíðarhverfinu og Bjarnarflags, en þar eru Kísiliðj- an og Steypustöðin. Skarð var í varnargarðinum þar sem vegurinn lá í gegn. Bjarnarflag er talið hættusvæði í umbrotunum á svæðinu og er Kísiliðjan byggð þvert á sprungu. Framan af í jarðhræringunum á Mývatns- svæðinu fylgdu eldsumbrot ofan- jarðar ekki alltaf umbrotahrinun- um en í undanfarin skipti hefur verið um sprunguvirkni að ræða með hraungosi. Hætta á hraun- gosi er þó ekki talin meiri í Bjarnarflagi en á öðrum stöðum á þeim 25 km langa hluta sprung- unnar, sem hefur sýnt gosvirkni. Lauslega áætlað er Bjarnarflag 1 kílómetri í þvermál. Samkvæmt fjölmörgum mæl- ingum á fyrri eldgosahrinum hafa ávallt liðið 3—4 klukkustundir frá því að mælar hafa sýnt landsig og þar með hraunrennsli, þar til hraun hefur brotizt upp á yfirborð jarðar. Nokkuð góður tími á því að vera til þess að hefja varnarað- gerðir til að tryggja öryggi fólks. Landris er nú orðið meira en áður og sem dæmi um mestu gliðnun nú má nefna að á sprungu, sem er um 1 kílómetra frá Kröflu- virkjun er gliðnunin 0,8 mm á dag að sögn Hjartar Tryggvasonar, sem annast skjálftamælingar. Þetta þýðir 32,8 cm á ári eða 32,8 metra á öld. Þessi sprunga hefur gliðnað um 75 cm síðan 1976. Forysta ASÍ til næstu 4 ára kjörin í dag FORYSTA Alþýðusambands íslands verður í dag kjörin á ASÍ-þingi til næstu fjögurra ára. Samkvæmt tillögum um lagabreytingar. sem fyrir þinginu liggja. á að kjósa forseta ASÍ. tvo varaforseta og 12 miðstjórnarmenn. Samkvæmt dagskrá þingsins eiga kosningarnar að fara fram á tímabilinu 17.30 til 10. Svo sem að líkum lætur var í gær mikið um að vera meðal forystumanna stjórnmálaflokk- anna innan ASI og allir ræddu við alla um hvert valdajafnvægi ætti að vera í miðstjórn næstu 4 ár. Grunur lék á að Alþýðubandalagið væri að freista þess að ná samn- ingum við Framsóknarflokkinn og óháða á þinginu, um myndun meirihluta í miðstjórn, 8 menn af 15. Þegar þetta fréttist, gerðu alþýðuflokksmenn Alþýðubanda- laginu tilboð um 5 menn í mið- stjórn ef þeir fengju 4, en sam- kvæmt upplýsingum, sem Morg- unblaðið fékk í gær munu alþýðu- bandalagsmennirnir ekkert hafa tekið undir það. Sjálfstæðismenn, sem verið hafa klofnir í afstöðu til annarra flokka, urðu ókvæða við fréttum af þessu tilboði alþýðuflokks- manna og gaf þetta tilboð þeim sjálfstæðismönnum byr, sem verið hafa hallir undir samstarf við Alþýðubandlagið. Menn þóttust nú sjá, að alþýðuflokksmönnum væri ekki treystandi. Fullyrtu sjálfstæðismenn, að þeir hefðu fengið upplýsingar um það frá alþýðuflokksmönnum, að Karl Steinar Guðnason og Óskar Hall- grímsson, sem gert höfðu Alþýðu- bandalaginu tilboðið, að það hefðu þeir gert umboðslausir. Allt virtist enn óljóst í þessum málum í gærkveldi. Fundur var boðaður í kjórnefnd þingsins klukkan 17.30, en honum var frestað að ósk alþýðuflokksmanna til klukkan 23 í gærkveldi. Forsetaframboð stóðu þannig í gær, að í framboði eru Ásmundur Stefánsson fyrir Alþýðubandalag- ið, Björn Þórhallsson fyrir Sjálf- stæðisflokkirin og Karvel Pálma- son fyrir Alþýðuflokkinn. Þá er Guðmundur Sæmundsson, fulltrúi Einingar á Akureyri, sem sagður er frambjóðandi „órólegu deildar- innar" í Alþýðubandalaginu í framboði til forseta. Magnús Geirsson, sem beðinn hefur verið um að gefa kost á sér í starfið, mun ekki ætla að gefa kost á sér. Sjá fréttir af ASÍ-þingi á bls. 16 og viðtal við Björn Jónsson, forseta ASÍ á bls. 3. 5 milljónir fyrir tonn af hörpudiski MJÖG gott verð hefur undan- farið fengizt fyrir unninn hörpudisk og eftirspurnin er mikil. Fyrir eitt tonn af hörpu- diski fást nú 4.5—5 milljónir króna í Bandaríkjunum. en það er þó breytilegt eftir umbúðum og fleiru. Óttar Yngvason sagði í sam- tali við Mbl. í gær, að staðan á þessum markaði hefði verið þannig fyrir um hálfu ári, að mjög erfitt hefði verið að selja hörpudisk. Síðan hefði orðið mikil breyting og á skömmum tíma í sumar hefði verðið hækk- að um 25—30%, en hörpudiskur- inn er einkum seldur til Banda- ríkjanna, Frakklands og Spánar. Hann sagði að vaxandi áhugi væri fyrir skelfiskveiðum og vinnslu, en núna er hörpudiskur unninn hjá 8 verksmiðjum á 9 stöðum. Leyfilegt aflamagn er rösklega 10 þúsund tonn, en reikna má með að það þýði rúmlega þúsund tonn í fullunnri vöru. Óttar sagði, að mörgum virtist sem miðin þyldu meiri veiði. Hann sagði, að bátarnir fengju yfirleitt 2—7 tonn af skelfiski á dag, en algengt er að 4 menn séu á hverjum báti. Sigurlíkur gegn Noregi ÍSLENZKA skáksveitin á Ólympíuskákmótinu á Möltu tefldi í ga‘r við Norðmenn. Þremur skákum lauk — Ingi R. Jóhannsson sigraði Sande örugg- lega á 4. borði, Margeir Pétursson gerði jafntefli við Hön á 3. borði eftir að hafa átt í vök að verjast lengst af. Helgi Ólafsson tapaði fyrir Helmers á 1. borði. Skák Jóns L. Árnasonar og Heim fór í bið. Jón er peði undir en þrátt fyrir það eru vinningslíkur hans megin. Önnur helstu úrslit: Ungverja- land — England 2—1 og biðskák, Svíþjóð — Búlgaría 2 '/2 — '/2 og Svíar eiga líkast til unna biðskák. Sovétríkin — Holland 3—1, Júgó- slavía — Bandaríkin 3—1. íslenzka kvennasveitin tefldi við Nýja-Sjáland og vann 2—1.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.