Morgunblaðið - 10.12.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.12.1980, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1980 HÖGNI HREKKVÍSI * Ast er... ... að verða ekki vond- ur þó að hún hafi keyrt á. TM Rag U S Pal Ofl-all rights raaarvad • I97S Los Angalas Tlmas Fyrsta málið á danskra borgar- stjórnarinnar er hin alvariega reykmengun! Áfengissala: Eru börnin not- uð sem tálbeita? Árni Gunnlaugsson. Hafnar- firði, skrifar 6. des.: „Ótrúlegustu ráðum er beitt hér á landi til að minna fólk á áfenga drykki. Nýjasta dæmið er það framlag tveggja dagblaða nú um helgina (Þjóðviljans og Dagblaðs- ins) að telja það fréttnæmt, að eitt vínveitingahúsanna hafi á boð- stólum „jólaglögg", sem er áfeng- ur drykkur. Annað þeirra (Dagbl.) gengur svo langt í skrifunum að segja, að það „gefi sérstaka jóla- stemmningu" að fá sér glas af þessum drykk. — Og til þess að lokka nú sem flesta til að falla fyrir freistingunni er þess síðan getið, að barnakórar muni syngja á staðnum, og eins og við mátti búast, í vínveitingatíma hússins. Finnst ykkur, lesendur góðir, ekki ástæða til kröftugra mót- mæla, þegar svo er komið, að saklaus börnin virðast nú notuð, a.m.k. óbeint, sem tálbeita fyrir sölu áfengra drykkja og það undir yfirskini jólanna? Stuðlar að aukinni áfengissneyslu Skýlaust bann er í lögum við áfengisauglýsingum og er það í samræmi við þann tilgang áfeng- islaga að útrýma því böli, sem misnotkun áfengis er samfara. Að mínu mati eru tilgreindar fréttir um „jólaglöggið" lúmsk áfengis- auglýsing. — Mörg fleiri dæmi mætti nefna um það, hvernig áfengisáróðri er hér komið á framfæri. T.d. kynnir Jónas Kristjánsson á fimm síðum í jólablaði Vikunnar ýmsar tegund- ir áfengis með myndskreytingum og i íslensku riti, sem dreift er í flugvélum Flugieiða, mátti nýlega sjá kynningu á áfengum drykk. Þótt áhugi yfirvalda virðist lítill sem enginn að sporna við slíkri kynningarstarfsemi talsmanna áfengisneyzlunnar, er ljóst, að aliur áfengisáróður í hvaða mynd sem er, gengur í berhögg við tilgang áfengislaganna, stuðlar að aukinni áfengisdrykkju og um leið meira áfengisböii. Þess vegna verða yfirvöldin að vakna af svefninum og gera ráðstafanir til að stöðva slíkan áróður. „Skekur undirstöður samfélagsins...“ Öllu frelsi eru takmörk sett og skyldurnar við samféiagið getur enginn ábyrgur þegn látið sér í léttu rúmi liggja, þegar áfengis- vandamálið er annars vegar. Nú er svo komið hjá þeim þjóðum, sem við mest áfengisfrelsi hafa búið, að þar er farið að líta á áfengið öðrum augum en áður. Þannig hefir t.d. nefnd 20 fremstu vísindamanna og sérfræðinga Frakka á sviði drykkjusýki lagt til að algert bann verði lagt við áfengisauglýsingum þar í landi. Ennfremur hefir hún hvatt til þess, að látið verði af því fyrir fullt og allt að vísa til þess, að áfengi sé á nokkurn hátt tengt lífsgildi. Þá segir þessi sama nefnd í skýrslu sinni: „Við lítum á málið í heild, áfengi, útbreiðslu þess, drykkjusýki, og fellum undir einn hatt framleiðslu, dreifingu og neyslu áfengis, hóflega og sjúk- lega.“ Og sjálfur Frakklandsforseti hefir sagt, að drykkjusýkin sé „mesta og alvarlegasta þjóðfélags- vandamálið", og ennfremur, að annað sé ekki sæmandi þróaðri þjóð en að snúast gegn slíku fári, sem skekur undirstöður samfé- lagsins". Hver vill í alvöru stuðla að slíkri þróun? Nú kann einhver að spyrja: Hvað varðar okkur um ástandið i Frakklandi? Því er til að svara, að Árni Gunnlaugsson áróðursmenn áfengis hér á landi hafa löngum viljað sækja fyrir- myndir sínar um „vínmenningu" til annarra þjóða, t.d. Frakka. Þeim væri því hollt að kynna sér nánar ástandið í áfengismálum Frakklands, áður en þeir heimta næst meira frjálsræði í okkar áfengismálum. Ef við spyrnum ekki fast á móti vaxandi ásókn áfengisauðvaldsins og skósveina þess hér á landi, blasir við okkar þjóð fyrr eða síðar svipaður ófarnaður og leitt hefur franska þjóð fram á glötunar- barm. Hver vill í alvöru stuðla að slíkri þróun hjá eigin þjóð? Áróðursmenn áíengis baka sér þunga ábyrgð Mörg öfugmælin hafa verið sögð um áfengið. Sl. haust kom t.d. ungur listamaður með þá líkingu í útvarpsþætti, að áfengið væri „uppspretta mannlegrar ham- ingju". Þetta gerðist nokkrum Steingeld og leiðinleg stofnun? 4269-1054 skrifar: „Hvað er að ske í Þjóðleik- húsinu? spyr Ólafur Jónsson. Eg hef oft spurt mig þess hins sama síðustu 2—3 ár. Ég hef á þessu árabili staðið upp eftir hverja sýningu sárleið og þreytt. Til hvers er maður eiginlega að fara í leikhús, hvað vill maður fá út úr þessu? Asnalegur og yf- irdrifinn húmor Mér finnst ég ekki hafa séð almennilega leiksýningu siðan ég sá Stundarfrið. Það má segja að Prinsessan á bauninni sem gekk í 5 sýningar hafi verið viss hápunktur. Þessar 3 sýningar sem hafa verið í vetur finnst mér allar hálf dapurlegar, ég skil ekki hvaða erindi Könnusteypirinn pólitíski á til okkar. Asnalegur og yfirdrifinn húmor. Átti von á umtals- verðum breytingum Hver er það sem ræður leikritavali Þjóðleikhússins? Er það þjóðleikhússtjóri eða þjóðleikhúsráð? Meðan Guð- laugur heitinn Rósinkrans var þjóðleikhússtjóri lá hann undir stanslausri gagnrýni. Þegar núverandi leikhússtjóri tók við, átti ég von á umtalsverðum breytingum — til bóta. Eh ég verð að segja eins og er, að mér fannst oftar gaman í leikhús- inu undir stjórn Guðlaugs. Fólk fer ennþá í leikhúsið, af gömlum vana. En það verður ekki lengi enn. En mig langar til að spyrja: Eigum við sem sækjum Þjóðleikhúsið ekki rétt á því að betur sé vandað til leikritavals leikhússins? Eða er þessi stofnun orðin steingeld og leiðinleg?"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.