Morgunblaðið - 30.11.1980, Blaðsíða 18
82
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1980
VER
HEIMSMET
2.40-
og ennþá
á uppleið
í kinversku timariti um heil-
brigðismál birtist nýlega grein
um 16 ára stúlku, Tseng Chin-
Lien, 16 ára að aldri, en hún er
2,40 metrar á hæð. bar segir, að
hún hafi engar áhyggjur af þvi
að finna sér ekki eiginmann, en
hins vegar sé hún uggandi um. að
hún fái ekki nóg að borða.
Hún býr ásamt fjölskyldu sinni
á eyju í Hunan-héraði norðan-
verðu. Hún hefur vakið feikna-
mikla athygli vegna hæðar sinnar,
og gestir og gangandi eru jafnvel
svo aðgangsharðir að þeir leggjast
á giugga til að sjá henni bregða
fyrir. Fjölskyldan segir, að suma
daga komi hundruð manna í slíkar
skoðunarferðir.
I fyrrnefndri tímaritsgrein seg-
ir, að Tseng sé 2,35 metrar á hæð,
og slái þar með út Sandy Allen,
sem heimsmetabók Guinnes segir
stærstu konu heims. Sandy þessi
er 2,31 metri og býr í Shelbyville í
Indiana. Hins vegar segir fjöl-
skylda Tseng, að hún sé nú orðin
2,40 metrar á hæð, að eldra málið
sé frá árinu 1978 — og að hún sé
ennþá að stækka!
Tseng er 147 kg. að þyngd. Hún
er haldin sykursýki og hefur af
þeim sökum dvalizt heima til
hvíldar og hressingar eftir að
skyldunámi lauk.
Foreldrar hennar og þrjú syst-
kini eru meðalfólk á hæð. Þau
segja, að héraðsstjórnin sjái
Tseng fyrir mat, klæðnaði og
öðrum þörfum og veiti til þess kr.
400 þús. árlega. Ennfremur greiði
hún læknisþjónustu fyrir stúlkuna
að upphæð kr. 180 þúsund árlega.
Mánaðarlaun almennra verka-
manna í Kína eru um 24 þúsund,
en bændur hafa yfirleitt lægri
tekjur.
Tseng var að því spurð, hvort
hún óttaðist að giftast aldrei. Því
svaraði hún neitandi. Á hinn
bóginn kvaðst hún hafa áhyggjur
af því að fá ekki nóg að drekka og
borða og hafa ekki nægar bækur
til að lesa. Faðir hennar sagði, að
stjórnin myndi sjá til þess að hún
giftist.
Tseng borðar 20 smábrauð í
morgunmat, 6 skálar af hrísgrjón-
um í hádegisverð og annað eins í
kvöldverð. Það bezta sem hún fær
er fiskur, veiddur í vatninu, sem
eyjan hennar er í.
Eftirlætisbækur hennar eru
leiðbeiningar um gott líferni og
hegðun, og þegar hún var spurð
um framtíðaráform sín, kvaðst
hún helzt vilja þjóna föðurlandinu
á einhvern hátt.
Hún situr í háum, sérsmíðuðum
stól og hjálpar móður sinni við að
saxa grænmeti. Rúmið hennar er
2,60 metrar að lengd og 1.20 á
breidd. Skóverksmiðjan í Hunan
smíðar sérstaka skó fyrir fætur
hennar en þeir eru 39 sentimetrar
á lengd.
I Englandi hafa að undan-
förnu átt sér stað miklar deil-
ur og umræður vegna útkomu
tveggja bóka og hafa menn
gjarna tekið afstöðu til þeirra
eftir því hvar þeir standa í
stétt og stöðu. í bókunum, sem
deilt er um, er skyggnst á bak
við tjöldin í svefnherbergjum
enskra kónga og aðalsmanna
og sjá, þar eru hjákonurnar á
hverju strái.
Annar útgefandinn er orðinn
svo argur yfir umkvörtunum
frá fólki „með smáborgaraleg
viðhorf", að hann hefur nú
frestað útkomu endurskoðaðrar
útgáfu bókarinnar. Aðalsmenn
hafa einnig látið til sín heyra,
ekki þó til að sverja af sér
ósómann, heldur eru þeir þvert
á móti hreyknir af honum og
segja að hann sé gömul hefð.
„Hjákonur og börn þeirra hafa
verið hluti af lífi aðalsmanna
um aldaraðir," sagði Harold
Baker framkvæmdastjóri aðals-
mannatalsins breska, sem gefið
hefur út bókina „Hjákonur
enskra aðalsmanna" eftir
Douglas Southerland. „Við höf-
um ekki haft flóafrið fyrir
hneyksluðu fólki og ég er satt að
segja alveg standandi hissa á
hamaganginum," segir Baker.
„Miðstéttarfólkinu finnst allt í
einu, að það megi ekki einu
sinni hafa hjákonurnar í hvísl-
ingum, en ef við ætlum okkur að
segja frá lífi hástéttanna getum
við ekki látið smáborgaraleg
sjónarmið hafa áhrif á okkur.“
Önnur bók um hið ljúfa líf
breska aðalsins hefur einnig
vakið furðu manna á taumleysi
sumra Englandskónga. „Það
væri gaman að vita hver við-
brögðin yrðu núna ef Karl prins
gengi fyrir móður sína í fylgd
leikkonu, sem hann hefði búið
með, og tíu óskilgetnum börn-
um,“ var nýlega sagt í grein í
The Sunday Express. „Það var
þó einmitt það sem forveri
Viktoríu drottningar gerði,
William IV.“
í bókinni „Hjákonur konung-
anna“ eftir Alan Hardy er
raunar á það bent, að tímarnir
eru aðrir en áður var, a.m.k.
hvað varðar opinbert líf kon-
ungsfjölskyldunnar ensku.
