Morgunblaðið - 10.12.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.12.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1980 Leiguflugið i Libýu: Ósamið við flug- menn um yfir- vinnu og frídaga EKKI heíur enn náðst samkomu- lag milli flugmanna í FÍA og FluKÍeiða um væntanlegt ieigu- fluK FluKÍeiða í Libýu á Fokker. en þau atriði sem samkomulaK strandar á eru varðandi yfir- vinnu og fridaga. Ágreiningurinn er um deilitölu í yfirvinnu og frídaga. Vilja flug- menn taka á sig takmarkaða yfirvinnu og fá fleiri frídaga en viðgengist hafa hjá Flugleiðum í slíkum samningum um flug er- lendis. Háhyrningamir hinir sprækustu - Bandarískir kaupendur hafa þó ekki enn viljað taka við dýrunum HAIIYRNINGARNIR i laug Sæ- dýrasafnsins eru með sprækasta móti. dýrin éta af græðgi og þeim virðist líða vel i lauginni. Brynjólf- ur Sandholt. héraðsdýralæknir, sagði í samtali við Mbl. i gær að hann hefði tekið blóðsýni úr dýrun- um fyrir helgi og það hefði sýnt að dýrin væru ekki haldin neinum sjúkdómi. Hins vegar eru skemmd- ir í húð tveggja dýranna og hafa kaupendur ekki enn viljað taka við þeim af þeim sökum. Dýrin áttu að vera farin héðan Þrír spari- sjóðir opnir á Vestfjörðum ÞRÍR sparisjóðir á Vestfjörðum hafa verið opnir þá tvo verkfalls- daga. sem liðnir eru af fyrsta verkfalli islenzkra bankamanna. Eru það Sparisjóður önundar- fjarðar, Sparisjóður Þingeyrar og Sparisjóður Suðureyrar. Starfs- menn þessara sparisjóða eru ekki félagsmenn 1 Sambandi íslenzkra hankamanna og sparisjóðirnir hafa ekki undirritað samkomulag- ið um kjarasamning SÍB. Af ofangreindum ástaeðum kvaðst Jón ívarsson talsmaður SÍB ekki vita, hvort sambandið gæti náð til þessara sparisjóða og stöðvað þá starfsemi, senr þar fer fram í verkfallinu. fyrir 1. desember, en nú hefur menntamálaráðuneytið framlengt leyfi fyrir dýrunum og mega þau vera í Sædýrasafninu fram í miðjan þennan mánuð. Viðræður eru í gangi á milli forráðamanna Sæ- dýrasafnsins og bandarískra kaup- enda, en Bandaríkjamennirnir hyggjast síðan selja dýrin áfram. Líklegt er að einhver dýranna fimm verði seld til Kanada og vel getur verið að þau fari öll þangað fljót- lega. Einkum eru það tvö dýranna, sem kaupendur eru óánægðir með, húð- rifur eru á öðru þeirra vegna kulda og þornunar í flutningum, en rispa er á hinu eftir flutninga. Telur sig ekki eiga samleið með banka- verkfalli monnum 1 ÞRÁTT fyrir verkfall banka- manna hefur Sparisjóður Skaga- strandar verið opinn i þessari viku og Björgvin Brynjólfsson. sparisjóðsstjóri, haldið uppi venjuiegri þjónustu í sparisjóiðn- um. Samkvæmt upplýsingum frá fréttaritara Morgunblaðsins á Skagaströnd hringdu fulltrúar bankamanna til Björgvins á mánu- dag og fóru fram á að hann lokaði sparisjóðnum meðan á verkfalli stæði. Benti Björgvin þeim á, að hann hefði ítrekað sótt um inn- göngu í félag þeirra og um aðild að lífeyrissjóði þeirra. Þessum beiðn- um hans hefði verið hafnað og því teldi hann sig ekki eiga samleið með bankamönnum í þessu verk- falli. „Það er alveg ljóst, að