Morgunblaðið - 30.11.1980, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1980
Rambað um verksmiðjusvæðið.
Ásmundur A. Jóhannsson
Stina í Kisiliðjunni gengur frá vinnu kl. 5 en þegar óvissuástand er
þá er skilið við bókhaldið tiibúið tii skyndiflutnings.
eftir gosið í haust sem var við
ákaflega sérstæðar aðstæður,
það var snjór yfir öllu, og
ákveðin skýjahæð í bjartviðrinu
sem endurkastaði eldsbjarman-
um margfalt um himininn svo
lesbjart varð um alla sveit um
nóttina. Þetta var tignarlegt en
um leið ógnvekjandi, en er ann-
ars nokkuð að frétta af skjálfta-
vaktinni?"
„Nei, þetta kemur einhvern-
tíma fyrir jól“
„A móti sífelldum
fréttaflutninRÍ í
útvarpi og sjónvarpiu
Sveina Sveinbjörnsdóttir hús-
móðir kvaðst vita lítið um þann
viðbúnað sem ætti að vera ef
eitthvað kæmi upp,“ þetta virð-
ist vera svolítið pukurmál,"
sagði hún og taldi að enginn á
staðnum væri hræddur við stöð-
una. „Fyrir mitt leiti,“ sagði hún
hins vegar, „er ég mjög á móti
því að alltaf sé verið að ympra á
þessu í útvarpinu og sjónvarpinu
með sífelldum fréttaflutningi,
það spilar fólkið upp. Ég sá gosið
í sumar og hafði ekki áhuga á að
sjá gosið í haust, fékk alveg
útrás við að sjá hið tignarlega
sumargos, en ég hef ekkert
fundið það hjá fólki að það sé
hrætt."
„Nákvæm áætlun ef til
hættuástands kemur“
„Það er búið að vinna upp
nákvæma áætlun, sem hefur
þróast í gegn um árin eftir því
sem umbrotin hafa gerst og það
var í rauninni fyrst hugsað til'
enda á almannavarnafundi fyrir
skömmu, því þá var í fyrsta
skipti gert ráð fyrir brottflutn-
ingi fólks ef til kæmi gos í
Bjarnarflagi," sagði Arnaldur
Bjarnason sveitarstjóri," það er
byggt á skýrslum vísindamanna
og mælitækjum sem eru í gangi.
Um leið og landsig hefst lætur
skjálftavaktin vita á símstöð og
víðar, m.a. oddvita, sveitar-
stjóra, lögreglu á Húsavík,
sýslumann og lækni, en það er
ávallt bakvakt á símstöðinni og
boðunarhringing er í 6 útköllum.
Eftir slíka hringingu er beðið
eftir ótvíræðum upplýsingum
um kvikuhlaup í norður eða til
suðurs og ef hlaup reynist vera í
suður er ákveðið að rýma Kísil-
iðjuna og Léttsteypuna í Bjarn-
arflagi. Þá yrðu lögregluliðar
kallaðir út í sveitunum og þeir
eiga að skrá fólk og hafa stjórn á
umferð. Að undanförnu hefur
verið unnið að ýmsum ráðstöf-
unum, vegir hafa verið hækkað-
ir, símakerfi endurtengt og
símaskrá yfirfarin og talstöðv-
arsamband á að vera vel tryggt.
Skjálftavakt hefur verið sett á
allan sólarhringinn, en það er
föst vakt sem ekki þótti ástæða
til að hafa áður.“
„Hvað um afstöðu íbúa al-
mennt til þróunar þessara
mála?“
„Það er mikið meiri spenna og
hræðsla hjá fólki hér að undan-
förnu eftir októbergosið sem var
mikið sjónarspil, en fólk er
ekkert að spá neitt óeðlilega í
þetta, það er allt gert í öryggis-
ráðstöfunum til þess að vera við
öllu búin ef eitthvað kemur upp
og almannavarnirnar eruí raun-
inni ekkert annað en fólkið sjálft
og það byggist allt á því að menn
vinni saman að því að tryggja
öryggi sitt á meðan þessar sér-
stæðu aðstæður eru fyrir hendi.
Það er hins vegar persónuleg
skoðun mín að hér eigi ekki eftir
að verða neinir alvarlegir at-
burðir þannig að fólk verði í
hættu, en að undanförnu hefur
borið á því að fólk hafi farið af
staðnum um skeið, t.d. hafa
þrjár húsfreyjur farið tíma-
bundið í burtu fyrir skömmu."
