Morgunblaðið - 30.11.1980, Síða 22

Morgunblaðið - 30.11.1980, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1980 Stjörnuglópar nefnist ný bók sem komin er út eftir Jóit Dan. Höfundinn þekkja allir en ef til vill væri ckki úr vegi að fara nokkrum orðum um efni sögunnar. Aftan á bókarkápu segir að hún fjalli um hið forna sagnaminni úr Biblíunni — vitringana þrjá frá Austurlönd- um. í sögunni eru þessir vitringar kallaðir Varðarbræður af nágrönnum sínum — en þeim eru einnig valin önnur nöfn. Þeir eru engvir spekingar, og þó — ef til vill eru þeir einmitt spekingar. Reyndar eru þeir Varðabræður svo nátengdir sögusviði ritverksins að ómögulegt er að gera úttekt á þeim án þess að hafa það sér fyrir hugskotssjónum — og sögusviðið er alltof sérstætt til að hægt sé að gefa hugmynd um það i fáum orðum svo vel fari. Stjörnuglópar eru þykk bók, 248 blaðsiður. Við getum sagt að Varðabræður séu útnesjamenn á hefðbundna vísu nema þvi marki brenndir að hafa gaman af að skoða stjörnur auk þess sem þeir hafa tamið sér ýmsa sérvisku. En sjá þeir eitthvað i himingeimnum sem almenningi er hulið? Umhverfið er Varðabræðr- um á margan hátt andsnúið enda raunveruleikinn ekki þeirra sérgrein. Og i hringiðu lifsins horfir að jafnaði áhyggjulega fyrir slikum ... stjörnuglópum. Blaðamaður Morgunbiaðsins ræddi við Jón Dan á heimili hans að Miðtúni 38. Eiginkona Jóns heitir Halldóra Eliasdóttir og eiga þau fjögur börn, þrjár dætur og einn son. Umræðuefnið er nýjasta skáldsaga Jóns, Stjörnuglópar, en eins og að likum lætur er einnig farið út í aðra sálma. Ég skal segja þér, — skáldsögupersónur eru bráðlifandi fólk Hver er upphaflega hug- myndin að þessari sögu? — Segja má að ég hafi byrjað á því að spyrja sjálfan mig hvernig mannkynssagan hefði orðið ef farið hefði fyrir Jesú eins og barninu í sögunni. í Stjörnuglóp- unum eru vitringarnir óbreyttir almúgamenn sem skera sig úr vegna áhugamála sinna. Hvort þeir eru jafn vel að sér og vitringarnir í Biblíunni skal ósagt látið. Á þeim tímum vissu menn ótrúlega mikið og sjálfsagt hafa vitringarnir verið afburða stj örnuf ræði ngar. í Stjörnuglópum er það fyrst og fremst þetta sérstæða áhugamál þeirra, að góna út í geiminn og fylgjast með gangi himintungla, sem verður til þess að þeir skera sig úr. Þeir láta venjuleg hugðar- efni sveitunga sinna lönd og leið. Þeir fylgjast ekki með framvind- unni, kæra sig ekki um það. Sveitungunum finnst þeir hafa dagað uppi ög líta á þá sem kjána. Það er fullt af svona mönnum í kring um okkur. Finnst þér að þeir breyti rétt? — Já, já. Það þýðir náttúrlega ekki að berjast gegn breyttum aðstæðum og láta eins og allt sé sem áður var. Að því leyti hafa þeir dagað uppi. En við getum líka spurt sem svona: Finnst þér að frístundamálarinn breyti rétt? Hann ver hverri frjálsri stund til að mála en gseti þess í stað aflað sér og fjölskyldu sinni meiri lífsgæða. Mat hans er annað en þeirra sem keppast við að græða peninga til að eyða í drykkju og dansleiki. En menn fara líka einhvers á mis við að taka upp nýja lífshætti — það hlýtur alltaf að vera mikilvægt að rjúfa ekki tengslin við uppruna sinn. Á hinn bóginn má segja að Varðabræður gangi of langt — þeir lifa í sinni eigin veröld og þykir lítið koma til hins daglega amsturs sveitunga sinna. Og þeir kunna sér ekki hóf, þeir eru kvikindislega stríðnir og draga náungann sundur og saman í háði. Svo það er ekki furða þó þeir séu illa þokkaðir. Rætt við Jón Dan um nýútkomna bók hans, Stjörnuglópa Er þetta raunsæissaga? — Ég veit ekki hvað er raunsæ- issaga. En persónurnar eiga sér ekki lifandi fyrirmyndir — og eru ekki heldur settar saman úr mörg- um mönnum sem hafa verið til eða eru til. Ég veit að minnsta kosti ekki annað en ég hafi búið þær til. Svo set ég þær á sögusvið sem ég þekki mátulega til að hafa frjálsar hendur. * Hve lengi varstu aö skrifa þessa bók? — Heyrðu. Nú