þarna er um verkfallsbrot að ræða,“ sagði Jón ívarsson, talsmaður Sambands íslenzkra bankamanna, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þessi sparisjóður er aðili að samkomu- lagi um kjarasamning SÍB, og hefur undirritað þáð. Við höfum enn ekki tekið ákvörðun um, hvað við gerum, en það verður væntan- lega kannað á morgun, hvort hann hefur opið þá og ákvörðun tekin í málinu." Annríki við jólapóstinn JÓLAPÓSTURINN streymir til og frá landinu þessa dagana og einkum hefur verið annriki á Bögglapóststofunni og Tollpóststof- unni siðustu daga. Flugpósti til Norðurlanda þarf að skila fyrir 15. desember, en til annarra landa fyrir næstkomandi föstudag. Jólapósti innanlands þarf að skila i siðasta lagi 17. desember og verða póststofur i Reykjavik opnar til klukkan 21 þann dag, þ.e. næsta miðvikudag. Töluverður fjöldi skólafólks fær vinnu hjá póstinum síðustu daga fyrir jól, en þegar hefur verið gengið frá ráðningu þess fólks. Skólafólkið mun einkum vinna við útburð á jólapóstinum. Sæmileg loðnuveiði LÖÐNAN er enn á leið austur með Norðurlandi og hefur feng- izt síðustu daga úti af Þistilfirði og Sléttu. Veður hefur verið rysjótt á miðunum siðan um helgi, en einnig hafa skipin leitað fyrir sér vestar. Eftirtalin skip hafa tilkynnt Loðnunefnd afla síðan um helgi: Sunnudagur: Húnaröst 630, Huginn 580, Júpiter 1050, Sæberg 630, Bergur 400, Rauðsey 590, Skírnir 360, Ársæll 440, Isleifur 410, Keflvíkingur 400, Sigurfari 500. Mánudagur: Huginn 450. Þriðjudagur: Harpa 500, Húna- röst 630, Þórshamar 420. Forseti ASÍ vildi ekki ræða ferð lögfræðingsins FRAM kemur í baksíðufrétt Morgunblaðsins í gær, að Alþýðu- samband Islands greiði „að ein- hverju eða öllu leyti" för Ragnars Aðalsteinssonar, lögfræðings Patrick Gervasonis, til Danmerk- ur. Er Morgunblaðið spurði Ás- mund Stefánsson, forseta ASÍ, um þetta mál í gærkvöldi vildi hann ekki ræða það og sagðist hvorki vilja staðfesta fréttina né neita henni. © INNLENT Engir aurar í tölvukerfunum: Myntbreytingin kost- ar yfír 1000 milljónir TÓMAS Árnason viðskiptaráðherra upplýsti á Alþingi í gær að kostnaður við myntbreytingu hjá Seðlabankanum væri áætlaður 1041 milljón krónur. Hönnun seðla og myntar kostaði 26 m.kr., framleiðsla 793 m.kr. og dreifing 63 m.kr. Kostnaður við kynningu væri: bæklingur 39 m.kr., auglýsingar í fjölmiðlum 75 m.kr. og annar kynningarkostnaður 15 m.kr. Annar ótilgreindur kostnaður er áætlaður 30 m.kr. Til frádráttar kemur sala á gamalli mynt til bræðslu 200 m.kr. Þá verður að hafa í huga. sagði hann, að hvort eð er hefði þurft að framkvæma seðlaprentun, þó ekki hefði verið ráðizt i ráðgerða myntbreytingu um áramótin. Þetta kom fram í svari við Ragnar Arnalds fjármálaráð- fyrirspurn frá Matthíasi Á. Math- herra svaraði fyrirspurnum frá iesen um áætlaðan heildarkostnað við framkvæmd myntbreytingar 1. janúar 1981. Hinsvegar svaraði ráðherra ekki fyrirspurnum Matthíasar hver væri kostnaður opinberra aðila, vegna myntbreyt- ingar, vegna annars en mynt- sláttu, né hver væri