Morgunblaðið - 10.12.1980, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1980
Vestan úr
Fjörðum
Gils GuAmundsson:
Frá yztu nesjum
Fyrsta bindi
Önnur útgáfa aukin
Skuggsjá Hafnarfirði 1980
Gils Guðmundsson lét frá sér
fara á árunum 1942—1953 sex
hefti undir nafninu Frá yztu
nesjum. Þau höfðu að flytja ýmsar
sagnir og annan þjóðlegan fróð-
leik, en einnig þætti úr vestfirzku
atvinnulífi. Þessi hefti urðu mjög
vinsæl, enda Gils góður skrásetj-
ari og sögumaður, og eru heftin
löngu uppseld. Svo er þá komið út
fyrsta bindið af nýrri útgáfu
heftanna, og hefur það að geyma
efni tveggja, nokkuð aukið og
endurbætt. Höfundur skýrir svo
frá því, að hin fjögur hefti verði
gefin út á næstu árum í tveimur
bindum.
I þessu bindi eru tvær forvitni-
legar frásagnir úr atvinnulífinu á
Vestfjörðum á seinasta áratug 19.
aldar og þeim fyrsta þessarar
aldar. Þá reistu Norðmenn hvorki
fleiri né færri en sex hvalveiði-
stöðvar á Vestfjörðum, veittu þar
fjölmörgum atvinnu, en voru að
því leyti skaðvaldar, að þeir svo til
eyddu hvalastofni þeim, sem hafð-
ist við á svæðinu frá Látrabjargi
og norður að Tjörnesi. Var at-
vinnurekstur þeirra svo stórbrot-
inn, að þeir urðu ekki aðeins að fá
fólk til vinnu víðsvegar af Islandi,
heldur urðu þeir líka að flytja inn
norska og sænska verkamenn. Þá
gerðist það um svipað leyti, að um
það bil 20 seglskip frá Gloucester í
Bandarikjunum lögðu stund á
lúðuveiðar út af Vestfjörðum,
höfðu bækiðstöð á Þingeyri og
réðu á skipin allmarga Islendinga.
Þegar þeir hættu þessum veiðum,
var þannig komið, að stórlúðu
hafði fækkað svo á miðunum, að
ekki þótti borga sig að senda
lengur skip til veiða yfir Atlants-
hafið.
Gils segir í löngum, skemmti-
legum og fróðlegum þætti frá
athöfnum Hans Ellefsens, sem
reisti vinnslustöð og fleiri hús á
Sólbakka innan við Flateyri í
önundarfirði og gerði þaðan út á
Bókmenntir
eftir GUÐMUND
G. HAGALÍN
hvalveiðar í hálfan annan áratug.
Ber Gils Ellefsen vel söguna, en
ritar í efnissamhengi við hana
kafla, sem heita Ryskingar á sjó
og Óspektasumarið 1897. Þá er
ágætur þáttur frá sprökuveiðum
Kananna, eins og þeir voru kallað-
ir vestra. Er þar sögumaðurinn
Þorvaldur Þorvaldsson, bóndi á
Efstabóli í Önundarfirði. Hann
var háseti á fjórum amerískum
skútum, fyrst hjá hinum fransk-
ættaða aflamanni Diego. Margt
hef ég heyrt um þessar veiðar og
Gils Guðmundsson
um háttsemi Kananna, og marga
hitti ég á bernskuárum mínum,
sem hófu frásagnir, sem byrjuðu
þannig: „Þegar ég var með Kön-
um.“ Var stundum ærið róstusamt
á Þingeyri, þá er skipin leituðu
þar hafnar. Frásögn Þorvalds
fjallar fyrst og fremst um það,
hvernig veiðunum var háttað.
Hann var maður fílefldur, enda
sóttust Kanarnir fyrst og fremst
eftir sterkum mönnum, þar eð þeir
stunduðu veiðarnar á doríum, sem
lögðu línu oft á miklu dýpi.
Merkur þáttur er í þessu bindi
af Holtsprestum, og skemmtilegur
er þátturinn af Matthíasi As-
geirssyni frá Holti, en honum var
flest vel gefið, svo sem fleiri af
þeirri ætt, og er þar sjálfgert að
skírskota til Jóns forseta Sigurðs-
sonar. Þá tel ég vert að geta
þáttarins Mannskaðaveðrið mikla
í Önundarfirði 1812, en þá fórust
52 menn, flestir Önfirðingar.
