Morgunblaðið - 30.11.1980, Side 18

Morgunblaðið - 30.11.1980, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1980 „Bitamunur en ekki f jár“ Tvö áskorunarskjöl lögregluþjóna Skjalasöfn landsmanna geyma margháttaðan fróðleik' um líf og störf þegnanna, kaup þeirra og kjör. Þar er að finna sitthvað er kann að vera þess vert að dregið sé fram í dagsljósið þá er kynslóð nútíðar hyggur að málum sínum og vegur og metur kjör og stéttar- stöðu. Fyrir nokkru birtist hér í blaðinu grein er varðaði ósk þingskrifara á Alþingi 1922, þar sem þeir fóru þess á leit að alþingisforsetar bættu þeim launaskerðingu. Enn er margt ósagt frá þingskrifurum þess árs og er ætlun höfundar að halda þeim þáttum áfram enn um sinn. Hér verður þó lögð lykkja á þá leið og hugað að áskorunarskjali lðgreglu- þjóna í Reykjavík er sendu bæjar- stjórn tilmæli um launabætur. Þyk- ir tilskrif þeirra leiða margt í ljós um afkomu almennings og þann vanda er þá var við að etja á erfiðum tímum, að lokinni fyrri heimsstyrjöld. Þótt margháttaður vandi steðji nú að í samfélagi voru mun næsta örðugt fyrir þá er eigi þekktu af raun fátæktarbasl og skort þessara ára að ímynda sér örbirgð þá er ríkti þá er breyttir atvinnuhættir, markaðsörðugleik- ar, eldiviðarieysi, húsnæðisskortur og dýrtíð þjakaði þjóðina. Það mun mál margra að lögreglumenn al- mennt séu engir flysjungar og geipi eigi um smámuni, né væti harma af tilfinningasemi. Þeim mun íhugun- arverðari eru rök þeirra fyrir nauð- syn launabóta og leiðréttingar er þeir óska á kjörum sínum. Lýsing þeirra á kjörum alþýðu, húsnæð- isskorti, vöruverði og aðstöðu allri til lífsframfæris er trúverðug og verður eigi vefengd. Þá mun það vekja athygli að í sjálfri Reykjavík, einni höfuðverstöð landsmanna, virðist fiskur vera næsta torfeng- inn. Þeim sem flett hafa dagblöðum frá þessum tíma kemur það þó eigi á óvart. Ýmis samtök voru mynduð um útgefð báta frá Reykjavík til þess að afla í soðið handa bæjar- búum. Alþýðuflokkurinn t.d. tók bát á leigu árið 1922 í því skyni að veiða fisk á bæjarmarkað. Var það vélbáturinn Stakkur er gerður var út um hríð á vegum flokksins. Það var upphaf að fisksölu Jóns Guðna- sonar, er síðar rak fiskverslun ásamt Steingrími Magnússyni er enn lifir, háaldraður. Voru þeir félagar kunnir forgöngumenn í hópi fisksala og ráku um langt skeið fyrirtæki sitt, Jón og Steingrímur. Síðar stofnsetti Steingrímur fyrir- tæki sitt, Fiskhöllina. Steingrímur Magnússon kann án efa að segja marga sögu um hve örðugt hefir jafnan reynst að afla bæjarbúum soðningar og telst það með ólíkind- um að höfuðfiskveiðiþjóð heims, er telur sjávarafla til undirstöðuat- vinnugreinar og bjargræðis, skuli jafnan hafa lotið að lágu við öflun fiskmetis til eigin neyzlu og eigi stutt þá er lögðu sig fram við þau störf. En víkjum nú að skjali lögreglu- þjónanna. Höfundur ávarps þeirra lögreglu- manna mun vera Guðlaugur Jóns- son sá er lengi vann að sakaskrá. Guðlaugur er kunnur fyrir fræða- störf sin, m.a. vegna bókar sinnar um sögu bifreiða á íslandi. Þá minnast þeir er lesið hafa sögu séra Arna Þórarinssonar frásagnar Guðlaugs af draumi þeim er séra Árni réð fyrir ósigri Hitlers í heimsstyrjöldinni. Varð séra Árni svo feginn draumfrásögn Guðlaugs að hann bað honum biessunar og kvaddi hann með virktum og þökk- um. Sverrir Þórðarson, blaðamað- ur, ræddi við Guðlaug í sjónvarpi fyrir allmörgum árum. Undirskriftaskjal „Eins og nú þegar er orðið kunnugt, þá lækkar dýrtíðaruppbót opin- berra starfsmanna Reykjavíkur- kaupstaðar við næstu fjárhagsára- mót, úr 94 niður í 60%. Vjer undirritaðir lögregluþjónar í Reykjavík, sem samkv. 