Morgunblaðið - 30.11.1980, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1980
109
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 10—12
FRÁ MANUDEGI
a, , TIL FÖSTUDAGS ,
Einar Sigurbjörnsson
trúar á hann Og trú á hann
merkir: Að játast lífinu, treysta
því, að það sé borið uppi af
hugsun, er hafi mótað það og
varðveiti það og þess vegna hafi
lífið tilgang í sér fólginn.
Sköpunartrú er þar með hvatn-
ing til manna um að vera hugs-
andi og vakandi. Þannig eiga
sköpunartrú og þekking samleið.
Þróunarkenning og
sköpunartrú þurfa
ekki að vera andstæður
Nú komum við að þeirri þekk-
ingu er þróunarkenningin er.
Henni hefur af mörgum verið
beint gegn sköpunartrúnni. Hér er
þó ekki um andstæður að ræða, ef
menn vilja líta á málin hleypi-
dómalaust. Við þurfum að spyrja:
Hvað vill þróunarkenningin?
Svarið er: Hún vill skýra feril
lífsins á jörðu út frá forsendum
þess. Sem skýring hefur hún
reynst nothæf og raunar nothæf-
ari en allar skýringar aðrar. Hvað
er það þá sem sköpunartrúin vill?
Svarið er: Hún vill svara þrá
manna eftir tilgangi, hún vill
hvetja menn til hugsunar og
þekkingarleitar.
Ef við gleymum þessum grund-
vallaratriðum, gerum við hvort
fyrir sig að börnum fáfræðinnar
og sjálf okkur að þjónum fáfræð-
innar. Sé þróunarkenningunni
beitt sem heildarútskýringu á lífið
og fyrirbæri þess út frá vísbend-
ingum um þróunarferil, er hægt er
að finna í umhverfinu, segir hún
okkur, sem þróast höfum fram til
hugsandi vera, að líf okkar sé
tilviljuninni einni háð og þar með
tilgangslaust. Það veitir okkur
enga von nema kannski þá, að vald
eflist, er geti haft áhrif á þróun-
arferilinn og stýrt honum til
hagstæðrar áttar — auðvitað
samkvæmt forsendum sínum. Og
vantar víst ekki boðbera hvors
tveggja, vonleysisins og valdsins
nú á dögum, hvað þá skipulegar
hreyfingar með föstu starfsliði.
Dags hríðar spor
Þetta er ákaflega vel uppmálað í
leikriti Valgarðs Egilssonar: Dags
hríðar spor ..., er ég hvet fólk til
að sjá. Þar er einmitt lýst afleið-
ingum þeirra vísinda er af ímynd-
aðri frelsisþrá slepptu hugsuninni
um tilgang og ánetjuðust hugs-
unarleysinu. Afleiðingin er mapi
— maður sem apar „skrúfa,
skrúfa" eftir skipunum valdsherra
er telja sig hafa tekið þróunina í
sínar hendur. Hlýt ég sem prestur
sérstaklega að taka til mín gagn-
rýni höfundar á kirkjuna fyrir að
blessa andstyggðir tækninnar
(mapann) og biðja hugsuninni
(fanganum) bölbæna. Slíkt hlut-
verk meinar sköpunartrúin kirkj-
unni, af því að sköpunartrúin er í
eðli sínu gagnrýni á fáfræðina og
börn hennar. Þekking sköpun-
artrúarinnar yfirstígur nefnilega
alla þekkingu, því að hún er traust
á að lífið lúti tilgangi og hvetur
þar með til breytni í samræmi við
þann tilgang. Hana er ekki hægt
að nota sem þekkingu gegn þekk-
ingarleit vísindanna, en hins veg-
ar sem gagnrýni á þá er gera
meira úr vísindalegri þekkingu en
efni standa til.
Lífið verður
aldrei útskýrt
Vísindaleg þekking er á hverj-
um tíma skýringartilgátur er
reynast líklegar og nothæfar til að
skilja út frá sum fyrirbæri lífsins.
Sá sem ætlar henni meira en
þetta, talar máli trúarbragða eða
þeirrar fáfræði er heldur sig geta
út frá ákveðnum vísbendingum úr
umhverfinu skýrt lífið allt og
fyrirbæri þess í heild. Lífið verður
aldrei útskýrt. Það verður aðeins
þegið í trausti á tilgang þess, í
auðmýkt fyrir gátu þess og í von
um framgang þess.“
.. og sannleikurinn
mun gjöra yður frjálsa“
Sóley Jónsdóttir, Akureyri,
skrifar:
„Reynir Harðarson skrifar þ. 16.
nóv. grein í Velvakanda, er nefn-
ist: „Styðst við ýmis bein og óbein
rök“ (þ.e. þróunarkenningin).