Læt ég svo lokið umsögn minni
um þetta bindi ritsins Frá yztu
nesjum, þó að sleppt sé hér að
minnast á ýmsa forvitnilega kafla,
þar á meðal fleiri en einn, sem
Gils hefur fengið ágæta fræði-
menn til að rita. En það vil ég
leggja áherzlu á, að þessi bók
svíkur engan, sem hana kaupir og
les.
Endurminningin
merlar æ ...
Mánasilfur
Safn endurminninga II
Gils Guðmundsson valdi efnið
og sá um útgáfuna
Iðunn, Reykjavik 1980
Gils Guðmundsson var lengi
framkvæmdastjóri bókaútgáfu
Menningarsjóðs og Þjóðvinafé-
lagsins og gerði þar margt vel.
Hann lét og frá sér fara hvorki
meira né minna en sex hefti af
vestfirzkum þjóðlegum fróðleik,
sem hann hafði að mestu ritað
sjálfur, en einnig fengið aðra til að
skrifa. En hann sinnti og stjórn-
málum, og þar kom, að hann varði
til þeirra sem þingmaður starfs-
kröftum sínum í svo ríkum mæli,
að hann sá sér ekki annað fært en
segja upp framkvæmdastjóra-
starfinu hjá Menningarsjóði og
Þjóðvinafélaginu. Síðan óx svo
vegur hans á stjórnmálasviðinu,
að um skeið varð hann forseti
sameinaðs þings.
En vissulega fagnaði ég þvi,
þegar ég frétti, að hann mundi
láta þingmennsku lönd og leið og
væri tekinn að hyggja á ný að
bókmenntum og þjóðfræðum, og
ljúft var mér að fá í hendur í fyrra
Mánasilfur hans, fyrsta bindi af
úrvali íslenzkra endurminninga,
stóra bók, prentaða á góðan papp-
ír og bundna í fallegt band. í því
bindi var birt úrval minninga 26
manns, 20 karla og 6 kvenna, og
þótti mér vel hafa til tekizt um
valið. Nú er svo komið frá honum
og bókaútgáfunni Iðunni annað
bindi af Mánasilfri, sem flytur
efni eftir 29 höfunda, þar af 5
konur. Og von mun vera á tveimur
bindum í viðbót á næstu árum.
Það er fljótsagt, að i þessu
bindi, sem nú er komið út, er mikil
fjölbreytni í mannvali og þá einn-
ig því efni, sem frá er sagt. Þarna
er því saman komin margvíslegur
fróðleikur um þjóðarhagi og ald-
arfar, og upp er brugðið mjög
skýrum mannlýsingum á fleira
fólki en sögumönnunum sjálfum.
Margt er, jafn hugnanlegt sem
harmrænt, ritað af slíkum hagleik
á mál og stíl, að það hefur ekki
aðeins fróðleiksgildi, heldur á
óumdeilt sæti á bekk fagurra
bókmennta. Ég hafði hugsað mér
Bókmenntlr
eftir GUÐMUND
G. HAGALÍN
að benda á nokkra kafla, sem
væru öðrum fremur verðir athygli
og valdi fljótlega tvo af þeim
fyrstu, Barnstrú, eftir Björn Sig-
fússon, fyrrverandi háskólavörð,
og Mannskaðaveðrið 1898, eftir
Boga Ólafsson menntaskólakenn-
ara um áratugi, enda eru þessir
þættir, svo ólíkir sem þeir eru,
báðir með ágætum ritaðir og
eftirminnilegir að sama skapi. Svo
kom þá eitt af öðru, sem vert væri
að geta, en hvað skyldi svo nefna
og hverju sleppa? Svo minntist ég
tveggja mjög sérstæðra þátta aft-
ast í bókinni, Bréfs í myrkri, eftir
Skúla Guðjónsson frá Ljótunnar-
stöðum í Strandasýslu, og frá-
sagnar Sæmundar Stefánssonar,
en þetta hvort tveggja hefur sína
sérstöðu meðal efnis þessa bindis.