5. gr. samþyktar um laun starfsmanna Reykjavíkurkaupstaðar frá 13. des. 1919 tökum laun okkar í 8. launa- flokki, sem í byrjun eru ákveðin 1800 kr. yfir árið, hækkandi annað- hvort ár um 200 kr. upp í 2800 kr. auk dýrtíðaruppbótar, leyfum oss hjermeð að tjá háttvirtri bæjar- stjórn Reykjavíkur, að vjer sjáum oss ekki fært að standa straum af kostnaði daglegra þarfa vorra, auk skatta og annara opinberra gjalda sem oss ber að greiða, með þeim launum, sem oss ber að fá á næstkomandi ári, samkvæmt áminstri launasamþykt, en með því að oss er ekki ljúft að vera knúðir til að segja upp starfinu sakir ónógra launa, þá beiðumst vjer þess hjer með, að háttvirt bæjarstjórn vilji ákveða laun lögregluþjóna bæjarins eftir 7. flokk þannig: Byrjunarlaun 2000 kr. hækkandi um 200 kr. árlega, að tveim fyrstu starfsárunum undanskildum, upp í 3000 kr. auk dýrtíðaruppbótar miðaða við verðlagsskrá þá, sem árlega verður gjörð vegna út- reiknings á dýrtíðaruppbót emb- ættis- og sýslunarmanna lands- ins. Til þess að fyrirbyggja misskiln- ing sem kynni að eiga sjer stað innan bæjarstjórnarinnar á þvi af hverju vjer nú förum fram á að fá launahækkun, þá leyfum vjer oss að gefa nokkrar skýringar þar að lútandi. Þó að vjer að engu leyti berum brygður á það, að dýrtíðaruppbótin sje rjett útreiknuð, samkvæmt þeirri verðlagsskrá, sem hún er miðuð við, þá blandast oss þó ekki hugur um að miklu máli skiftir fyrir menn, sem ala aldur sinn hjer í Reykjavík, að sumar þær vörur, sem notaðar eru hjer daglega, svo sem brauð frá brauðgerðarhúsum og nýr fiskur, eru alls ekki lagðar til grundvallar, og hlýtur öllum að vera það ljóst, að einmitt þessar vörutegundir eru sá hluti daglegu nauðsynjavaranna sem yfirleitt skapa stóran hluta af framfærslu- kostnaði manna hjer í bænum. öllum hlýtur einnig að vera ljóst, að verðfall á brauðum hefir verið lítið síðan í fyrra og á nýjum fiski ekkert, nema síður sje, þrátt fyrir það hefir hann verið og mun verða í framtíðinni ein aðalfæðutegund bæjarbúa þegar hann fæst. Kjöt hefir að vísu lækkað allmik- ið í verði, frá því í fyrra, en þess ber að gæta, að þeir sem lágt eru launaðir, og geta því aðeins gjört innkaup til daglegrar notkunar eru útilokaðir frá því að njóta heild- söluverðsins. Þá er að líta til vefnaðarvöru og skófatnaðar: Um vefnaðarvöruna er það að segja, að oss finst „bita munur en ekki fjár“ á verðlagi hennar nú og í fyrra á sama tíma, að undantekinni þeirri vefnaðarvöru, sem hefir verið á boðstólum á útsölum einstakra verslana hjer í bænum, en sem á engan hátt geta fullnægt þörfum fjöldans á því sviði. Skófatnaður hefir óneitanlega lækkað mikið í verði í skóverslun- um, en skóviðgerðir (sólningar) eru nærfelt í sama verði nú og fyrir ári síðan. Þá getum vjer ekki látið ógert að benda háttvirtri bæjarstjórn á einn útgjaldalið, og hann ekki lítinn, sem snertir sjerstaklega þá sem búa í Reykjavík, sem leigutakar. Þessi útgjaldaliður, sem hjer er átt við, húsaleigan, sem öllum er ljóst að er geysihá, verður þó þeim mun tilfinnanlegri, er hún nú stendur í stað á sama tíma og tekjurnar rýrna. Hljóta allir að sjá að örðugt muni vera að láta alt að 14 af árstekjum í húsaleigu fyrir litla íbúð, árstekjum, sem nema 3—4 þúsund króna. Þó segja megi að hjer sjeu til lög sem vernda menn fyrir húsaleiguokri, þá er því þar til að svara, að svo miklir ókostir geta verið samfara þeirri lagafram- kvæmd fyrir leigutaka að tæplega er hægt að átelja það, þó menn hiki við að fá húsaleigu lækkaða á þann hátt, enda munu þeir vera fáir sem leita þessa rjettar síns, eins og nú er ástatt í bænum með fjölskyldu- íbúðir, nema af algerðu getuleysi að greiða hina áskildu leigu. Jafnvel þó aðeins væri að ræða um húsa- leigu sanngjarnlega áætlaða nú, eftir verðmæti húsa, þá myndi hún eigi að síður vera erfiður útgjalda- liður fyrir þá, sem rýrar tekjur hafa. Þá er einnig vert að minnast þess að tekjuskattur og fleiri opin- ber gjöld, sem hvíla á bæjarbúum hafa mikið aukist. Það