Morgunblaðið - 30.11.1980, Page 3

Morgunblaðið - 30.11.1980, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1980 3 Basar og kökusala SKÁTAFÉLAGIÐ Kópar heldur sinn árlega basar í dag aö Hamra- borg 1, í Kópavogi, og hefst hann kl. 2 síðdegis. Jólasveinar selja lukku- poka, og auk kökusölu verður þarna á boðstólum margt eigulegra, hand- unninna muna. Hraðskákmót SKÁKÞINGI Keflavíkur lauk fyrir skömmu. Sigurvegari varð Haukur Bergmann, en hann sigraði alla and- stæðinga sína og hlaut 7 vinninga. I öðru sæti varð Helgi Jónatansson með 5 1/2 vinning og í þriðja sæti hafnaði Pálmar Breiðfjörð með 4 1/2 vinning. Á sunnudag fer fram hrað- skákmót Keflavíkur í Fjölbrautar- skólanum í Keflavik og hefst það kl. 14. Samkoma l.des EINS og undanfarin ár halda stúd- entar baráttusamkomu 1. des. nk. Að þessu sinni er hátíðin helguð efninu alþýðumenni ng-alþýöu menntun. Sjálf dagskráin verður haldin í Fé- lagsstofnun stúdenta og hefst kl. 14. Þar verður m.a. á dagskrá söngur, ljóðalestur, farandverkamenn flytja ávarp, Tryggvi Emilsson les úr verk- um sínum, „Frystihúsadísir" taka lagið, „Keltar" flytja írska alþýðu- tónlist og sýndur verður hluti úr leikritinu Dags hríðar spor eftir Valgarð Egilsson. Um kvöldið verður útvarpað um klukkustundar þætti, sem 1. desembernefndin hefur tekið saman. Þátturinn er samansettur úr blönduðu efni sem tengist efni dags- ins og hefst kl. 21:15. Klukkan 22 hefst síðan í Sigtúni skemmtun stúd- enta og stendur fram eftir nóttu. Lýsing Liberation á því þegar félagar OP 20 settust að í íslenzka sendiráðinu í París Frá önnu Niswls, fréttaritara Mbl. i Paris: BLAÐAMAÐUR franska blaðsins Liberation fylgdist með frönsku ungmennunum, sem komu i íslenzka sendiráðið hér i París á fimmtudagsmorguninn og birti frásögn i blaði sinu. Hún fer hér á eftir í lauslegri þýðingu. Fyrirsögnin var: „Gengið með hernaðar- andstæðingum til friðsamlegrar atlögu frá sendiráði íslands til lögreglustöðvar í 8. hverfinu í París.“ Klukkan er 11 á fimmtu- dagsmorgun fyrir framan Hof- man-breiðgötu 124, stað íslenzka sendiráðsins í París. Lið sjón- varpsmanna tekur myndir. Hvað er á seyði á gangstéttinni? Hóp- ur hernaðarandstæðinga, OP 20, kemur stormandi og breiðir úr borðum með áletrunum um stöðvun hernaðarstefnu. í hvert skipti, sem lögreglan hefur haft afskipti af þessum hóp undan- farið, hefur hann skilið eftir marga metra af áróðursborðum. Forvitnir vegfarendur fá ekki að vita hvað OP 20 þýðir. Það skiptir engu máli, leggjum sendiráðið undir okkur. Skrifstofurnar eru á 3. hæð, hringið og gangið inn. Ég veit ekki hvort einhver hefur hringt, samt sem áður tóku 2—3 sendi- ráðsstarfsmenn eftir hópnum. í anddyrinu voru sjónvarpsmenn enn að taka myndir og hópurinn hló. Ljóshærð íslenzk stúlka missti andlitið eitt augnablik og spurði síðan blíðlega, hvað væri eiginlega hér á seyði. Þeir sjö mótmælendur, sem voru þar, kröfðust þess að fá að tala við sendiherrann. Við bíðum, sögðu þeir. Sendiherrann, hr. Bene- diktsson, er fjarverandi. 1. rit- ari, hr. Gíslason, er upptekinn. Mótmælendurnir sjö koma sér fyrir. Þeir tóku ekki með sér samlokur því þrír þeirra eru í hungurverkfalli fyrir OP 20. í staðinn lesa þeir. Þeir lesa guð- spjöll friðarsinna og markmið Mururoa—eyjar, sem er lítil eyja í Kyrrahafinu, þar sem Frakkar gera kjarnorku- tilraunir. Hei, segir ein, vissuð þið að Newsweek birti myndina af bandarískum hershöfðingja, sem falið var að drepa stjórn- anda kjarnorkuheraflans ef ske kynni að hann brjálaðist? Al- mennur hlátur hópsins. 