Morgunblaðið - 10.12.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1980
3
Aðlögunargjald iðnaðaríns fellt niður:
Nýr gjaldstofn sett-
ur á um áramót seg-
ir f jármálaráðherra
RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið
að leKKja aðlögunargjald iðnað-
arins niður nú um áramótin, að
þvi er Ragnar Arnalds fjármála-
ráðherra uppiýsti við umræður
utan dagskrár á Alþingi i gær.
Ráðherrann gat þess á hinn
bóginn ckki, er hann tiikynnti að
frumvarp um nýjan skatt eða
gjald i stað aölögunargjaldsins
yrði lagt fram í dag eða á
morgun. hvort það ætti að renna
til að styrkja íslenskan iðnað, eða
hvort það ætti eingöngu að skila
rikissjóði auknum tekjum.
Tilefni þessara umræðna var
það, að Friðrik Sophusson. einn
þingmanna Sjálfstæðisflokksins,
kvaddi sér hljóðs utan dagskrár og
spurðist fyrir um hvað liði ákvörð-
un ríkisstjórnarinnar um aðlögun-
argjaldið, og einnig spurði hann
hvað liði störfum nefndar er átti
að skila áliti fyrir 1. júlí síðastlið-
inn um samanburðarathugun á
starfsskilyrðum iðnaðar, sjávar-
útvegs og landbúnaðar. Sagði
Friðrik það vera einkennilegt, að
nefnd, sem skipa átti hinn 30.
mars og átt hefði að skila áliti
hinn 1. júlí í síðasta lagi, hefði
ekki verið skipuð fyrr en 9.
september og hefði enn ekki skilað
áliti sínu! — Gunnar Thoroddsen
svaraði og sagði að nefndin hefði
haldið marga fundi og aflað
gagna, og væntu menn sér mikils
af störfum hennar er álit lægi
fyrir!
Miklar umræður urðu um málið,
og kom meðal annars fram í máli
Friðriks, að athyglisvert væri við
svör forsætisráðherra, að eftir
þau stæðu menn í nákvæmlega
sömu sporum og áður, enginn væri
nær um hvað gera ætti. Geir
Hallgrímsson tók undir mál Frið-
riks, og sagði mál þetta dæmigert
fyrir aðgerða- og úrræðaleysi rík-
isstjórnarinnar á flestum sviðum.
O Nýrri áskrift 1981 fylgir allur
árgangur 1980 í kaupbæti, ef
óskaö er. Gefandi greiðir
aðeins sendingarkostnað.
O Útgáfan sendir viðtakanda
jólakveðju í nafni gefanda,
honum að kostnaðarlausu.
O Fyrirhöfnin erengin og
kostnaðurinn lítill. Hvert nýtt
hefti af lceland Review styrkir
tengslin.
□ Undirritaður kaupir.
. gjafaáskrift(ir) að lceland Review 1981
og greiðir áskriftargjald kr. 9.900 að viðbættum sendingarkostnaði
kr. 2.800 pr. áskrift. Samt. kr. 12.700.
□ Árgangur 1980 verði sendur ókeypis til viðtakanda(-enda) gegn
greiðslu sendingarkostnaðar, kr. 2.500 pr. áskrift.
Nafn áskrifanda
Sími Heimilisfang
Nafn móttakanda
Heimilisf.
Nöfn annarra móttakenda fylgja með á öðru blaði. Sendið til
lceland Review, pósthólf 93, Reykjavík, eða hringið í síma 27622.
Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands:
Bandarisku söngvararnir Diane Johnson og Michael Gordon.
Ljósm. Kristján
AÓeins
þaóbesta
„lceland Review kemur alltaf eins og langþráður gestur
frá Islandi . (Úr bréfi frá lesanda ritsins erlendis.)
Sendu vinum þínum í útlöndum gjafaáskrift - og fáðu
heilan árgang í kaupbæti.
Gjöf, sem berst aftur og aftur - löngu eftir að allar hinar
eru gleymdar, og segir meira frá landi og þjóð en margra
ára bréfaskriftir.
Iceland Review
Hverfisgötu 54, sími 27622,101 Reykjavík.
Flutt verða atriði úr
bandarískum söngleikjum
Haustyika - fyrsta skáld
saga Aslaugar Ragnars
BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlyg-
ur hf. hefur gefið út bókina
Haustvika, nýja skáldsögu eftir
Áslaugu Ragnars blaðamann.
Er þetta fyrsta skáldsaga Ás-
laugar. en hún er löngu kunn
fyrir greinar sínar og viðtöl við
menn af ólíkum toga. sem birst
hafa í Morgunblaðinu.
miklu um framvinduna. Sögusvið
ið er Reykjavík haustið 1980, ei
þaðan opnast leiðir til allra átta."
