Morgunblaðið - 30.11.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.11.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1980 71 PpJJJAT $2000' AN OUWCE! Plus 5 other unexpected events e ery investcy should be preparc i'm A L F & vV,0» .ev \V^ „***J>*>* > 190 Gull fínnst við rætor Bæjarstjóm heldur fund um málið Féíag stoínað til að relca gullnámtxna báðum megin en brotnaði ekki. Þessari raun kvað hann gull- neina vestra beita. flókið peningakerfi. Hver sá gjaldeyrir, sem er staðsettur utan síns heimalands gengur undir nafninu Eurogjald- eyrir (þó um sé að ræða japönsk yen í Singapore). Sé um dollara að ræða verða þeir Eurodollarar og er talið að þeir nemi um 80% af heildinni. Ymsir hafa talið að þarna héngi sverð Damoklesar yfir höfði Sams frænda og mætti það til sanns vegar færa ef Eurodollarar væru ávísanir á gull. En hér er um að ræða ávísanir á amerískar vörur og þjónustu. Eigendur Eurodollara, sem nú eru að talsverðu leyti olíulöndin, eiga því eins mikilla hagsmuna að gæta að viðhalda gengi dollarans og Bandaríkin sjálf. Gulliö í verðbólgunni Það hefir verið sagt að það séu aðeins tveir núlifandi hagfræðingar sem skilja peningamálin í heiminum og að þeir séu ósammála. Víst er um að hagfræðinga greinir á um það hversu mikilvæg áhrif notkun seðlapressunnar og hvarf frá gulli hefir haft á verðbólguna. Eru þar annarsvegar and-gullsmenn, sem nú hafa yfirhöndina, og hinsvegar gullkerfismenn og gullfuglar. En áður en sjónarmiðum þessara deiluaðilja verða gerð nokkur skil er fróðlegt að renna augunum yfir samanburð á því hvernig ýmsum fjárfestingarmiðlum hefir farnast í verðbólgunni á einu ári og einnig í meðaltali sl. tíu ára, og þá hliðsjón höfð af framfærslukostnaði. Er hér miðað við Bandaríkin. Skýrslan er gerð af þekktu kauphallarfirma í New York, Salomon Brothers og nær til 1. júní 1980. 10 ér 1 ér Gull 31,6% 104,0% Olla 31,6% 92,4% Sllfur 23,7% 76,8% Frfmerkl 21,8% 43,2% Fágœtar bækor 16,1% 14,0% Mynt 16,0% 25,3% Demantar 15,1% 25,0% Gömlu melstararnir 13,4% 17,4% Ræktað land 12,6% 14,3% Húselgnlr 10,2% 10,4% Vfsltala framfærslukostnaöar 7.7% 14,5% Erlendur gjaldeyrlr (4 lönd) 7,5% 4,5% Hlutabréf 6,8% 12,5% Skuldabréf 6,4% 3,1% Eins og sjá má hefir hækkunin verið langmest á gulli og olíu og eini lækkunarliðurinn er skuldabréf. Verðbólgan tröllríður öllum heiminum og það sem einum finnst úrræði til bóta, svo sem háir vextir, telur annar olíu á eldinn. Það er beðið eftir töfraformúlunni, sem máske verður ákaflega einföld þegar hún finnst. En á þessu stigi málsins stendur deilan um: gull eða ekki gull. Gullfuglar og námskeid Stór hópur manna telur að verðbólgan og flest sem aflaga fer í fjármálaheiminum sé bein afleiðing af hvarfi frá gullfæti. Einn af fulltrúum þeirrar stefnu var Jacques Rueff, ráðgjafi De Gaulle, og í eina tíð bjargaði frankanum frá hruni, að sjálfs hans sögn. Um endurreisn gullinnlausnar sagði Rueff: „Ég fullyrði, af dýpstu alvöru, að innan fárra vikna yrði raunveruleg velmegunar- sprenging í heiminum. Verðbólga myndi hverfa, vextir kolfalla, fjárfestingar stóraukast. Hlutabréf og skulda- bréf myndu þjóta upp, flóttafé streyma úr fylgsnum og friður skapast á vinnumarkaðinum.