Morgunblaðið - 30.11.1980, Síða 23

Morgunblaðið - 30.11.1980, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1980 23 i laus. Blasa þá ekki við mér allskyns smekkleysur svo ég missi ráð og rænu næstu tímana. Það eina sem gæti hresst mig er pínulítil von um endurprentun, til að mynda á heildarverkum, þar sem mér gæfist kostur á lagfær- ingum, leiðréttingum og útstrik- unum. Ætlaðirðu þér alltaf að verða skáld? — Skáld, anzi ertu kurteis. Hvað áttu við? Að ætla sér að vera skáld, það er fyrst og fremst rómantísk hugsun. Það á lítið skylt við raunveruleikann. Sumir höfundar hafa þó tekið svona ákvörðun og staðið við hana. En ég er of raunsær í mér til þess — of borgaralegur eða of mikill smá- borgari eins og sumir myndu orða það. Ég hef líka alltaf verið bundinn á einn eða annan hátt. Ég hef eiginlega aldrei haft ráð á að lifa í draumum. Sumir geta það ævina á enda. Þeir vakna aldrei. Svoleiðis er til að mynda mörgum pólitískum höfundi farið. En þú fórst snemma að skrlfa? — Að fikta. Já, já. Arum saman ekki nema stutta kafla, nokkrar linur til þess að reyna að ná fram ákveðnum blæ. En milli tektar og tvítugs las ég eingöngu góðar bækur, heimsbókmenntir, mest þó norðurlandahöfunda. Alþýðubóka- safnið, sem nú heitir Borgarbóka- safn, var mér sannkölluð bókalind á þeim árum. Þegar ég var barn var kennd danska og enska í Miðbæjarbarnaskólanum og mér tókst furðu fljótt að verða staut- fær í þeim málum. Síðar bættist við þýzka og ég hafði gaman af henni — allt þar til Hitler skepn- an hleypti öllu í bál og brand. Þá steinhætti ég að lesa þýzku og hef týnt henni niður. En þessi mála- kunnátta var mér lykill að góðum bókum. Ég minnist þess ekki — vissi að minnsta kosti ekki af þvi — að nokkur jafnaldra minna væri haldinn svo ofsafenginni lestrar- áráttu. Hver einasta frístund var gripin, nótt sem nýtan dag — ég lifði í tveimur heimum, vann á daginn og las fram eftir. Ég var eins og drykkjumaður. Tolstoy var á við ginflösku, Jóhannes V. Jen- sen eins og úrvals viskítegund, Dostojevsky betri en kassi af koníaki, Hamsun á borð við eðl- asta burgundarvín. Hafa bækur þessara hof- unda haft áhrif á þig? - Of lítil. Hefurðu yfirleitt haft tíma til að sinna ritstörfunum eins og þig langaði til? — Að sjálfsögðu ekki. Stundum hef ég ekki snert á penna árum saman. Ég hafði öðrum skyldum að gegna og gat ekki farið öðruvísi að. Ég sé óskaplega etir þeim tíma, en sjálfsagt mega margir hrósa happi. —Og að lokum Jón, hvað er framundan hjá þér núna — fáum við að heyra meira af Stjörnuglópum? — Ætli það sé ekki nóg komið? Ég hef varla tíma til þess, það eru svo margar aðrar persónur sem eru farnar að leita á. Mig langar að sinna þeim. — Sinna þeim? Hjálpa þeim? Bjarga þeim? Drepa þær? — Nei. Umgangast þær og sjá þær þroskast, mér er forvitni á að sjá hvernig þeim gengur — hvort þær verða skemmtilegar, örlög þeirra góð eða sorgleg. Ég get engri þeirra hjálpað en að sjálf- sögðu færi ég ekki að drepa þær. Það liggur í hlutarins eðli að ég reyni að láta þær lifa sem lengst og skiptir þá engu máli hvort þær deyja í sögunni eða ekki. - bó. Háskólafyrirlestur: Hagkvæm orkunotk- un í sjávarútvegi PRÓFESSOR Valdimar K. Jónsson flytur fyrirlestur á vegum Verkfræðistofnunar Háskóla íslands þriðjudaginn 2. desember. Fyrirlesturinn nefnist „Hagkvæm orkunotk- un i sjávarútvegi14 og fjallar um svartoliunotkun, siglingar- hraða og rétta notkun á skrúf- um m.a. Fyrirlesturinn verður hald- inn í húsi verkfræði- og raun- vísindadeildar Háskóla Islands við Hjarðarhaga í stofu 158 og hefst kl. 17:15. Þessi fyrirlestur er annar í röð fyrirlestra til kynningar á starfsemi Verkfræðistofnunar. Næsta fyrirlestur heldur dr. Þorgeir Pálsson, dósent, 22. janúar 1981 og fjallar um tölvu- kerfi íslensku flugstjórnar- miðstöðvarinnar. Selja spil tíl styrktar öryrkjum Byggðarlagsnefnd JC Vík, Reykja- vík, hefur hafið sölu á öskjum með kertum og spilum. Öskjurnar eru ýmist með spilum fyrir sjónskerta eða venjulegum spilum. Agóði af sölu þessari á að renna til starfs í þágu öryrkja, en utan á öskjunum stendur slagorðið „í það minnsta kerti og spil, öryrkjum í vil“ og fylgja einnig ýmsar tölulegar upp- lýsingar um hag öryrkja. HLJÓWIPLÖTUÚTGÁFAN H.F. OG FLEIRI TIL STYRKTAR FÉLAGASAMTÖKUNUM VERND í HÁSKÓLABÍÓI SUNNUDAGINN 7. DES. KL. 22.00

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.