Tíminn - 08.07.1965, Qupperneq 13

Tíminn - 08.07.1965, Qupperneq 13
PIMMTUDAGUR 8. júlí 1965 ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR tfriKÉið ___13 Dregið í Evrópubikarkeppninni í knattspyrnu Keflvíkingar mæta liðinu, sem sló Manchester Ut. út! Brasilíumenn sigursælir í Evrópuförinni Landslið Brasiliu í kuattspyrnu hefur að undanförnu verið á keppnisferðalagi um Evrópu. Lið- i» lék sinn fyrsta leik gegn Sví- þjóð og fór leikurinn fram í Stokk hólmi í síðustu viku. Brasilíumönn um gekk ekki of vel með Svía en sigruðu þó 2:1. Annan leik sinn léku Brasilíu- menn svo gegn Rússum og fór sá STUTTAR FRÉTTIR Tveir leikir fóru fram í 2. deild íslandsmótsins í knatt- spyrnu s. 1. laugardag. f Kópa- vogi léku Breiðablik og FH og sigraði Breiðablik með 4:3, en í fyrri umferðinni hafði FH sigrað Breiðablik 8:0. Knatt- spyrnan er óútreiknanleg a. m. k. þegar Hafnfirðingar eiga í hlut. — Á ísafirði léku heima- menn gegn Vestmannaeying- um og unnu 2:0. Framkoma Vestmannaeyinga var ekki til fyrirmyndar á fsafirði að sögn fréttaritara blaðsins. ★ Frjálsíþróttamót ÍR fór fram á Laugardalsvellinum í fyrrakvöld í góðu veðri. Ár- angur íþróttamanna var ekki í samræmi við veðrið, ef undan- skilinn er árangur Jóns Þ. Ólafssonar í hástökki, en hann stökk 2,05 metra. ★ Færeyska handknattleiks- liðið Kyndill, sem hér dvelst á vegum Hauka, lék sinn fyrsta leik í fyrrakvöld og mætti þá gestgjöfum sínum. Leiknum lyktaði með sigri Ilauka 21:19. í gærkveldi áttu Færeyingarn- ir að leika gegn FH. leikur fram í Moskvu um helgina. Rússar, sem höfðu sigrað Dani með 6:0 nýlega, máttu sætta sig við að tapa 3:0 fyrir Pele og fé- lögum. Myndin hér að ofan er frá leik Brasilíu og Svíþjóðar. Þarna reyn- ir Pele að brjóta sér Ieið gegnum sænsku vörnina, en fær heldur óblíðar móttökur hjá sænsku varn armönnunum — og kastast upp í loft. (Ljósm. UPI). Bræðurnir Óli B. og Guðbjörn Jónssynir. BRÆDUR I ELDLfNUNNI Óli B. og Guðbjörn meö íslenzku Evrópuliðin Alf-Reykjavík, miðvikudag. f sambandi við dráttinn í Evr- ópukeppninni náði ég tali af þjálf- urum Keflavíkur og KR, bræðrun- um Óla B. og Guðbimi, og bað þá að segja álit sitt, en þeir verða í eldlínunni næstu vikurnar við undirbúning liða sinna fyrir keppn ina. Óli B. sagðist vera dálítið sleg- inn yfir því að fá ungverska lið- ið. „Við hefðum getað verið heppnari í drættinum — og bezt hefði verið, hefðum við fengið eitt hvert Norðurlandaliðanna. En það þýðir ekki að fást um það — nú herðum við á æfingum og reynum að gera okkar bezta, þegar við mætum Ferencvaros. Guðbjörn kvaðst vera ánægður með mótherjana, sem KR fær. „Ég hef trú á því, að okkur gangi vel, a. m. k. fer ég aldrei með lið inn á nema með það fyrir aug- um að sigra. Ég hugsa, að þetta norska lið sé sterkt, en KR-liðið er líka sterkt og hefur verið að sækja sig upp á síðkastið. Já, og ekki er verra fyrir okkur, að við leikum fyrri leikinn á heimavelli“, sagði Guðbjörn að lokum. - en KR norsku bikar- meisturunum Rósenborg Alf—Reykjavík miðvikudag. Samkvæmt NTB-frétt, sem barst í dag, hafa lið verið dreg- in saman í 1. umferð Evrópukeppni meistaraliða og Evrópu- bikarkeppni bikarhafa. íslandsmeistararnir frá Keflavík sendu þátttökutilkynningu í fyrrnefndu keppnina, og hafa dregizt á móti ungverska lið'inu Ferencvaros frá Búdapest, einu sterkasta knattspyrnuliði í Evrópu í dag, en þetta er einmitt sama liðið og sló Manchester Utd. út í borgarkeppn- inni fyrir skemmstu. Bikarmeistarar KR taka þátt i