„Keríið vill bíðau
„Skapar þetta ástand vanda
fyrir sveitarfélagið?"
„Þetta ástand skapar mikla
erfiðleika, því það skapar vantrú
hjá þeim sem eiga að greiða götu
okkar í kerfinu. Það er ljóst að
halda verður mannlífi og at-
vinnulífi hér gangandi á eðli-
legan hátt, en ég get nefnt tvö
dæmi um tregðu í afgreiðslu
mála. Hér er vont vatn og heitt
til neyslu og sömuleiðis veldur
hitaveitan okkur verulegum
vandræðum með útfellingum.
Við höfum hugmyndir um var-
anlegar bætur og fáum skilning í
þeim efnum, en kerfið vill hins
vegar bíða um sinn með fram-
kvæmdir til lausnar. Þetta
óvissa ástand hefur því efna-
hagsleg áhrif á svæðið og til
langs tíma geta þau áhrif orðið
slæm. En nú eru menn farnir að
sjá ákveðinn stíganda í þessu
miðað við rannsóknir í gegn um
árin og það dregur til úrslita.
En þrátt fyrir ákveðna pressu
býr fólk ekki við neina sálar-
kreppu hér og allir ganga til
sinna starfa og leikja eins og
eðlilegt er.“
„Óþarílega svart
málað á stundum*4
„Fyrir mína parta finn ég
engan mun á því nú og þegar
þetta var að byrja,“ sagði Krist-
ján Þórhallsson frá Björk þegar
við spjölluðum við hann á lag-
ernum í Kísiliðjunni, „það getur
verið að um einhverja hættu sé
að ræða, en það bara veit það
enginn.
I jarðskjálftunum í upphafi
þessara umbrota í árslok 1975 og
ársbyrjun ’76 og einnig vorið
1978 brast oft mikið í mann-
virkjum hér á svæðinu og
reynslan hefur orðið sú að þótt
jarðskjálftahrinurnar hafi orðið
nokkuð langar þá hafa gosin
verið mjög stutt, en mér finnst
stundum málað óþarflega svart
þótt allur sé varinn góður. ísland
er eldfjallaland og ég treysti í
þessum efnum á jarðvísinda-
menn og tæki þeirra og víst eru
ákveðnar aðgerðir til þess að
skapa öryggi. Ég var á sínum
tíma á móti byggingu varnar-
garða, taldi slíkt barnaskap, en
ef til vill getur það varið eitt-
hvað ef til kemur."
Jarðskjálftavirkni og
hreyfing jarðskorpunnar
Fyrst varð vart við eitthvað
torkennilegt á Kröflusvæðinu
sumarið 1975 þegar óeðlileg
skjálftavirkni kom þar fram. Þá
var farið að fjölga skjálftamæl-
um og eftir að umbrotin byrjuðu
hafa menn orðið að þróa tækn-
ina og mæliaðferðir eftir því sem
umbrotin hafa sagt til um. Til
góða í þessu sambandi komu
mælingar sem höfðu verið gerð-
ar á svæðinu vegna byggingar
Kröfluvirkjunar og rannsókna á
háhitasvæðinu.
Eftirlit hefur þó aðallega
byggst á tveimur aðferðum, þ.e.
að fylgjast með jarðskjálfta-
virkni og hreyfingum jarðskorp-
unnar.
Vegna þess að fylgst var með
hallamælingum kom í Ijós hall-
inn á stöðvarhúsinu og þannig
hefur hvert atriðið rekið sig af
öðru.
Skorpubreyting er bein afleið-
ing af kvikurennsli, en í rauninni
hafa verið þróaðar upp margar
aðferðir til þess að fylgjast með
gangi mála.
Síritandi hallamælar sem
smíðaðir hafa verið á Norrænu
Eldfjallastöðinni, skipta mestu
máli í þessum efnum varðandi
hugsanlega hættu fyrir fólk og
sem aðaltækni við að segja fyrir
um hvenær umbrot eru byrjuð
eða yfirvofandi eru jarðskjálfta-
mælarnir og síritarnir.
Jafnhliða fara fram ýmsar
aðrar mælingar.
