Morgunblaðið - 30.11.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.11.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1980 75 Einn af hinum harðgerðu skipstjórum á fiskiskútunum, sem sigldu á íslandsmið. Sjómennirnir fen>?u 200 franka fyrir sjóklæðum og 350 franka fyrirfram áður en þeir lögðu af stað. I>etta var kallað Le dernier Dieux eða síðasta sáluhjálpin. Þegar sjómennirnir si«ldu af stað á íslandsmið var þessi mynd tekin af einni sjómannskonunni í Paimpol. sjálfsagt svo hann gæti haft hana með sér. Höfuðhúnaður- inn er einkennandi fyrir konurnar í Paimpol. Skeiðarársandi Viðtal við Tonton Yves, ^íðasta Islands- sjómanninn í Paimpol enga frönsku og allt var afgreitt á því tungumáli á skrifstofunum, sem voru langt í burtu. Þar þurfti að þjarka. Hún var t.d. spurð hvort hún hefði ekki kú, sem gæti séð okkur fyrir mjólk og smjöri. Því hún þyrfti bætur. — Þegar ég var lítill, töluðu menn ekki um annað en ísland, þar sem sjómennirnir voru, segir gamli Yves í dyragættinni. Ég var ekki stór, þegar ég klifraði upp á vegginn við húsið til að vita hvort ég sæi ekki til Islands, sem hlyti að vera þarna rétt hinum megin við sjóinn. Þegar ég stækkaði, hlustaði ég á frásagnir sjómannanna af lífinu á sjónum og fyrirburðasögur, svo sem eins og um ólukkufuglana með svörtu fjaðrirnar, sem flugu í kjölfarinu rétt ofan við sjávarborð, þar til öldurnar tóku að rísa hærra og hærra og sökktu skipunum eða um sjómanninn, sem eina þoku- nóttina á íslandsmiðum heyrði ekkásog aftur á og sá hópa af konum með sorgarblæjur. Þar voru komnar sálir mæðra, eiginkvenna og unnusta sjómannanna sem höfðu farist þarna. Aldrei skyldi ég fara á sjóinn. Mér leið svo vel úti í náttúrunni og þótti svo vænt um gróðurinn, að ég ætlaði að yrkja jörðina og verða bóndi. Datt ekki í hug, að ég yrði neyddur til að fara út á þetta haf við Island, þar sem ég vissi að ekkert biði mín nema dauðinn. Móðir mín sagði við pabba: Hann verður sjómaður eins og þú. En pabbi var á móti því, vonaði að drengurinn þyrfti aldrei að kynnast þessum hræðilega vetri á Isiandsmiðum með ísköldum næðingi, ísingu, óveðrum og sífelld- um ógnunum um yfirvofandi dauða. Þessvegna var ég alveg . rólegur þótt móðir mín væri að tala um þessi eftirsóttu litlu eftirlaun, sem sjómenn einir fengju á gam- alsaldri, skv. gamalli tilskipun frá Colbert, ráðgjafa Loðvíks 14. Samt fór það svo, að litli Yves var sendur á íslandsmið með föður sínum á skútunni Bettínu. 14 ára gamlir urðu drengirnir að fara að vinna fyrir sér, og það þýddi á þessum slóðum ekkert annað en að fara á sjóinn. Þar var ekki um neitt að velja. Þörfin var svo mikil. Þetta varð Yves litla mikið áfall. Þeir feðgarnir héldu til Paimpol, þar sem sjómennirnir sátu á kránni kringum langborð og töluðu digur-' barkalega meðan þeir dreyptu á glasi, þar til einn og einn var kallaður inn til útgerðarmannsins. Semja þurfti um fyrirframgreiðsl- una og aflahlutinn sem fór eftir orðstír hvers og eins. Svo kvaddi Yves alla bestu staðina sína úti í náttúrunni daginn áður en hann fór, því þá mundi hann ekki sjá aftur eftir að hann færi til Islands til að deyja og fá plakat í kirkju- garðinum. Þannig hugsaði dreng- urinn. Gól eins og hanarnir heima Vistin um borð var hræðileg, segir Yves. í káetunni blandaðist súr reykur fisklyktinni og raka loftinu af blautum fötum. Yves var þessa vertíð léttadrengur, fór á fætur kl. 4 á morgnana til að gefa tveimur vöktunum kaffi. En sú, sem var að fara í bólið, fékk eplasafa með fleskbita eða kexköku meö þykku floti. Hann þurfti að halda lifandi í eldavélinni og bera að kol. Þá var komið að hádegis- matnum sem var pottréttur úr feitu svínakjöti, stundum þorski og út í bætt grænmeti, gulrótum, káli og lauk úr birgðunum að heiman. Til að gera þetta að betri undir- stöðumat var oft hitað kex, sem orðið var svo hart að þurfti að brjóta það með tréhamri. Alltaf þurfti að bleyta það upp til að borða það. Sumir fiskimennirnir, þeir sérvitru, létu Yves útbúa fyrir sig sérstakan rétt, „Zoig“, sem í var fiskur, þorskhausar og fleira, er mallaði í sérstökum skaftpotti, sem þeir notuðu líka fyrir diska. Þetta tók allan morguninn. Hann hélt áfram viðstöðulaust fram til kl. 9 á kvöldin. Og auðvitað skeyttu skútu- karlarnir skapi sínu á kokkinum, hvenær sem þeir náðu í hann. — Ég man vel eftir því fyrstu vertíðina, þegar við vorum staddir út af Norðfirði og ég sá reykinn