Skúli skýrir þannig frá aðstæðum
sínum, stríði sínu og starfsferli, að
frásögn hans er líkleg til að geta
breytt viðhorfum lesenda til
blindra manna, bæði sem einstakl-
inga og borgara þjóðfélagsins. Þá
er það hin hartnær einstæða
sjálfsævisaga harmkvælamanns-
ins Sæmundar Stefánssonar.
Hann var olnbogabarn guðs og
manna frá fæðingu til grafar, en
samt gæddur allt að því yfirnátt-
úrlegri seiglu og herkju, sem
fengu því áorkað, að þrátt fyrir
allar píslir og hörmungar mun
hann hafa til grafar gengið sáttur
jafnt við dauðann sem lífið ... Svo
duttu mér í hug konurnar, sem
eiga efni í þessari bók, kem þá
niður á frásögnina Bernskuheim-
ili mitt, eftir hina bráðgáfuðu og
sannhreinskipnu skáldkonu, Ólöfu
Sigurðardóttur frá Hlöðum. Þessi
ritgerð birtist í Eimreiðinni og
vakti feikna athygli, þar eð hún
ber jafnljóst vitni manndóma
skáldkonunnar sem snilli hennar í
máli og stíl. Síðan minntist ég
þáttarins Úr minningablöðum,
eftir skáldkonuna Huldu, og þá
einkum frásagna hennar af minn-
ingaslitrum frá fyrstu bernskuár-
unum. Þær bera það með sér, að
þar sé hvorki of né van ...
Svo læt ég þar staðar numið, og
læt því ógetið milli 20 og 30
frásagna, sem allar eru fróðlegar
og sumar gersemar máls og stíls,
og mannlýsinga, þar á meðal ein
frá sjálfum Matthíasi Jochums-
syni.
Kirkjur og
kennimenn
Síra Ágúst Sigurðsson:
FORN FRÆGÐARSETUR. III.
223 bls. Bókaútg. örn og örlyg-
ur. Reykjavik, 1980.
Þetta rit síra Ágústs Sigurðs-
sonar ætlar að verða fastur liður í
bókaútgáfunni. Allt er þegar
þrennt er, segir máltækið. Og þrjú
stór bindi er ekki svo lítið þegar
öllu er á botninn hvolft. Hér með
ætti að vera klárt hvaða stefnu
þetta ætlar að taka hjá höfundi.
Mér þótti fyrsta bindið skemmti-
legt, annað bindið síðra, einkum
fyrir þá sök að höfundur fór sums
staðar of langt út fyrir efnið, en
þetta, sem nú liggur fyrir, tel ég
svo sem mitt á milli. Síra Ágúst
sýnir forverum sínum verðuga
ræktarsemi með þessum skrifum.
Hann ber virðing fyrir kirkju
sinni og metur mikils hlutverk
hennar á liðnum öldum. Prests-
setrið var andlegt höfuðból hverr-
ar sveitar, um það er engum
Bókmenntlr
eftir ERLEND
JÓNSSON
blöðum að fletta. Það sem þar
gerðist fór ekki fram hjá nágrönn-
unum. Og til skamms tíma þótti
ýmsum meir en lítið til þess koma
að geta rakið ættir sínar til
presta. Því er ekki ósennilegt að
um prestaættir séu til gleggri
heimildir og samfelldari ættartöl-
ur en um aðrar ættir. Mér þykir
ættfræðiáhuga höfundar bera
hæst í þessu riti. Síra Ágúst er
þegar kominn í röð meiri háttar
ættfræðinga. Ég læt öðrum eftir
að sannreyna þau fræði eins og
hann setur þau fram í þessum
bókum. Að óreyndu hef ég enga
ástæðu til að efast um sannfræði
ritsins.
Að gefa góðar vonir
Eðvarð Ingólfsson:
Gegnum bernskumúrinn
Skáldsaga
Barnablaðið Æskan
Reykjavík 1980
Saga þessi er eftir ungan
menntaskólanema og er hún
fyrsta bók hans og ber mörg merki
þess.