„Hvað haldið þið að gerðist ef
í ljós kæmi, að prinsinn af
Wales (Karl prins) hefði kvænst
konu, sem væri sex árum eldri
en hann og hefði tvisvar orðið
Hvað yrði sagt í dag?
Frilla á
hverjum
fingri
ekkja ... og að klerkurinn, sem
gaf þau saman, væri tugthús-
limur?“ var spurt í The Ex-
press. „Það var einmitt það sem
hann gerði, hinn alræmdasti
allra Wales-prinsa, seinna
George konungur IV.“
Karl II hneykslaði þegna sína
með því að vera samtímis með í
vagninum sínum eiginkonuna,
hjákonuna og óskilgetinn son
sinn, segir Hardy í bók sinni.
James II „átti stöðugt í ein-
hverju ástarævintýri án þess að
vera sérstaklega vandfýsinn í
þeim efnum“, segir samtíma-
maður James, sagnfræðingur-
inn Gilbert Burnett.
Árið 1714 kom George I yfir
sundið frá Hannover til að taka
við bresku krúnunni og í fylgd
með honum voru tvær konur,
sem hvorug bar drottningar-
nafn. Hinir nýju þegnar Georg-
es gáfu þeim nöfnin „stöngin"
og „fíllinn" enda var önnur
þeirra þvengur mjór en hin ók í
spikinu.
Douglas Southerland segir að
hórdómur sé ennþá mikil uppá-
haldsiðja hjá bresku hástétt-
inni. „Ef menn væru hálshöggn-
ir fyrir hórdóm hér í landi eins
og gerist með múhameðstrúar-
mönnum er ég hræddur um, að
erfitt kynni að reynast að smala
saman fjórum hástéttar-
mönnum við bridgeborðið," seg-
ir hann.
Hertoginn af St. Albans, af-
komandi Nell Gwynn, hjákonu
Karls II, í 7. eða 8. lið, hefur
hins vegar annað til málanna að
leggja. „Að taka sér hjákonu
stafaði ekki af þeirri léttúð og
losta sem Viktóríutíminn vildi
vera láta og átti ekkert skylt við
það hjásofelsi sem nú er víst svo
algengt. Á þeim tímum þegar
hjónaböndum var gjarna komið
um kring sá hjákonan mannin-
um fyrir félagsskap og ástríkri
umhyggju, sem eiginkonan var
oft á tíðum ófær um. Það má því
segja að þessi háttur hafi í
mörgu verið betri en nú er á
hafður og vafalaust betri fyrir
börnin en skilnaður.“
- SETII MYDANS
Búin að slá Sandy út
SKALMOLD
Hér drepa þeir
sér til dundurs
Skotvopn eru algengari í Bandaríkj-
unum en viðast annarsstaðar i
veröldinni. Hér ifeíur að líta hluta
vöruvalsins í einni versluninni.
Glæpum og ofbeldisverkum
hefur fjölgað mjög í Los Angeles
á síðustu árum og borgaryfirvöld
hafa nú loks ákveðið að reyna að
finna einhverja lausn á þessum
vanda, sem hefur fært borginni
þann vafasama heiður að hún er
nú kölluð „Morðborgin" þar
vestra.
Lögregluyfirvöld telja,að í lok
þessa árs muni hafa verið framin
2000 morð í Los Angeles, sem er
nýtt met, og líkskoðarinn hefur
farið fram á, að húsrýmið verði
aukið og starfsfólkinu fjölgað til
að unnt sé að ráða við líkafjöldann
sem vex með degi hverjum.
Nýlega komu saman til skrafs
og ráðagerða glæpasérfræðingar,
fyrrverandi glæpaflokkaforingjar,
prestar úr fátækrahverfunum og
lögreglumenn til að leita nýrra
ráða við þessum vaxandi vanda en
skýrslur sýna að unglingar eiga
langmesta sök á auknum glæpa-
verkum á götum úti. Meira en 300
glæpaflokkar með 30.000 félögum
eru nú í Los Angeles og nágrenni
en árum saman hafa þeir einkum
verið bundnir við hverfi Mexíkana
í austurborginni og hverfi svartra
í Watts. Unglingar í þessum
flokkum gerast nú æ yngri, djarf-
ari og betur vopnaðir og í stað
þess að berjast innbyrðis eins og
áður beina þeir nú geirum sínum
að allsnægtaþjóðfélaginu, sem
þeir eiga litla samleið með.
Nokkur hundruð manna hafa
fallið fyrir þessum unglingaflokk-
um á þessu ári en þó hafa aðeins
um 40% þeirra fallið í inhbyrðis
átökum. Flestir hafa þeir verið
saklausir vegfarendur eins og t.d.
19 ára gamli franski ferðamaður-
inn, sem tveir 16 ára drengir
drápu fyrir utan nýtískulegt veit-
ingahús. Eða 67 ára gamli kaup-
sýslumaðurinn, sem var skotinn
þar sem hann beið í bílnum sínum
á rauðu ljósi. í hvorugu tilfellinu
var um rán að ræða og lögreglan
telur, að morðin hafi verið eins
konar „vígsla“, sem meðlimir
glæpaflokksins gangast undir.
„I fátækrahverfinu ertu ekki
talinn maður með mönnum ef þú