Morgunblaðið - 30.11.1980, Síða 21

Morgunblaðið - 30.11.1980, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1980 21 Dynjandi diskómnsik Regnboginn: „Trylltir tónar“ („Can’t Stop the Music) HÚN Maria Braun hefur nú mátt færa sig um set i Regnboganum, því nú hef- ur bandariska kynbomban Valerie Perrine lagt undir sig A-salinn. ásamt friðu föruneyti, í myndinni Can't Stop the Music. Félagsskap- urinn er ekki af verri end- anum. eda hinn geysivin- sæli songflokkur The Vill- age People (Y.M.C.A. o.fl.). Can't Stop the Music, er söngva- og dansamynd í takt við tímann, eins og Satur- day Night Fever, Grcase, Xanadu o.fl. Framleiðandi myndarinnar, Allan Carr, á hugmyndina að baki henni og byggist hún einkum á vinsældum og frumlegri framkomu söngflokksins. Kryddið er gamalkunnugt, eða kynþokkafullt kvenfólk, rómantík og stórfenglegar sviðsetningar, búningar og dansatriði. Ein vinsælasta tízkusýningarstúlka í New York (Perrine), er að hætta störfum og lætur sér líða vel í listamannahverfi borgar- innar, Greenwich Village. Þar unir hún sér einkum með Jack (Steve Gutten- berg), sem er upprennandi lagasmiður og plötuþeytir í diskóteki. Svo farið sé fljótt yfir sögu, þá koma smám saman inní myndina hinir skraut- legu meðlimir The Village People, (Jack fer aftur á móti með hlutverk Jaques Morali, mannsins sem stendur á bak við vinsældir söngflokksins, en hann hef- ur samið flest vinsælustu lög hans). Perrine notar sína fyrri frægð við að koma hinum söngglöðu vinum sín- um áfram og með ýmsum hjálparmeðölum ná þau svo sínu marki að lokum. Allan Carr, framleiðandi Can't Stop the Music, er álitinn hálfgerður galdra- karl þar vestra, en maðurinn sem er rétt hálf-fertugur, er umboðsmaður og ráðgjafi stórstjarna eins og Ann- Margret, Dyan Cannon, Herb Alpert, Melinu Merc- ouri og Tony Curtis. Carr komst fyrst virkilega í sviðsljósið, er hann „datt niður á“ myndina Survive. Hann lét endurklippa og hljóðsetja þessa mexikönsku mynd um harmleik sem gerðist í Andesfjöllunum fyrir nokkrum árum, og framhaldið er ærið sögulegt, því myndin sló allsstaðar í gegn, hvar sem hún var sýnd um lönd. Carr kom einnig nokkuð við sögu The Deer Hunter og Tommy, en þekktastur er hann sjálfsagt sem meðframleiðandi og handritshöfundur Grea.se, þriðju vinsælustu myndar kvikmyndasögunnar. Tæpast þarf að kynna Valerie Perrine eða The Village People fyrir lesend- um. Perrine er glæsileg og fögur leikkona sem er minn- isstæð úr myndunum Lenny og Slaughterhouse Five. Gæti orðið einskonar Mae West okkar tíma. (Blessuð” sé minning hennar.) Hinir íburðarmiklu meðlimir The Village People sem fyrst urðu vinsælir árið 1978, með laginu Macho Man, ef ég man rétt, eru: Felipe Rose, sem í föðurætt var hálfur Sioux- og hálfur Cherokee- indjáni, og kemur jafnan fram í fjöðrum skreyttum stríðsgalla forfeðra sinna; Alex Briley (Hermaðurinn), Ray Simpson (mótorhjóla- löggan), David Hodo (bygg- ingarverkamaðurinn); Ran- dy Jones og Glenn Hughes, sem ætíð skartar klæðum „leðurjakkatöffara". Litrík- ur hópur, ekki satt? Hin seiðmagnaða Valerie Perrine i Can't Stop the Music. Can’t Stop the Music, er glæný, var frumsýnd í sumar í hinni glæsilegu óperuhöll Sidney-borgar. leikstjóri er Nancy Walker, sem stjórnað hefur mörgum sjónvarpsmyndum, komið fram í nokkrum myndum og leiksviðsverkum, en þetta er frumraun hennar sem kvik- myndaleikstjóra. beir „þorpsbúarnir“ hafa iöngum þótt