Jarðvísindamenn
til ráðuneytis
„Landris segir til um kviku-
rennsli neðanjarðar, hversu
hratt það er og hvar. Þegar land
rís t.d. við Leirhnjúk þá rennur
hraun inn í hólfið, en þegar
landið sígur þá verður kviku-
hlaup annað hvort til norðurs
eða suðurs eftir stefnu sprungu-
sveimsins," sagði Karl Grönvold
jarðfræðingur í samtali við Mbl.
„Fyrstu fjögur árin hljóp allt
hraun neðanjarðar í umbrota-
hrinunum, en þó sáust mikil
umbrot í Gjástykki. Á þessu ári
hafa hins vegar komið eldgos í
þremur umbrotahrinum. Hraun-
ið getur hlaupið tugi kílómetra
neðanjarðar, og ef eldgos hefur
orðið nálægt kvikuhólfunum þá
hefur liðið um það bil klukku-
stund frá því að eldgos hefst frá
því að órói kom fram á mælum,
en nokkrar klukkustundir ef
gosið hefur í ytri mörkum gos-
svæðisins."
Þegar órói byrjar eru jarðvís-
indamenn almannavörnum til
ráðuneytis, þeir meta hvenær
hrinan er hafin og metið er
hvenær atburðir kunni að ger-
ast. Þetta hefur þó verið mjög
mismunandi, stundum er vafi á
ferðum, stundum ekki, en það er
þarna sem veltur á mestu í því
að vega og meta stöðuna.
Svæðið sem er að rísa og síga
er tugir kílómetra á lengd og
landbreytingar eru vel merkjan-
legar á sjálfu Mývatni, því þar
verða yfirborðsbreytingar á
vatni í kílómetra fjarlægð frá
Leirhnjúk.
Mest hætta aí hraungosi
„En hver er aðalhættan?"
„I þessu tilviki er mest hættan
af hraungosi," sagði Karl Grön-
vold, „ef um tiltölulega þunn-
fljótandi hraun er að ræða, en
miðjan á sprungusveimnum er
um 25 km löng og þar er mest
hættan á eldgosi. Syðst á þessu
25 km langa hættusvæði er í
Bjarnarflagi, en mest hættan er
þó við Leirhnjúk á miðju svæð-
inu. í hverri hrinu eru líkur á
öllum sveimnum, en hingað til
hefur norðurendinn verið virk-
astur, sem betur fer.“
„Hvenær er óvissan rnest?"
„Mesta óvissan er að jafnaði
fyrstu klukkustundirnar áður en
ljóst er hvert stefnir. í júlí varð
fljótlega ljóst að stefnan var
norður, en óvissan getur verið
meiri og það er ekki tryggt að
stefna kvikuhlaupanna komi
strax fram á mælum."
„Er hægt að minnka óviss-
una?“
„Það er hægt með því að reyna
að þróa þessa tækni sem byggt
er á eftir því sem mannskapur
og fjármagn leyfir, en með meira
fjármagni gætu verið til staðar
aukin mælitæki sem myndu að
öllum líkindum minnka óviss-
una.“
Hallamælar í
algjöru lágmarki
„Er hægt að tala um ákveðna
fjármagnsþörf í því sambandi?"
„Þróunin er svo hröð í þessu
síðan umbrotin hófust að það er
alltaf spurning um að aðlaga sig
þekkingunni. Við vitum ekki nú
hvaða mælitæki eru best eða
hvar er hyggilegast að staðsetja
mæla eftir t.d. 4 mánuði, en
síritandi hallamælar eru í al-
gjöru lágmarki miðað við það að
meta þarf stöðuna í óvissu-
ástandinu þegar kvikuhlaup er
byrjað."
„Finnst þér eðlilegur gangur
mála í samskiptum við fjöl-
miðla?"
„Fréttaflutningur af atburða-
rásinni hefur verið ákaflega
sundurlaus, mikið af sundur-
lausum fréttum sem eru teknar
úr samhengi. Að sjálfsögðu er
áhugi fjölmiðla mestur þegar
eitthvað dramatískt er að gerast
og þá verður áherslan á hraða
atburðarás, en þetta hefur
greinilega valdið töluverðum
misskilningi og hefur ekki gefið
rétta heildarmynd. Að sjálf-
sögðu er það vísindamönnum
aðeinhverju leyti að kenna auk
þess sem atriði eins og Kröflu-
virkjun og allt í sambandi við
hana fléttast inn í umræður um
málið. Eitt af því sem manni
verður ljóst við þetta er það hve
samskipti fólks fara mikið fram
í gegn um fjölmiðla, jafnvel
innan stjórnkerfisins.