Sögusviðið er að mestu skóli í
Reykjavík, nefndur Holtsskóli,
sem er aðeins setinn af þrem efstu
árgöngum grunnskólans.
Aðalpersónur sögunnar eru
Birgir og Ásdís nemendur í
Holtsskóla. Vinir þeirra og vanda-
menn koma einnig við sögu auk
kennara og skólastjóra Holts-
skóla.
Það dylst engum sem mikið
vinna með nemendum á þessum
aldri að höfundur gjörþekkir
þennan aldurshóp nemenda, hugs-
anir þeirra og hegðun. Enda fá
árin síðan hann var einn af þeim.
Hann er einlægur og opinskár í
frásögn sinni og segir hlutina
umbúðalaust. Að mínu mati tekst
Bðkmenntlr
eftir JENNU
JENSDÓTTUR
honum mjög vel að túlka tilfinn-
ingar og gerðir sögupersóna.
Öll samskipti nemenda innan
skóla og utan eru lifandi og
raunveruleg þeim er til þekkja.
Hann lýsir hinum ýmsu mann-
gerðum á trúverðugan hátt. Viss
hreinleiki sem í flestum tilfellum
einkennir þennan aldurshóp kem-
ur greinilega fram í sögunni.
Nokkurs þunga gætir í garð full-
orðinna sem hafa brugðist þeim
grundvallarskyldum við afkvæmi
sín, að ala þau upp, vernda þau og
elska.
Sú gagnrýni sem fram kemur í
því efni á fullkomlega rétt á sér.
Enda er hún ekki sett fram með
orðum einum. Ógnvekjandi gerðir
þessa fólks, sem sumt er hætt að
ráða yfir sjálfu sér, eru ljóslifandi
Ágirnd hinna ríku
Graham Greene:
SPRENGJUVEISLAN
eða Dr. Fischer í Genf.
Björn Jónsson íslenskaði.
Almenna bókafélagið 1980.
Ekki veit ég hvort það er rétt að
til þess að njóta fyllilega skáld-
sagna Grahams Greene þurfi
maður að hfa starfað í utanríkis-
þjónustu Breta eða vera heima í
ýmsu því sem fínna fólk á Bret-
landi tekur sér fyrir hendur, ekki
síst því sem kenna má við úrkynj-
um, sérvisku, eða öfughneigðir.
Graham Greene hefur í senn
samið skáldsögur sem kalla má
alvarlegar bókmenntir og æsisög-
ur samkvæmt þeirri bresku hefð
sem virðist ódrepandi. í sumum
skáldsagna sinna sameinar hann
þetta tvennt: hann kemur á fram-
færi boðskap sínum og hann
skemmtir lesandanum prýðilega.
Doktor Fischer of Geneva or the
Bomb Party sem á íslensku kallast
Sprengjuveislan eða Dr. Fischer í
Genf er reyfaraleg saga, beisk í
ádeilu sinni, jafnvel svo langt
gengið í lýsingum ómennsku hjá
flestum persónum sögunnar að
jaðrar við mannfyrirlitningu. Sag-
an er í eðli sínu fremur einföld svo
að stundum undrast maður að hún
skuli vera verk Greenes.
En því ber ekki að neita að
Graham Greene nær þeim tökum
á viðfangsefni sínu að lesandinn
er beygður undir söguna og les til
enda hvort sem honum líkar betur
eða verr.
Dr. Fischer er hálfgerð ófreskja
í mannslíki. Hann hefur auðgast á
tannkremi sem vernda á gegn
skemmdum svissnesks sælgætis.
Hann hefur um sig hirð vina sem
hann auðmýkir, ríkt fólk sem
gerir allt fyrir peninga. Veislur
heldur hann í því skyni að lítil-
lækka þessa vini sína. Þegar
einkadóttir hans verður fyrir slysi
sem dregur hana til bana má hann
ekki vera að því að svara tengda-
syni sínum í síma. Hann hirðir
ekki heldur um að fylgja dóttur-
inni til grafar. En hann hefur
nógan tíma til að hata mannkynið,
finna upp aðferðir til að gera fólk
ómerkilegt. Hámarki nær hann í
sprengjuveislunni í lok sögunnar.
Sögumaður í Sprengjuveislunni