skrautlegir á sviði. Alemendros. A ekrunum miklu Sæludagar í Háskólabíói NÝHAFNAR eru sýningar á Days of Heaven, eða Sæludögum, i Háskólabíói. sem er önnur mynd hand- ritahöfundarins og leik- stjórans Terrence Malick. Hefur hún hvarvetna hlot- ið ákaflega lofsamlega dóma, likt og fyrsta verk höfundar, Badlands. (Reyndar hafði Malick áð- ur skrifað handrit myndar- innar Pocket Money.) Sæludagar segir af far- andverkafólki á sléttunum miklu, rétt fyrir upphaf fyrra stríðs. Chicago-bú- arnir Bill (Richard Gere), Linda systir hans (Linda Mans) og ástkona Bills, Abby (Brooke Adams), sem ætíð kynnir sig sem systur hans, halda hópinn og ráða sig í hveitiuppskeru hjá höfðinglegum Texas-bónda (sem leikinn er af leikrita- skáldinu Sam Shepard). Verður hann fljótlega hug- fanginn af Abby. Þreytt og leið á flækingn- um og baslinu leggja þau þrjú á ráðin, og Abby giftist bónda, þegar það spyrst út að hann eigi skammt eftir ólifað. En hann reynist hinn hressasti og von bráð- ar kemst hann á snoðir um samband konu sinnar og „bróður" hennar, Bill. Hér glata flestir sakleysi sínu og verður ekki lengra rak- inn söguþráðurinn. Sæludagar, var af mörg- um talin besta bandaríska mynd ársins 1978. Ekki aðeins fyrir handrit og leik- stjórn Malicks, né góðan leik flestra annarra en Gere eða tónlist Morricones, heldur ekki hvað síst fyrir hina rómuðu, ljóðrænu snilldarkvikmyndatöku Kúbumannsins Nestors Al- emendros. (Sjá grein, ann- ars staðar á síðunni.) Kom það heldur engum á óvart að hann hlaut Oscarsverð- launin fyrir framlag sitt til myndarinnar. Ég vil hvetja alla þá sem unna fagurri kvikmyndalist að drífa sig sem fyrst í Háskólabíó, og gera veg Days of Heaven sem mest- an hérlendis, því myndir af hennar tagi þurfa mikla aðhlynningu — eða þær falla langt fyrir tímann. Pottarim Umsjón: SIGRUN DAVÍÐSDÓTTIR Þessa dagana eru að koma á markaðinn ýmsar nýjar ostateg- undir, svo það er ekki úr vegi að hefja upp ostamál. Fyrst ber merkan að telja rjómaostinn. Fyrir ýmsa er hann engin nýj- ung, því hægt er að búa til eigin ost með því að sía sýrðan rjóma. En það er vissulega þægilegt að geta keypt öskju, þegar mikið liggur við. Rjómaosturinn til- búni er heldur þurrari en sá sem fæst úr sýrða rjómanum. Hann er bragðgóður, en helzt til þurr fannst mér. Það eru þó vísast byrjunarörðugleikar. Ostur Úr rjómaostinum má gera margt gott. Hann er ljómandi góður til að þykkja sósur, og þá ætti hveiti að vera alveg um- framt. Hann er geysigóður í sæta og salta pæa, kökur og krem. Ostakaka er mjög þekkt víða, þar sem þessi ostur er hefðbundinn mjólkurmatur. ít- alir búa þannig til ostaköku með þurrkuðum ávöxtum í, t.d. rúsín- um og súkkati. Það er vert að hafa þann möguleika í huga. Oft er kakan bragðbætt með sítr- ónusafa. Nýir ávextir þykja góð- ir með og eru bakaðir í kökunni, eða lagðir ofan á á eftir. Hér kemur uppskrift að kremi úr rjómaosti. Kremið hefur þann kost, að það þarf ekki að baka og er fremur fljótlegi. Þið getið borið það fram sem búð- ing, t.d. í skál fyrir hvern og einn. Avextir eru góðir með, Ld. vínberin sem fást nú svo góð. Þá spillir ekki fyrir, að úrsteina þau og leggja á botninn undir krem- ið. Einnig er tilvalið að setja kremið á milli svampbotna. Þið látið það þá aðeins standa fyrst, ca. 1 klst., áður en þið setjið það á botninn. Látið það ekki ná alveg út á jaðrana, svo það fljóti ekki úr kökunni. En síðast en skki sízt notið þið það