Morgunblaðið - 30.11.1980, Blaðsíða 32
^Síminn á afgreiðslunni er
83033
3fl»r0iint>lnbit>
f24 dagar
| tiljóla
<£>Ull vK:
Laugavegi 35
SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1980
Mjólkur-
verkfall
á mið-
nætti?
Mjólkurbirgðir end-
ast til þriðjudags ef
til verkfalls kemur
— VIÐ höfum ræðst við og gerum
ráð fyrir að sitja á sáttafundi alla
helgina, en það er ekkert komið á
hreint i þessu máli og allra veðra
er von, sagði Sigurður Runólfs-
son formaður Mjólkurfræðinga-
félagsins er Mbl. innti hann
frétta af kjaramálum mjólkur-
fræðinga, sem hafa boðað verk-
fall frá miðnætti í nótt.
I gær var unnið að því að fá
mjólk til Mjólkursamsölunnar í
Reykjavík og verður hún töppuð á
í dag og sagði Guðlaugur Björg-
vinsson forstjóri, að birgðir
myndu trúlega endast fram á
þriðjudag og jafnvel miðvikudag,
ef til verkfallsins kæmi. Hvorugur
þeirra vildi spá neinu um gang
viðræðna um helgina eða hvort til
verkfallsins kæmi, en Guðlaugur
Þorvaldsson sáttasemjari sagði,
að tíminn yrði vel notaður um
helgina.
Auk sáttafunda mjólkurfræð-
inga og viðsemjenda þeirra hófust
siðdegis í gær fundir með far-
mönnum
Jólarjúpan
kostar
3.400 kr.
MIKIÐ hefur veiðst af rjúpu í
haust, mun meira en í fyrra, að
sögn Garðars Svavarssonar
kaupmanns i verzluninni Hjá
Tómasi. Það verður því nóg af
rjúpu fyrir þá fjölmörgu, sem
ætla að hafa þær i jólamatinn.
Garðar sagði að framboð af
rjúpu hefði verið miklu meira í
haust en hann hefði átt von á og
kvaðst hann hættur að kaupa
rjúpur af veiðimönnum. Verðið
hefur verið ákveðið 3.400 krónur
fyrir hverja rjúpu út úr búð en
hamflett kostar hún 3.700 krón-
ur. I fyrra kostuðu rjúpurnar
2.900 krónur og hefur verðhækk-
unin því ekki haldið í við verð-
bólguna. Sagði Garðar að verðið
nú ákvarðaðist af framboðinu
sem fyrr.
Flokksráðs- og formannaráðstefna Sjálfstæðisflokksins var sett að Hótel Esju fyrir hádegi í gær. Störfum ráðstefnunnar verður haldið áfram í
dag og verður henni væntanlega lokið síðdegis. Myndin er tekin er Geir Hallgrimsson setti ráðstefnuna.
Geir Hallgrimsson á flokksráðsfundi í gær:
I>jóðarhcill krefst sam-
stöðu siálf stæðismanna
GEIR Hallgrímsson, for-
maðnr Sjálfstæðisflokks-
ins, sagði í ræðu við upp-
haf flokksráðs- og for-
mannaráðstefnu flokksins
í gær, að málefnalegur
ágreiningur um afstöðu til
núverandi ríkisstjórnar
ylli því, að sjálfstæðis-
menn ættu nú ekki allir
samleið. „Við getum ekki
lokað augunum fyrir þess-
um ágreiningi“, sagði Geir
Hallgrímsson „og þessi
fundur verður að taka
afstöðu til ríkisstjórnar,
stefnu hennar og starfa
eins og allir slíkir fundir
hafa gert. En það er engu
að síður von mín, að leiðir
allra sjálfstæðismanna
liggi sem fyrst aftur sam-
an.“
Formaður Sjálfstæðisflokksins
sagði í ræðu sinni, að Sjálfstæðis-
flokkurinn væri mikilvægari en
persónulegur metnaður. Málefnin
væru mönnum mikilvægari. Þjóð-
arheill krefðist þess, að sjálf-
stæðismenn berðust sameiginlega
fyrir hugsjónum sjálfstæðis-
stefnunnar.
Geir Hallgrímsson sagði, að
það væri íhugunarefni fyrir sjálf-
stæðismenn, hvernig komið væri.
Ástæðan gæti verið sú, að sjálf-
stæðismenn hefðu of lengi beint
sjónum inn á við. Sjálfsgagnrýni
er nauðsynleg, sagði formaður
Sjálfstæðisflokksins, en hún má
ekki draga svo úr kröftum okkar
við að berjast fyrir hugsjónum
okkar og gegn andstæðingum
okkar að við náum ekki fylgis-
aukningu. „Áhrif flokks okkar
eru ekki sem þau gætu verið í
samræmi við kjörfylgi og kjör-
fylgið ekki í samræmi við gildi
stefnu okkar og þjóðarnauðsyn",
sagði Geir Hallgrímsson enn-
fremur.