Evrópubikarkeppni bikar- hafa og hafa dregizt á móti norsku bikarmeisturunum Ros- enborg frá Þrándheimi, en Rosenborg er í 2. deild. ■ Leikin er tvöföld umferð og leika Keflvíkingar fyrri leik sinn í Búdapest, en KR er heppnari, því að þeir leika fyrri leik sinn hér heima. Leikjum Keflavíkur og ungverska liðsins á að vera lokið fyrir 1. október, en leikjum KR og norska liðsins fyrir 15. október. Ferencvaros Ferencvárós frá Búdapest er eitt sterkasta knattspyrnulið í Evrópu um þessar mundir, og fá því Keflvíkingar erfiða mótherja Til marks um getu hins ungverska liðs má minna á, að fyrir skemmstu sló það Manchester Utd., ensku meistarana, út í borg arkeppninni. Liðin léku þrjá leiki. Fyrsta leikinn vann Manchester á heimavelli sínum 3:2, en annan leikinn vann Ferencvaros í Búda- pest 1:0. Leika varð aukaleik og fór hann fram í Búdapest. Þann leik vann Ferenvaros með 2:1, og sló þannig út hina ensku mót- herja sína. Við ræddum lítillega við Haf- stein Guðmundsson, formann I- þróttabandalags Keflavíkur, en hann hafði þá ekki frétt um mót- herja Keflavíkur í keppninni. Haf steinn sagðist ekki vera ánægður að fá Ferencvaros, — og einnig sagðist hann vera óánægður með að Keflavík þyrfti að leika fyrri leikinn ytra. Sagði Hafsteinn, að reynt yrði að fá það í gegn, að fyrri leikurinn yrði leikinn hérna heima. Þá sagði Hafsteinn, að Keflvíkingar hefðu sent þátttöku tilkynningu með þeim fyrirvara, að öll nauðsynleg leyfi fengjust hér heima, þ.e. frá KSÍ, ÍSÍ og ÍBR um lán á Laugardalsvellinum. Rosenborg Óhætt er að segja, að KR-ingar hafi verið heppnari í drætti en Keflvíkingar. Þeir mæta norska 2. deildar-liðinu Rosenborg frá Þrándheimi, en Rosenborg er norskur bikarmeistari. Má ætla, að KR hafi möguleika á að sigra þetta norska lið, — og það er mikill kostur, að fyrri leikurinn verður hér heima. Þetta er í fyrsta skipti, sem íslenzkt lið tek ur þátt í Evrópubikarkeppni bik arhafa. Til gamans má geta þess, að þátttaka í keppninni hefur aldrei verið meiri en að þessu sinni, og núna taka t.d. Rússar þátt í henpi í fyrsta sinni. Drátturinn í Evrópukeppni meistaraliða voru þessi lið dregin saman í fyrstu umferð: Lyn (Noregi)—Derry (N-írlandi) Tirana (Albaníu)—Kilmamock (Skotlandi), Drumcondra(Eire)— Vorwaerts (A-Þýzkalandi), Búlg- aríumeist.—D'jurgárden (Svíþj.), Ferencvaros (Ungv.l.)—Keflavík (íslandi), Cludelange (Luxemb.), —Benfica (Porlúgal), Linz (Aust- urríki)—Gornik (Póllandi) Parti- san(Júgóslavíu)—Nantes (Frakk- land), Apoel (Kýpur)—W. Brem- en (V-Þýzkalandi), Dynamo Buka rest (Rúmeníu)—B 1909 (Danm.), F. Rotterdam (Holl.)—Real Madr. (Spáni), P. Athen (Grikklandi)— S. Wanderers (Möltu), Lausannes (Sviss)—Sparta Prag (Tékkóslóv- akíu), Anderlecht (Belgíu)—H. Istanbul (Tyrklandi), HIK (Finn- landi)—Manchester Utd (Engl.). Núverandi Evrópumeistarar, Inter Milan, sitja hjá í fyrstu um ferð. Og þá er það Evrópukeppni bik arhafa: KR(íslandi)—Rosenborg (Nor- egi), Atletico Madrid (Spáni)— Framhald á l4 síðu Keflavík og Fram í kvöld Eftir hálfs mánaðar hlé heldur 1. deildar keppnin áfram í kvöld, og mætast þá Keflavík og Fram á Njarðvíkurvellinum. Þessi leikur er mjög þýðingarmik ill, því þama mætast neðstu liðin í deildinni. Fram hef- ur 3 stig og Keflavík 4 stig. Verður fróðlegt að fylgjast með viðureigninni, sem hefst kl. 20.30. Annað kvöld fer einnig fram leikur í 2. deild og mætast Víkingur og FH á Melavellinum, hefst leikur- inn kl. 20,30.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.