kostnaður einkasölu í þjóðarbúskapnum vegna þessarar breytingar. sama þingmanni: á hvern hátt ríkissjóður fyrirhugi framkvæmd upptöku á aurum vegna mynt- breytingar — a) við greiðslu almennra krafna, b) við greiðslu launa og tryggingabóta og c) við skráningu fjárhæða í bókhaldi ríkis og ríkisstofnana. Ráðherra sagði að fram væri komið stjórn- arfrumvarp þess efnis, að álagn- Verður unnt að afgreiða vörur án bankaafgreiðslu? INNFLUTNINGUR á svokölluð- um neyðarsendingum án fullnað- artollafgreiðslu í verkfalli hanka- manna fór fram á fyrsta degi verkfallsins, þar sem tollskrá heimilar að innflytjandi leggi fram tryggingu hjá farmflytjanda er nægi til greiðslu hins erlenda kaupverðs og allra ríkissjóðs- gjalda og 8é ábyrgur fyrir greiðslu þeirra, ef innflytjandi stendur ekki i skilum. í tolli voru þessar sendingar stöðvaðar í gær, þar sem tollyfir- völd töldu að setja ætti tryggingu í tolli, en ekki hjá innflytjanda. Mun mál þetta nú vera í athugun í fjármálaráðuneytinu. Hér er um að ræða hráefnisvörur til iðnaðar, varahluti, lyf og annað slíkt, m.a. grænmeti og afskorin blóm. Jafn- framt mun heimilt að tollyfirvöld afhendi vöru gegn því að innflytj- andi setji fjártryggingu fyrir greiðslu aðflutningsjgalda og greiði allan kostnað af tollskoðun. Samkvæmt upplýsingum Árna Árnasonar framkvæmdastjóra Verzlunarráðs íslands er banka- stimplun á fylgibréf vörusendinga aðeins til þess að gæta hagsmuna hins erlenda aðila, sem sendir vöruna til íslands. Athugunin, sem fram fer í ráðuneytinu, beinist nú að því, hvort ekki sé heimilt að tryggja hagsmuni sendanda vöru- sendingarinnar með öðrum hætti. ing hvers konar opinberra gjalda skuli fara fram í heilum krónum (hærri upphæð en 50 aurar færð upp, lægri niður); sama gilti um innheimtu, innheimtuaðila væri óskylt að taka við greiðslum í minni einingum en heilum krón- um. Kröfur á ríkissjóð og ríkis- stofnanir myndu greindar í sam- ræmi við fjárhæð þeirra en færðar til bókar í heilum krónum. Ráðherra sagði að í tölvukerfi vegna ríkisbókhalds væri ekki gert ráð fyrir aurum í fjárhæðum, og ekki væri pláss fyrir kommur í sumum tölvukerfum ríkisstofn- ana. Væri því nauðsynlegt að standa þennan veg að málum, eins og nýframlagt frumvarp bæri með sér. Matthías Mathiesen þakkaði ráðherrum svörin. Viðskiptaráð- herra hefði að vísu ekki á taktein7 um svör við öðrum kostnaði, er varðaði myntbreytinguna, en þeim er að sjálfri myntsláttunni sneri, hvorki í opinbera kerfinu né í öðrum þáttum þjóðarbúskaparins. Þá sýndi nýframlagt stjórnar- frumvarp um minnstu myntein- ingu við álagningu og innheimtu opinberra gjalda að ekki hafi fyrr en á tólftu stundu verið hugað að bókhaldsframkvæmd breytingar- innar. Höfuðmáli skipti þó að ekki hefði enn, þegar eftir lifði hálf önnur vika þingstarfa á árinu, séð dagsins ljós þær samræmdu efna- hagsráðstafanir, sem vera áttu forsenda myntbreytingarinnar og gera hana að marktækum þætti í verðbólguhömlum til að treysta stöðu nýkrónunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.