Sjá fyrri hluta ræöu Geirs Hall-
grfmssonar á flokksráðs- og for-
mannaráðstefnu á bls. 15.
Fimm háhymingar
veiddust i haust
Verðmæti 145 millj. kr.
NÚ ER nokkuð um liðið siðan
vélbáturinn Guðrún frá Hafnar-
firði hætti háhyrningaveiðum en
alls veiddi hann fimm háhyrn-
inga á sildarmiðunum fyrir aust-
an og suðaustan land. Háhyrn-
ingarnir fimm eru nú í laug i
Sædýrasafninu þar sem þeir eru
látnir jafna sig áður en þeir
verða seldir úr landi. Veiðarnar
hófust í byrjun október en gengu
illa í fyrstu. Fyrsti háhyrningur-
ASÍ skorar á Alþingi að af nema
vísitöluskerðingu Olafslaganna
ALÞÝÐUSAMBANDSÞING sam
þykkti i kjaramálaályktun áskor-
un á Alþingi um að „afnema þau
ákvæði laga nr. 13/1979 (ólafs-
laga), sem kveða á um skerðingu
verðbóta á laun samkvæmt kjara-
samningum frá 22. júní 1977“. í
kjaramálaályktuninni segir:
„Vísitölukerfið er vörn launa-
fólks gegn verðbólgunni og sam-
tökin hljóta í næstu kjarasamn-
ingum að leggja áherzlu á að
bæta kerfið, svo að umsaminn
kaupmáttur verði betur tryggð-
ur.“
„Barátta verkalýðshreyfingar-
innar fyrir aukinni velmegun
snýst ekki um krónur og aura,
heldur aukinn kaupmátt," segir í
ályktuninni. „Verðbólgan knýr
hins vegar á um miklar kaup-
hækkanir, því að augljóst er, að í
50% verðbólgu verður kaup að
hækka um 50% til þess að halda
óskertum kaupmætti... Draga
verður úr víxlhækkunum verðlags
og launa með raunhæfum aðgerð-
um í verðlagsmálum. Takist að
draga úr verðhækkunum, dregur
jafnhraðan úr verðbótahækkunum
launa, því að bætur reiknazt
aðeins fyrir þegar áorðnar verð-
hækkanir. Verðbætur eru því af-
leiðing, en ekki orsök verðbólg-
unnar." Þá er á það bent, að við
óbreytt skert vísitölukerfi muni
kaupmáttur fyrirsjáanlega falla
um 1 til 2% á ársfjórðungi á
samningstímanum, sem er til 1.
nóvember næsta ár.
Þá telur Alþýðusamband ís-
lands brýnt, að nýir kjarasamn-
ingar taki gildi 1. nóvember 1981
og til að fylgja því eftir mun
verkalýðshreyfingin leggja mik-
inn þunga og áherzlu á kröfuna
um afturvirkni samninganna, ef
síðar takast. Sú krafa miðar að því
að koma í veg fyrir, að atvinnu-
rekendur geti hagnazt á því að
tefja samninga með endalausu
þófi og undanbrögðum, líkt og í
síðustu samningagerð. Alþýðu-
sambandsþing leggur áherzlu á, að
öllum undirbúningi verði hraðað,
þannig að fullmótuð kröfugerð
liggi fyrir í september ásamt
ákvörðun um, hvernig staðið verði
að samningum og felur miðstjórn
að gangast fyrir formannaráð-
stefnu í marz, þar sem meginlínur
verði lagðar, bæði hvað snertir
kröfugerð og hver vera skuli
verkefnaskipting heildarsamtak-
anna og einstakra landssambanda
og félaga.
inn veiddist 24. okt., annar 7.
nóv., þriðji 10. nóv., og fjórði og
fimmti 14. nóv. Söluverðmæti
hvers háhyrnings er um 50 þús-
und doilarar og fást því um 145
millj. kr. fyrir þessa fimm há-
hyrninga.
Að sögn Jóns Kr. Gunnarssonar,
forstöðumanns Sædýrasafnsins,
heilsast háhyrningunum vel í Sæ-
dýrasafninu. Þeir eru byrjaðir að
éta allir fimm en oft bregður
þessum hvölum svo mikið við að
vera fluttir úr sínu náttúrulega
umhverfi að þeir hætta að nærast.
Ekki vissi Jón hvernær háhyrn-
ingarnir yrðu sendir úr landi en
taldi að það yrði mjög bráðlega.
Þá var Jón spurður hvernig
slöngunni heilsaðist. Sagði hann
að hún hefði komið til og væri
byrjuð að nærast aftur. Slangan
hætti að éta um skeið og höfðu
menn þá áhyggjur af heilsufari
hennar. Sagði Jón að það hefði
stafað af því að slangan var að
skipta um ham — um væri að
ræða boa-kyrkislöngu frá Suður-
Ameríku en slíkar slöngur skiptu
um ham tvisvar eða þrisvar á ári
og nærðust ekki á meðan á því
stæði. Slöngur þessar geta orðið 4
til 5 metrar á lengd og orðið
15—20 ára gamlar.