“ í stuttu máli: Alira meina bót. Ofanritað gæti verið trúarjátning fyrir söfnuð, sem risinn er upp í Bandaríkjunum, að vísu óskipulagður, og dansar í kringum gullkálfinn. Æðsta prestinn mætti nefna mann að heiti James Dines en hann spáði því, þegar verð gulls var 35 dalir únsan, að únsan myndi fara upp í 400 dali. Þetta þótti fjarstæða en þó fór únsan upp í 875 dali, þegar hæst var. Dines spáir því nú að ef ekki verði aftur horfið að gullfæti blasi við mögnun verðbólgu, verðhrun skuldabréfa, hlutabréfa og fasteigna. Síðan banka- og þjóðagjaldþrot, svo verðhjöðnun og heims- kreppa og yrði þá kreppan mikla eftir 1930 barnaleikur til samanburðar. Hægt er að fá einkaviðtal við Dines og kostar hálftíminn 5000 dollara. „Og er ódýrt," segir Dines. Lesendur geta sparað sér þessa peninga því ræða Dines er: Kauptu gull og silfur og hluti í námum. Þessir spámenn, sem kallaðir eru „goldbugs" og mætti kannske kalla gullfugla, segja að únsan muni fara upp í 2000, 3000 og 5000 dollara, eftir því hver spáir. Þá má nefna þekktan gjaldeyrismálafræðing, Dr. Franz Pick, sem hefir lengi hamrað á því, að án gulltryggingar, verði dollarinn verðlaus. Þetta á að ske 1980 svo nú er ekki langur tími til stefnu. Þriðji maðurinn, Howard Ruff, er löngu orðinn margmilljónungur af sínum spádómum sem settir eru fram í eigin sjónvarpsþætti, en Ruff segir að þeir einir muni bjargast sem eigi gull og ársbirgðir matar í kjallaranum. Flestir gullfuglanna hafa ofan af fyrir sér með útgáfu ráðleggingarbréfa um fjárfestingar (invest- ment advisory services). Þeir mála fjandann á vegginn og selja svo sáluhjálpina sem er: kauptu gull. Margir gullfuglanna hafa skrifað metsölubækur, sem eins og lesandann máske rennir grun í fjalla allar um það sama. En nú á síðustu árum hafa þeir farið fetinu lengra og efnt til námskeiða (seminars) í borgum hins ljúfa lífs svo sem Miami Beach og Palm Springs. Nemendur hlýða á fyrirlestra 20—30 gullfugla í 3 daga fyrir 450 dollara kennslugjald að viðbættu flugfari og hótelkostnaði. Daglangt er hlustað á heimsendaspár, síðan kokkteil- drykkja á kvöldin. En ekki dugir annað en hafa skrautfjaðrir til þess að gefa námskeiðunum virðulegan blæ og gegna því hlutverki frammámenn svo sem Henry Kissinger, Ronald Reagan og þekktustu hagfræðingar. Þess skal þó getið að skrautfjaðrirnar eru utan við söfnuðinn og hafa sjálfvalið efni. En þær fá sína 10.000 dali fyrir lesturinn. Stefna repúblikana Ronald Reagan mun nú ekki sjást lengur í þessum hópi þar sem hann hefir verið kjörinn forseti Bandaríkjanna. Hinsvegar er kosningasigur repúblikana þungt lóð á vogarskál gullkerfismanna. í kosningabaráttunni kom það fram að repúblikanar vilja hverfa aftur til gullinnlausnar eða a.m.k. að gull verði aftur þáttur í gjaldeyriskerfinu, að einhverju íeyti. En eitt er hvað sagt er í kosningaræðum og annað hvað kemur til fram- kvæmda á eftir. Reagan hét því að velja sér til ráðgjafa færustu fjármálamenn landsins og þar sem þeir eru flestir andgullsmenn, er ekki gott að segja hvað úr þessu verður. En áður en á löngu líður verða þessi mál ofarlega á baugi. Andgullkerfismenn Oft er vitnað í breska hagfræðinginn Keynes, sem sagði að gullið væri leifar frá siðlausum tímum (barbaric relic). Og þann fræga mann, Lenin, sem sagðist ætla að nota gullforða Rússa til þess að byggja kamra á götuhornum fyrir verkalýðinn. Én Lenin skipti um skoðun og seldi gullið hæsta verði þeim sem kaupa vildu. Hann á að hafa sagt að sértu meðal úlfa þá ýlfrarðu eins og þeir. Og enn í dag nota Sovétmenn gull sitt til greiðslu á korni þegar harðnar á dalnum. Gullkerfismenn halda því fram að hækkandi verðlag muni greiða leiðina til endurkrýningar gulls. Hinsvegar hefir hið óstöðuga verðlag á frjálsum markaði rennt stoðum undir þá skoðun þjóðbankastjóra að einmitt þessar sveiflur geri gullið ónothæft sem bakhjarl gjaldmiðla. Því er einnig haldið fram að á tímum mikillar fólksfjölgunar í heiminum og útþenslu milliríkjavið- skipta myndi gjaldeyriskerfi, sem miðast við mjög hægfara aukningu gullforðans, ekki geta gegnt því hlutverki, sem því væri ætlað. Bankavaldið í Bandarikjunum hefir