langar mig til að fara eins og einn Varðabræðra, þegar hann komst ekki undan sínum fjölmiðlamanni og vildi ekki svara spurningum sem að honum var beint brá hann á það ráð, að láta sem spurt hefði verið um allt annað. Leyfðu mér að vitna í kafla í bókinni: „Því var það að þegar útvarpsmaður spurði um himintung! og gang þeirra leiddi ÞorvarðuHað loknu stuttu svari talið að fiskimiðunum og þeim tegundum sjávarbúa sem helzt ánetjuðust honum. Þegar spurt var um stærð stjörnusjón- aukans svaraði Þorvarður með þurrum tölum en lét eins og spurt hefði verið um möskvastærð á grásleppu eða rauðmaganeti. Þeg- ar útvarpsmaður spurði um lang- drægi sjónaukans, litrófsathugan- ir hans og útreikninga á myrkva- stjörnunni Betu í hörpunni sem Þorvarður hafði skrifað um fyrir rúmu ári, sló hann fljótlega út í aðra sáfma og frseddi alla sem á. hlýddu um veiðsvæði sitt, ná- kvæmt flatarmál Hraunsskersins niður við botn ogeins það sem upp úr stóð um stórstraumsfjöru. Einnig greindi hann frá litaskrúði þarans, sölva og annara tegunda." Er þetta svarið? — Já. Er það ekki ágætt? Það er nefnilega á engan hátt mikilvægt hve lengi ein saga er í smíðum. Svona getum við ekki haldið áfram. Það er ýmislegt stm ég vii fá að vita. — Jæja. Ég skal bæta ráð mitt. Spurðu. Skrifarðu söguna oft? Slíp- arðu mikið? — Já, lygilega oft. Og pússa eins og óður maður. Stundum lendir maður í því að fága einhvern kafla látlaust daginn út og daginn inn — og henda honum síðan í bréfa- körfuna. Það minnir mig á góðan mann í smásögu sem ég skrifaði fyrir mörgum árum, hann heflaði hverja spýtu sem hann afhenti konu sinni í eldinn. Nú, alkunn er sagan af ferstöðumanni einnar fjölmiðlastofnunar, hann skipaði ritara sínum að raða stórum skjalastafla í stafrófsröð og kasta honum síðan í bréfakörfuna. En það sem þú fágar og lætur standa, er það þá ekki orðið að allt annarri sögu en i upphafi var ætlað? — Nei og jú. Trúlega er það alltaf sama sagan — það er alltaf verið að keppa að sama marki. En persónurnar geta komið manni í slæma klípu. Þær hafa tilhneig- ingu til að fara sínar eigin götur. Maður getur ekki tekið þær kverkataki og sagt þeim að hér sé það höfundurinn sem sé húsbónd- inn og ráði gerðum þeirra. Þá verða þær leiðinlegar því leiðitam- ar persónur eru litlausar. Ef hana langar að fara þá það verður hún að fá að gera það, ef hún drýgir hór er ekki til neins að leyna því, — höfundurinn yrði bara tor- tryggilegur. Það dugir ekki annað en fylgja þeim eftir og skrá gerðir þeirra eins satt og rétt og manni er frekast unnt — ef þeim tekst þá ekki að fara á bak við höfundinn og leyna hann mikilsverðum upp- lýsingum. Ég skal segja þér, skáldsögupersónur eru bráðlifandi fólk, að minnsta kosti í hugskoti höfundar. Hvað finnst þér erfiðast í samningu skáldsögu? — Ætli það sé ekki að velja og hafna, að dæma um hvað sé gott og hvað slæmt. Með öðrum orðum að koma sér upp góðum smekk. En það verður að viðurkennast að hjá mér er hann anzi skeikull. Svo er málfarið vandamál. Ég er ekki svo heppinn að vera fæddur Eyfirð- ingur eða Þingeyingur eða Svarf- dælingur þar sem er talað falleg- asta mál á íslandi, heldur er ég af Suðurnesjum. Þaðan kemur að Vlsu margur maðurinn vel máli farinn en ég er ekki einn af þeim. Maður reynir einungis að gera eins vel og lítil kunnátta leyfir og telur sig ekki hafinn yfir að þiggja ráðleggingar sér fróðari manna. Hvernig líður þér þegar þú hefur lokið við sögu — er ekki léttir að því? — Ef til vill fyrst í stað. En smám saman kemst maður að raun um að sögunni er ekki lokið þó búið sé að prenta hana. Mér er sagt að þeir höfundar séu til sem forðst að líta í prentaða bók sína. Það er afskaplega góð regla, kom- ist maður hjá því að brjóta hana. EN þurfi ég til að mynda að lesa upp úr bókinni eða velja kafla úr henni til birtingar er fjandinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.