að vjer nú beiðumst launa- hækkunar á þó ekki nema að nokkru ieyti rót sína að rekja til þeirrar skoðunar vorrar, að dýrtíð- in sje í raun og veru meiri, heldur en útreikningurinn á dýrtíðarupp- bót fyrir yfirstandandi og næst- komandi ár ber með sjer, heldur einnig vegna þess, að vjer teljum byrjunarlaun vor vera ákveðin of lág, og að alt fram á yfirstandandi ár, höfðum vjer aukatekjur í sam- bandi við tollgæslu o.fl., sem stund- um námu álíka mikilli upphæð yfir árið og þeirri sem vjer hjer förum fram á að fá í hækkun. Á yfirstand- andi ári vorum vjer útilokaðir frá því að geta notið þessara auka- tekna, af ástæðum sem háttvirtri bæjarstjórn hlýtur að vera best kunnugt um, og erum vjer því þar með orðnir þeir einu af starfs- mönnum bæjarins, sem fyrir beina fyrirskipun bæjarstjórnar, erum útilokaðir frá því að geta unnið oss fje með öðru en starfinu fyrlr bæinn, enda störfum lengur dag- lega en nokkur annar í bæjarins þjónustu, jafnt helga daga sem rúmhelga árið um í kring. Vegna þessara skilyrða, sem oss eru sett, að öllum öðrum starfsmönnum bæjarins undanteknum, að mega ekki hafa á hendi önnur störf en þau, sem snerta lögreglustarfið og verða að starfa minst í 12 stundir á dag, helga daga sem rúmhelga, árið um í kring, sem hvorugt er sam- bærilegt við daglegan vinnutíma og ráðningarskilyrði annara starfs- manna bæjarins, þá þykir oss sem sanngirni mæli með því, að vjer sjeum ekki látnir taka þau lægstu laun, sem bærinn hefir að bjóða, og væntum vjer þess að háttvirt bæj- arstjórn geti orðið oss sammála þar um, og ekki síður um ástæður vorar til umkvörtunar gegn svo hraðri lækkun dýrtíðaruppbótarinnar, sem raun er á orðin, er vjer höfum leyft oss að tilfæra hjer að framan. Að endingu leyfum vjer oss að vænta þess að háttvirt bæjarstjórn vilji sjá og viðurkenna, að kaup- hækkunarbeiðni vor, sem hjer kem- ur fram, sé ekki ósanngjörn heldur á fylstu rökum bygð, og veiti oss því launahækkun og á þann hátt sem vjer förum fram á hér að framan. Reykjavík, 15. nóvember 1922. Virðingarfyllst, Slg. Gislason, Sæm. Gislason, Kr. Jónasson, ólafur Jónasson, Guð- björn Hansson, Þórður Geirsson, Kjartan Sigurðsson, Guðlaugur Jónsson. Ó.B. Magnússon, Guðmundur Stefánsson, Páll Árn- ason, Jónas Jónsson. Það stóð ekki á fjárhagsnefnd Reykjavíkurborgar að verða við tilmælum lögregluþjóna. Hinn 19. desember 1922, aðeins rúmum mán- uði eftir að lögreglumenn rita tilmæli sín leggur fjárhagsnefndin til við bæjarstjórn að lögregluþjón- ar verði fluttir í 7. flokk, en það var ósk þeirra. Hinn 21. desember samþykkir síðan bæjarstjóm að verða við þessum tilmælum. Nú mætti ætla að lögreglumenn yndu glaðir við sitt og létu af kröfugerð. En svo varð eigi. Áfram hélt dýrtíðarskrúfan hvað sem öllum hagskýrslum leið um lækkun vöru- verðs. Og aðeins misseri síðar en bæjarstjórnin samþykkir flutning lögregluþjóna í 7. flokk rita þeir bréf og mælast nú til þess að dýrtíðaruppbót þeirra verði hækk- uð. Röksemdir þeirra eru svofelld- ar: Þrátt fyrir það, þó launakjör okkar lögreglumanna bæjarins hafi á síðustu fjárhagsáætlun verið bætt, að nokkru leyti, eftir því sem við höfðum farið fram á áður, þá hefir dýrtíðaruppbót sú, er við nú fáum, lækkað svo tilfinnanlega, að launin að meðtalinni uppbótinni Fremsta röð: Jónas Jónasson, Páll Árnason, Erlingur Pálsson, Óiafur Jónsson, Guðmundur Stefánsson. — Miðröð. Guðlaugur Jónsson, Magnús Sigurðsson, Karl Guðmundsson. Sigurður Gislason, Kjartan Sigurðsson, Sæmundur Gislason. — Aftasta röð: Guðbjörn Hansson, Margrimur Gislason, Kristján Jónasson, Þórður Geirsson. Svo sem mynd iögreglumanna er fylgir greininni ber með sér eru búningar þeirra talsvert frábrugðnir þeim er nú tíðkast. Húfurnar minna á búning franskra Iögregluþjóna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.