Morgunblaðið - 10.12.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1980
15
st af djúpri hryggð og söknuði
Lögreglumenn við vettvangsrannsóknir fyrir utan Dakota-ibúðabygg-
inguna i New York þar sem John Lennon var skotinn til bana þegar
hann var að koma heim til sín. í glerinu í hurðinni má greina göt eftir
kúlurnar úr byssu morðingjans. AP-simamynd.
Sumir grétu, aðr-
ir horfðu fram
fyrir sig skiln-
ingsvana á svip
Hundruð manna stóðu alla nóttina fyrir
utan heimili Lennons með kertaljós í hendi
New York, 9. des. — AP.
MÖRG hundruð manna söfnuðust saman fyrir utan heimili John
Lennons strax eftir að fréttirnar bárust út um morðið. Sumir voru
hljóðir, skilningsvana á svip, aðrir grétu og enn aðrir sungu söngva
Bítlanna í hálfum hljóðum. Margir kveiktu á kertum og biðu í hljóðri
bæn fyrir utan heimili hans og sjúkrahúsið, þangað sem Lennon hafði
upp strætið og undrun og óhugur
lýstu sér úr hverju andliti.
Maður á miðjum aldri, alvöru-
gefinn á svip, hallaði sér upp að
bíl og frá útvarpstæki, sem hann
hélt á, bárust söngvar Bítlanna út
í nóttina. Annar maður, sem
staðið hafði við hlið hans, féll á
bílinn og leið út af í öngviti.
Maðurinn með útvarpstækið færði
sig um set, settist á gangstéttar-
brúnina og frá tækinu bárust
tónarnir í laginu „When I’m
Sixty-four“.
í dögun, sex stundum eftir að
John Lennon var allur, krupu enn
margir fyrir utan bygginguna og
fóru með bænir. Stórri mynd af
John Lennon hafði verið komið
fyrir á girðingunni og gangstétt-
irnar voru líkastar blómabeði.
„Ó, guð minn, guð minn,“ sagði
ung kona með társtokkið andlit.
„Ég get alls ekki trúað þessu.“
Hún hafði kropið á kné við
garðhliðið, í annarri hendi hélt
hún á logandi kerti, en með hinni
reyndi hún að skýla loganum svo
aö hægur blærinn slökkti hann
ekki.
Fólkið stóð alls staðar, á göt-
unni, uppi á bílþökum og á grind-
verkinu, sem umlykur heimili
John Lennons, Dakota-íbúðabygg-
inguna í New York, þar sem margt
frægt fólk hefur búið. Á sumrin
leggja þangað leið sína forvitnir
ferðalangar en nú var öðru vísi um
að litast: Rauð og blá leifturljós
lögreglubílanna og skjannabirtan
frá sjónvarpsmyndavélunum lýstu
Ný skáldsaga
eftir Jón Dan
Stjörnu-
glópar
Jón Dan er sérstæður höfundur
og alltaf nýr. Nú verður honum
sagnaminnið um vitringana
þrjá að viðfangsefni — fært í
íslenzkt umhverfi bænda og
sjómanna á Suðurnesjum. Þess-
ir vitringar hafa reyndar ekkert
Jesúbarn til að gefa gull, reyk-
elsi og mirru, en þeir horfa á
stjörnurjiar eins og þeir austur-
lenzku, þÁ að þeir stýri ekki
eftir þeim. Og umhverfi með
álverksmiðju og kanavelli er
andstætt þeim.
Flestir aðrir falla þar betur inn í og semja sig að því,
kannski ekki allir sársaukalaust. En vitringunum er þar
ofaukið, sumum en ekki öllum finnst þeir þar eins og
ankannalegar ójöfnur. Má vera að þeir jafnist út í
umhverfið eins og aðrir, en þá verða þeir ekki lengur
vitringar.
Almenna bókafélagið
Austurstræti 18. — Sími 25544.
Skemmuvegi 36, Kóp. Sími 73055.
AEG
UOLA-
GJAFIR
Nú getum við boðið AEG smátæki á sérstaklega hagkvæmu verði
vegna lækkunar erlendis. Notið tækifærið og kaupið jólagjöfina strax.
BRÆÐURNIR ORMSSON %
LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820