Morgunblaðið - 30.11.1980, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.11.1980, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1980 101 85 ára: Jón Guðmundsson f rá Stóra Laugardal Mér er það sönn ánægja að skrifa örlitla afmæliskveðju til hans afa míns. Það kann að þykja svolítið skrítið að dóttursonur hans pári á blað í þessu tilefni. — En meðal afa og okkar barnabarn- anna hefur aldrei verið sá ald- ursmunur sem árin segja til um, hann hefur alla tíð verið einn af okkur, fylgst náið með uppvexti okkar, skólagöngu og daglegu starfi. A sínum yngri árum var hann formaður á bátum á Patreksfirði og Tálknafirði en seinna gerðist hann fisksali í Reykjavík. Eg man fyrst eftir honum þegar hann bjó í Blesugrófinni, það þótti mér vera æfintýrastaður, langt uppi í sveit. Eftir að til borgarinnar kom tók hann bifreiðina í sína þjónustu, bátarnir höfðu þjónað honum vel fram að því. A meðan hann bjó þarna átti hann sendiferðabíl af Fordson-gerð, grænan að lit, ef ég man rétt. Það var ánægjulegt fyrir lítinn strákhvolp af Hring- brautinni að ferðast með slíku farartæki. Þetta var enginn spari- bíll því í honum flutti afi fiskinn, hann var jafnan fullur af fiskköss- um og alltaf var í honum sérstak- ur ilmur af þessum sökum. Ég minnist þess að á þessum árum varð ég stundum hræddur í bíl hjá afa, það var þegar hann tók í nefið um leið og hann stjórnaði ökutæk- inu. Eins og allir vita eru tilfær- ingar aldamótakynslóðarinnar við athöfn þessa tilkomumiklar og tímafrekar. Mér fannst hann vera óratíma að koma tóbakinu fyrir á handarbakinu og síðan skvera því upp í nasirnar, stundum var sem gamli Fordsoninn stýrði sér sjálf- ur. A þessum árum var það æðsti draumur minn að gerast fisksali. Ég dáðist að afa mínum þegar hann stóð við afgreiðsluborðið í fiskbúðinni sinni í Skjólunum. Hann fór æfðum höndum um fiskinn, flakaði og saitaði af svo mikilli snilli að ungan dreng langaði til þess að geta gert eins vel. Margir lögðu leið sína í búðina og jafnan fór drjúgur tími afa í að ræða við viðskiptavinina um lífið og tilveruna. Þegar ég var í heimsókn hjá honum og ömmu kom ég mér jafnan fyrir í úti- geymslunni og dundaði mér við að þykjast selja fisk tímunum sam- an. Jón Guðmundsson hefur ekki enn látið deigan síga þótt orðinn sé 85 ára gamall. Hann er sístarf- andi frá morgni til kvölds árið um kring og mikið þarf að koma til ef hann sleppir degi úr. Hann hefur sniðið sér stakk eftir vexti og vinnur því ekki lengur erfiðis- vinnu. Hann innréttaði sér vinnu- herbergi inni í bílskúr og þar situr hann nokkra tíma á dag og fæst við að hnýta öngla á línu og annað það sem að netagerð lýtur og landkrabbi kann ekki að nefna. Síðustu árin hefur hann jafnframt safnað og skráð örnefni sem við koma Patreksfirði og Tálknafirði, fiskimiðum þar og kennileitum. Á þeim slóðum reri hann um ára- tuga skeið og fáir núlifandi menn þekkja þar staðhætti betur. Afi hefur látið sig félagsmál miklu varða um dagana. Fyrir nokkrum árum var hann upphafs- maðurinn að því að stofnað var ættarfélag sem kennt er við Stóra-Laugardal í Tálknafirði. Langalangafi minn, Guðmundur bóndi Jónsson, lét byggja kirkjuna þar fyrir eigið fé, síðan eru liðin 74 ár. Áfi hefur tekið ástfóstri við kirkju þessa og hefur m.a. komið á fót styrktarsjóði henni til fram- dráttar, í minningu eiginkonu sinnar, Halldóru Kristjánsdóttur frá Sellátrum sem lést fyrir 22 árum. Þótt afi sé nú orðinn 85 ára að aldri er ekki að sjá að ellin sé honum erfið. Hann hefur alla tíð verið ungur í anda og lætur ekki krankleika á sig fá. Við frændurn- ir höfum alltaf náð góðu sambandi okkar á milli þrátt fyrir nær sex tuga aldursmun. Enginn kemur að tómum kofunum hjá Jóni Guð- mundssyni. Við ræðum saman um heimsmálin og yfirleitt allt það sem nöfnum tjáir að nefna. Vita- skuld hljóta lífsviðhorf okkar að vera að mörgu leyti ólík en við reynum jafnan að vera málefna- legir og virða skoðanir hvors annars. Síðustu árin hefur afi haldið sér ungum með ýmsu móti, honum hefur aldrei fallið starf úr hendi, hann umgengst margt fólk, ungt sem gamalt, og hann fer sér til heilsubótar á Náttúrulækninga- hælið í Hveragerði — hann er einmitt staddur þar núna. Lifðu heill, Hjalti Jón Sveinsson. ..VERD STOPVUN A PHILIPS 11K1ANVADBC- irl I vlVll fHnr v TJEKJUM! heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTUN 8 — 15655 ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? I>1 AIGLYSIR l'M U.I.T LAM) ÞEGAR Þl AIT.LYSIR I MURGl NBLADINT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.