Morgunblaðið - 30.11.1980, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.11.1980, Blaðsíða 48
Auglýsingastotan SGS 112 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1980 ÚRVALSBÆKUR VIO ALLRA KÆFt Litlu matreiöslubækurnar Út eru komnar tvær nýjar bækur í hinum geysivin- sæla bókaflokki: Litlu matreiöslubækurnar. Eru þetta bækurnar Grænmetisréttir og Svínakjöt. Áöur hafa komiö út sex slíkar bækur. Hver bók fjallar um afmarkað sviö matargeröar og eru þægilegar og auöveldar í notkun. Þessar bækur eru allar litprent- aöar og fylgir hverri uppskrift heilsíöumynd af viökomandi rétti. Pílu pínu platan Gefin hefur veriö út nljómplata með hinum skemmti- legu söngvum um litlu músina Pílu pínu. Umsjón með plötunni hefur hin þekkta dægurlagasöngkona Ragn- hildur Gísladóttir og syngur hún sjálf lögin, ásamt þeim Margréti Helgu Jóhannsdóttur og Heiödísi Noröfjörö, sem jafnframt rekur söguna á plötunni. Nokkrir þekktustu hljóöfæraleikarar yngri kynslóöar- innar annast undirleik. Sérstæö barnabók eftir hinn kunna og vinsæla rithöfund Kristján Einarsson frá Djúpalæk. Bókin fjallar um músabyggöina í Lyngbrekku og er aðalpersónan hin litla og lífsglaöa Píla pína. Bókin er meö söngvum eftir Heiödísi Noröfjörö, og mynd- skreytt af Pétri Halldórssyni. Tvímælalaust ein skemmtilegasta og fallegasta barnabókin sem er á markaðnum aö þessu sinni. Valdatafl í Valhöll eftir Anders Hansen og Hrein Loftsson. Sannarlega bók í brennidepli, sem fjallar um þau átök sem átt hafa sér staö í Sjálfstæöisflokknum og leiddu loks til stjórnarmyndunar dr. Gunnars Thoroddsens. í bók- inni er þetta valdatafl rakiö frá upphafi og mun þar ýmislegt koma verulega á óvart. í bókinni eru fleiri tugir Ijósmynda, sem margar hverjar hafa ekki birst áöur. eftir Feliþe Fernández-Armesto er ný bók í bóka- flokknum Frömuöir landafunda. Er bókin í þýöingu Kristínar Thorlacius, en umsjónarmaður með bóka- flokki þessum er Örnólfur Thorlacius. Þetta er merk bók prýdd fjölda mynda, og mikill fengur fyrir þá sem hafa áhuga á sögulegum fróöleik. Fjailar bókin um hinn mikla landkönnuö, Kólumbus, siglingar hans yfir Atlantshafiö og fund Ameríku. Hvað segja bændur nú? eftir Jón S. Bjarnason frá Garösvík, höfund bókarinn- ar Bændablóö sem út kom í fyrra. Bók sem ber svip af leiftrandi frásagnargleöi höfundarins og snjöllu oröfæri hans. Hér segir m.a. frá eyöibyggöinni í Fjöröum og fólkinu sem þar bjó síöast, bændum og burgeisum, göngum og eftirleitum, skammvinnri skólagöngu. kviöristu og kvennamálum, spéfuglum og spaklegum andans mönnum. Þessi bók er þjóöleg, fróöleg og skemmtileg. Einn móti Ný skáldsaga eftir Jón Birgi Pétursson. Jón Birgir fékk mikiö lof fyrir sögu sína Vitniö sem hvarf, er út kom í fyrra. í jiessari bók fær lögreglumaöurinn „Rauða ljóniö“ erfitt verkefni til úrlausnar og berst leikurinn víöa m.a. til Rotterdam í Hollandi. Þetta er mögnuö sakamálasaga, sem enginn leggur frá sér fyrr en aö lestri loknum. Hvað gerðist á ísiandi 1979 Stór og glæsileg bók eftir Steinar J. Lúövíksson sem fjallar um innlenda atburöi ársins 1979. Bók þessi er ómetanleg heimild og bregöur upp á skýran og skemmtilegan hátt í máli og myndum, því sem geröist á íslandi á því herrans ári 1979. Hér er í senn heimildarrit sem öölast æ meira gildi meö árunum og skemmtileg lesning öllum þeim sem vilja fylgjast meö og hafa aðgang aö heimildum um samtíma atburöi, sem þeir sjálfir tóku þátt í eöa voru áhorfendur aö meö einum eöa öörum hætti. Myndritstjóri bókarlnn- ar er Gunnar V. Andrésson. Eftir breska rithöfundinn Dominic Cooper í þýöingu Franzicu Gunnarsdóttur. Skáldsaga sem hefur aö uppistööu eitt þekktasta sakamál á íslandi, hin svokölluöu Sunnefumál, sem geröust á ofanveröri 18. öld. Höfundurinn dvaldi hérlendis meöan hann vann aö bókinni og tekst á einkar trúveröugan hátt aö bregða upp mynd af því ömurlega ástandi sem ríkti á Islandi á þessum árum eldgosa og drepsótta. Þetta er saga sem hlutverkum er skipt milli hörku og grimmdar, mannlegra tilfinninga og mannlegs breyskleika. Þýöing Franzicu Gunnarsdóttur hefur hlotiö mikiö lof gagnrýnenda. Dægurlaga- söngkonan dregur sig í hlé Ný skáldsaga eftir Snjólaugu Bragadóttur frá Skálda- læk. Þessi saga er eins og fyrri söaur Snjólaugar viöburöarík, fjörleg og skemmtileg og þeim kostum gædd aö vera viö hæfi allra aldursflokka. Aöalsögu- hetjan er í þeirri stööu sem margar stúlkur dreymir um, en samt er hún vansæl. Þáttaskil veröa í lífi hennar, er hún verður aö taka viö heimili systur sinnar sem býr úti á landi. Kólumbus Sunnefumálin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.