lært þá lexiu að það er „business as usual“ án gullinnlausnar. Þjóðbanka- stjórar Evrópu eru á sama máli. Og hagfræðingurinn Milton Friedman segir: „Gullfótur? Það má eins nota svínsmaga." Hvað myndi þá kerfið heita? Svínsmagafót- ur? Er þá hlutverki gulls lokid? Vafalaust að því marki, sem var á blómaskeiðinu. En því má ekki gleyma að gull er ennþá allsstaðar gjaldgengt og hefir ávallt haft dáleiðsluvald yfir mannkyninu. Það þolir geymslu, mölur og ryð fær því ekki grandað. Það úldnar ekki, fúnar né þránar. Slíkt verður ekki sagt um svínsmagana hans Friedman né heldur um hangikjöt eða súran hval. Gull er verðmætisvarsla (store of value), sem ekki á sér neina hliðstæðu. Hversvegna selja Bandaríkin ekki gullið í Fort Knox en liggja á því eins og ormur? Gullið getur ekki gegnt því hlutverki sem það gerði áður en það er ekki úr sögunni. Stórveldin eru að sjóða saman nýjan alþjóða gjaldmiðil, sem ekki verður í umferð frekar en gullið en á að þjóna þeim tilgangi að jafna skuldbindingar milli þjóðbanka og annarra lánastofnana. Talað er um vöndul gjaldeyris átta Evrópuþjóða, dollars og japanska yensins, einnig og ekki síst gulls. Gull finnst í Reykjavík Verðmæti gulls hefir aukist meira en tilkostnaður við námugröft og vinnslu. Gullleit hefir því hafist á ný um allan heim, gamlar áður óarðbærar námur teknar aftur í gagnið og haugar lágrar prósentu málmgrýtis nýttir á ný. Það hvarflar þá að manni að nú sé máske kominn tími til nánari gullleitar á Islandi. En gull „fannst" í Reykjavík og víðar á landinu, snemma á öldinni. Þeim fækkar nú óðum, sem muna þá sólskinsdaga. Verður þessum gullþönkum ekki svo lokið að ekki sé minnst þessa ævintýris. Það var árið 1905 og bæjarbúar höfðu ekki vatnsleiðslu í hús sín. Vatn var tekið úr brunnum og hætta á að sóttkveikjur kæmust í bólin. Varð þá að ráði að borað var eftir vatni í Vatnsmýrinni norðan Öskjuhlíðar, þar sem nú er Reykjavíkurflugvöllur. Leitin að neysluhæfu vatni bar ekki árangur en í blaðinu „Reykjavík“ mátti lesa eftirfarandi frásögn, sem af undarlegri tilviljun bar upp á 1. apríl: „Gull fannst síðdegis í gær við boranirnar uppi í Öskjuhlíð, 118 fet djúpt í jörðu. Menn uggðu fyrst, að þetta kynni að vera látún, en við ítarlegri rannsóknir er nú sannprófað, að það er skírt gull. Gullið er ekki sandur þarna, heldur í smáhnullungum, sem jarðnafarinn hefir skafið. Hve mikið það kann að vera verður reynslan að skera úr, en á því er ekki vafi, að hér er gull fundið í jörðu.“ Eins og vænta mátti kom þessi frétt miklu róti á hugi manna. Hlutafélög voru stofnuð og á næstu árum gerðar frekari boranir. Hingað voru kallaðir menn erlendis frá, sumpart Islendingar, sem fengist höfðu við námugröft. En allt virðist hafa verið af vanefnum gert og sérþekkingin vafasöm. Haft var eftir einum sérfræðingi: „Veruleg gullöld á Islandi er aðeins að byrja." En allt rann þetta út í sandinn og gullið aðeins gylltur leir. Einar Benediktsson skáld kom seinna til skjalanna er gull átti að hafa fundist í Þormóðsdal og Miðdal á Mosfellsheiði. Átti Einar aðild að stofnun félaga sem voru fjármögnuð frá Englandi og Þýskalandi. Höfðu þau um tíma allmikil umsvif. Grafin voru námugöng og teikningar gerðar af miklum mannvirkjum. Þýskur doktor, sem kom þarna við sögu skrifaði grein í dagblað í Hamborg 1925 þar sem hann lætur í veðri vaka að á Islandi sé svo mikið gull að Vatnsmýrar- og Miðdalsgullið nái saman. Blöð og bækur geyma heimildir um gullæðið á Islandi. En þegar leitað er skýringa á því hversvegna allt lognaðist út af þá bregðast heimildir. Var þetta allt ímyndun og gabb eða er hér gull í jörðu?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.