1. ritari kemur inn. Hernaðar- andstæðingar útskýra fyrir hon- um að Frakkland vilji þeim allt illt og þeir hafi valið Island til að biðja um pólitískt hæli. Stóru bláu augun í hr. Gíslasyni verða dreymin. Þá leggur hópurinn enn meiri áherslu á það sem hann vill. Þetta er friðsöm at- laga þangað til stjórnvöld á Islandi heyra í okkur, þangað til franskt almenningsálit vill líta við OP 20, segja þau. Hr. Gísla- son hnyklar brýnnar. Jæja, svo starf 1. ritara við sendiráð ís- lands er orðið þung byrði. En af hverju hafa þeir valið þessa litlu eyju, sem þeir eru næstum því að uppgötva í fyrsta skipti þarna í sendiráðinu, á korti á veggnum? Það er augljóst. Þar sem forseti Islands er friðarsinni, engin herskylda er á íslandi, hernaðar- andstæðingar eru ekki áreittir, nema að maður heiti Patrick Gervasoni. Ungum frönskum hernaðarandstæðingi, sem hefur komið sér út úr frönskum lögum, honum hefur verið sagt að koma sér úr landi. Hr. Gíslason er ekki ánægður. Hann hringir, sendir telex og hnyklar brýnnar. En hópurinn gefst ekki upp, hann ætlar að vera þarna alla nóttina ef með þarf. Klukkan er 12.30, hópurinn byrjar að örvænta. Tveir lög- reglufulltrúar voru að koma úr 8. hverfi, síðan bættust 15 ein- kennisklæddir við. ísland veldur þeim sannarlega vonbrigðum. Hópurinn endurtekur að sendi- ráðið sé að gera mistök, sem ekki yrði vel tekið á íslandi. Tómt mál að tala um, klukkan er orðin 13. Nú erum við á lögreglustöð- inni. Hópurinn sýndi enga and- stöðu þegar lögreglan kom. Að vísu vorum við hræddir í þessari stöð, sem þekkt er fyrir hlýleg mistök. Skilríki voru könnuð, heimilisföng, hópurinn látinn laus um klukkan 15. í bækur lögreglunnar hefur bæst við enn eitt mál, þeir eru þessu vanir. OP 20 heldur áfram friðarstefnu fyrir þá, sem mótmæla hernaði. Énginn af þeim hefur hugsað sér að fara í sumarfrí til íslands. Kynning á OP 20: Þetta er hópur ungra manna, sem vilja að allir hafi rétt til að neita að fara í herinn. Samkvæmt frönskum lögum er hópurinn algerlega ólöglegur. ,BótelS°g 4 fcVÖW Til London með Útsýn Vikuferðir á laugar- dögum. Helgarferðir á fimmtudögum — 5 dagar. Starfsmaður Útsýnar, Kristín Hauksdóttir, tekur á móti farþegum á flugvelli og verður þeim til aöstoöar meöan á dvölinni stendur. velur Uts ’'‘"í • --—i ------ Skíðaferöir Kranskja Gora — Kitz BUhel — Lech 14 daga ferðir m/gistingu og Vz fæöi. Kanaríeyjar Brottför 19. des., 9. og 30. jan., apríl. Florída — St. Brottför alla laugardaga. 20. febr., 13. mars, 3. og 24. Petersburg LATIÐ FAGMENN ANNAST FERDINA Farþegar aam gara faraeölaviðskipli sín hjó ÚT8ÝN — þótt þeir fari J eigin vegum“ — fá ókeypis alla þjónustu varöandi hótelpantanir, pantanir á framhaldsfarseólum, hvort sem er með flugvélum, járnbrautum, áaatlunarbifreióum eóa skipum, mióa í leikhús eóa tónleika, knattspyrnu- eóa íþróttaleiki, aógangskort á sýningar, skíöalyttur, green fees o.þ.h. ÚTSÝN pantar einnig bflaleigubila og aér um pantanir, og útskrift pappira vagna flutnings bifreióa sjóMAis. Farþeginn greiðir sama fargjald — Isegsta fáanlega fargjald á hvarti flugleiö og meö hvaða flugfélagi sam er. Starfsfóik ÚTSÝNAR miölar af þekkingu sinni og reynslu, gefur góö ráð og leiöbeinir ferðamanninum um alla skipulagningu farðalagsins. í krafti umsvifa sinna, reynslu og traustra vidskiptasambanda getur Útsýn boöiö meira úrval, betri kjör og fyrsta flokks þjónustu fagfólks. Feröaskrifstofan Allar upplýsingar um fjölbreytta feröamöguleika veturinn 1980—1981 má sjá í nýútkominni Feröaáætiun Útsýnar. UTSYIM Austurstræti 17. Sími 26611 og 20100.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.