Bókin Haustvika er sett, um
brotin, filmuunnin og prentuð
Prentstofu G. Benediktssonar, er
bundin hjá Arnarfelli hf. Kápu
teikningu annaðist Auglýsinga
stofan SGS, Sigurþór Jakobsson.
NÆSTU áskriftartónleikar Sin-
fóníuhljómsveitar íslands verða á
morgun, fimmtudag. og hcfjast
kl. 20:30. Efnisskrá tónleikanna
er með léttu yfirbragði og verða
flutt atriði úr bandariskum
söngleikjum. Er þar um að ranta
verk eftir Bernstein. Rodgers,
Wright, Bennett, Gershwin o.ff.
Stjórnandi er Páll P. Pálsson og
fram koma einsöngvararnir
Diane Johnson og Michael Gor-
don. Þá kemur einnig fram Viðar
Alfreðsson hornleikari, en hann
leikur að þessu sinni á trompet
lag af plötu, sem senn er væntan-
leg á markað.
Páll P. Pálsson, sem fæddur er í
Austurríki, stjórnaði Lúðrasveit
Reykjavíkur árin 1949 til 1959 og
lék jafnframt með Sinfóníu-
hljómsveitinni. Hélt hann síðan til
frekara tónlistarnáms í Hamborg
og er nú fastráðinn hljómsveitar-
stjóri SÍ og gegnir einnig starfi
stjórnanda Karlakórs Reykjavík-
ur. Þá hefur Páll P. Pálsson samið
mörg tónverk fyrir hljómsveitir
og kóra.
Einsöngvararnir Diane Johnson
og Michael Gordon eru bæði frá
Bandaríkjunum. Hún stundaði
tónlistarnám við Juillard-tónlist-
arskólann og framhaldsnám við
Hartford-háskóla og lauk síðan
meistaraprófi frá háskólanum í
Indiana. Hefur hún unnið til
ýmissa verðlauna á vegum óperu-
húsa. Michael Gordon stundaði
tónlistarnám sitt við Columbia-
háskólann og er nú framkvæmda-
stjóri og aðalsöngvari Porgy og
Bess tónlistarflokksins, sem hefur
ferðast um Bandaríkin með kon-
sertútgáfu af samnefndri óperu.
Gordon er nú prófessor við Indi-
anaháskólann og hefur starfað
víða sem söngvari og hljómsveit-
arstjóri.
Viðar Alfreðsson starfar nú sem
fyrsti hornleikari Sinfóníuhljóm-
sveitar Islands og auk starfa sinna
þar hefur hann einnig lagt mikla
stund á jasstónlist og leikið á hin
ýmsu hljóðfæri, sérstaklega
trompet.
Áslaug Ragnars
í kynningu bókarinnar á bókar
kápu segir m.a.:
„Haustvika er fyrsta skáldsagi
Áslaugar. Stíllinn er yfirlætislau;
og agaður, frásögnin lipur og hröð
hlaðin spennu frá upphafi ti
óvæntra endaloka.
Haustvika er saga um Sif -
konu, sem lætur lögmál umhverf
isins ekki aftra sér frá því að slíti
sig úr viðjum vanans. En Haust
vika er ekki síður saga um fólkið
kringum hana og tilraunir þess ti
að ráða ferli sínum. Óvænt oí
dularfull atvik, sem ekki er á fær
sögupersónanna að afstýra, ráði
Þef uðu af gasi
— brenndust illa
er sprenging varð
ÍSLENZKUM lækni var á mánu-
dag veitt undanþága fyrir gjald-
eyrisyfirfærslu, en hann fylgdi
tveimur grænlenzkum stúlkum
frá Reykjavík á sjúkrahús í
Kaupmannahöfn. Stúlkurnar
brenndust mjög illa er 11 kílóa
gasflaska sprakk í heimahúsi i
Scoresbysund á sunnudagsmorg-
un.
Aðfaranótt sunnudags voru
fjórar stúlkur staddar í þessu
húsi og höfðu þefað af gasi. Þeim
láðist hins vegar að skrúfa alveg
fyrir gasið og er ein þeirra kveikti
á eldspýtu síðla nætur varð mikil
sprenging í húsinu. Framhlið
hússins sprakk út, þakið lyftist og
húsið er með öllu ónýtt.
Tvær stúlknanna voru lagðar
inn á sjúkrahúsið í Scoresbysund
með minni háttar brunasár, þær
eru 14 og 15 ára gamlar. Stúlkurn-
ar, sem voru fluttar til Kaup-
mannahafnar eru með 2. og 3.
stigs brunasár. Önnur stúlkn-
anna, 14 ára gömul, brenndist á
um 50% yfirborðs líkamans, en
hin, sem er 18 ára, nokkuð minna.