Fyrst langar mig til að spyrja
R.H.: Hvaða staðreyndir hafa nú-
tímavísindi leitt í ljós, sem styðja
kenningu um þróun?
Efnafræðin stað-
festir þetta
Ég hef bent á staðreyndir, sem
styðja kenninguna um sköpun, að
aðgreining tegundanna hefir hald-
ist öldum sman, ein tegund hefir
ekki breyst í aðra. í Biblíunni
stendur að Guð hafi skapað mann-
inn af leiri jarðar, 1. Mósebók, 2.
kafli, 7. vers. Efnafræðin staðfest-
ir þetta, líkami mannsins og leir
jarðar geyma sömu frumefni.
Staðhæfingar en
engar staðreyndir
Viðvíkjandi steingervingunum
sem R.H. minnist á í grein sinni,
vil ég segja þetta: Það eru engir
steingervingar til af „óþróuðum
dýrum". Það vantar alveg sönnun-
ina fyrir þróun. Það hefir komið
fram í þessum skrifum um þróun
og sköpun, að stuðningsmenn
þróunar hafa lýst því yfir hvað
eftir annað, að þróunarkenningin
Sóley Jónsdóttir
sinna, teikningar eru ekki stað-
reyndir. Mættum við minnast föls-
uðu mannsfóstursmyndanna í því
sambandi. Ég tel það mikla ósvífni
að falsa mannsfóstursmyndir, það
sýnir raunar aðeins að kenningin
er dauðadæmd, fyrst hún leitar
slíkra ráða. Þróunarkenningin er
rétt nefnd Hin mikla blekking
aldarinnar.
Margvísleg
svik upplýst
Varðandi hinar umdeildu beina-
leifar, leyfi ég mér að vitna í
Líffræði II, eftir P.B. Weisz, pró-
fessor í líffræði, á bls. 251 stendur:
„Vér þekkjum ekki þróunarbraut
manna." Ékki telur hann hinar
umdeildu beinaleifar til stað-
reynda. Margvísleg svik hafa verið
upplýst í sambandi við þessa
beinafundi. Má t.d. nefna svikin í
sambandi við „Piltdown“-mann-
inn.
Getur ekki
farið saman
Ekki get ég talið það guðrækni
að efast um sannleiksgildi Guðs
Orðs, Biblíunnar. Það getur ekki
farið saman að trúa á sköpunar-
sögu Biblíunnar og að trúa á
þróun. Ef við trúum ekki sköpun-
arsögunni, getum við heldur ekki
trúað neinu öðru, sem Guð hefir
birt okkur í Orði sínu, Biblíunni.
Jesús segir í Jóhannesar guð-
spjalli 8. kafla, 31.—32. versi: „Ef
þér standið stöðugir í orði mínu,
þá eruð þér sannarlega lærisvein-
ar mínir, og munuð þekkja sann-
leikann, og snnleikurinn mun
gjöra yður frjálsa.““
S2P SIG6A V/QGÁ g ^LVEKAU
Ég þakka innilega öllum vinum og
ættingjum, sem glöddu mig með gjöfum og
heimsóknum á nírœðisafmœli minu, 26.
nóv. sl.
Guðjón Benediktsson. vélstjóri,
vistmaður á Hrafnistu.
Massívar
furuhurðir
Einnig spónlagöar og málaðar
innihuröir í miklu úrvali.
Útihurðir sem ekki vindast og
halda hitanum inni og þjófunum
úti.
Vönduð vara
viö vægu veröi
BÚSTOFN
Aöalstræti 9,
(Miðbæjarmarkaðnum)
Símar 29977 og 29979.
8 viðartegundir. Verð frá kr. 3.250 - pr. m2 með
söluskatti.
sé ósönnuð. Samt hefir verið
fullyrt, að hún væri vísindalega
sönnuð staðreynd, en engin önnur
rök látin fylgja þeirri staðhæf-
ingu. Það einkennir raunar þróun-
arsinna, að þeir koma sífellt með
staðhæfingar en engar staðreynd-
ir.
Hin miklá oiekk-
ing aldarinnar
í sambandi við myndina, „sem á
að sýna svo giöggt þróun hestsins
síðustu 60 milljón ár“, þá er lítið á
henni að græða fyrir þróunar-