í pæa- botna. Uppskrift að slíkum fylg- ir. Mulningsbotn er ljómandi lausn. Nú má víða frá granola- mylsnu frá Nutana. Hún er góð í botn. En þá er það pæinn ... Botninn: 2 dl haframjöl 2 dl heilhveiti 1 dl hveiti, helzt óhvittað 100 gr smjör 1 egg 1-3 msk púðursykur 1. Setjið mjölið á borð. Myljið kalt smjörið saman við það ásamt sykrinum. Þegar þetta er orðið vel blandað, bætið þá egginu í og hnoðið deigið. Ef þið viljið ekki nota egg, getið þið vætt í með vatni eða mjólk. En vætan er til að deigið loði saman. Ef þið hafið tíma, er gott að deigið fái að jafna sig í um 30—60 mín. í kæliskáp. 2. Setjið ofninn á 225°. 3. Smyrjið form með lausum botni eða sérstakt pæaform. Þrýstið nú deiginu í formið. Hafið ekki áhyggjur þó botninn sé ekki eggsléttur. Það kemur ekki að sök. Þrýstið deiginu vel upp á barmana. Bakið nú botn- inn í 15—20 mín., eða þar til hann er fallega gullinn og greinilega bakaður í gegn. 4. Þá er það kremið. 1 askja rjómaostur eða ostur úr 2 dósum af sýrðum rjóma 1 egg 3-4 msk hunang 2'A dl r jómi safi úr x/i sítrónu Útbúið ost úr sýrðum rjóma með því að setja rjómann í kaffipappírspoka og láta standa i um sólarhring, ef þið hafið þann háttinn á. 5. Þeytið saman ostinn og eggið, svo að osturinn verði sléttur og kekkjalaus. Þeytið hunangið saman við. Stífþeytið rjómann. Blandið ostahrærunni og rjómanum saman. Þeytið safanum saman við. Látið nú kremið standa í um 1 klst. í kæli. Á þeim tíma stífnar það. Hellið því svo hálfstífu í skelina. Látið það standa í um 15 mín. og jafna sig áður en þið berið kökuna fram. Ef þið berið ekki ávexti fram með eða í kreminu, þá er alveg tilvalið að brytja 3—4 gráfíkjur saman við kremið. Stráið síðan nokkrum valhnetum yfir, og þarna hafið þið svellandi köku. Hún er jafn góð með kaffi eða te, eða sem eftirréttur. Eins og þið sjáið, er kremið sannkallað undrakrem, vegna þess hve það er einfalt og hentar við margs konar tækifæri og með margs konar hráefni. Ef þið viljið útbúa ósæta köku, sleppið þið hunanginu, og þeytið t.d. gráðaosti saman við. Gráðaosturinn fæst nú sem bet- ur fer aftur eftir nokkurra mánaða hlé. Meira af ostum Cottage cheese er enskt heiti á osti sem er víða þekktur. Nú framleiðir KEA svona ost. Ég kem nánar að honum síðar, en það má nota hann líkt og rjómaost. En athugið, að rjóma- ostur er feitur, en það er þessi ostur, sem er kallaður Kotasæla, alls ekki. Prófið t.d. að nota hann í kremið hér að ofan. Reyndar er Kjúka gamalt ís- lenzkt heiti á svona osti. Osturinn Búri hefur einnig bætzt í þennan fríða flokk. Sá er feitur og mildur. Hann þykir helzt minna á danskan rjóma- Havarti. Hann er tilvalinn til að bera fram sem eftirrétt eða millirétt við hátíðleg tækifæri, auk þess að nota hann sem álegg. Ég er ekki í vafa um, að allir ostaunnendur eiga eftir að falla í stafi af hrifningu. Þetta er hreint frábær ostur sem framleiðendurnir á Húsavík mega vera stoltir af. Ekki má gleyma að í Reykja- vík eru tvær ostabúðir. Önnur er á Snorrabrautinni, gamalkunn, en hin er ný, á Bitruhálsi. Það er mjög gaman að verzla í þessum búðum, því þar er hægt að fá að bragða á ostunum og afgreiðslu- stúlkurnar eru elskulegar. Það er mun betra að kaupa osta í stórum stykkjum, ef hægt er að koma því við, því þannig er osturinn bæði betri og ódýrari. Osturinn er lifandi, og loftþéttar plastumbúðir fara ekki vel með hann. V

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.