leggja upp úr strompi, segir Yves. Ég fékk kökk í hálsinn og þorði ekki að tala. Þá galaði hani í landi. Hann gól alveg eins og hanarnir heima, þótt málið væri annað sem talað var í þessu landi. Ég felldi tár. Mér fannst ég ekki eins langt frá landinu mínu góða. Ég fór brátt að venjast þessu. Og pabbi, þessi harði maður, sýndi mér samúð. Það bætti allt upp. — Jú, við komum stöku sinnum í land og vorum þá fegnir að komast í læk til að þvo okkur og fötin okkar og ná í ferskt vatn. Ég man þegar við komum í land á Bakka- firði, hve allt var grænt þar. Pabbi hafði tekið með poka með Pompola- brauði og ég skildi ekkert í hvað hann var að gera. Við börðum að dyrum á bæ og var boðið inn. Konan þáði kexið. Við gátum skipst á fáum orðum við íslendingana. Og oft var skipst á sjóvettlingum og kexi. Venjulega fórum við í land þegar vorskipið kom, því það áttum við að hitta inni á einhverjum firðinum, sem ákveðinn var fyrir- fram. Með því fengum við aukasegl og endurnýjaðar birgðir af salti. Þá urðu þessir hörðu skömmóttu skútukarlar aftur mannlegir og félagsandinn gerbreyttur. Áður en við fórum heim, komu Islend- ingarnir oft og skiptu við okkur á gömlu salti og kind eða hálfri kú. Það var vel þegið eftir súpuna, þorskinn eða svínssíðuna, sem jafnan var skorin í teninga og útdeilt. — Eftir að við komum upp undir Islandsstrendur, var venjulega okkar fyrsta verk að skipta um seglabúnað og dekkja seglin með því að dýfa þeim í þorskalýsi með ryðleirsdufti hrærðu út í til að styrkja þau. Af hverju við fórum endilega í verstu vetrarveðrin? Á Bretagne er málsháttur: „Mois de Dureté, mois de Morue" eða „Harð- ur mánuður, mánuður þorsksins". Og góð aflavon var þess virði að taka aukna áhættu, þar sem launin fóru eftir aflahlut. Presturinn okkar sagði, að góður guð geymdi besta staðinn í Paradís handa þeim, sem afskiptir yrðu á jörðinni. Eftir að hafa verið á Islandsmið- um, hlyti hlutskiptið, sem beið manns, að vera gífurlega rúmt. En maður varð því að sætta sig við þetta 6 mánaða harðræði í þessu lífi. Þegar Aurora fórst — íslendingar eru gott fólk, sagði gamli Tonton Yves, sem við vorum sestar að dýrindis máltíð í eldhúsinu hans með bretónskri kæfu, steiktum lundum með græn- meti og ávöxtum úr garðinum og góðu víni með. — Aldrei gleymi ég því, sem þeir gerðu fyrir okkur 21. febrúar 1912, þegar Aurora strand- aði á Skeiðarársandi. Þá hafði ég verið 4 vertíðir við ísland og var orðinn háseti þótt ég væri yngstur um borð. Þetta var afbragðs afla- vertíð. Skipstjórinn búinn að skrifa margan fisk á nafn Le Roux háseta. Við höfðum staðið í 18 tíma í botnlausum afla, en ég hafði ekki sofið lengi þegar ég var vakinn, þótt ég ætti ekki vakt. Óveður hafði læðst að okkur og nú urðum við allir að hjálpa til við seglin, ef ekki átti illa að fara. Klukkan mun hafa verið um 2 um nóttina, þegar skipið tók allt í einu niðri. Sjórinn þyrlaðist um á ströndinni. Menn- irnir hópuðust fram á. Fyrri björg-' unarbáturinn brotnaði þegar hann var settur út, en við komumst í litla bátinn. „Þeir yngstu og elstu fyrst," sagði skipstjórinn. Ég var því fyrstur. Skreið fram á bugspjót og lét mig falla — lenti í bátnum. Þarna stóðum við svo allir í kuldanum á hrjúfri og eyðilegri strönd um miðja nótt, skipið að brotna og beljandi fljót skammt frá okkur. Undir morgun lægði. Hægt var að komast út í dnrrr-..-- þegar fjaraði og ná í eitthvao, seglum og fatnaði til skjóls. Mikið var ég hissa, þegar ég sá skipstjór- ann, þennan harðjaxl, sem hafði horft á menn veslast upp og deyja um borð, án þess að depla auga. Nú felldi hann tár, þegar hann horfði á Auroru liðast í sundur. Reyndi ekki einu sinni að fela það. Rétt hjá voru leifar af togara, sem hafði farist 5 árum áður. Þannig leið nóttin. En sjá! Allt í einu sjáum við hvar tveir menn koma ríðandi. Það reyndist vera presturinn í Sandfelli í Öræfum, sr. Jón Norðfjörð Jó- hannesson og Eyjólfur vinnumaður hans. Presturinn hafði að venju gengið upp á fell eftir óveðrið með langa sjónaukann sinn og komið auga á strandaða skipið. Mikið vorum við fegnir að sjá þá. Hefðum aldrei komist yfir árnar i vexti, Núpsvötn annars vegar og Skeið- ará hins vegar, eins og við sáum síðar. Hann lét vinnumanninn fara til baka eftir mönnum og hestum, en varð sjálfur eftir hjá okkur. Heilmikið af rauðvíni kom í land, sem menn jusu upp úr tunnunum SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.